Fréttablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 66
1. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR
> Við hrósum ...
... Ásgeiri Sigurvinssyni fyrir að velja
Fylkismanninn Helga Val Daníelsson í
landsliðið í gær. Helgi Valur
hefur leikið frábærlega
það sem af er sumri og
á sætið í landsliðinu svo
sannarlega skilið og
hefði með réttu átt að
vera í upprunalegum
hópi landsliðsþjálfaranna.
Heyrst hefur ...
... að Þróttarar ætli sér að senda
útlendingana sem eru hjá félaginu til síns
heima á ný. Þeir hafa ekki staðið undir
væntingum og sátu á bekknum hjá Þrótti
í gær.
sport@frettabladid.is
26
> Við hrósum ...
.... Valsmönnum fyrir að
standa undir væntingum í
Landsbankadeildinni.
Miðað við gang mála
fyrstu umferðirnar í
mótinu er Valur eina
liðið sem virðist líklegt til
að geta staðið í FH-
ingum.
Frábær frammista›a Vals í fyrri hálfleik sló Framara gjörsamlega af laginu og
áttu fleir ekkert svar vi› flremur mörkum Valsara í fyrri hálfleik.
Valsmenn vængjum þöndum
FÓTBOLTI Willum Þór Þórsson hefur
blásið lífi í Reykjavíkurstórveldið
Val. Liðið hefur fullt hús stiga eftir
fjórar umferðir og spilaði hreint
stórkostlega í fyrri hálfleik gegn
Fram í gær. Strax frá fyrstu mín-
útu var ljóst að menn voru mættir
til að hirða þrjú stig og gefa hvergi
færi á sér. Það gekk eftir. Vel
skipulagðar sóknarlotur Valsara
voru fljótar að borga sig er mörkin
röðuðust inn í fyrri hálfleik.
Eftir hlé komu Framarar stað-
ráðnir í að láta ekki niðurlægja sig
enn frekar og stóðu sig bærilega,
sérstaklega þegar tekið er tillit til
þess hvers konar útreið þeir fengu
fyrir hlé. Annars var sóknarkraft-
urinn algerlega horfinn úr liðinu
og allur botn datt úr miðjuspili
liðsins.
„Við eigum ekkert skilið eftir
svona fyrri hálfleik, hann var okk-
ur hreinlega til skammar,“ sagði
Ríkharður Daðason, fyrirliði
Fram, eftir leik. „Það góða sem við
vorum að gera í síðasta leik var
ekki til staðar í dag, hvort sem er í
vörn eða sókn. Þeir voru betri á öll-
um sviðum í fyrri hálfleik og það
er erfitt að ná upp 3-0 forskoti eftir
fyrri hálfleikinn, þó svo að annað
hafi sýnt sig undanfarið. Það eina
jákvæða við þennan leik er að við
berjumst vel í seinni hálfleik og
gerum þeim erfitt fyrir. En það
vantar herslumuninn að fá markið
inn og komast þannig aftur inn í
leikinn. Og það verður alltaf erfið-
ara eftir því sem tíminn líður.“
Valsmenn eru skemmtilega
leikandi lið sem á stigin tólf fylli-
lega skilið. Það var hrein unun að
fylgjast með liðinu fyrir hlé.
„Við byrjuðum af miklum
krafti. Eins og allir vita er langt frí
fram undan og við vorum stað-
ráðnir í að fara mjög sáttir inn í
það hlé,“ sagði miðjumaðurinn og
Valsarinn Sigþór Júlíusson, hæst-
ánægður með góða frammistöðu
sinna manna. „Það er frábært að
vera með fullt hús stiga en við tök-
um engu að síður aðeins einn leik
fyrir í einu. Við höfum verið lán-
samir að hafa byrjað mótið vel og
það vill oft vinda upp á sig, það
kemur stemning inn í liðið og
sjálfstraustið líka. Þetta fylgist
alltaf að og verður alltaf auðveld-
ara hjá okkur.“ eirikurst@frettabladid.is
LEIKIR GÆRDAGSINS
Landsbankadeild karla
STAÐAN
FH 4 4 0 0 12–1 12
VALUR 4 4 0 0 10–2 12
KEFLAVÍK 4 2 1 1 7–8 7
FYLKIR 4 2 0 2 7–5 6
FRAM 4 2 0 2 6–4 6
KR 4 2 0 2 4–4 6
ÍA 4 2 0 2 4–7 6
GRINDAVÍK 4 1 0 3 6–12 3
ÞRÓTTUR 4 0 1 3 3–8 1
ÍBV 4 0 0 4 3–11 0
Landsbankadeild kvenna
KR–FH 6–1
1–0 Júliana Einarsdóttir (13.), 2–0 Hrefna
Jóhannesdóttir (19.), 2–1 Valdís Rögnvaldsdóttir
(23.), 3–1 Hrefna Jóhannesdóttir (70.), 4–1
Hrefna Jóhannesdóttir (74.), 5–1 Guðrún Sóley
Gunnarsdóttir (84.), 6–1 Hrefna Jóhannesdóttir
(87.).
