Tíminn - 25.05.1975, Side 14
14
TÍMINN
Sunnudagur 25. mai 1975
Bandarískar
álrafsuðuvélar og raf-
suðuspennar væntanlegir
um mánaðamótin maí/-
júni.
Talið við eigendur miller
rafsuðutækja og gerið
verðsamanburð.
Iðnaðarvörur,
Kleppsvegi 150, Reykjavik,
Pósthólf 4040, simi 8-63-75.
Kvenskátaskólinn
að Úlfljótsvatni
verður starfræktur i sumar likt og undan-
farin ár.
Dvalartímar verða:
18. júni-28. júni fyrir telpur 7 til 11 ára.
30. júni-11. júii fyrir telpur 7 til 11 ára.
14. júli-25. júli fyrir telpur 7 til 11 ára.
28. júli- 8. ágúst fyrir telpur 7 til 11 ára.
11. ágúst-22. ág. fyrir telpur 11 til 14 ára.
Tryggingargjald kr. 500,- greiðist við
innritun.
Kostnaður er ákveðinn kr. 950,- á dag +
ferðir.
Innritun verður á skrifstofu Bandalags Is-
lenskra Skáta að BlÖnduhlið 35 Rvk.,
mánudaginn 26. mai kl. 13-16.
Bandalag islenskra skáta.
Útboð
Óskað er eftir tilboðum i frágang bila-
stæða við fjölbýlishúsin Skaftahiið 4-10
Útboðsgögn verða afhent á verkfræðistofu
vorri gegn 2000.- kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 3. júni
kl. 11 f.h. á Verkfræðistofu Sigurðar Thor-
oddsen s/f, Ármúla 4, Reykjavik.
Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen sf.
Ármúla 4 Reykjavik. Sími 84499.
Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið
22. mai 1975.
Skrifstofuhúsnæði
óskast
nú þegar sem næst miðborginni.
Æskileg stærð 300 fermetrar.
Upplýsingar sendist ráðuneytinu.
I
Áugíýsítf
1 iTSmamim
FRAMSOKN ARFE -
LAG í ÖLFUSHREPPI
THB-Þorlákshöfn. 4. þ.m. var
haldinn stofnfundur Framsókn-
arfélags ölfushrepps. Fundurinn
var vel sóttur, og i fundarlok
höfðu 70 einstaklingar skráð sig
sem stofnfélaga ihinu nýja félagi.
Félagið nær einnig yfir Selvogs-
hrepp.
Undirbúningsnefnd hafði starf-
að um nokkurt skeið að stofnuri
samtakanna. Formaður nefndar-
innar, Páll Pétursson, flutti inn-
gangsorð, og siðan var gengið til
fundarstarfa. Engilbert Hannes-
son var kjörinn fundarstjóri, og
las hann upp lög félagsins og bar
undir atkvæði. Voru þau einróma
samþykkt.
Að afloknum ýmsum fundar-
störfum var gengið til kjörs
bráöabirgðastjórnar, sem gegna
skal störfum til næsta aðalfundar
félagsins, sem halda á i okt. nk.
Stofnfélagar i Framsóknarfélagi
ölfushrepps munu þeir teljast
sem skrá sig i félagið fyrir fyrsta
aöalfund. Þessir hlutu kosningu i
stjórnina: Páll Pétursson, Ketill
Kristjánsson, Guðjón Sigurðsson,
Engilbert Hannesson og Sigurður
Jónsson. Varastjórn skipa Bárður
Brynjólfsson, Samúel Þ. Samú-
elsson og Gunnlaugur Jóhanns-
son. Endurskoðendur eru Gestur
Amundason og Siggeir Jóhanns-
son.
A fundinum flutti Svanur
Kristjánsson eftirfarandi tillögur,
sem báðar hlutu einróma sam-
þykki fundarins. Fyrri tillagan
hljóðaði svo: „Stofnfundur
Framsóknarfélags ölfushrepps
skorar á yfirvöld samgöngumála
að hraða byggingu brúar yfir
Ölfusárósa og gerð varanlegs
vegar beggja vegna brúarinnar.
