Tíminn - 08.05.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 08.05.1975, Qupperneq 1
Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif Al V> ' • • Landvélarhf Byggingarkostnaðinn er ha&at að lækka um 20-25% meS aukinni verksmiðjuframleiðslu — félagsmálaráðuneytið hrindir málinu í framkvæmd í sumar Til Vínarborgar fyrir 15.000 kr. Fargjaldastríð stendur nú i algleymingi á milli feröaskrif- stofanna, sem lækka verðið á meöan allt annað hækkar, og þaö er hart barizt um hvern þann sem vill fara af landi brott. En ýmis félög og samtök skipuleggja einstakar ferðir og virðastná ótrúlega góðum kjör- um fyrir viðskiptavini sina. Þannig efna Tónlistarskólinn og Framsóknarfélögin i Reykjavik til Vinarferða. Tónlistarskólinn 10. mai og Framsóknarfélögin 15. mai, og er fargjaldið fram og aftur hjá þeim krónur 15.000. Hjá Flug- leiðum fengum við þær upp- lýsingar, að lægsta verð, sem þar' byðist væri 50.990 krónur fyrir flugferðirnar utan og heim aftur. KOSTAR 60 ÞÚS, MED ÁÆTLUNARFLUGINU — f.j. Reykjavik. ,,Ég mun strax að loknu þingi setja auk- inn hraða á þetta mál, og það ætti ýmislegt að geta unnizt i vor og sumar,” sagði Gunnar Thoroddsen, félagsmálaráð- herra, í viðtali við Timann i gær, en á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins boðaði hann að- gerðir rikisstjórnarinnar til að lækka byggingarkostilað um 20-25%. Félagsmálaráðherrann sagöi i viðtalinu við Timann, að á veg- um félagsmálaráðuneytisins heföi að undanförnu farið fram könnun á þvi, m.a. i samráöi við sænskt húsasmiðafyrirtæki I Gautaborg og Byggingariöjuna, hvort unnt væri að lækka bygg- ingarkostnaðinn með þvi aö auka verksmiöjuframleiðslu á húsaeiningum. Niðurstaðan af þessari könnun er sú, aö með aukinni verksmiðjuframleiðslu megi lækka byggingarkostnað- inn uiii 20-25%. „Þetta mál er sVo stórt, að þáð þarf að sameina marga aðilja til þessara átaka,” sagði félagsmálaráöherra i viötalinu við Timann. „Reyndar tel ég, að þetta yrði einhver raunhæfasta kjarabót, sem um er að ræða I okkar landi.” Ráðherra sagðist leggja sér- staka áherzlu á, að leitað yrði eftir samstarfi þeirra aðilja hér á landi, sem þegar reka húsa- verksmiðjur, og bygginga- aðilja, en áfram yröi haft sam- ráð við erlenda aðilja um tækni- mál, „án þess að nokkuð liggi fyrir um þaö, hvort þeir yröu hluthafar eöa þátttakendur i framkvæmdinni”. ,,Við ætluðum að skjóta framlappirnar undan henni, því að gaman hefði verið að sjó hana rúlla niður fjallið" --------------> Stórhættulegir byssumenn: SKJÓTA HVAÐ SEAA FYRIR AUGU BER tsólfur bóndi stendur hér á þeim stað er byssumenn voru er þeir skutu með langdrægum riffli i þakið á hlöðunni, sem sézt lengst til hægri á myndinni. Kona tsólfs var niður á túninu ásamt kindum, þegar hún heyrði skolSnýinn drynja yfir höfðisér. Timamvnd: G.E. Gsal.