Tíminn - 25.05.1975, Page 29

Tíminn - 25.05.1975, Page 29
Sunnudagur 25. mai 1975 y[ w ( ívf TÍMINN 29 Sölufulltrúarnir, sem hiutu lslandsferO f verðlaun ásamt Gfsla Theódórssyni lengst til vinstri, Egon Patterson er þriðji frá vinstri. Selja norrænt súkkulaði — og hlutu íslandsferð í verðlaun HÉR á landi eru nú staddir 19 sölufulltrúar samvinnuverksmiðj- anna NORDCHOKLAD i Sviþjóð, og i tilefni af þvi átti Timinn samtal við Egon Petterson, mark- aðsstjóra verksmiðj- anna og Gisla Theódórs- son, aðstoðarfram- kvæmdastjóra Innflutn- ingsdeildar Sambands- ins, sem hefur umboð fyrir NORDCHOKLAD á íslandi. — Hvert er tilefni feröar ykkar til tslands, Petterson? — Það er kannski rétt að ég byrji á að segja frá þvi að Nord- choklad-verksmiðjurnar eru sameign samvinnusambandanna I Svlþjóð, Danmörku og Noregi og eru staðsettar I Kalmar og Astorp I Svlþjóð og I Kolding i Dan- mörku, og náin samvinna er auk þess við verksmiðju norska sam- vinnusambandsins i Osló, sem bráðlega verður hluti af Nord- choklad. Nýlega hefur einnig ver- ið tekið upp mikið samstarf viö verksmiðju Evrópusambandsins i Dortmund I Þýzkalandi, og sam- vinna hefur lengi átt sér stað við finnsku samvinnusamböndin SOK og OTK. Allar þessar verksmiðjur, sem hér hafa verið nefndar, framleiða súkkulaði- og sælgætisvörur og miðast samvinnan við að ná sem heppilegustum framleiðslu- og dreifingaraðferðum. Þar sem sölusvæði verksmiðj- anna er mjög stórt, nánast öll Norðurlöndin, er því skipt niður I mörg minni svæði og er sölufull- trúi frá verksmiðjunum búsettur I hverju þeirra og stjórnar sölunni I sinu umdæmi. Við ákváðum á sl. ári að efna til sölusamkeppni á milli sölufulltrúanna og gáfum þeim ákveðið takmark að vinna að, sem satt bezt að segja, var mjög strembið, en Væri þvl marki. náð, skyldu verðlaunin verða ferö til íslands. Ahugi á þessari ferö var geysimikill, sem sést bezt á þvl, að nær allir sölufulltrúar okkar náðu settu marki, sem var betri árangur, en viö höfðum vænzt, og nú erum við hér komnir 19 saman og verðum hér i eina viku. — Hvernig er með okkur ts- lendinga, Gisli. Kaupum við mik- ið frá þessum verksmiðjum? — Já, við kaupum mikið af TOP KVICK súkkulaðidrykknum frá þeim en hann hefur náð afar miklum vinsældum á Norður- löndum og er m.a. mest seldi súkkulaðidrykkurinn I Danmörku og með um 43% af sænska mark- aðnum. Við höfum einnig keypt nokkuð af sælgæti frá NORD- CHOKLAD, en það er mjög gott. Magnið hefur hins vegar tak- markazt af þeim litlu innflutn- ingsleyfum, sem við höfum fengiö undanfarin þrjú ár, og eins og kunnugt er var hætt við að gefa innflutning sælgætis frjálsan um sl. áramót eins og ráögert hafði verið. Við getum þvl boðið mjög takmarkað af þvl úrvali, sem þessar verksmiðjur hafa á boö- stólum, enn sem komið er. — Hvernig eyðið þið nú tíman- um, Petterson, þessa viku hér? — Það fer enginn tlmi til spillis hjá okkur og hver mlnúta er notuð. Við áttum fund með for- stjóra og framkvæmdastjórum Sambandsins strax fyrsta morguninn og fórum slðan I skoðunarferð um borgina I þessu yndislega hreina og tæra lofti og enduðum hana með þvl að fara