Tíminn - 25.05.1975, Page 11
rras ifirn .fiS mgabunitu2
Sunnudagur 25. mal 1975
HHIMÍT
TÍMINN
Alfreö Guömundsson, forstööu-
maður Kjarvalsstaða og góövinur
Kjarvals um áratuga skeið.
Litazt um á
Kjarvalsstöðum,
rætt við
forstöðumann,
Alfreð
Guðmundsson
um framtíðar-
verkefni og fl.
innar um þennan stað — þetta hús
— er gert ráð fyrir að eystri
salurinn sé einkum ætlaður verk-
.um Kjarvals.
Þegar húsið var tekið i notkun
vorið 1973 var opnuð yfirlitssýn-
ing á verkum Kjarvals og var afl-
að mynda viðs vegar að — frá ein-
staklingum og stofnunum, en auk
þess voru verk i eigu Reykja-
vikurborgar á sýningunni. Þessi
sýning var opin í nokkra mánuði.
Æskilegt hefði verið að halda
henni opinni lengur, en það var
naumast forsvaranleg; ýegna
þeirra, er lánuðu myndir úr
híbýlum sinum og söfnum.
Seinast á sama ári var opnuð
önnur Kjarvalssýning, en sú sýn-
ing var siðan tekin ofan vegna
sýningar á þróun islenzkrar
myndlistar i 1100 ár, sem liklega
er merkilegasta sýningin, sem
haldin hefur verið hér á Kjarvals-
stöðum fyrr og siðar.
Nú, og i vetur var þessi sýning
opnuð, er nú stendur.
Hún er þvi hin þriðja i röðinni.
Merkilegar
gjafir frá fólki
Á sýningunni i fyrra, voru verk
Reykjavikurborgar eftir meistar-
ann sýnd einvörðungu, en það er
allmikið að vöxtum og sifellt bæt-
ist þar við. Á sýningu þeirri er nú
stendur, eru nýjar myndir, sem
borginni hafa verið gefnar, og má
þar nefna að erfingjar Ástu Halls-
dóttur, tannsmiðs gáfu myndina
„Hugarkvöl” að ósk hinnar látnu.
Klara Guðmundsdóttir, Hátúni
10, gaf mynd af föður sinum Guð-
mundi Daviðssyni, auk nokkurra
teikninga i tilefni af þvi að
hundrað ár voru liðin frá fæðingu
hans.
Matthildur Kjartansdóttir,
ekkja Guðbrandar Magnússonar
forstjóra gaf safninu tvö oliu-
málverk stuttu áður en hún lézt,
en þau hjón sem voru miklir vinir
Kjarvals, létuzt bæði á sama
árinu, eða 1974.
Aðra mvndina nefndi Kjarval
„Astamál Grettis”, en hin mynd-
in er af þeim hjónum, Matthildi
og Guðbrandi, máluð þegar þau
voru öll ung, Kjarvar og þau hjón.
Dóttir þeirra Guðbrandar og
Matthildar, Hallfrfður Guð-
brandsdóttir Schneider gaf einnig
tvær myndir, „Hveitibrauðsskip-
ið” sem er vatnslistamynd og
oliumálverk af Vifilfelli. Hallfrið-
ur hafði þekkt Kjarval frá þvi hún
mundi eftir sér, enda var hann
heimagangur á heimili foreldra
hennar alla tið.
Þá bárust og fleiri gjafir, sem
ættu heima i minjasafni um Kjar-
val. í ræðu, er borgarstjórinn i
Reykjavik flutti við opnun sýn-
ingarinnar gerði hann grein fyrir
þessum gjöfum opinberlega og
þakkaði gefendum.”
Þetta hafði Alfreð Guðmunds-
son að segja um sýninguna er nú
stendur yfir.
Það munu hafa verið þeir Einar
Hákonarson, listmálari og Guð-
mundur Benediktsson, mynd-
höggvari, sem komu sýningunni
fyrir —hengdu hana upp — en alls
eru sýndar 75 myndir.
Hefur myndaval og staðarval
tekizt mun betur en oft áður, þeg-
Yfirlitssýning
á verkum
Ásgríms
Jónssonar
á næsta óri
or
n
Jéhannes Sveinssen
rJACVAL
SVNING1975
I III \ VI Ulil I .1
ar myndir Kjarvals hafa verið
sýndar. Tillit er tekið til þess
hversu mikil fjarlægð er nauð-
synleg, svo einstakar myndir fái
notiö sin til fulls.
Auðvitað verður mönnum star-
sýnt á gjafirnar að þessu sinni.
