Fréttablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 70
„Þetta er að verða þannig að leikarinn þarf að gera allt, bæði skrifa og leika og sjá um ljósin og allt,“ segir Ingibjörg Reynis- dóttir leikari, sem gerði sér lítið fyrir og skrifaði sjálf leikritið Móðir mín, dóttir mín, sem frumsýnt verður í Hafnarfjarð- arleikhúsinu í kvöld. „Maður verður að skapa sjálf- um sér atvinnu,“ segir hún, en í verkinu fer hún með hlutverk vanhæfrar móður sem á við fíkniefnavanda að etja. Með hlut- verk dótturinnar fer Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir, sem útskrif- aðist úr leiklistardeild Lista- háskólans fyrir fáeinum árum. Leikstjóri er Eline McKay. „Við erum að fjalla um efni sem ekki er mikið rætt um. Það er mikið talað um fíkniefnamál og unglingana, og líka um full- orðna alkóhólista, en það er sjaldan sem maður sér inn í heim aðstandandans í þessum efnum.“ Dóttirin er að komast á ung- lingsárin og líklega væri best fyrir hana að losna frá móður sinni og komast í umsjón annarrar fjöl- skyldu. Báðir kostirnir eru samt vondir, að fara og að vera, því enginn vill yfirgefa móður sína. „Það eru alltaf einhver til- finningaleg tengsl til staðar þrátt fyrir ljótleikann og allt saman.“ Leiksýningin er frekar stutt, rétt um fimmtíu mínútur í flutn- ingi. Ragnheiður Gröndal söng- kona setur sterkan svip á sýn- inguna, því hún hefur samið nokkur lög við texta Ingibjargar og flytur þau á sýningunni. Sýning þessi er opnunaratriði Bjartra daga, en svo nefnist lista- og menningarhátíð Hafn- arfjarðar. Bjartir dagar í Hafn- arfirði hefjast í dag og stendur hátíðin yfir í rúmar tvær vikur. Aðeins sex sýningar verða á leikritinu, sú síðasta þann 16. júní. ■ 30 1. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR EKKI MISSA AF… ... hinni sérkennilegu og fallegu sýningu Jóns Sæmundar, „Hvítir hrafnar“, í galleríi Sævars Karls við Bankastræti, en henni lýkur á morgun, fimmtudag. ... sirkusnum Cirque, sem sýnir Söguna um Gústa trúð á Mið- bakkanum í Reykjavík næstu daga á Listahátíð. ... fiðlusnillingnum Yuri Bash- met, sem spilar með Sinfóníu- hljómsveit Íslands á Listahátíðar- tónleikum annað kvöld. Sigurður Flosason saxófónleikari og Gunnar Gunnarsson organisti ætla að flytja nokkur alþekkt ættjarðarlög í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá menningarhátíðarinnar Bjartra daga í Hafnar- firði. Þeir Sigurður og Gunnar gáfu á síðasta ári út geisladisk með íslenskum ættjarðarlögum, sem þeir flytja í algerlega nýjum búningi. Diskurinn hlaut mjög góða dóma og var til- nefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna. Lögin ganga í endunýjun lífdaga í flutningi þeirra Gunnars og Sigurðar. Þeir spinna í kringum lögin, en halda sig þó oftast á ró- legu nótunum. Leikin verða sígild lög Sigfúsar Einarssonar, Pál Ísólfssonar, Emils Thoroddsen auk nýrri ættjarðarlaga. Að gefnu tilefni mun hafnfirska tónskáldið Friðrik Bjarnason, höfundur lags- ins „Þú hýri Hafnarfjörður“ koma nokkuð við sögu á tónleikunum. Kl. 22.00 Patagonia Jazz Quartet flytur djasstón- list í brasilískum og afró-kúbönskum anda á Café Rosenberg í kvöld. Kvartett- inn skipa þeir Jacob Hadendorn Olsen á gítar, Ludvig Kári Forberg á víbrafón, Guðjón Steinar Þorláksson á kontra- bassa og George Claessen á trommur. menning@frettabladid.is Endurnýja ættjarðarlögin MÓÐIR OG DÓTTIR Í VANDRÆÐUM Ingibjörg Reynisdóttir og Ísgerður Elfa í hlutverkum sínum. Leikur í eigin leikriti ! STÓRA SVIÐ 99% UNKNOWN - Sirkussýning CIRKUS CIRKÖR frá SVÍÞJÓÐ Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Fö 17/6 kl 20 Aðeins þessar sýningar 25 TÍMAR Dansleikhús / samkeppni LR og Íd í samstarfi við SPRON. Fi 9/6 kl 20 - 2.500,- Einstakur viðburður ÞUMALÍNA Frá Sólheimaleikhúsinu Fi 2/6 kl 20 - 1.000,- KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Lau 4/6 kl 14 UPPS., Su 5/6 kl 14 - UPPS., Su 12/6 kl 14 UPPS, Su 12/6 kl 17, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14, Su 26/6 kl 14 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Fi 2/6 kl 20 UPPS., Fö 3/6 kl 20, Lau 4/6 kl 20, Su 5/6 kl 20, Fi 9/6 kl 20, Fö 10/6 kl 20, Lau 11/6 kl 20 Aðeins 3 sýningarhelgar eftir Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar Miðasölusími 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.isMiðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudag Bjartir dagar byrja Hafnfirðingar kalla lista- og menningarhátíð sína Bjarta daga. Hátíðin hefst í dag og stendur til 16. júní með fjölbreyttri dagskrá, meðal annars tónleikum, leiksýn- ingu og myndlistarsýningum af ýmsu tagi. Í dag verður meðal annars á dagskránni frumsýning á nýju ís- lensku leikriti í Hafnarfjarðar- leikhúsinu og tónleikar með Sig- urði Flosasyni saxófónleikara og Gunnari Gunnarssyni orgelleik- ara í Hafnarfjarðarkirkju. Setningarathöfn verður haldin í Hafnarborg klukkan 18 í dag, þar sem Lúðvík Geirsson bæjar- stjóri flytur ávarp og kór Flens- borgarskóla syngur. Einnig verð- ur útnefndur bæjarlistamaður Hafnarfjarðar. Þetta árið er lögð sérstök áh- ersla á þátttöku barna og ung- linga. Meðal annars taka hafn- firsk leikskólabörn virkan þátt í Björtum dögum með sýningum á verkum sínum víða um bæinn. ■ DANSAÐ AF LIST Listdansskóli Hafnarfjarðar tekur þátt í menningarahátíðinni Björtum dögum, sem stendur yfir í Hafnarfirði næstu tvær vikurnar og rúmlega það. FRÉTTAB LAÐ IÐ /E.Ó L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.