Tíminn - 25.05.1975, Síða 10
Nýjar myndir á
Kjarvalsstöðum
Það er einkenni bestu
sona Reykjavikur, að
þeir eru fæddir utan-
bæjarmenn. Tómas
Guðmundsson skáld er
fæddur austur i Grims-
nesi, Kristján Sveins-
son, augnlæknir, sem er
heiðursborgari Reykja-
vikur, sá eini sinnar
tegundar, er fæddur
norður i Hegranesi og
Reykjavikurmálarinn
Kjarval, var austan úr
Meðallandi, fæddur 1885
i Efri-Ey.
Auövitað hafa allir þessir
menn starfað i' Reykjavík, og
þeir hafa augðað borgina með
verkum sinum og persónuleika.
Þaö er ekki tóm nýjungagirni, að
höfuðstaður landsins hefur þá til
virðingar innan sinna garða.
„Utanbæjarmenn”
hafnir til öndvegis
Ekki er þetta samt einsdæmi.
Frægustu Akureyringar i hópi
skálda, voru ekki fæddir á Akur-
eyri, þeir séra Matthias Jochum-
son og Davið Stefánsson. Davfð
var fæddur i Fagraskógi við
Eyjafjörð, en séra Matthias var
frá Skógum I Þorskafirði.
Þessir menn hafa allir hafizt til
virðingar i samfélagi sinu og um-
hverfi i landi, þar sem mönnum
var gjarnast að fara ekki yfir i
aðrar sveitir, eða byggðarlög
meö eitt né neitt, og utanhéraðs-
menn voru tortryggðir i meira
lagi.
Eitthvað i svipuðum dúr voru
hugleiðingar minar, er ég kom i
Kjarvalsstaði á dögunum til að
sjá „Kjarvalssýninguna” þar,
sem er „permanent”, eða allt að
þvi, — stendur yfir mánuðum
saman. Þar eru hýstir ýmsir dýr-
gripir, sem Reykjavikurborg hef-
ur eignazt af verkum meistara
Kjarvals, sum eru keypt, önnur
hafa verið gefin og enn er að bæt-
ast við.
Kjarvalshús
Það fór snemma að bera á þvi,
að stjórnmálamennirnir vildu
fara að gera eitthvað fyrir Kjar-
val. Hann bjó og málaði i Austur-
stræti 14, át að Hótel Borg og ók i
gljáfægðum bil frá BSR, og öðru
hverju sendi hann frá sér undar-
leg kvæði, torráðna speki i formi
Ijóða eða örstuttra blaðagreina.
Hann varð lika snemma frægur af
tiltækjum sfnum.
Arin liðu. Kjarval eignaðist
aldrei hús i lifanda lifi. Ekki i
þeim skilningi, sem venjulega er
lagður i skilgreiningu eigna-
réttarins, eins og þá er birtist i
veðmálabókunum. Hann tók að-
eins hús á mönnum, og var au-
fúsugestur. En nú hefur hann
eignazt fastan samastað fyrir
hluta verka sinna, Kjarvalsstaði,
þar sem sérstakur salur er til-
einkaður minningu hans og mál-
verki.
Við hittum á dögunum Alfreð
Guðmundsson, forstöðumann
Kjarvalsstaða og inntum hann
eftir þessari Kjarvalssýningu,
sem nú stendur. Hann hafði þetta
að segja:
Rætt við Alfreð
Guðmundsson
— Þetta er þriðja Kjarvalssýn-
ingin, sem haldin er að Kjarvals-
stöðum. t samþykktum borgar-
„Yndislegt er úti vor”. Hjónin Matthiidur Kjartansdóttir og Guðbrandur Magnússon, forstjóri.
Matthildur gaf Reykjavikurborg myndina skömmu fyrir andlát sitt, en þau hjón voru vinir Kjarvais um
iangt skeið. Margir telja, að Guðbrandur hafi fyrstur tslendinga vakið opinberlega athygli á Kjarval og
gert grein fyrir snilligáfu hans.