I Laugardalslaugina, sem við vild- um helzt geta tekið heim meö okkur, sérstaklega heitu pottana. Tvo daga notum við til funda- halda með sölufulltrúum okkar, en slika fundi höldum við sam- eiginlega tvisvar á ári. A föstu- dag og laugardag er ráðgert að við dreifum okkur á kaupfélags- verzlanirnar hér I Reykjavlk og nágrenni og kynnum okkur vörur, þær sem til eru hér. Einnig er ráðgerð ferð til Akureyrar, þar sem ætlað er að skoða verk- smiðjur Sambandsins og verzlanir kaupfélagsins og ef til vill verður farið til Mývatns, ef veður leyfir. A sunnudaginn mun- um við fara á,,Þingvöll, Gullfoss og Geysi og skoða sögustaði á leiðinni, sem flestir okkar hafa lesið um. Við fáum þvl mikiö út úr þessari ferð, eins og þú heyrir. — Hvað vilt þú annars segja okkur frá verksmiðjunum og Kalmar? — Það er helzt frá verksmiðjun- um að segja, að við framleiðum um 16.000 tonn af sælgæti á árr og verksmiðjurnar eru mjög full- komnar, búnar miklu af sjálf- virkum vélakosti. Starfsfólk er um 800 manns. Stærsta verk- smiðjan er á strönd Suður-Svíþjóöar I Kalmar. Oti fyrir ströndinni liggur eyjan öland, sem er næststærsta eyja Svlþjóðar, 87 mllna löng og 10 mllna breið, og skýlir hún ströndinni. Ot I þessa eyju, en þar búa um 21.000 Ibúar, liggur lengsta brú I Evrópu, rúmir sex kllómetrar og setur sinn svip á umhverfið. í þetta mikla mannvirki fóru 350.000 tonn af sementi og um 6.000 tonn af steypustyrktarjárni. A eyjunni er mjög fjölskrúðugt jurta- og dýra- llf. Þar vaxa t.d. villtar orkideur, sem ekki finnast annars staðar I Norður-Evrópu. Nú að lokum vonum við að viðskipti okkar við ísland muni aukast I framtiöinni, þegar aðstæður leyfa, en það er einmitt tilgangurinn með samvinnuverk- smiöjunum, að leitast viö að framleiöa góðar og ódýrar vörur á sem hagkvæmastan hátt fyrir félagsmenn og aöra viðskipta- vini. V r~ "~^V [~p r J 3 _J FRITT BENZÍN í 2-5 ÁR? Nei, það getur ekki verið — og þó! Jó, ef borið er saman verð á bílum sem til eru, og þeim sem fluttir væru inn frd verksmiðjunum í dag. Bendum á að við getum afgreitt strax nokkra SCOUT II V8 304 cubic inch, sjólfskipta með vandaðri innréttingu, toppgrind og dróttarstuðara með 'tengi. VERÐ KR. 1.680 ÞÚSUND Vinsamlega ræðið við sölumenn okkar um þetta hagstæða tilboð og athugið möguleika ó að eignast það sem sumir kalla BEZTA BÍLINN SEM VÖL ER Á í DAG...... Srjmband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Armula 3 Reykjavik simi 38900 lcfeí m Sumarbúðir Bandalag háskólamanna hefur tekið á leigu sumarbústaði til afnota fyrir félagsmenn sina i sumar. Þeir sem vilja taka á leigu sumarbústaði eru beðnir að hafa samband við skrifstofu bandalagsins (s. 21173) sem allra fyrst. Tínúnn er peningar VIÐ HÖFUM mikið úrval af olíufylltum rafmagnsofnum frá Dimplex Englandi Auk glæsilegs útlits, er sjálfvirkur hitastillir á hverjum ofni, sem stjórnast af lofthita herbergis. Ofnarnir gefa frá sér þægilegan hita. Ofnarnir eru til f 2 gerðum og frá stærðum 500 w—200 w Allar nánari upplýsingar VANGURHE VESTURGÖTU10 SÍM119440 & 21490 REYKJAVIK

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.