Tíminn - 25.05.1975, Page 17
Sunnudagur 25. mai 1975
TÍMINN
17
Gísli Kristjánsson:
Fóðurmál og
eldismál
Fyrir nokkru lofaði ég þvi að
afgreiða framhaldsgrein um
fóðurmálin hjá okkur. Ég gat
þess þá og sýndi á súluriti hve
mikils fóðurs við öflum árlega og
svo hins, hversu mikið magn við
höfum keypt frá útlöndum til þess
að fullnægja þeim þörfum, sem
nútimabústofn kallar á til þess að
hann gefi þær afurðir, sem við
teljum viðunandi og eftirsóknar-
verðar, og i samræmi við þá arf-
hneigð, sem búið er að móta og
skapa með slvirkum kynbótum.
Án viðeigandi meðferðar bú-
fjárins, þar i talið fóðrun og um-
önnun, er ekki við þvi að búast aö
arfgeng hneigð njóti sin, og séu
þessir þættir vanræktir er til-
gangslaustað verja vinnu og fjár-
munum til áframhaldandi kyn-
bótastarfsemi.
Eins og málum er nú háttað i
þvi, er snertir verðlagið, er á
allra vitorði, að áburður hækkar
um 76% frá fyrra ári og hitt vita
allir einnig, að erlent fóður hefur
aldrei verið i svo háu verði sem
á liðnum vetri. Áburðarverðið
gerir það að verkum, að
kostnaður við heyframleiðslu
hlýtur að hækka svo um munar,
bæði vegna áburðarverðs-
hækkunar og annarra gjaldpósta.
A hinn bóginn er vist óhætt að
gera ráð fyrir, að verð á kraft-
fóðri hækki ekki, heldur skal þess
vænzt að það lækki, jafnvel þó að
verðgildi krónunnar okkar hafi
rýrnað frá þvi að inn var keypt á
liðnu hausti og vetri.
Kraftfóðrið
Með þeirri notkun köfnunar-
efnisáburðar, sem bændur hafa
vanizt að nota á siðustu árum, er
óhætt að gera ráð fyrir þvi, að
próteinmagn heyjanna sé og
verði nokkru meira en raun var á
fyrir svo sem 15-20 árum. Skal og
gert ráð fyrir góðri eða ágætri
björgun, enda er allur heyvinnu-
búnaður svo fullkominn nú orðið,
að skilyrði til verkunar eru langt-
um liklegri til góðs árangurs en
fyrr gerðist. Er þvi eðlilegt að
unnt sé að spara prótein að sama
skapi og magn þess i heyjum hef-
ur aukizt.
Nú er það svo, að hér á landi er
framleitt það af próteinvörum,
sem betra er og miklu betra en
hitt, en inn hefur verið flutt að
undanförnu. Þess vegna er það
bæði kvöð og skylda okkar að
gera kröfur til allra fóðurvöru-
verzlana, að þær blandi fóðrið hér
heima og noti I blöndurnar þær
innlendu próteinvörur, sem hér
fást af ýmsu tagi úr dýrarikinu.
Það verður að telja fásinnu að
flytja úr landi afbragðs prótein-
vörur og til landsins aftur hlið-
stæðar með allt öðru og laklegra
lifrænu gildi. Maður skyldi ætla
að slikt háttalag væri gert I þeim
tilgangi að útvega skipafélögum
atvirinu og höfnum og hafnar-
verkamönnum hliðstætt.
En kornið verður að flytja til
landsins, þar er ekki undanfæri.
Um það leyti sem Norðurlanda-
ráð hafði ársfund sinn hér, en það
var i fyrri hluta febrúar, var þá
þegar talsverð tilhneiging til
verðfalls á kornvöru erlendis. Per
Borten, fyrrverandi land-
búnaðarráðherra Norðmanna,
tjáði mér, að hann hefði setið fund
F A O-deildar Norðurlanda ein-
mitt rétt áður en hann kom
hingað og heföi það verið upplýst
verðfall kornvöru á heims-
markaði, er næmi 15-30%.
