Tíminn - 25.05.1975, Qupperneq 20
20
TÍMINN
Sunnudagur 25. mai 1975
Sunnudagur 25. mal 1975
TÍMINN
21
íslenzkir rit'höfundar
Islenzkir rithöfundar
„Persóna hans er frumleikurinn
sj álfur með yfirskegg og tösku...
sagði Bjarni Benediktsson frá Hofteigi um Krislján frá Djúpalæk — Og hér fá
lesendur Tímans að kynnast viðhorfum hins frumlega og snjalla skálds
9?
FYRIR RÖSKUM þrjátiu árum
kom út á Islandi ljóðabók, sem
hét Frá nyrztu ströndum. Höf-
undurinn var ungur maður, vant-
aði þrjú ár i þritugt, en á þessum
árum biðu ung skáld að jafnaði
lengur með að birta ljóð sin i bók-
um en seinna varð.
t þessari bók gerir höfundurinn
nokkra grein fyrir sjálfum sér,
segist hafa fæðzt ,,á þrályndrar
Austfjarðaþokunnar nyrztu
mörkum,” og gátu nú þeir, sem
eitthvert veður höfðu haft af
þeirri merkilegu þoku gizkað á,
hvaðan höfundurinn væri upp
runninn.
Siðan má fara fljótt yfir sögu.
Nú vita allir tslendingar (að
minnsta kosti þeir, sem hafa yndi
af fögrum ljóðum), að Djúpilækur
er i Skeggjastaðahreppi, sem er
nyrzti hreppur Norður-Múla-
sýslu. iplenzkir ljóðavinir hafa
eignázt Djúpalæk, — með likum
hætti og þeir eignuðust ljóð
skáldsins, sem fæddist þar fyrir
hartnær sextiu árum og sleit
barnsskóm sinum ,,um Langa-
nesstrendur austan við Grunn-
ólfsvik.”
Þessi formáli verður nú ekki
hafður mikið lengri, enda myndi
slikt jaðra við ókurteisi. Kristján
frá Djúpalæk hefur aldrei þurft
neinn milligöngumann til þess að
ná eyrum lesenda sinna. En mað-
urinn hefur lengi haft orð á sér
fyrir hnyttni og gamansemi, eins
og mörg ljóða hans eru órækast
vitni um, og þess vegna er ekki ó-
liklegt, að einhverjum lesendum
Timans leiki hugur á þvi að
spjalla við Kristján, þótt með
milligöngu blaðamanns sé. Við
skulum áræða að spyrja og vita
hverju skáldið frá Djúpalæk
svarar.
,,Það væru þá
frekar Baskarnir”
— Heldur þú að það sé rétt,
Kristján, sem haldið hefur verið
fram opinberlega, að útlit þitt eigi
rætur að rekja til þcss „hvað ein
langamma þin hjúkraði vel
frönskum skipbrotsmanni” —
endur fyrir löngu?
— A öllu grúski minu i ættum,
hefur mér hvergi tekizt að finna
staf fyrir þessu, enda var ekki
siður að flfka þvi svo mjög i þá
daga, þótt slikt kæmi fyrir. Hitt er
annað mál, að mér er það mjög
minnisstætt, þegar ég i fyrsta
sinni gekk inn á rakarastofu á
Akureyri. Þar var fyrir Sigfús
Eliasson. Þegar Sigfús leit á mig,
sagði hann: „Þér gætuð verið
Gorki.” Þetta þótti mér merki-
legt, þvi að ég mundi eftir grein
Sigurðar Nordals i Helgafelli, þar
sem hann birtir hlið við hlið
myndir af Kristjáni Fjallaskáldi
og Leo Tolstoi, en greinin fjallaði
um hina einkennilegu likingu
þessara tveggja manna. Nú hefur
þvi verið haldið fram, að ég væri
likur Kristjáni nafna minum
Fjallaskáldi, enda erum við út af
systrum tveim, sem nú eru löngu
horfnar, svo þetta gæti svo sem
vel verið. En, þvi miður, ég held
ég verði að neita öllum skyldleika
viö Frakka. Það væru þá frekar
Baskarnir.
