Fréttablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 1. júní 2005 15 Kettlingar skildir eftir í pappakassa í Heiðmörk: Algjör mannvonska gagnvart d‡runum DÝRAHALD „Þetta er alveg ótrúleg mannvonska gagnvart dýrun- um,“ sagði Ómar Dabney hjá meindýravörnum Reykjavíkur- borgar um fund sinn í Heiðmörk fyrir fáeinum dögum. Þá gekk hann fram á pappakassa sem í voru tveir kettlingar. Matur hafði verið settur hjá þeim. Í gærdag var Ómar svo að leita að læðu með þrjá nýgotna kettlinga, sem tilkynnt hafði verið um í fjörugrjótinu á Sel- tjarnarnesi. Hún átti einnig að fara í Kattholt. „Það var enn ilmvatnslykt af kettlingunum sem ég fann í Heiðmörkinni,“ sagði Ómar. „Þeir hafa því ekki verið búnir að hírast lengi þarna.“ Hann fór með þá í Kattholt, þar sem hlúð var að þeim. Þeim hefur nú verið komið fyrir saman á góðu heimili. Hundrað óskilakettir eru nú í Kattholti, að sögn Sigríðar Heið- berg. Hún sagði að af þeim væru þrjátíu úr Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Bessa- staðahreppi. Þessi sveitarfélög neituðu að greiða fyrir þá viku sem kettirnir hefðu verið í Katt- holti. Sá kostnaður lenti því á Kattavinafélaginu. Ómar hvatti gæludýraeigend- ur til að koma dýrunum fyrir í góðri gæslu þegar þeir færu í sumarfrí, ellegar láta svæfa þau ef þeir hefðu ekki tök á að halda þau. Að setja þau á guð og gadd- inn væri samviskulaus aðferð til að losna við að borga nokkra þúsundkalla. -jss FUNDUST Í PAPPAKASSA Þetta eru litlu kisurnar sem einhver skildi eftir í pappakassa í Heiðmörk, með matar- lús hjá sér. Þær voru færðar í Kattholt og eru nú komnar saman á gott heimili. MYNDARLEG KAKA Brasilíumenn héldu sína níundu Gay Pride-hátíð í Sao Paolo á sunnudaginn.Tæpar tvær milljónir manna tóku þátt í hátíðahöldunum og lét dragdrottningin Kaka sig ekki vanta í fjörið og virtist hún skemmta sér prýðilega. Óvenjuleg afmælisgjöf: Fatafella í barnaafmæli NASHVILLE, AP Bandarísk kona, Annette Pharris, hefur verið ákærð fyrir að sýna unglingum undir lögaldri klámfengið efni en hún fékk nektardansmeyju til að fækka fötum í sextán ára afmæli sonar síns. Að minnsta kosti tíu börn voru í afmælinu. Upp komst um málið þegar starfsfólk framköllunarstofu sem konan verslar við sá ljósmyndir af nektardansinum og lét það lög- reglu vita. Harris kveðst undr- andi á ákærunni. „Ég vildi bara gera afmælisdaginn eftirminni- legan fyrir son minn,“ sagði hún í við fréttamenn. ■ LEIÐRÉTTING Þau leiðu mistök urðu í blaðinu í gær að rangt var farið með nafn Örlygs Hálfdánarsonar. Er hlut- aðeigandi beðinn velvirðingar. KÍNA SEX SKYLDMENNI DRUKKNA Í BRUNNI Hörmulegt slys varð í Guangdong-héraði í sunnanverðu Kína um helgina þegar maður féll ofan í brunn og drukknaði. Fimm ættingjar hans fóru hver á eftir öðrum til að koma honum til bjargar en svo óheppilega vildi til að þeir drukknuðu allir líka. FLUGSTÖ‹ LEIFS EIRÍKSSONAR For›ist bi›ra›ir á flugvellinum Vegna aukinna öryggisrá›stafana á flugvöllum og til hæg›arauka hvetjum vi› farflega til a› mæta tímanlega í Leifsstö› flegar fari› er úr landi. Vi› mælum me› a› farflegar mæti í flug- stö›ina tveimur klukkustundum fyrir brottför. Ókeypis sætafer›ir frá BSÍ kl. 4.30 á morgnana í bo›i Flugstö›var Leifs Eiríkssonar. Ókeypis sætafer›ir frá BSÍ kl. 4.30 Gef›u flér tíma í Leifsstö› Finni› rúturnar me› okkar merki Athugi› a› innritun í Flugstö›inni hefst kl. 5.00. Tilbo›i› gildir frá 1. júní - 31. ágúst 2005 M Á T T U R IN N O G D † R ‹ IN Loftferðasamningur: Sami› vi› Indland FORSETAHEIMSÓKNIN Samkomulag hefur náðst milli íslenskra og ind- verskra stjórnvalda um efni loft- ferðasamnings milli ríkjanna. Samningurinn þykir mjög hagstæð- ur, en samkvæmt honum mega ís- lensk flugfélög fljúga allt að fjórtán ferðir í viku milli landanna með tengingum við annað flug, mega stunda fraktflug eftir þörfum og í honum er víðtæk heimild til ferða- mannaflugs. Formlegur samningur verður undirritaður síðar á árinu, en bókun um efni samkomulagsins var undirrituð í ráðherrabústaðnum í gær. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Ráðning Guðjóns Guðmundssonar: Rökstu›ning- ur ókominn AKRANES Stjórn Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi er að ganga frá rökstuðningi fyrir ráðningu Guð- jóns Guðmundssonar, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í stöðu framkvæmdastjóra Dvalar- heimilisins í byrjun mánaðarins. Guðjón var ráðinn með atkvæðum þriggja sjálfstæðismanna í stjórn dvalarheimilsins. Sigríður Gróa Þorvaldsdóttir, formaður stjórnarinnar, vildi ekki tjá sig um málið en ítrekaði að hún byði Guðjón velkominn til starfa. Brynja Þorbjörnsdóttir, sem fékk atkvæði minnihlutans og er ein þeirra sem óskaði eftir rökstuðningi stjórnar, vildi ekki tjá sig frekar að svo stöddu. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.