Fréttablaðið - 01.06.2005, Page 32
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN4
F R É T T I R
Markaðsaðilar reikna með að Seðlabankinn
tilkynni um vaxtahækkun samhliða útgáfu
Peningamála á föstudaginn. Í morgunkorni
Íslandsbanka í fyrradag er spáð vaxtahækk-
un upp á 0,25 til 0,5 prósent. Stýrivextir
standi nú í níu prósentum og verði líklega
komnir í tíu prósent fyrir lok þessa árs.
Hærra fari bankinn sennilega ekki með vext-
ina nema gengi krónunnar taki að falla á
tímapunkti sem ekki sé bankan-
um þóknanlegur með tilliti til
þenslu.
Spáir greiningardeild Ís-
landsbanka að gengið muni
sennilega standa í stað fram
að útgáfu peningamála.
Gengið verði áfram hátt út
þetta ár og á næsta ári. - bg
Innan bæjarstjórnar Vesturbyggðar er
áhugi fyrir því að selja allt stofnfé sveit-
arfélagsins í Sparisjóði Vestfirðinga.
Hlutur sveitarfélagsins er um átján
milljónir króna og er það næststærsti
stofnfjáreigandinn á eftir KB banka.
Guðmundur Sævar Guðjónsson, forseti
bæjarstjórnar Vesturbyggðar, segir að
sveitarfélagið hafi keypt stofnfé í Eyrar-
sparisjóði á Patreksfirði á sínum tíma til
að tryggja rekstur sjóðsins. Hinn sam-
einaði sparisjóður á Vestfjörðum er orð-
inn það sterk stofnun að nú gæti verið
góður tími fyrir sveitarfélagið til að losa
um fjármuni.
„Við munum eiga fund með stjórnend-
um sparisjóðsins á næstunni með það í
huga að óska eftir innlausn stofnfjár,“
segir Guðmundur Sævar. - eþa
Björgvin Guðmundsson
Eggert Þór Aðalsteinsson
skrifa
Róbert Wessman, forstjóri Actavis, sagði á fundi
með fjárfestum í síðustu viku, þegar kaupin á
bandaríska samheitalyfjafyrirtækinu Amide voru
kynnt, að stjórnendur félagsins hefðu þurft að hafa
mikið fyrir því að koma þessum viðskiptum á.
Amide var í eigu fjölskyldu af indverskum upp-
runa, sem ætlaði sér ekki að selja fyrirtækið í
fyrstu. Viðskiptin hefðu ekki snúist að öllu leyti um
peninga en kaupverðið var 33 milljarðar króna auk
árangurstengdra greiðslna. Á endanum taldi fjöl-
skyldan hugmyndir Actavis um uppbyggingu starf-
semi á Indlandi það áhugaverðar að ákveðið var að
ganga til samninga. Á aðalfundi Actavis í lok mars
lýsti Róbert því yfir að félagið vildi fjárfesta í rann-
sóknar- og þróunarstarfi Indlandi á sama tíma og
það stæði í fyrirtækjakaupum á Bandaríkjamark-
aði, mikilvægasta samheitalyfjarmarkaðnum.
Viðskipti með hlutabréf Actavis voru stöðvuð
þegar viðræður um kaupin stóðu sem hæst 13. maí
síðastliðinn. Var talin hætta á að upplýsingar um
kaupin hefðu lekið út til fjárfesta en verð á hluta-
bréfum í félaginu hækkuðu um þrjú prósent við upp-
haf viðskiptadags. Hátt settur starfsmaður Actavis
sagði við blaðamann Markaðarins að lekinn hefði lík-
lega verið frá bönkunum en ekki fyrirtækinu.
Í síðasta tölublaði Markaðarins var Halldór
Kristmannsson, forstöðumaður innri og ytri sam-
skipta Actavis, spurður hvort þetta hefði verið
athugað innan fyrirtækisins. Rétt er að taka fram
að hann var ekki að tjá sig um kaup Burðarás á
bréfum í Actavis, sem voru efni fréttarinnar. Var
einungis óskað eftir svari hans við þeirri spurningu
hvort líkur væru á því að upplýsingar hefðu borist
frá fyrirtækinu sjálfu.
Lekinn líklega
frá bönkunum
Kaupin á Amide snerust ekki að öllu leyti um peninga.
Forsvarsmenn félagsins eru ánægðir með að komast inn á
mikilvægasta markaðinn á hagstæðu verði. Kaupin styðja
fjárfestingar á Indlandi.
Á sama tíma og útgerðarfyrir-
tækin týna tölunni í íslensku
kauphöllinni fjölgar þeim í þeirri
norsku. Á dögunum varð Aker
Seafoods það fimmta sem skráir
sig á norska markaðinn. Fyrir
voru Fjord Seafood, Leroy
Seafood, Domstein og Pan Fish.
Fyrirtækið varð til þegar
Norway Seafoods, félag í eigu
athafnamannsins Kjell Inge
Rökke, keypti tvö útgerðar- og
vinnslufyrirtæki, West Fish Aar-
sæther og Nordic Sea Holding.