— Voru nokkrir fleiri en þú
með hin „suður-evrópsku svip-
brigði,” sem þú hefur verið talinn
hafa, i heimabyggð þinni um það
leyti sem þú varst að alast þar
upp?
— Já, það er ekki nokkurt vafa-
mál. Það var þar stór fjölskylda á
uppvaxtarárum minum, og börn-
in voru æskuvinir minir. Langafi
þessara systkina var Frakki, og
það er alveg óhætt að segja, aö
þetta fólk bar af öðrum mönnum i
sveitinni.
— Var útlit þeirra nokkuö i lik-
ingu við þig?
— Það vil ég ekki segja. Þetta
fólk var, eins og Laxness segir,
stuttir menn- og snöfurlegir. En
fjölvfsir voru þeir mjög, og einn
þeirra er tónlistarmaður.
Færeysk ævintýra-
skip með barkar-
lituðum seglum
— Ilvaö um samskipti við út-
lcndinga? Voru ekki Frakkar
farnir af öllum nærliggjandi mið-
um, löngu áður en þú manst eftir?
— Jú, Frakkarnir voru farnir,
en minningin um þá var mjög lif-
andi, og það var mikið um þá
rætt.
Fyrsta endurminning min er
bundin sýrópi. Ég var þá á þriðja
árinu, sat uppi í rúminu hennar
ömmu minnar og var að sleikja
sýrópskrukku. Ef til vill hefur það
verið franskt, og svo mikið er
vfst, að ég heyrði varla minnzt
svo á Frakka, að ekki bærist
sýróp i tal um leið, sömuleiðis
pompolabrauð og rauðvin. Þeir,
sem hafa lesið Fjallkirkjuna,
munu hafa fengið þar staðfest-
ingu á þvi, að ekki var dæma-
laust, að þessir hlutir kæmu á
land á Bakkafirði.
Þeir útlendingar, sem ég
kynntist af eigin raun, voru hins
vegar Færeyingar. Mér eru ákaf-
lega minnisstæð skipin þeirra
undir brúnum, barkarlituðum
seglum. Við, krakkarnir, álitum,
að þetta væru mikil ævintýraskip
og að þar hrærðist merkilegt
mannlif, þvi að við vissum, að
Færeyingarnir höfðu tvo hluti
undir höndum, sem voru talsvert
eftirsóttir af landsmönnum, það
voru „blámaður” og beinakex.
En Færeyingarnir, sem reru
árabátum frá Bakkafirði, lifðu
hvorki auðugur né ævintýralegu
lifi á neinn hátt. Liklega hefur lif
þeirra veriö ennþá snauðara en
okkar, sem þar vorum borin og
bamfædd, og var það þó ekki til-
takanlega rikmannlegt.
— Já, það var einmitt þetta,
sem ég ætlaði að spyrja um næst:
Var fátæktin f heimahögum þin-
um eins mikil og þú segir ikvæði
þínu Frá nyrztu ströndum?
— Ég held, að það séu ekki
neinar ýkjur, að fátæktin hafi
verið mjög almenn, og sums stað-
ar var hún verulega sár. Eftir að
ég fer að muna eftir mér, var fá-
tæktin mest upp úr 1930, þvi að þá
mátti segja, að menn væru al-
snauðir. Þá var kreppan fræga i
algleymingi, en auk þess bættist
annaö við hjá okkur. Það var
gamaveikin, sem kom til okkar
upp úr 1930 og drap féð niður unn-
vörpum.
Einhvers staðar hef ég sagt, aö
Páll heitinn Zóphóniasson hafi á
þessum árum útvegað okkur
nokkurs konar atvinnubótavinnu
við að leggja vegi. Það bjargaði
ýmsum, og það varð meðal ann-
ars til þess, að ég komst i Eiða-
skóla. Vegavinnuaurarnir minir
fleyttu mér þangað.
