Fréttablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 23
3MIÐVIKUDAGUR 1. júní 2005 Innritun fyrir sumarönn 23. maí - 6. júní á www.fa.is Skólameistari Það er margt að gerast í Kramhúsinu í sumar og í júní verður kennaranámskeiðið sí- vinsæla haldið í 22. sinn. Kennaranámskeið Kramhússins verður haldið dagana 20. til 23. júní í 22. sinn en námskeiðið er fyrst og fremst haldið fyrir kennara og þá sem vinna við skapandi starf með börnum og unglingum. Námskeiðið er að sjálfsögðu opið öllum en fjöldi kennara hefur sótt nám- skeiðið í gegnum tíðina og nýtt sér við kennslu. Gestakennarar koma víða að og í ár kemur Soili Perkiö, einn vin- sælasti kennari og fyrirlesari Norðurlanda, í heimsókn en hún sérhæfir sig í tónlist og hreyfingu fyrir ung börn. Einnig kemur tón- listar- og myndlistarmaðurinn, Ilya Magnes, og kennir tónlistarspuna og skapandi takt. Skáldið Sjón kynnir örsögur fyrir þátttakendum og leiðir þá inn í hugarheim sinn og útskýrir aðferðarfræði við örsögu- gerð. Einnig miðla kennarar Kram- hússins, Elfa Lilja Gísladóttir, Hafdís Árnadóttir og Ólöf Ingólfs- dóttir, af reynslu sinni í skapandi hreyfingu, dansi og spuna. Verð er 35.500 krónur en þátt- takendum er bent á að sækja um styrki til endurmenntunarsjóðs eða sveitarfélags. Kramhúsið býður einnig upp á fjöldann allan af dansnámskeiðum í sumar fyrir alla aldurshópa eins og contemporary urban, jazz funk, afró, magadans, hip hop og break- dance, salsa og tangó. Nánari upp- lýsingar um námskeiðin og skrán- ing er í síma 551 5103 og 551 7860 og á kramhusid.is. Mímir býður börnum upp á fjölbreytt sumarnámskeið í tungumálum, leiklist, mynd- list og legókubbum. Sumarnámskeiðin fyrir börnin hefjast hjá Mími-Símenntun næsta mánudag og standa út mánuðinn. Hvert námskeið stendur í eina viku og er kennt hálfan daginn í senn en meðal þess sem verður í boði er myndlist, enska, spænska og leiklist og eru námskeiðin fyrir börn á aldrinum 6-8 ára. Á einu af nýjustu sumar- námskeiðunum kennir Jóhann Breiðfjörð, fyrrverandi hönnuður og hugmyndasmiður hjá Legó, börnunum að byggja úr tækni- legói. „Ég nota lagerinn sem ég fékk sendan frá Legó á meðan ég starfaði þar og eru þetta um 100 kíló af kubbum sem er raðað í sjö stóra bala sem börnin geta leikið sér með að vild,“ segir Jóhann. Hann segist kenna krökkunum að nota tannhjól, gírun og vogarafl og hann aðstoðar þau við að skapa sín eigin módel en hann er með fjöld- ann allan af rafmagnsmótorum á námskeiðinu. „Krakkarnir hafa frjálsar hendur og mega byggja það sem þá langar til og ég hjálpa þeim við að útfæra hugmyndir sínar,“ segir Jóhann. Námsframboð í háskólum á Íslandi hefur aldrei verið meira en nú og margar spenn- andi nýjungar í boði. Samtals stunda um 16 þúsund nemendur háskólanám á Íslandi. Umsóknarfrestur fyrir næsta vetur er nú að renna út í flestum háskólum landsins en framhalds- skólanemar og aðrir hafa úr mörg- um greinum að moða. Háskólarnir á Íslandi eru átta talsins og hver þeirra býður upp á einhverjar nýjungar næsta haust. Þetta eru: Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Há- skólinn á Hólum – Hólaskóli, Kennaraháskóli Íslands, Landbún- aðarháskóli Íslands, Listaháskóli Íslands og Viðskiptaháskólinn Bifröst. Ellefu nýjar námsbrautir hafa bæst við hjá Háskólanum í Reykja- vík, meðal annars fjármálaverk- fræði, heilbrigðisverkfræði og rekstrarverkfræði, og einnig lítur dagsins ljós ný kennslufræði- og lýðheilsudeild. Bifröst býður nýja námsbraut í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði og Háskóli Ís- lands kynnir nýtt meistaranám í verkefnastjórn og í alþjóðasam- skiptum, svo nokkuð sé nefnt. Það er ávallt líf og fjör á kennaranámskeiðinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Tónlistarspuni, taktur og örsögugerð Þeir sem hyggja á háskólanám hafa úr mörgum greinum að moða. Gróska í háskólanáminu Hundrað kíló af kubbum Jóhann Breiðfjörð hugmyndasmiður verður með 100 kíló af legókubbum á námskeiðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.