Fréttablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN4 F R É T T I R Markaðsaðilar reikna með að Seðlabankinn tilkynni um vaxtahækkun samhliða útgáfu Peningamála á föstudaginn. Í morgunkorni Íslandsbanka í fyrradag er spáð vaxtahækk- un upp á 0,25 til 0,5 prósent. Stýrivextir standi nú í níu prósentum og verði líklega komnir í tíu prósent fyrir lok þessa árs. Hærra fari bankinn sennilega ekki með vext- ina nema gengi krónunnar taki að falla á tímapunkti sem ekki sé bankan- um þóknanlegur með tilliti til þenslu. Spáir greiningardeild Ís- landsbanka að gengið muni sennilega standa í stað fram að útgáfu peningamála. Gengið verði áfram hátt út þetta ár og á næsta ári. - bg Innan bæjarstjórnar Vesturbyggðar er áhugi fyrir því að selja allt stofnfé sveit- arfélagsins í Sparisjóði Vestfirðinga. Hlutur sveitarfélagsins er um átján milljónir króna og er það næststærsti stofnfjáreigandinn á eftir KB banka. Guðmundur Sævar Guðjónsson, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, segir að sveitarfélagið hafi keypt stofnfé í Eyrar- sparisjóði á Patreksfirði á sínum tíma til að tryggja rekstur sjóðsins. Hinn sam- einaði sparisjóður á Vestfjörðum er orð- inn það sterk stofnun að nú gæti verið góður tími fyrir sveitarfélagið til að losa um fjármuni. „Við munum eiga fund með stjórnend- um sparisjóðsins á næstunni með það í huga að óska eftir innlausn stofnfjár,“ segir Guðmundur Sævar. - eþa Björgvin Guðmundsson Eggert Þór Aðalsteinsson skrifa Róbert Wessman, forstjóri Actavis, sagði á fundi með fjárfestum í síðustu viku, þegar kaupin á bandaríska samheitalyfjafyrirtækinu Amide voru kynnt, að stjórnendur félagsins hefðu þurft að hafa mikið fyrir því að koma þessum viðskiptum á. Amide var í eigu fjölskyldu af indverskum upp- runa, sem ætlaði sér ekki að selja fyrirtækið í fyrstu. Viðskiptin hefðu ekki snúist að öllu leyti um peninga en kaupverðið var 33 milljarðar króna auk árangurstengdra greiðslna. Á endanum taldi fjöl- skyldan hugmyndir Actavis um uppbyggingu starf- semi á Indlandi það áhugaverðar að ákveðið var að ganga til samninga. Á aðalfundi Actavis í lok mars lýsti Róbert því yfir að félagið vildi fjárfesta í rann- sóknar- og þróunarstarfi Indlandi á sama tíma og það stæði í fyrirtækjakaupum á Bandaríkjamark- aði, mikilvægasta samheitalyfjarmarkaðnum. Viðskipti með hlutabréf Actavis voru stöðvuð þegar viðræður um kaupin stóðu sem hæst 13. maí síðastliðinn. Var talin hætta á að upplýsingar um kaupin hefðu lekið út til fjárfesta en verð á hluta- bréfum í félaginu hækkuðu um þrjú prósent við upp- haf viðskiptadags. Hátt settur starfsmaður Actavis sagði við blaðamann Markaðarins að lekinn hefði lík- lega verið frá bönkunum en ekki fyrirtækinu. Í síðasta tölublaði Markaðarins var Halldór Kristmannsson, forstöðumaður innri og ytri sam- skipta Actavis, spurður hvort þetta hefði verið athugað innan fyrirtækisins. Rétt er að taka fram að hann var ekki að tjá sig um kaup Burðarás á bréfum í Actavis, sem voru efni fréttarinnar. Var einungis óskað eftir svari hans við þeirri spurningu hvort líkur væru á því að upplýsingar hefðu borist frá fyrirtækinu sjálfu. Lekinn líklega frá bönkunum Kaupin á Amide snerust ekki að öllu leyti um peninga. Forsvarsmenn félagsins eru ánægðir með að komast inn á mikilvægasta markaðinn á hagstæðu verði. Kaupin styðja fjárfestingar á Indlandi. Á sama tíma og útgerðarfyrir- tækin týna tölunni í íslensku kauphöllinni fjölgar þeim í þeirri norsku. Á dögunum varð Aker Seafoods það fimmta sem skráir sig á norska markaðinn. Fyrir voru Fjord Seafood, Leroy Seafood, Domstein og Pan Fish. Fyrirtækið varð til þegar Norway Seafoods, félag í eigu athafnamannsins Kjell Inge Rökke, keypti tvö útgerðar- og vinnslufyrirtæki, West