Veraldleg fátækt,
andleg auðlegð
— Um hvað dreymdi þig mest á
unglingsárum þinum: búskap,
skáldskap eða framandi lönd?
— Skáldskap. Ekkert nema
skáldskap. Ég hafði það á tilfinn-
ingunni frá þvi að ég man fyrst
eftir mér, að ég væri skáld. Ég
held, að ég hafi vitað það. löngu
áður en ég byrjaði að yrkja.
Þegar móðir min gekk með
mig, dreymdi hana einu sinni, að
langamma hennar, sem hét Þór-
unn, kæmi til hennar og segði:
„Hann verður likur mér, þessi
drengur, sem þú gengur með.”
Nú hélt mamma, að barnið væri
feigt, en ráðningin kom, þótt siðar
yröi. Þessi Þórunn, sem vitjaði
móöur minnar í svefni, var nefni-
lega skáld gott, og sömuleiðis
móðir hennar, sem lika hét Þór-
unn, og nú átti gamla konan ein-
faldlega við það, að þessi litli
drengur yrði gefinn fyrir ljóð.
Sem lika varð.
Það vil ég taka fram, að þótt
sveitungar minir væru fátækir af
verandlegum gæðum, þá voru
þeir andlega rikir. Það, sem mér
er minnisstæðast um þetta fólk
er, hversu það bjó yfir lifandi frá-
sagnarhæfileika. Það var unun að
heyra þessa gömlu menn segja
frá æsku sinni og liðnum dögum.
Mér hefur oft dottið það i hug á
siðari árum, þegar verið er að
rengja frásagnir fyrri tiöar
manna af atburðum, sem gerfft
höfðu hundrað árum eða svo fýrir
þeirra daga, að faðir minn, sem
var fæddur árið 1871, gat sagt
okkur frá harðindakaflanum upp
úr 1880. Hann virtist meira að
segja muna tiðarfarið frá ári til
árs og frá einni árstið til annarr-
ar.
— Og nú gætir þú endursagt
frásögn föður þins, sem nær um
það bil niutiu ár aftur i timann?
— Þvi ekki það? Ég er bara að
benda á, að það er ekki neitt sér-
stakt kraftaverk að geyma frá-
sagnir óbrenglaðar i eina öld eða
svo, þótt minnisleysingjum nú-
timans, sem allt þurfa að skrifa
hjá sér, vaxi það i augum. — 1
heimasveit minni var bæði gáfað
fólk og gott, og kannski sannar
það betur en flest annað, að éfna-
leg velsæld er ekki nein trygging
fyrir andlegu rikidæmi.
— Þú nefndir Eiðaskóla.
Hvernig þótti þér að vera þar?
— Það var dásamlegur timi.
Nemendurnir voru ekki margir,
égheldhelzt, að þeirhafi ekki ver-
ið nema um fjörutiu. Flestir voru
þeir komnir af barnsaldri, sá elzti
mun hafa verið 28 ára og um mig
er það að segja, að ég var orðinn
tvitugur, sem stafaði einfaldlega
af þvi, að áður hafði ekki verið
nokkur lifandi leið að komast
neitt til mennta sökum fátæktar.
Ég hef sagt það áður, og get vel
sagt það enn, að þessi eini vetur,
sem ég var á Eiðum, er einhver
dýrlegasti timi sem ég hef lifað.
Þar var skólastjóri hinn gagn-
merki maður, Jakob Kristinsson,
honum á ég mjög mikið að þakka.
Skáld i einn mánuð
á ári, heimskingi i
ellefu mánuði!
— Byrjaðir þú ekki kornungur
á skáldskapariðkunum, þótt
fyrsta bókin kæmi ekki fyrr en þú
varst kominn undir þrítugt?