Framkvæmdin verði tekin inn á
vegaáæltun þá, sem nú er i mót-
un.” Seinni tillaga Svans var á
þessa leið: „Stofnfundur Fram-
sóknarfélags ölfushr. beinir þvi
til hafnaryfirvalda, að séð verði
fyrir þvi, að aðstaða fyrir vænt-
anlega Vestmannaeyjaferju verði
tryggð í tima, i Landshöfninni i
Þorlákshöfn.”
Þingmennirnir Þórarinn Sigur-
jónsson og Jón Helgason voru
gestir fundarins, og ásamt for-
manni kjördæmisráðs Fram-
sóknarflokksins i Suðurlands-
kjördæmi, Páli Lýðssyni, fluttu
þeir fundinum árnaðaróskir.
Þingmennirnir ræddu landsmálin
i stuttu máli og samgöngumál
byggðarlagsins sérstaklega, en
þeim málaflokki var dagurinn
öðru fremur helgaður. Var fundi
siðan slitið.
Kl. 15 hófst alm. fundur um
samgöngumál. Halldór E. Sig-
urðsson samgönguráðherra var
frummælandi á fundinum og
gerði itarlega grein fyrir sam-
göngumálum landsmanna, og þá
einnigmeð sérstöku tilliti til sam-
göngumála Þorlákshafnar. I sér-
málum byggðarlagsins taldi ráð-
herra sig ekki geta lofað bráðum
bata, t.d. i sambandi við lagningu
varanlegs slitlags á Þrengslaveg
og nýja veginn frá vegamótum
ölfuss og Þrengslavegar, til Þor-
lákshafnar. Ráðherra tjáði fund-
armönnum, að unnið yrði að
undirbúningi og hönnun brúar
yfir ölfusárósa, þótt efnahags-
örðugleikar og niðurskurður fjár-
laga gæfu ekki tilefni til of mikill-
arbjartsýniá skjótri lausn brúar-
málsins.
Hins vegar benti Halldór á, að
með tilkomu stórrar og góðrar
hafnar i Þorlákshöfn myndi skap-
ast sá þrýstingur á bættar sam-
göngur að og frá höfninni, vegna
aukinna flutninga á vörum og
fólki, að nægja ætti til farsællar
lausnar i vega- og brúarmálum.
Fjörugar umræður urðu á fund-
inum og eins og vænta mátti ein-
skorðuðu menn sig ekki við sam-
göngumálin i þessari miklu út-
gerðarstöð. Lýstu ræðumenn á-
hyggjum sinum vegna þverrrandi
afla verstöðvanna á Suðurlandi
og töldu yfirvofandi verkefna-
skort sunnlenzka bátaflotans og
minnkandi atvinnu fólksins i
sjávarplássunum austanfjalls. 1
þvi sambandi má nefna, að vegna
gallaðrar reglugerðar um hum-
arveiðar, verða það aðallega bát-
ar úr öðrum verstöðvum og
landshlutum, sem fleyta rjómann
af þeim veiðiskap, meðan bátar
úr Þorlákshöfn teljast of stórir til
veiðanna, þrátt fyrir að humar-
veiðar eru upprunnar á þessu
svæði og fyrst stundaður úr sunn-
lenzkum verstöðvum af alvöru.
Mörgum fyrirspurnum var
beint til ráðherra, og svaraði
hann þeim af rökvisi. t lokaorðum
ráðherra og þingmanna kom það
skýrt fram, að stytzta leiðin út úr
kreppu og efnahagsörðugleikun-
um væri aukin framleiðsla
sjávarútvegs, ásgmt ráðdeild og
spamaði, og taldi Halldór, að
fjármagn til fyrirtækja, sem
gjaldeyrisins öfluðu, mætti ekki
skera svo við nögl, að til sam-
dráttar og atvinnuleysis leiddi.
Eins og fyrr greinir tóku marg-
ir til máls á fundinum, og stóð
hann til kl. rúmlega 18.
Sólarorkan
Margföldun oliuverðsins á und-
anförnum rriánuðum hefur orðið
til þess að vekja menn, vitt um
heim, til vitundar um að fleira er
um að ræða sem orkugjafa en oli-
una og öll þau efni, sem úr henni
eru unnin, þar á meðal bensinið
og skyld brennsluefni.