Fish Aar- sæther og Nordic Sea Holding. Um risafyrirtæki er að ræða sem gerir út sextán togara og veltir um 24 milljörðum króna. Talið er að Rökke og stjórnendur félags- ins hafi hug á að fækka skipum í tengslum við þær breytingar sem eru að verða á norskri fisk- veiðistjórnun. Umframeftirspurn eftir nýju hlutfé var tvöföld í útboði sem haldið var í tengslum við skrán- inguna. Útboðsgengið var 29 norskar krónur á hlut. Markaðs- verðmæti félagsins er því tæpir fimmtán milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að félagið skili 75 millj- óna norskra króna hagnaði fyrir skatta á þessu ári, sem samsvarar um 750 milljónum króna. Á næsta ári áætla stjórnendur Aker Seafoods að hagnaður fyrir skatta verði um 1.620 milljónir króna. DnB NOR, sem hafði umsjón með útboðinu, hefur verðlagt Aker Seafoods á 37 norskar krón- ur. - eþa Aker Seafoods á markað Fyrirtækið varð á dögunum fimmta sjávarútvegs- félagið sem er skráð í norsku kauphöllinni. Rússneski auðkýfingurinn Mik- haíl Khodorkovskí hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi. Ákær- an á hendur Khodorkovskí var í sjö ákæruliðum og var hann fundinn sekur í sex þeirra, meðal annars fyrir fjár- og skattsvik. Kveðinn var upp dómur á tólf- ta degi dómsuppkvaðningar, en í Rússlandi er sá háttur hafður á að dómari les upp öll málsgögn áður en dómur er kveðinn upp. Er í mörgum tilfellum um mörg þúsund blaðsíður að ræða. Hver blaðsíða tekur um tíu mínútur í upplestri. Khodorkovskí sagði það ekki á færi neins heilbrigðs manns að skilja það sem gerst hefði. Stuðningsmenn Khodorkov- skís segja réttarhaldinu stýrt af Pútín Rússlandsforseta og að verið sé að refsa Khodorkovskí fyrir stuðning við stjórnarand- stöðuflokka og reynt að koma í veg fyrir að hann bjóði sig sjálf- ur fram í næstu forsetakosning- um. Næstu forsetakosningar fara fram 2008 og verður Khodorkov- skí því fjarri góðu gamni. Lögfræðingar Khodorkovskís hafa tilkynnt að hann hyggist áfrýja dómnum. - jsk SKJALASKÁPAR ÓLAFUR GÍSLASON & CO HF Sundaborg 3 • sími 568 4800 www.olafurgislason.is SKJALAPOKAR OG MILLIMÖPPUR -og allt á sínum stað! RÓBERT WESSMAN Þurfti að hafa mikið fyrir kaupum á Amide. M ar ka ðu rin n/ Vi lh el m KJELL INGE RÖKKE Rökke er aðaleigandi Aker Seafoods, sem bættist við á norska hlutabréfamarkaðinn á dögunum. „Svonefnd launaleynd er ekki heppileg starfsmannastefna og þjónar hvorki hagsmunum eig- enda, stjórnenda né starfs- manna fyrirtækja,“ segir í ályktun sem hátt í tvö hundruð konur á ráðstefnu um tengsla- net kvenna á Bifröst sam- þykktu 27. maí síðastliðinn. „Upplýsingar um laun og kjör á vinnumarkaði auka gagnsæi markaðarins og eru um leið forsenda þess að unnt sé að vinna að sameiginlegu hagsmunamáli allra á vinnu- markaði – að útrýma kyn- bundnum launamun,“ segir þar jafnframt. Eru atvinnurekendur hvattir til að endurskoða svonefnda launaleynd. Hún gangi gegn markmiðum jafnréttislaga. - bg Sparisjóður Vestfirðinga: Næststærsti eigandinn íhugar sölu GUÐMUNDUR SÆVAR GUÐJÓNSSON, FORSETI BÆJARSTJÓRNAR VESTURBYGGÐAR Til greina kemur að Vesturbyggð selji allt sitt stofnfé í Sparisjóði Vestfirðinga. Fr ét ta bl að ið /V ilh el m Vilja ekki launaleynd Khodorkovskí fékk níu ára fangelsisdóm Sakfelldur í sex af sjö ákæruliðum. MIKHAÍL KHODORKOVSKÍ Fundinn sekur í sex ákæruliðum af sjö. Stuðnings- menn Khodorkovskís segja réttarhaldið af pólitískum toga. Á endanum taldi fjölskyldan hugmyndir Actavis um uppbyggingu starfsemi á Indlandi það áhugaverðar að ákveðið var að ganga til samninga. Spá vaxtahækkun BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON Talið er að hann íhugi að hækka stýrivexti Seðla- bankans enn frekar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.