— Ég mun hafa byrjað nokkuð
snemma að yrkja kerksniskvæði
og lausavisur, en ég fór ekki að
reyna að gera alvarleg kvæði,
fyrr en ég var kominn undir tvl-
tugt, að minnsta kosti ekki svo
neinu næmi. Liklega hef ég verið
fremur seinþroska, en ég verð að
vona, að gáfurnar endist mér
bara þeim mun lengur!
— Attirðu ekki I neinni baráttu
við sjálfan þig á þessum árum um
það hvaða form skáldskapar þú
ættir að velja þér?
— Þar held ég að ekkert hafi
annað komið til greina en ljóð-
formið. Formbyltingin var ekki
gengin i garð, og þvi var einsýnt
að yrkja hefðbundið. Löngu
seinna fór ég að skrifa óbundið
mál, og hef gert talsvert að þvi á
siöari árum, mér til mikillar á-
nægju. Meðal annars var ég
blaðamaður i tiu ár.
— Hvernig yrkir þú, Kristján
skáld: Sezt þú við borðið, ákveð-
inn i þvi að yrkja kvæði — og gerir
það?
— Nei, ég sezt ekki við
skrifborðið með ákveðið verkefni
i huga. Ljóð min brjótast út af
sjálfu sér, hertaka mig þegar
þeim sýnist, og ég verð að gera
svo vel og sinna þeimog festa þau
á blað. Hins vegar sezt ég við
skrifborðið til þess að þýða, og
lika til þess að negla saman
söngva, hafandi segulband með
tónverki fyrir framan mig. Þetta
kalla ég smiðar.
Ég hef stundum ihugað, hvort
ég sé yfirleitt nokkurt skáld,
hvort ég sé ekki heldúr miðill,
sem tekur á mót.i skáldskap
framliðinna listamanna, sem
langar til að koma ljóðum sinum
á framfæri. Kannski yrði sagt, að
sumum þeirra hefðifarið aftur, —
um það get ég ekki dæmt.
Annars er það dálitið merki-
legt, hvernig ég yrki, og það sak-
ar svo sem ekki að ég segi frá þvi
hér. Ég gæti bezt trúað, að ég
væri ekki skáld nema svo sem
einn mánuð á ári. Þá yrki ég nótt
og dag, hef komizt upp i tiu kvæði
á nóttu, og ég get haldið þetta út I
heilan mánuð. En þá er ég lika al-
gerlega tómur og svo innilega
heimskur, að ég get ekki sagt orð
af viti næstu ellefu mánuöina.
Battariið er aö hlaðast. — Vafa-
laust mun mörgum þykja þessi
frásögn min harla slæm. Ég hef
lesiö það hjá spakvitrum manni,
aö ekkert kvæði sé gott, nema að
höfundurinn hafi verið minnst tvö
ár að yrkja það. Sé þetta rétt,
hljóta öll kvæði min að vera mjög
slæm.
— Þú segist ekki vera viss um
að þú sért skáld. En nú var það
ekki ómerkari inaður en Bjarni
heitinn frá Hofteigi sem allir viö-
urkenndu að hefði vit á skáld-
skap, sem skrifaðu um þig þau
orð, að þú værir „ótvíræður snill-
ingur, séni.” Var þetta þá ofmælt
hjá honum Bjarna okkar?
— Við Bjarni vorum vinir, og
hann skrifaði af mjkilli skynsemi
um ljóðagerð mina. Þetta verður
að segja Bjarna til verðugs hróss,
þvi að það er svo sjaldgæft um
ritdómara. En Bjarni var lika um
margt ákaflega sérstæður maður.
— Það hvort ég er „sénf” eða
ekki, verða aðrir um að dæma en
sjálfur ég. En það er annað, sem
ég undrast meira. Það er að ég
skuli vera ég.en ekki einhver allt,
allt annar maður.
Skopkvæðin eru vopn,
danslagatextarnir
þjóðernisbarátta
— Já, segjúm það. Og nú hlýtur
þú að vera mjög margslunginn
maður, ef ljóð þin eru nákvæm
speglun persónuleika þins — sem
þau væntanlega eru?