KEFLAVÍK–VALUR 0–9
- Dóra María Lárusdóttir 2, Rakel Logadóttir 2,
Margrét Lára Viðarsdóttir 2, Laufey Ólafsdóttir 2,
Elín Svavarsdóttir.
STJARNAN–ÍA 1–0
1–0 Björk Gunnarsdóttir (77.).
ÍBV–BREIÐABLIK 1–2
0–1 Guðlaug Jónsdóttir (18.), 0–2 Erna Björk
Sigurðardóttir (46.), 1–2 Bryndís Jóhannesdóttir
(57.).
STAÐAN
KR 3 3 0 0 16–3 9
BREIÐAB. 3 3 0 0 9–4 9
VALUR 3 2 0 1 17–4 6
ÍBV 3 1 0 2 13–5 3
FH 3 1 0 2 2–8 3
KEFLAVÍK 3 1 0 2 4–12 3
STJARNAN 3 1 0 2 2–10 3
ÍA 3 0 0 3 3–20 0
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
29 30 31 1 2 3 4
Miðvikudagur
JÚNÍ
■ ■ SJÓNVARP
07.00 Olíssport á Sýn. Endursýndur
þáttur fjórum sinnum.
16.50 Smáþjóðaleikarnir á RÚV.
Fyrsti þáttur af fimm endursýndur.
18.20 Olíssport á Sýn.
Endursýndur þáttur.
19.35 Golf á Sýn. Sýnt frá
bandarísku mótaröðinni.
20.30 Fitness á Sýn. Sýnt frá
karlakeppninni á bikarmótinu,
21.00 Tiger Woods á Sýn. Fyrsti
þáttur af þremur um þennan
frábæra kylfing.
21.30 Smáþjóðaleikarnir á RÚV.
Annar þáttur af fimm
22.00 Olíssport á Sýn. Íþróttir
dagsins gerðar upp.
23.15 Poker á Sýn. Sýnt frá HM í
póker.
Þróttur og Keflavík skiptu með sér stigunum eftir 2–2 jafntefli í Laugardal:
FÓTBOLTI Hann var ekki rishár
leikur Þróttar og Keflavíkur í
Laugardalnum í gær. Bæði lið
áttu frekar slakan dag og það var
sanngjarnt að þau skyldu skipta
með sér stigunum. Niðurstaðan
var steindautt fjögurra marka
jafntefli, 2-2. Mörkin fjögur
komu úr víti, aukaspyrnu, horn-
spyrnu og með góðu skoti.
Keflvíkingar voru alltaf lík-
legri uppi við markið en gekk illa
að binda endahnútinn á sóknir
sínar. Hin margfræga síðasta
sending fór ansi oft forgörðum.
Spilamennska Þróttara var ekki
til fyrirmyndar. Endalausar kýl-
ingar og svo var lagt upp með að
ná seinni boltanum og gera eitt-
hvað við hann. Eins og áður sagði
náði leikurinn aldrei neinum
hæðum og þótt Keflvíkingar hafi
verið betri fram á við var jafn-
tefli sanngjörn niðurstaða.
„Mér fannst við spila ágæt-
lega. Þetta var með því skásta
hjá okkur í sumar,“ sagði Páll
Einarsson, fyrirliði Þróttar.
„Við ætluðum okkur meira en
einbeitingarleysi varð okkur að
falli. Eins og staðan er í dag
verðum við í botnbaráttu en við
höfum trú á að við getum betur
og við stefnum upp á við.“ Guð-
mundur Steinarsson, fyrirliði
Keflavíkur, skoraði gull af marki
og var með skárri mönnum vall-
arins í gær.
„Við erum grautfúlir með að
hafa ekki fengið öll stigin.Við
vorum ekki að spila okkar bolta
og spurning hvort skortur á
breidd sé að há okkur. Við getum
gert miklu betur enda var liðs-
heildin döpur. Við vorum heppn-
ir með að ná stigi miðað við hvað
við vorum daprir.
henry@frettabladid.is
Fyrsta jafntefli sumarsins sta›reynd
„Ég fékk símtal frá KSÍ í hádeginu og
var spurður hvort ég gæfi kost á mér.
Að sjálfsögðu sagði ég svo vera,“ segir
Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylk-
is, sem í gær var valinn í íslenska lands-
liðið fyrir leikina gegn Ungverjalandi og
Möltu í næstu viku í stað Hjálmars
Jónssonar hjá Gautaborg, sem á við
meiðsli að stríða. Helgi Valur á reyndar
einn landsleik að baki sem kom fyrir
allnokkru síðan, nánar tiltekið í janúar
árið 2001 þegar hann kom inn á sem
varamaður í 3-0 sigri gegnÝIndverjum í
Cochin á Indlandi. Þá á Helgi Valur tugi
landsleikja að baki með yngri landslið-
um Íslands.
