Fréttablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 45
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 17 S K O Ð U N Katrín Ólafsdóttir skrifar Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar kemur fram álit sérfræðinga stofnunar- innar um Ísland. Þar segir að þjóðarbúið sé að ofhitna og ójafn- vægi í þjóðarbúskapnum sé tölu- vert. Hættumerki sé að finna í miklum halla á viðskiptum við út- lönd og miklum erlendum skuld- um. Þá sé verðbólga langt yfir verðbólgumarkmiði. Sérfræðingar stofnunarinnar brýna fyrir íslenskum stjórn- völdum að það þurfi styrka peningamálastjórn til að ná verð- bólgu aftur að verðbólgumark- miðinu. Þá mæla þeir með því að ríkissjóður verði rekinn með enn meiri afgangi en nú er gert ráð fyrir. Sérfræðingar Efnahags- og framfarastofnunarinnar telja að afleiðingar ofhitnunarinnar hér á landi verði tímabil hárra vaxta og hugsanlega sé niðursveifla í þjóðarbúskapnum fram undan. Töluverðar líkur verði að telja á því að lendingin eftir þessa upp- sveiflu verði ekki mjúk í ljósi þess ójafnvægis sem myndast hafi í þjóðarbúskapnum. Í því sambandi nefna þeir að hugsan- legt sé að kjarasamningar verði í uppnámi í haust og gengi gæti fallið snögglega. Í því ljósi reyni á hagstjórn, og styrk ríkisfjár- málastefna og afgangur á rekstri hins opinbera í dag gæti dregið úr fallinu síðar. Í nýlegri grein í Newsweek er Íslandi lýst sem nýjasta tígri Evrópu, en það orð var oft notað um Asíuríkin þegar hagvöxtur þar var sem mestur. Í greininni er því lýst að flest gangi okkur í haginn þessa dagana. En höfund- ur greinarinnar gerir sér einnig grein fyrir því að spenna hefur myndast í þjóðarbúskapnum og lýkur grein sinni á því að ef til vill sé tími til kominn að hægja á ferðinni. Einhvern tímann var sagt að best væri að ganga hægt um gleðinnar dyr. Það er ekki ástæða til annars en að gleðjast yfir vel- gengni okkar, en á sama tíma þurfa þeir sem sinna hagstjórn hér á landi, Seðlabanki og ríkis- stjórn, að vera á varðbergi fyrir hættumerkjum og grípa til að- gerða strax. Í vikuriti sínu gerir fjármála- ráðuneytið fremur lítið úr aðvör- unum Efnahags- og framfara- stofnunarinnar. Getur verið að það eimi eftir af þeirri gömlu hugsun að kenningar hagfræð- innar eigi ekki við um Ísland og útlendingar geti ekki vitað allt um íslenskar aðstæður? En eru þeir að segja annað en íslenskir hagfræðingar hafa verið að segja undanfarna mánuði? Hversu glöggt er gests augað? H in rik P ét ur ss on l w w w .m m ed ia .is /h ip Hjá okkur vega allir jafnt Fjármögnun í takt við þínar þarfir Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 1500 Fax 540 1505 www.lysing.is “fiegar kemur a› flví a› veita persónulega og faglega rá›gjöf í fjármögnun atvinnu- tækja vega allir vi›skiptavinir jafn. Hvort sem um er a› ræ›a stórfyrirtæki e›a líti› einstaklingsfyrirtæki leggjum vi› allt kapp í fla› a› veita framúrskarandi fljónustu og sérsní›a lausnir í takt vi› flarfir hvers eins.“ Eyjólfur Vilberg Gunnarsson Rá›gjafi, Fjármögnun atvinnutækja Sumarið er tíminn Sumir halda alltaf að sumarið sé sá tími þegar ekkert gerist. Þann fyrsta júní fara launamennirnir að flykkjast í sumarfríin og við taka saklaus og bólugrafin ung- menni sem bíða óþreyjufull eftir að komast á helgardjammið. Oft er talað um gúrkutíð og aumingja blaða- og fréttamennirnir sitja sveittir við að grafa upp fréttir úr umferðinni sem fréttastjór- arnir hefðu ekki litið við að vetr- arlagi. En fyrir gamlan hund eins og mig er sumarið tími tækifær- anna og ég get lofað ykkur fullt af tíðindum úr viðskiptaheimin- um. Það verða vafalaust tíðindi af Straumi og Íslandsbanka, Burðarási, Símanum, KB banka og SPRON og náttúrlega Mosaic Group, tilvonandi Kauphallar- félagi. Skandia kemur við sögu, sem og einhver útrásarfyrirtæki. Síminn mun auðvitað koma mikið við sögu á næstunni. Fylgst verður gaumgæfilega með gangi einkavæðingarinnar eftir að Fréttablaðið hóf að birta greina- flokk um bankasöluna. Líklega verður krafa meiri en ella um að ríkið fái sem hæst verð fyrir fyrirtækið. Ég býst við því að vera heldur á kauphliðinni í sumar, enda eru alltaf til kauptækifæri. Margir eru að bíða eftir hálfsársuppgjör- unum, sem verða góð, og því má búast við rólegheitum í Kauphöll- inni fram í miðjan júlí. Þótt hljótt sé yfir Kauphöllinni þessa dag- ana er markaðurinn hvergi nærri dottinn af baki. Svo kitlar fasteignamarkaður- inn mig alltaf. Ég er að spá í að selja íbúðirnar sem ég keypti í Sjálandinu. Fasteignaheildsali, vinur minn, laumaði því að mér í september síðastliðnum að þarna væri magnað kauptækifæri. Sló því til og keypti tvær fjögurra herbergja íbúðir. Lagði sjö millj- ónir í púkkið og ætti að geta tekið inn tólf milljónir án teljandi vandræða. Kannski að ég og familían skellum okkur til Krítar í haust þegar fer að kólna. Aldrei að vita nema ég kaupi eitt stykki vetrarhús þar. Já, spákaupmaðurinn er bjart- sýnn þegar sumarið fer í hönd, fullviss um að allt sé á uppleið. Spákaupmaðurinn mun njóta sól- arinnar og þeirra góðu tíma sem eru í nánd fyrir alla spekúlanta. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N Það er ekki ástæða til annars en að gleðjast yfir vel- gengni okkar, en á sama tíma þurfa þeir sem sinna hag- stjórn hér á landi, Seðlabanki og ríkisstjórn, að vera á varðbergi fyrir hættumerkjum og grípa til aðgerða strax. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.