-Reykjavik — „Ætli það megi ekki segja sem svo, að tvenns konar refir sæki hér grimmt að okkur.skolli sjálfur og mannaref- ir með byssur um öxl. Við getum helzt ekki fariö hér frá um helgar, þvi að sú hætta væri þá fyrir hendi, að allt væri sundurskotið, er við kæmum til baka”. A þessa leiö mæltu hjónin I tsóifsskála, Hertha Guðmunds- son og tsólfur Guðmundsson, er Timinn sótti þau heim I gær. Eins og flestum er kunnugt er tsólfs- ISLAND ER EINA LANDID í EVRÓPU ÞAR SEM LÆKN- AR ERU EKKI TRYGGÐIR GEGN MISTÖKUM í STARFI gébé-Rvík. — Ef læknum verða mistök á i starfi, hverjir bera þá ábyrgðina? — Ef þeir vinna hjá opinberum stofnunum, þá bera þær ábyrgö á mis- tökunum, en ef Iæknir vinnur sjálfstætt á eigin stofu, þá ber hann sjálfur ábyrgð. Hjá Georg Lúðvtkssyni, framkvæmdastjóra hjá Skrifstofum rikisspitalanna, fengum við þær upplýsingar, að tryggingar væru ekki neinar hér á landi I þessu sambandi, og að lftið hefði verið rætt um þessi mál. Páll Þórðarson framkvæmdastjóri hjá Lækna- félagi Reykjavikur, sagöi að þetta hefði ekki verið rætt innan læknasamtakanna. En opinberar stofnanir sagöi hann að bæru I flestum tilfellum ábyrgðina, ef læknar, sem væru þar ráðnir, gerðu mistök i starfi. Erlendis eru flestir læknar tryggðir gegn slikum mistökum I starfi, en Georg Lúðviksson sagði, að mál þessi hefðu verið litið rædd hér á landi, þar sem árekstrar I þessu sambandi hefðu verið mjög litlir og ekki hefðu gefizt tilefni til umræðna um þessi mál. Læknar hér á landi eru þvi ekki tryggðir gegn þessu. Trygging af þessu tagi gæti orðið geysihá, sagði Georg. skáli rétt austan viö Grindavfk, og sækja byssuglaöir menn gjarnan á þær slóöir til að fá útrás fyrir iðju sina, — og er ágengni þeirra mikii I landi tsólfsskála. Liður vart nokkur helgi án þess að skotgnýr drynji i eyrum ábú- enda.auk þess sem veruleg hætta vofir yfir mönnum og skepnum. Isólfur er refaskytta og þekkir þvi talsvert til skolla, en þau hjónin hafa bæði átt i útistöðum við mannarefina, sem bæði hafa skapað þeim tjón og margvíslega erfiöleika. Að sögn þeirra hjóna halda byssumenn sig gjarnan talsvert fyrir ofan bæinn og skjóta I bjarg þar eitt, þar sem talsvert er af fugli. — Það er hér nær stanzlaus skothrið frá hádegi á laugardög- um og fram á sunnudagskvöld, segir húsfreyjan. — Mér finnst einkennilegt að yfirvöld skuli láta hvern sem er hafa byssuleyfi, án undangenginnar athugunar á þvi, hvort viðkomandi hafi eitthvert landssvæði til sinna iðkana. Hertha er Þjóðverji eins og nafniö gefur til kynna, og viö innt- um hana eftir þvi, hvort hún hefði nokkuð rætt viö þessa kumpána. — Já, það hef ég gert, en yfir- leitt brúka þeir bara kjaft!. „Það er barr. ekki hægt að þverfóta á eigin landi fyrir þessum útlend- ingum” segja þeir einatt I fyrir- litningartón. — Það þýðir varla nokkuð að hringja i lögregluna I Grindavik, segir Isólfur, — þvi aö afar erfitt er aö ná fali af þeim Það er akkú- rat engin þjónusta sem lögreglan veitir, og mér finnst þaö mjög miöur, þar sem hætta vegna þess- ara manna vofir yfir okkur nær allan ársins hring. Þau hjónin sögðu okkur, að bær Einars Benediktssonar skálds, Herdisarvik, væri mjög illa far- inn af völdum byssumanna. Brot- izt hefði verið inn i hann, öllu lauslegu stoliö, og húsiö sjálft væri mjög illa farið eftir kúlna- hriö. — Eitt sinn komum viö að byssumanni þar, og spuröum hann, hvi hann væri að skjóta á þessum stað, — hvort hann vissi ekki aö meöferö skotvopna væri bönnuö á svæðinu? Hann svaraöi eitthvað á þá leiö, að allir Reyk- vikingar færu þangaö til að skjóta. Isólfur sagði, að landeigendur allt frá Reykjanesvita að Sel- vogsvita, hefðu bannað alla meö- ferð skotvopna á svæðinu, — en það virtist ekkert hafa aö segja.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.