— Hér erum við komnir inn á
viöfangsefni, sem er dálitið erfitt
til umræðu. Framan af árum var
ég talinn þunglyndur og kvæði
min þóttu nokkuð dapurleg. Ég
held þvi hins vegar fram, að það
hafi verið angursstundirnar i lifi
mínu,sem kölluðu fram ljóðin, en
svo hafi ég alls ekki verið neitt
þunglyndur á milli stundanna,
sem ég var að yrkja. Vel má
vera, að ég sé margslunginn, —
vonandi er það satt. Hitt þori ég
aö segja, —og tel mér það tilgild-
is, — að ég hef aldrei tekið neina
trú varanlega. Ég hef túlkað af
heilum huga það sem ég hef talið
sannast og réttast á hverjum
tima, en ég hef alltaf verið reiðu-
búinn til þess að hafa það sem
sannara reynist, en lem ekki
hausnum við steininn. Ég fagna
nýjum sönnunum og tek við þeim.
— Finnst þér ekki gaman að
yrkja þín hárbeittu og hnitmiðuðu
skopkvæði, sem allir lesendur
þínir kannast mætavel við?
— Jú, það er gaman. Sumir
segja, að ég geti orðið dálitið
kvikindislegur, og við þvi er ekk-
ert að segja. Þessi smákvæði
min, sem ég kalla glettur, eru
sverð mitt, — eða kannski væri
réttara að kalla þau örvar, þvi
þeim skýt ég að ýmsum fyrirbær-
um og fuglum i þjóðfélaginu, sem
mér þykja vera til skaða fremur
en gagns. Ég vil leyfa mér að
benda á eina litla glettu, þessarar
ættar. Það er kannski ekki úr vegi
að birta hana einmitt núna, þegar
linnuæaust er rifizt um fóstureyð-
ingar. Visan er svona:
Lifið er kvikmynd
leikin af „stjörnum.”
Myndin er ekki
ætluð börnum.
— En það er fleira en þessi
hittnu smákvæði. Þú ert einn
sárafárra islendinga, sem ort
hafa verulega góöa danslaga-
texta. Gerir þú það til þess að
bæta úr þörf, eða eingöngu þér til
skcmmtunar?
— Hvort tveggja. Fyrst i stað
var þetta þjóðernisbarátta. Eins
og ég hef margsagt, þá blöskraði
mér og öðrum á striðsárunum og
næstu árum þar á eftir, hversu
ameriskir söngvar áttu greiða
leið að flestu fólki.Mér leiddist að
heyra ekkert annað en ensku, svo
að segja i hvert einasta skipti,
sem ég hlustaði á danslög i út-
varpinu. Það varð áhugamál mitt
og margra annarra manna að
reyna að skapa islenzka dans-
músik með islenzkum textum. Ég
vann að þessu eins og hverju öðru
málefni, sem mér þótti nokkru
varða og hefði framgang, þar og
þá, en seinna varð þessi iðja blátt
áfram atvinna, brauðstrit. Ég
veit, að sumir hafa lagt mér þetta
til lasts og sagt, að yrkingar væru
ekki samboðnar skáldum, en ég
hef jafnan svarað þvi til, að ef hin
eiginlegu ljóð min standi ekki
undir þvi að ég sé kallaöur skáld,
þá verði bara að hafa það. Ég hef
lika þýtt mikið af söngvum, með-
al annars i barnaleikritum, og ég
hef ekki getað betur séð en að þau
falli i ágætan jarðveg hjá þeim,
sem þeirra eiga að njóta. Ég veit
ekko, hversu oft er búið að leika
Kardemommubæinn, en hitt er
vist, að börn hafa ekki enn fúlsað
við söngtextunum þar.
Litið að marka Ara
fróða.— íslendingar
kunnu ekkiað dansa
— Kannski við snúum okkur þá
frá danslagatextum og vikjum aö
alvarlegriyrkingum. t þfnu mikla
kvæði, Vinur Iffsins, eru margar
linur, sem einar gætu verið nægi-
legt efni í viðtal. Til dæmis:
„Dauöinn er blekking, dag elur
nótt hver i skauti....” Ert þú
sannfærður um að við lifum, þótt
við deyjum?