Um risafyrirtæki er að ræða sem
gerir út sextán togara og veltir
um 24 milljörðum króna. Talið er
að Rökke og stjórnendur félags-
ins hafi hug á að fækka skipum í
tengslum við þær breytingar
sem eru að verða á norskri fisk-
veiðistjórnun.
Umframeftirspurn eftir nýju
hlutfé var tvöföld í útboði sem
haldið var í tengslum við skrán-
inguna. Útboðsgengið var 29
norskar krónur á hlut. Markaðs-
verðmæti félagsins er því tæpir
fimmtán milljarðar króna. Gert er
ráð fyrir að félagið skili 75 millj-
óna norskra króna hagnaði fyrir
skatta á þessu ári, sem samsvarar
um 750 milljónum króna. Á næsta
ári áætla stjórnendur Aker
Seafoods að hagnaður fyrir skatta
verði um 1.620 milljónir króna.
DnB NOR, sem hafði umsjón
með útboðinu, hefur verðlagt
Aker Seafoods á 37 norskar krón-
ur. - eþa
Aker Seafoods á markað
Fyrirtækið varð á dögunum fimmta sjávarútvegs-
félagið sem er skráð í norsku kauphöllinni.
Rússneski auðkýfingurinn Mik-
haíl Khodorkovskí hefur verið
dæmdur í níu ára fangelsi. Ákær-
an á hendur Khodorkovskí var í
sjö ákæruliðum og var hann
fundinn sekur í sex þeirra, meðal
annars fyrir fjár- og skattsvik.
Kveðinn var upp dómur á tólf-
ta degi dómsuppkvaðningar, en í
Rússlandi er sá háttur hafður á
að dómari les upp öll málsgögn
áður en dómur er kveðinn upp.
Er í mörgum tilfellum um mörg
þúsund blaðsíður að ræða. Hver
blaðsíða tekur um tíu mínútur í
upplestri.
Khodorkovskí sagði það ekki á
færi neins heilbrigðs manns að
skilja það sem gerst hefði.
Stuðningsmenn Khodorkov-
skís segja réttarhaldinu stýrt af
Pútín Rússlandsforseta og að
verið sé að refsa Khodorkovskí
fyrir stuðning við stjórnarand-
stöðuflokka og reynt að koma í
veg fyrir að hann bjóði sig sjálf-
ur fram í næstu forsetakosning-
um.
Næstu forsetakosningar fara
fram 2008 og verður Khodorkov-
skí því fjarri góðu gamni.
Lögfræðingar Khodorkovskís
hafa tilkynnt að hann hyggist
áfrýja dómnum. - jsk
SKJALASKÁPAR
ÓLAFUR GÍSLASON & CO HF
Sundaborg 3 • sími 568 4800
www.olafurgislason.is
SKJALAPOKAR OG MILLIMÖPPUR
-og allt á
sínum
stað!
RÓBERT WESSMAN Þurfti að hafa mikið fyrir kaupum á Amide.
M
ar
ka
ðu
rin
n/
Vi
lh
el
m
KJELL INGE RÖKKE Rökke er aðaleigandi
Aker Seafoods, sem bættist við á norska
hlutabréfamarkaðinn á dögunum.
„Svonefnd launaleynd er ekki
heppileg starfsmannastefna og
þjónar hvorki hagsmunum eig-
enda, stjórnenda né starfs-
manna fyrirtækja,“ segir í
ályktun sem hátt í tvö hundruð
konur á ráðstefnu um tengsla-
net kvenna á Bifröst sam-
þykktu 27. maí síðastliðinn.
„Upplýsingar um laun og
kjör á vinnumarkaði auka
gagnsæi markaðarins og eru
um leið forsenda þess að unnt
sé að vinna að sameiginlegu
hagsmunamáli allra á vinnu-
markaði – að útrýma kyn-
bundnum launamun,“ segir þar
jafnframt.
Eru atvinnurekendur hvattir
til að endurskoða svonefnda
launaleynd. Hún gangi gegn
markmiðum jafnréttislaga. - bg
Sparisjóður Vestfirðinga:
Næststærsti eigandinn íhugar sölu
GUÐMUNDUR SÆVAR GUÐJÓNSSON, FORSETI
BÆJARSTJÓRNAR VESTURBYGGÐAR Til greina
kemur að Vesturbyggð selji allt sitt stofnfé í Sparisjóði
Vestfirðinga.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/V
ilh
el
m
Vilja ekki launaleynd
Khodorkovskí fékk
níu ára fangelsisdóm
Sakfelldur í sex af sjö ákæruliðum.
MIKHAÍL KHODORKOVSKÍ Fundinn
sekur í sex ákæruliðum af sjö. Stuðnings-
menn Khodorkovskís segja réttarhaldið af
pólitískum toga.
Á endanum taldi fjölskyldan hugmyndir Actavis um uppbyggingu starfsemi á
Indlandi það áhugaverðar að ákveðið var að ganga til samninga.
Spá vaxtahækkun
BIRGIR ÍSLEIFUR
GUNNARSSON
Talið er að hann
íhugi að hækka
stýrivexti Seðla-
bankans enn frekar.