Til staðfestingar þvi kannaði ég
svo i febrúar og marz hver var
verðskráning kornvöru vestan
hafs — en skráning i Evrópu er
ótrygg þar sem Efnahagsbanda-
lagið og aðildarlönd þess gera frá
einum tima til annars ýmsar ráð-
stafanir, er þeim henta sin á milli
eða innan hverrar þjóðar. — Skal
hér tjáð skráningin i Chicago eins
og hún var i kringum 20 marz:
1974 1975
Mais, hvert tonn Isl.
kr. 19.980 16.900
Bygg, ” ” ”22.950 20.250
Hveiti ” ” ” ” 27.970 19.980
Tölurnar eru umreiknaðar I is-
lenzkar krónur samkvæmt
skráðu gengi nú I marz, og að
sjálfsögðu einnig á sama gengi
dollaraverð tegundanna frá árinu
1974.
Tölurnar bera með sér, að
verðfallið hefur verið langmest á
hveitinu, eða um 30%, en á mais
aðeins i kringum 15% og enn
minna á byggi.
Hvort þetta verður það verð,
sem gilda skal á komandi hausti
skal engu um spáð, en það gildir
þó með áskildum afgreiðslufresti,
sem tilkynntur var með skráning-
unni að minnsta kosti fram i
mai—júni.
Hitt vita þeir, sem bezt þekkja
um kornræktarmálin vitt um
heim, að nú greiða Bandarlkin
ekki bændum styrk (eða hvað
sem það nú er kallað) fyrir að
láta lendur sinar standa ósánar.
Uppskerumagn, i Norður-
Ameriku, i Ástraliu, i Argentinu
og svo i Rússlandi og Asiulönd-
um, ræður auðvitað miklu um
hvernig verð hreyfist. Horfur eru
sagðar ágætar að þessu sinni á
suðurhelmingi hnattarins, en
hvað verður á norðurhveli veit
enginn enn, þegar lönd eru nýsá-
in.
1 samræmi við verðhreyfingar
matvæla á heimsmarkaði er
ástæða til að ætla, að kornverð
hreyfist til lækkunar fremur en
hið gagnstæða, rétt eins og gerist
með margar aðrar nauðsynjavör-
ur.
Og i samræmi við kröfur okkar
til þess að fá þær afurðir af búfé
okkar, sem sæmir búskap á
menningarstigi, sem sé að fá sem
mestar afurðir eftir hverja
búfjáreiningu, getur ekki komið
til mála að spara fóður, en það
sem heimafengna fóðrið er að
gæðum fram yfir meðallag er
unnt að spara hið innflutta i liku
hlutfalli.
Hitt er svo staðreynd að magn
tölur þær, sem sýna innflutt
kraftfóður um undanfarin ár, eru
háar og of háar af þvi að þar er
próteinvara óhæfilega stór liður.
Norðurlandaráð samþykkti á
fundi sinum i Reykjavik i febrúar
s.l. að kanna skyldi og skrásetja
framleiðslumagn matvæla um
Norðurlönd.
íflÚTBOÐ
Tilboð óskast i 2 stk. bifreiðar með vökva-
drifnum lyftiarmi (lyftikörfubilar) fyrir
Vélamiðstöð Reykjavikurborgar.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3.