— Ég er meira en sannfærður
um að við lifum eftir að þessari
jarðvist er lokið, ég er lika alveg
viss um að við höfum lifað áður en
við fæddumst. En frekari rök-
stuðning geta menn fengið með
þvi að lesa skrif min um þau mál.
— Þú cndar þetta sama kvæði
með þessum oröum: „Hann fæö-
ist þar næst, sem teiðtoga lengst
var beðið/ og lifinu þörf er mest.”
Ert þú að prédika endurholdgun
með þsssu?
— Mér er engin launung á þvi,
að ég held, að sá maður, sem
hefurhelgað sig ákveðnu málefni
I þágu lifsins og mannúðarinnar,
eins og þessi maður, sem kvæðið
er um, gerði, muni halda þvi á-
fram, eftir að veru hans hér er
lokið. Og ég er lika alveg sann-
færður um að hann muni verða
miklu færari um það á næsta til-
verustigi en hann var hér.
— Já, þú segir það. En hlytum
við ekki að muna okkar fyrri
jarðvist, ef við heföum verið hér
áöur?
— Fjöldi manna man til fyrri
hérvista, eða þá að menn hafa
meira og minna óljósan grun og
tilfinningu um þær, en þeir þora
bara ekki að segja frá sliku af
ótta við að það verði hlegið aö
þeim.
— Heldur þú til dæmis, að sum-
ir kappar sögualdar séu hér mitt
á meöál okkar, án þess viö vitum,
— það er að segja, ef þessir forn-
menn hafa þá nokkurn tima verið
annað en hugarfóstur einhvers
rithöfundar á þrettándu öld?
— Þarna leiddir þú talið inn á
svið, sem ekki er vandalaust að
ræða. Ég skal byrja á að lýsa þvi
yfir, aö mér þykir varúð visinda-
manna okkar orðin allmikil nú, —
ef ég á að vera svo göfugur að
kalla Islenzka norrænufræðinga
vísindamenn. Satt að segja finnst
mér, að viö getum nú farið að
hætta að stolta okkur af þvf aö við
þekkjum sögu okkar miklu betur
Kristján frá Djúpalæk
Timamynd Róbert
en flestar aðrar þjóðir, því að
samkvæmt nýjustu rannsóknum
sýnist mér sem enginn maður
hafi verið með sanni til hér á
landi fyrir 1200. Ari Þorgilsson er
talinn hafa skrökvað flestu sem
eftir hann liggur . og hvers
vegna hefði hann þá ekki alveg
einsgetað logið þvi að hann hefði
verið til sjálfur, rétt eins og allir
þeir karlar og kerlingar, sem
hann er að segja sögur af, og áttu
að hafa numið hér land. Við kipp-
um okkur ekki upp við þau fræði,
að sögualdarfólk á tslandi hafi
hvorki verið læst né skrifandi, þvi
erum við svo vön, en nú er lika
farið að halda þvi fram, að það
hafi ekki heldur kunnað að dansa.
— Ég hélt nú satt að segja, að all-
ar skepnur jarðarinnar, og ekki
sizt menn, hefðu tilhneigingu til
þess að hreyfa sig eftir rytma. Og
margfalt frumstæðara fólk en
Norðurlandabúar voru á siðari
hluta vikindaaldar, dansaði
kringum eld.
Þjáðist Snorri
Sturluson af blöðru-
bólguogkláða?
Þegar ég tala hér I niðrandi tón
um þá sem grúska i fornum fræð-
um, vil ég undanskilja einn mann,
Einar Pálsson. Ég tel að hann
hafi fundið lykil að hugmynda-
heimi forfeðra okkar, og að bæk-
ur hans séu eitt merkilegasta inn-
leggið, sem við höfum fengið i
• sögu okkar um langan tima.