„Hveitbrauðsskipið,” „Astamál
Grettis” og „Yndilegt er úti vor”
(málverk af Matthildi og Guð-
brandi Magnússyni) mynda sér-
kennilega heild. Þesar myndir
eru fullar af kjarvalskri dul og
ást. Sýningin í heild, gefur furðu
góða innsýn i þennan meistara is-
lenzkrar myndlistar á 20. öldinni.
„Þjóðsagan”
Kjarval
Mér kemur til hugar, að ef til
vill kemur „Kjarval” ekki allur
til skila I málverkinu. Halldór
Laxness segir einhversstaðar um
Snorra Arinbjarnar, að hann segi
allt sem segja þarf á málverkinu.
Það gerir Kjarval ekki. Að visu
segir hann ekki svo litið af mótiv-
inu, en hann hafði stóran farang-
ur i lifinu, þótt ekki eignaðist
hann hús til að sánka að sér mubl-
um og áhöldum. Þjóðsagnaper-
sónan Kjarval þyrfti einnig að fá
nokkurt rúm á minningarsýning-
um um hann. Auðvitað þekktu
allir Kjarval. Samt er það nú einu
sinni svo, að vaxin er upp kyn-
slóð, sem ekki þekkir hann á
sama hátt og við, sem munum
eftir honum. Allt þetta unga
fallega fólk, sem núna er að vaxa
úr grasi. Flest af þvi þekkir ekki
goðsögnina „meistara Iíjarval”.
Hann var skáld, stór-spaugari,
rithöfundur, heimspekingur og
bam. Hann var sjómaður, gátu-
smiður, höfðingi og stjórnmála-
maður. Allt mögulegt. Þessari
hlið málsins má ekki gleyma, og i
raun og veru er það gagnslaust að
halda uppi safni á málverkum
hans, nema gerð sé einhver grein
fyrir honum persónulega um leið.
Þetta má gera með ljósritum af
merkilegum kvæðum eftir Kjar-
val, blaðaummælum hans, blaða-
ummælum um hann, ljósmyndum
og ýmsum smámunum. Þessum
smámunum, sem þó hefðu ótrú-
legt gildi, mætti koma fyrir á lát-
lausan, aðgengilegan hátt, án
þess að spilla fyrir kjarna máls-
ins,sem auðvitaðeru málverkin.
Stutt ágrip af vináttusögu Kjar-
vals við þau Matthildi og Guð-
brand Magnússon, myndi þannig
styðja að viðtækari skilningi á
þessari fögru mynd „Yndislegt er
úti vor”.
Þessa er getið með hliðsjón af
þvi sem siðar kann að verða sýnt.
Kinversk
vináttusýning
— Að lokum spurðum við Alfreð
Guðmundsson um framtiðar-
verkefni myndlistarhússins.
Hann hafði þetta að segja:
„Núna stendur yfir sýning á
kfnverskri grafik. Þetta er mikil
sýning, — á annað hundrað verk.
Þetta er farandsýning, sem hing-
að kom frá Tyrklandi og London.
Þetta er alþýðulist, og Kin-
verjarnir lita á sýninguna sem
vináttusýningu, þ.e. sýningu, sem
eigi að undirstrika vináttu kin-
versku þjóðarinnar við þá is-
lenzku. Aðsókn hefur samt ekki
verið næg, ekki miðað við það, að
hér er um stóra og mjög fróðlega
sýningu að ræða. Ef til vill hefur
þó verið of hljótt um hana, en þeir
auglýsa ekki. Aðgangur er
ókeypis og sýningaskráin kostar
aðeins 30 krónur.
Sýnt i banni
— Nú, af framtiðarverkefnum
erþaðaðsegja, að Kjarvalsstaðir
eru i svipinn i eins konar banni
hjá mörgum listamönnum.
Þó eru áhugaverð verkefni
framundan, og hafa eftirgreindir
listamenn i hyggju að sýna:
Sveinn Björnsson, Gunnar I. Guð-
jónsson, Guðmundur Karl,
Eyjólfur Eyfells, Steinþór M.
Gunnarsson, Pétur Friðrik,
Ragnar Páll og Halla Haralds-
dóttir.
1 haust verður ljósmynda-
klúbburinn LJÓS með sýningu og
félagið Germania með sýningu
um liktleyti, (prentlistarsýning).
Toppurinn er svo næsta vor,
þegar efnt verður til yfirlitssýn-
ingar á verkum Asgrims Jóns-
sonar i tilefni af þvi að 100 ár eru
liðin frá fæðingu hans.
Jónas Guðmundsson.
Tveir fuglar.