Tíminn - 25.05.1975, Síða 15
Sunnudagur 25. mai 1975
'TÍMINN
15
Álafoss afhendir verðlaun í samkeppni
ígerð ■
fatnaðar
ÁSK-Reykjavik. Alafoss hefur
nii afhent verðlaunin i
samkeppni er efnt var til á vegum
fyrirtækisins. Til samkeppninnar
bárust u.þ.b. 600 hlutir frá um 200
aöilum. 1 ávarpi er Pétur Eiriks-
son forstjóri hélt, kom fram að
þetta er i fjórða skipti. er slik
samkeppni sem þessi er haldin.
Taldi hann fyrirtækið hafa mikið
gagn af, enda kæmi fram fjöldi
nýrra hugmynda og ekki siður nú
fremur en endranær.
Dómnefnd var skipuð fjórum
aðilum og veitti hún eftirtöldum
aðilum verðlaun: Margréti
Jakobsdóttur, Reykjavik fyrstu
verðlaun fyrir hettujakka, önnur
verðlaun hlaut Svava Finnboga-
dóttir, Akranesi fyrir buxnasett
og þriðju verðlaun Margrét
Jóhannsdóttir, Hvammstanga
fyrir peysu. Auk þess hlutu sex
konur viðurkenningu. Alafoss
hefur tryggt sér rétt hjá viðkom-
andi hönnuðum til að gefa Ut
uppskriftir bæði af þvi er
verðlaun hlaut auk af fjölda þess
er til samkeppninnar barst.
Héraðs-
hótíð að
Hvoli
Rangæingar efna til
héraðshátiðar i félags-
heimilinu að Hvoli, Hvols-
velli, föstudaginn 30. mai.
Verður þar fjölbreytt dag-
skrá og stiginn dans. Þessi
hátið er hugsuð sem upphaf
að árlegu samkomuhaldi
héraðsbUa, og á það væntan-
lega fyrir sér að eflast og
verða stærra i sniðum i
framtiðinni. Þjóðhátiðar-
nefnd Rangárvallasýslu 1974
veitir héraðshátiðinni for-
stöðu að þessu sinni, en
framvegis er áætlað að kjósa
sérstaka nefnd árlega til að
annast hátiðahaldið.
Meðal skemmtiatriða 30.
mai nk. verður, að Samkór
Rangæinga syngur og sýnd-
ar verða 2 kvikmyndir,
ávörp verða flutt og sitthvað
verður um skemmtiþætti af
ýmsu tagi. Hljómsveitin
Glitbrá leikur svo fyrir
dansi.
Vöru-
skiptajöfn-
uður var
hagstæð-
ur í apríl
Vöruskiptajöfnuðurinn i
aprilmánuði var hagstæður um
268.7 millj. kr., en i aprílmánuði
1974 var hann óhagstæður um
740.1 millj. kr. 1 april i ár var flutt
Ut fyrir 5.851.5 millj. kr., en inn
fyrir 5.582.8 millj. kr.
En frá áramótum til aprilloka
1975 var vöruskiptajöfnuðurinn
óhagstæður um 7.093.3 millj. kr. Á
fyrstu fjórum mánuðum ársins
var flutt Ut fyrir 12.783.2 millj.
kr., en inn fyrir 19.876.2 millj. kr.
A fystu fjórum mánuðum ársins
1974 var vöruskiptajöfnuðurinn
óhagstæður um 3.283.8 millj. kr.
Þá var flutt Ut fyrir 8.417.0 millj.
kr. og inn fyrir 11.700.8 millj. kr.
Þessar tölur eru teknar Ur
tilkynningu frá Hagstofunni og
þar segir að verðupphæðir
janUar- og febrUarmánaða 1975
séu miðaðar við það gengi, sem
gilti fyrir 14. febr. 1975, en
verðupphæðir i marz og april 1975
eru miðaðar við gengi eftir
gengisfellingu þann dag.
Umferðarf ræðsla
5 og 6 óra
barna í Hafnarfirði
og Kjósarsýslu
Lögreglan og umferðarnefndir efna til
umferðarfræðslu fyrir 5 og 6 ára börn.
Hvert barn á þess kost að mæta tvisvar —
klukkustund i hvort skipti. Sýnt verður
brúðuleikhús og kvikmynd og auk þess fá
þau verkefnaspjöld.
27. og 28. maí
Varmárskóli
Mýrarhúsaskóli
2. og 3. júní
öldutúnsskóli
Lækjarskóli
4. og 5. júnl
Vföistaðaskóli
Barnaskóli Garöahrepps
5 og 6 ára börn.
kl. 10.00
kl. 14.00
5 ára börn
kl. 09.30
kl. 14.00
09,30
14.00
6 ára börn
11.00
16.00
11.00
16.00
Reiðhjólaskoðun fer fram á ofangreindum
stöðum, á sama tima.
Lögreglan i Hafnarfirði og Kjósarsýslu.
Til hægri er Margrét Jakobsdóttir sem hlaut 1. verölaun, og Svava
Finnbogadóttir. Sýningarstúlkur eru i verðlaunafllkunum.
Auglýsið í Tímanum
Nýjung í eldhúsinnréttingum!
eldhúsinnréttingar
sænsk gæðavara
Ef þú vilt fá eldhúsinnréttingu nákvæmlega Margar tegundir skápa. Mikið úrval lita. Mál-
eins og þú þarfnast, þá ættir þú að kynna aðar, plasthúðaðar eða úr við. Kalmar eld-
þér sænsku Kalmar eldhúsinnréttingarnar húsinnréttingarnar, skapa rétta útlitið jafnt í
hjá Litaveri nýjum húsum sem gömlum.
ERTU AÐ BYGGJA? ÞARFTU AÐ BREYTA? VILTU BÆTA?
LITAVER
dE
GRENSSVEGI 18-22-24 - SÍMAR 82444 32262 30480