Mér finnst margt sameiginlegt
með norrænufræðingum nútim-
ans og arkitektum. Hvorir
tveggja sperrast allt hvað af
tekur við að vera frumlegir, finna
eitthvað nýtt. Það má helzt ekki
byggja á reynslu. Afleiðingarnar
segja til sin. Ég er svo gamal-
dags, að ég hef miklu meiri til-
hneigingu til þess að taka undir
við Benedikt frá Hofteigi, Svein
Viking, Árna Óla og Helga á
Hrafnkelsstöðum. Ég held, að
þessir menn viti allmiklu meira
en þeir, sem einungis hafa numið
visdóminn af bókum. Persónu-
lega trúi ég þvl, að hér hafi búið
fólk i stórum stil, þegar norrænir
menn komu hér, gerðust yfir-
drottnarar og tóku land á fólki.
Ég trúi þvi einnig, að hér hafi allt
verið krökkt af sauöfé og geitum.
— Það er þá varla von, að Ari
fróði sé upprisinn i norrænufræð-
ingum nútimans, ef hann befur
aldrei verið til, blessaður karl-
inn?
— Nú, við eigum vist að ganga
út frá því sem sannindum, að
þetta gamla fólk hafi alls ekki
verið til. Hins vegar hefur mér
stundum dottið i hug, hvort hér
muni ekki vera mitt á meðal okk-
ar endurfædd kona, sem uppi var
fyrir löngu. Ég las i fyrra grein i
Árbók Fornleifafélagsins, fjallaði
hún um hreinlæti fornmanna. Þar
voru færð að þvi margvisleg rök,
að forðum daga hefði enginn
maður bleytt sig af þvi honum
hefði fundizt þægilegt að vera
hreinn, heldur hefðu menn gert
þetta af skyldurækni við kirkjuna
eða samkvæmt boði hennar. Um
Snorra Sturluson segir i þessari
grein sérstaklega, að hann muni
hafa legið i laug sinni i Reykholti
„til að fróa sér við kuldabólgu,
blöðrubólgu, gigt eða kláða.” Og
svo kannski að einhverju leyti til
þess að þóknast guði sinum. —
Mér hefur dottið i hug, hvort hér
gæti verið komið til okkar endur-
borin Hallveig gamla Ormsdóttir,
og væri hún þá að reyna aö ná sér
niðri á Snorra, þótt seint sé, með
þvi að bera út um hann slikar sög-
ur. Og ef svo er, held ég að við
verðum að viðurkenna að henni
hafi tekizt ætlan sin furðuvel.
— Heldur þú þá að islendinga-
sögurnar séu I meginatriöum
sannar?
— Já, það held ég, — það er að
segja með þessum fyrirvara „i
meginatriðum.” Ég held, að þar
sé byggt á raunverulegum mönn-
um og atburðum, sem hafa gerzt
með likum hætti og þar er frá
sagt. Hins vegar eru samtöl búin
til á eftir og ýmsu ofið inni, eins
og skálda er háttur. Þó er vafa-
laust, að forfeður okkar voru
langminnugri en við, og á meðan
bókakostur var litill, hafa sögur
haldizt lengi i munnlegri frásögn.
Ég held að okkur sé óhætt að slá
þvi föstu, að goðsaga eða þjóð-
saga verði alls ekki til, nema að
einhver kveikja sé fyrir hendi.
„ Mér finnst ég stund-
um vera orðinn skinn-
klæddur veiðimaður...”
— Segðu mér nú eitt, Kristján
skáld, sem ert hugmyndarikur
maður: Ilefur þú ekki stundum
horfið i hugann aftur i aldir og
tekið þátt i þvi tifi, sem þá var lif-
aö?
— Ég hef ekki svo mjög horfið
aftur I aldir tslandssögunnar.
Hins vegar hef ég horfið langt aft-
ur i aldir fjarlægrar heimsálfu, og
um það geta menn lesið, meðal
annars I fyrsta bindinu af Þvi
gleymi ég aldrei, og reyndar við-
ar.