Oliuverðið og orkumálin hafa
lika verið á dagskrá hjá okkur, og
ekki að ástæðulausu. Við búum
þar á hnettinum, sem meira þarf
af orku i umhverfið innan húss en
hjá þvi fólki gerist, sem lifir á
suðrænna og sólrikara breiddar-
1
stigi. Við höfum að visu heita
vatnið, sem nú þjónar senn um
það bil helmingi þjóðarinnar sem
hitagjafi innan dyra, og á þvi
sviði rikir að vonum mikill áhugi
á meiri og viðtækari notkun þess
sem næst úr iðrum jarðar hér á
okkar kalda landi. Það er vist
enginn vafi á þvi að við hljótum
að leita þangað fyrst og fremst til
þess að öðlast meiri hita.
Aðrir leita út fyrir yfirborðið. t
gangi erú nú viða um heim miklar
athafnir til að kanna hagnýtar að-
ferðir til þess að handsama miklu
meira af sólarorkunni en gerzt
hefur að undanförnu: einkum til
þess að hafa hana handbæra lika
þegar sól er ekki á lofti. Auðvitað
erum við að hagnýta sólarorku,
þegar við brennum mó, kolum,
olium af ýmsu tagi, og hvað það
nú heitir allt saman, sem varð-
veizt hefur um aldir og árþús-
undir á yfirborði jarðar og i iðr-
um hennar og nú er verið að
sækja og nota með ærinni fyrir-
höfn.
En nútima viðleitni miðað ar
þvi að handsama sólarorkuna og
nota að nokkru jafnóðum og sólin
skin, eða geyma hana bara til
næsta dags eða næstu viku, eða þá
svo sem nokkrar vikur.
Stórar og dýrar stofnanir eru
nú i gangi vitt um heim, sem
kanna skulu fyrirbæri af þessu
tagi og prófa búnað, sem safna
skal orku og geyma hana. Ráð-
stefnur eru haldriar til þess að
kanna þessi fyrirbæri. í Stokk-
hólmi var ein slik háð i janúar
s.l., og var þar tjáð, að miklu auð-
veldara væri að safna visinda-
mönnum saman til þess að skoða
fyrirbæri af þessu tagi heldur en
þegar um ræðir kjarnorkumálin.
Á hálfum mánuði tókst að safna
ritverkum og ritgerðum, 2500
samtals, um sólarorku og nýtingu
hennar. áður en til ráðstefnunnar
var efnt. Ritverk þessi eru frá 100
ára skeiði, eða 1870-1970.
Vestur-Þjóðverjar hafa ákveðið
að veita á næstu 5 árum sem
svarar 7 milljörðum islenzkra
króna til rannsókna á nýtingu
sólarorku.
Prófessor Knud Peder Harboe,
við Danmarks tekniske höjskole,
er um þessar mundir að flytja i
nýtt hús með upphitun frá sólar-
orkunni, beint fenginni á þann
hátt að sjúga sólargeislana i stór-
an flöt, frá honum yfirfærist ork-
an i vatn, sem þá hitnar og á að
verða hitagjafi hússins allt árið.
Sjálfsagt er þetta hægt með við-
eigandi búnaði. Gott er að við höf-
um vatnið tilbúið og þurfum bara
að bora, og þegar vatnið er
fundið, þá að leiða það heim og
inn i húsin! Auðvitað kostar það
fé og fyrirhöfn, en nýting sólar-
orkunnar á þann hátt, sem nú er
kannað kostar sjálfsagt nokkuð,
og raunar veit enginn að svo
komnu, hvaða leiðir til þess eru
hagrænastar.
—G
ÍSJAKINN Á
BLÖNDUÓSI
Leikfélag Blönduóss frumsýndi 24. mai leikritið „Isjakinn” eftir Felix
Lutzkendorf I þýðingu Þorvarðar Helgasonar. Leikstjóri er Þórir
Steingrimsson, en leikendur eru niu. Leiksviðsmynd er gerð eftir fyrir-
mynd Jónasar Þórs Pálssonar, cn sviðslýsingu annaðist Magnús
Axelsson. Ráðgert er að sýna leikritið viöar en á Blönduósi. Meðfyigj-
andi mynd sýnir atriði úr isjakanum.