Tilboðin verða opnuð á sama staö, miövikudaginn 18. júni
1975 kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800
mann-
Um nauðsyn þessara athafna
voru allir sammála og fremstur i
flokki þeirra, er mæltu fastlega
með athöfnum á þessu sviði, var
Nordli, sem nú er talinn verða
arftaki Tryggve Bratteli i em-
bætti. Tilefnið er auðvitað mat-
vælaástandið i heiminum og sér i
lagi i Noregi, þegar um ræðir
Norðurlöndin, en Norðmenn
munu aðeins framleiða innan-
lands um 60% af næringarþörf
þjóðarinnar. Það er sérstaklega
kornið, sem flytja þarf til lands-
ins, rétt eins og gerist hjá okkur
islendingum, en hjá okkur er það
svo, að við þurfum að flytja inn
bæði manneldiskorn og fóður-
korn. Það er þægilegt fyrir Norð-
menn, að stutt er til Sviþjóðar, en
þar keyptu þeir mikið hveiti á
liðnu ári og hafa nú gert samning
við Svia til nokkurra ára um stór
felld hveitikaup, eða um megin-
magn þess hveitis, sem þjóðin
þarfnast. Hins er vert að geta i
þessu sambandi, að Norömenn
leggja ekki sérlega stund á að
fjarlægja öll lifrænustu efnin úr
hveitinu, eins og við Islendingar
gerum, heldur kaupa þeir hveiti-
kornið og mala heima og fyrir-
mæli um frásigtun i takmörkuð-
um mæli eru þar gildandi, en við
tslendingar virðumst helzt ekki
sinna öðru hveiti en þvi, sem öll
lifefni hafa verið tekin úr. Það er
vissulega mál til komið að hverfa
frá þvi háttalagi og að öðru heil-
brigðara og hagkvæmara hér á
landi.
Við þurfum að fá kornið sem
korn, bæði til manneldis og til
fóðurs, og hagræða þvi svo hér-
lendis á heilbrigðan og skynsam-
legan hátt. Mala það allt hér og
sigta til notkunar i mannlegri
næringu og handa búfénu það
hrat, sem ekki þykir viðeigandi
að bera á borð fyrir fólkið i formi
brauðs og grauta. Kliðið og
hratið, sem raunar er lifefnarik-
ast,er látið utan gátta þegar inn
er flutt bleikjað stivelsi fyrst og
fremst i hveitipokunum. Ætli að
það gæti ekki skeö að heilsufar
manna og skepna væri annað ef
við fengjum einnig allt kliðið? ?
Og svo vita það allir, að miklum
mun er dýrara að stunda poka-
mennsku en búlkameðferð korns.
Tíminner
peningar
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
LANDSPÍTALINN:
AÐSTOÐARLÆKNAR. Einn að-
stoðarlæknir óskast til starfa á
Barnaspitala Hringsins frá 1. ágúst
n.k. og tveir frá 1. september n.k.
Reiknað er með að þeir vinni þar i
sex mánuði hvor, en ekki ár, eins
og áður hefur verið auglýst.
DEILDARHJÚKRUNARKONA
óskast á kvensjúkdómadeild
Fæðingardeildar hið fyrsta eða
eftir samkomulagi. Umsóknar-
frestur er til 15. júni n.k.
HJÚKRUNARKONA óskast á
Barnaspitala Hringsins i fast starf,
ennfremur óskast hjúkrunarkonur
á hinar ýmsu deildir spitalans i
fullt starf eða hluta úr fullu starfi
til afleysinga. Nánari upplýsingar
veitir forstöðukonan, simi 24160.
KLEPPSSPÍTALINN:
MEINATÆKNIR óskast til starfa
við spitalann frá 1. júli n.k. eða
eftir samkomulagi. Umsóknar-
frestur er til 23. júni n.k. Nánari
upplýsingar veitir yfirlæknir
spitalans.
Umsóknum, er greini aldur,
menntun og fyrri störf, ber að skila
til skrifstofu rikisspitalanna.
Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi
á sama stað.
Reykjavik 24. mai 1975
Skrifstofa
RlKISSFÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5,SÍM111765
Heyhleðsluvagnar
HErnpEt
IDEAL 25 OG
NORMAL G 30
væntanlegir
til
landsins
Bændur
Höfum nýlega tekið
heim stórar sendingar
af varahlutum í Alfa
Eigum hnífa og 2ja liða
drifsköft
í Kemper fyrirliggjandi
Laval og PZ vélar og varahlutir í Kuhn og Kemper væntanlegir
Kaupfelögin UM ALLTIAND Samband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármula 3 Reykjavik simi 38900
E]E]E]E]EIE]EIE1E]E]G]E]E]E]E1E]E]E]E]E]E]E]Q1E]E]E]E]E]G]E]E]E]