A einu hef ég oft furðað mig
mikið: Ég, sem er allra manna
kulvisastur, og myndi aldrei lifa
af sólarhring i Grænlandi, ég hef
meiri áhuga á sögu Grænlendinga
og öllu sem skrifað er um norður-
byggðir, en flestu öðru lesefni. Ég
les mér til yndis, árlega, allt sem
Vilhjálmur Stefánsson, Peter
Freuchen og Knútur Rasmusen
hafa skrifaö um fólkið þar
norðurfrá og lifskjör þess. Mér
hefur meira að segja stundum
fundizt ég vera orðinn skinn-
klæddur veiðimaður norður á
hjara heims, liggjandi fyrir sel
eða vokandi yfir öndunarholu
hans. Þessa furöulegu sterku
áráttu mina hef ég aldrei skilið.
— En svo við höldum okkur við
island: A hverri öld tslandssög-
unnar heföir þú helzt viljað lifa, ef
, þú liefðir mátt kjósa þér tima og
samferðamenn?
— Ég er ekki i nokkrum vafa
um það. Ég hefði viljað vera að
fermast i kringum siðustu alda-
mót. Ég er sannfærður um, að
fyrstu áratugir þessarar aldar
eru einhver allra merkilegasti
timinn I sögu islenzku þjóðarinn-
ar. Þetta stafar af þvi, að þjóöin
er farin að eygja frelsi sitt, sjá
það á næsta leiti en ekki i fjarlæg-
um hillingum, sem vafi gat leikið
á að nokkru sinni yrði aö veru-
leika. Eldur hugsjónanna brann
skært. — Ég ofunda þá, sem voru
þátttakendur i ungmennafélags-
hreyfingunni og þeim mikla á-
huga og bjartsýni, sem þá fór um
hugi manna, og mótaði reyndar
lifokkarog stjórnmál lengi siðan.
Á þessari öld hefur lika verið uppi
slikur andlegur aðall i þessu
landi, að þvi verður aðeins jafnað
til sögualdarinnar. Það fer ekki á
rriilli mála, að á tslandi hefur ver-
ið ort og skrifað betur á þessari
öld en nokkurn tima áður, siðan
íslendingasögurnar voru skrifað-
ar, hvenær sem það hefur verið.
Sem sagt: Ég hefði gjarna vilj-
að fæðast, þó ekki hefði verið
nema svo sem tuttugu árum fyrr
en raun varð á. Þá hefði ég verið
orðinn elliær, þegar framúrstefn-
an kom til sögunnar, en þó hefur
verið ágætt og gaman að taka
þátt i þvi öllu saman.
„Ég hef opið.”
— Nú ert þú koniinn langleið-
ina i sextugt, og hefur alla ævi
uiiiiiö hörðuni höndum jafnframt
skáldskapnum. Ilefðir þú heldur
kosið að geta helgað þig ritstörf-
um eingöngu og gera ekkert ann-
að?
— Ég er ekki viss um. að ég
hefði grælt neitt á þvi. Ég hef sótt
mikið til þeirra manna, sem ég
hef unnið með um dagana, ég hef
kynnzt vinnubrögðum þeirra og
viðhorfum, og hef reynt að skilja
hvort tveggja. Það verður enginn
meira skáld við að einangrast frá
þvi lifi sem lifað er i kringum
hann. og þar að auki held ég að
ekki sé neitt eftirsóknarvert að
vera knuinn til þess að yrkja. En
það hlýtur sá maður óhjákvæmi-
lega að vera, sem hefur ekki öðru
af að lifa en ritstörfum.
— Svo ætlar þú að halda áfrain
að yrkja, þegar andinn kemur
yfir þig, á meðan verkljóst er?
— Ég hef opið. Ef einhverjar
raddir láta til sina heyra i hug-
skoti minu, sezt ég niður og festi á
blað það sem þær vilja segja mér.
—VS.
íslenzkir rithöfundar
Islenzkir rithöfundar