„Ég get ekki sagt annað en að þetta
hafi komið mér skemmtilega á óvart.
Það var náttúrlega búið að velja liðið og
þetta var í raun það síð-
asta sem ég var að hugsa
um. En ég hlakka mikið
til, ég þekki fullt af þess-
um strákum frá tíma
mínum með yngri lands-
liðunum og það verður
gaman að hitta þá aftur. Í
leiknum gegn Indlandi var um
hálfgert B-lið að ræða en það er
náttúrlega toppurinn að
komast í hópinn þegar það
eru alvöru leikir fram und-
an eins og núna,“ segir
Helgi Valur.
Helgi Valur var þó ekkert
frekar á því að frammi-
staðan gegn ÍA í fyrra-
dag hefði verið það sem gerði útslagið
en þá var hann hreint óstöðvandi og
nánast eignaði sér miðjuna á vellinum
þrátt fyrir að þetta hafi verið í fyrsta
skiptið sem hann spilar þá stöðu
í sumar. „En það er ljóst að ég er
mínu besta formi í langan tíma,“
segir hann. Þess má geta að
Helgi Valur fékk einkunn-
ina 9 fyrir frammistöðu
sína gegn ÍA í Frétta-
blaðinu og er hann sá
fyrsti sem gerir það í
sumar, en samkvæmt
skilgreiningu blaðsins
segir sú einkunn að
viðkomandi sé „í
landsliðsklassa.“
HELGI VALUR DANÍELSSON: VALINN Í ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Í STAÐ HJÁLMARS JÓNSSONAR
Verður gaman að hitta strákana aftur
*MAÐUR LEIKSINS
VALUR 4–4–2
Kjartan 7
Steinþór 7
Atli Sveinn 8
Grétar 7
Bjarni Ólafur 7
Baldur 7
Sigurbjörn 7
Kristinn 7
(87. Henriksen –)
*Sigþór 8
Matthías 7
(76. Garðar –)
Guðmundur 8
(80. Sigurður –)
FRAM 4–3–3
Gunnar 7
Kristófer 6
(61. Ívar 5)
Þórhallur Dan 6
Kristján 5
Gunnar Þór 6
Ingvar 4
Nörholt 3
(46. Viðar 5)
Mathiesen 3
Andri Steinn 3
(29. Heiðar Geir 6)
Ríkharður 6
Andri Fannar 4
*MAÐUR LEIKSINS
ÞRÓTTUR 3–5–2
Fjalar 5
Eysteinn 6
Jens 6
Ólafur 5
Freyr 4
Páll 4
Halldór 4
Haukur Páll 4
Ingvi 4
Henning 3
(86. Maruniak –)
Þórarinn 4
(77. Sævar –)
KEFLAVÍK 4–4–2
Ómar 5
Guðjón 4
O´Callaghan 4
Johansson 6
Milisevic 5
Jónas Guðni 6
Baldur 5
(65., Abdulkadir 4)
Hólmar Örn 6
(84., Gunnar H. –)
Gestur 5
(84. Atli Rúnar –)
Hörður 6
*Guðmundur 6
2-2
Laugardalsv., áhorf: 659 Egill Már Markússon (6)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 10–9 (4–3)
Varin skot Fjalar 1 – Ómar 2
Horn 3–4
Aukaspyrnur fengnar 12–12
Rangstöður 2–2
1–0 Eysteinn Pétur Lárusson (39.)
1–1 Hörður Sveinsson (45.)
1–2 Guðmundur Steinarsson (61.)
2–2 Páll Einarsson, víti (71.)
Þróttur Keflavík
LA
ND
SB
AN
KA
DE
IL
DI
N
TVEIR VALSMENN Á HVERN FRAMARA Valsmenn unnu öruggan sigur á Fram í gær. Hér
sést Ingvar Ólason tapa tæklingu gegn þeim Kristni Lárussyni og Sigþóri Júlíussyni (6)
sem báðir áttu góðan leik í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
GLÆSIMARK Baldur Sigurðsson og
Hörður Sveinsson fagna hér glæsimarki
Harðar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
3-0
Valsvöllur, áhorf: 1050 Magnús Þórisson (4)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 12–11 (5–5)
Varin skot Kjartan 5 – Gunnar 2
Horn 5–7
Aukaspyrnur fengnar 14–16
Rangstöður 4–1
1–0 Matthías Guðmundsson (12.)
2–0 Sigþór Júlíusson (19.)
3–0 Baldur Aðalsteinsson (36.)
Valur Fram