Tíminn - 25.05.1975, Page 4

Tíminn - 25.05.1975, Page 4
4 t * ■ ? -j ” ; ' tLViínn evv ';ir. -,v.- Sunnudagur 25. mai 1975 Audry Heburn leikur á ný í kvikmyndum Audrey Hepburn hefur siðast- liðin 8 ár ekki leikið i nýjum myndum, en haft um nóg að hugsa i starfi sinu sem móðir og eiginkona. Maður hennar sést hér á myndinni með henni. Hann er Italskur læknir og sál- fræðingur og heitir Andrea Dotti. Nú hefur heyrzt að Audrey Hepburn ætli að fara að leika á ný, en margir aðdáendur hennar hafa undrazt yfir hlut- verkavalinu hjá henni. Hún ætl- ar sem sagt að fara að leika i nýrri útgáfu af Hróa hetti á móti Sean Connery, sem leikur Hróa. Sagt er að Audrey fá eina millj- ón dollara fyrir að leika i þess- ari kvikmynd. Prinsessan var nágranni Liz Taylor Benedikta prinsessa af Dan- mörku á von á þriðja barni sinu nú I sumar. Þess vegna hafði hún hægt um sig i vetur. Hún fór með Richard manni sinum og bömunum Gustav sex ára og Alexöndru fjögurra ára til Gstaad og þar tóku þau hjónin á leigu hús. í næsta húsi bjó engin önnur en leikkonan Liz Taylor, sem einnig hafði hugsað sér að taka lifinu með ró, og hafði leigt sér þarna hús eins og prinsess- an. Það varð þvi.hvorki rólegt né leiðinlegt þarna, þvi að börn Liz komu og l£ku á gitar og skemmtu bæði sér og móður sinni og nágrönnunum. Hér er Benedikta með Alexöndru litlu. ★ ★ I W’ Óttast að lenda II ■■ á fátækraheimili Hertogaynjan af Windsor hugs- ar nú ekki um annað, en að ef til vili eigi hún eftir að lenda á fátækraheimili áður en langt liður, vegna þess, hversu fátæk hún er orðin. Vinir hennar trúa þessu ekki, og benda henni á, að enn eigi hún ófáar milljónirnar. Hertogaynjanhlustarekkiá það sem vinirnir segja, og sizt af öllu eftir að Elizabeth Breta- drottning hefur enn lagt sig fram um að reyna að ná af henni dýrgripum, sem hún á, en drottningin hefur barizt fyrir þvi að.fá þessa dýrgripi siðustu 40 árin. Til þess að spara hefur Wallis sagt upp allmörgum þjónum, sem hún hafði I þjón- ustu sinni, og nú siðast sagði hún upp einkaritara mannsins sins sáluga. Hins vegar hefur hún auglýst eftir „selskaps- dömu” til þess að vera hjá sér. Þegar þú ert búinn að myndasögurnar Palli, eyddu þá svolitlum tima i að lesa atvinnu- auglýsingarnar. lesac"cf Ég skammaði lærlinginn ræki- lega. Hann er svo rangeygður, að hann hittir aldrei naglann á höf- uöið. DENNI DÆMALAUSI Ég var að hlusta á brandarana, en ég skildi ekkert. Ágætt.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.