Tíminn - 25.05.1975, Blaðsíða 31
Sunnudagur 25. mai 1975
TÍMINN
31
Börnin og umferðin
Skipulag
íbúðahverfa
og umferðar
• •
oryggi
Fyrstu áratugina eftir að bif-
reiðar komu til sögunnar,
mótaöist skipulag borga aðal-
lega eftir þörfum þeirra. Að
vísu voru yfirleitt lagðar gang-
stéttar meðfram akbrautunum,
en það var lika allt og sumt,
sem gert var fyrir hinn gang-
andi vegfaranda. A siðari árum
hafa þessi viðhorf breytzt, eftir
að bifreiðum hefur fjölgað og
umferðarslys urðu alvarlegt
vandamál. Mönnum er orðið
það æ ljósara, að orsakir um-
ferðarslysa má í mjög mörgum
tílvikum rekja til umhverfisins,
en ekki i jafn rikum mæli til
vegfarandans eins og áður var
talið. Nú er almennt álitið að
leggja beri áherzlu á að laga
umhverfið eftir manninum, en
ekki manninn eftir umhverfinu.
Þetta hefur aftur leitt til þess,
aö við skipulagningu ibúðar-
hverfa er umferðaröryggið orð-
ið einn af meginþáttunum.
Það er einkum tvennt, sem nú
er gert til þess að auka umferð-
aröryggi i nýjum ibúðarhverf-
um, þ.e. aðskilnaður milli um-
ferðar gangandi fólks og um-
feröar vélknúinna ökutækja og
flokkun gatna eftir hlutverki
þeirra.
Aðgreining umferðar gangandi
og akandi
Enda þótt hugmyndin um að-
greiningu umferöar sé orðin um
eöa yfir 40 ára gömul, er það þó
ekki fyrr en á siðasta áratugn-
um, sem hún að nokkru marki
hefur komist i framkvæmd. Að-
greining umferðar felst I þvi, að
gert er sérstakt gangstígakerfi,
sem tengir öll ibúðarhús hverf-
isins við þá staði innan hverfis-
ins, sem gangandi vegfarendur
eiga erindi við, svo sem skóla,
leikvelli, verzlanir og biðstöðv-
ar strætisvagna, án þess að
ganga þurfi yfir akbrautir. Þá
er stigakerfi hverfisins tengt
nærliggjandi hverfum með
Breiðholt I, þar sem aðskilin er umferö gangandi vegfarenda og vélknúinna ökutækja. Punktalinur
eru gangstigar.
Gleymid okkur
einu sinni -
og þiö gleymið
því aldrei í
Leða yfir 4C
Bændur — Takið eftir
Ég er tólf ára duglegur drengur og vantar
sveitapláss.
Upplýsingar i sima 4-32-28.
PLOTUJARN
Höfum fyrirliggjandi plötujárn
i þykktunum 3(4,5og6mm.
Klippum nidur eftir máli ef óskacf er.
Sendum um allt land
STÁLVER HF
FUNAHÖFÐA 17
REYKJAVIK 5IMI 83444
göngum undir eða brúm yfir
þær umferðargötur, sem
aðskilja hverfin. Nauðsynlegt
er, að gönguleiðir séu sem
stytztar og að stigakerfiö falli
sem bezt inn i umhverfið. Göng
og brýr þurfa að falla eðlilega
inn i stigakerfið með sem
stytztum vegalengdum að
áfangastað svo tryggt sé, að þau
verði notuð. Þá verða inngangar
að íbúöarhúsunum að liggja að
gangstigakerfinu.
Flokkun gatna eftir hlutverki
þeirra 1 umferðinni er einnig
mikilvæg til aukins umferðar-
öryggis. Einkum er þýðingar-
mikið að ibúðargötum sé hlift
við gegnumakstri, þannig að um
þær fari ekki önnum umferð en
sú, sem þangað á erindi.
Oft er fullkomin aðgreining
erfið I framkvæmd, og á þetta
einkum við um eldri Ibúðar-
hverfi. Kemur þar til mikill
kostnaður og of mikil röskun á
byggðinni. Þó má ýmislegt gera
I þessum hverfum til aukins
umferðaröryggis án mikils
kostnaðar. tbúðargötum má
loka fyrir gegnum akstur með
þvl að loka þeim i annan endann
og gera má fleiri götur aö
göngugötum eða gera þær
þannig úr garði, að hraður akst-
ur sé útilokaður. Æskilegt er, að
geröséu göng eða brýr, þar sem
mikiö notaðar gönguleiðir skera
miklar umferðargötur, en
einnig má auka öryggi gangandi
fólks með umferðarljósum eða
vel merktum gangbrautum.
Mikilvægast er, að börn á
bamaskólastigi þurfi ekki að
ganga yfir fjölfarnar umferðar-
götur á leið I skóla og örugg leið
sé aö leiksvæðum.
Gatnakerfi Reykjavikur fiokkað
Gatnakerfi Reykjavikur hefur
þróast smátt og smátt, eftir þvi
sem vöxtur borgarinnar gaf
tilefni til, likt og I öðrum borg-
um. Flokkun gatna i Reykjavík
hefst raunverulega við gerð
bogagatna og botngatna út frá
aðalumferðargötunum. Með
aðalskipulagi Reykjavikur er
akstursgötum til þess að draga
úr gegnumakstri.
A siöasta ári samþykkti borg-
arstjórn Reykjavikur áætlun
um umhverfi og útivist. Áætlun-
in gerir m.a. ráð fyrir aukinni
aðgreiningu umferðar i eldri
borgarhverfum með sérstöku
Riss, er sýnir frumhugmynd aðskilnaðar gangandi og akandi
umferðar.
allt gatnakerfið flokkað og gert
ráð fyrir sérstöku gangstiga-
kerfi. 1 Árbæjarhverfi, Foss-
vogshverfi og ibúöarhverfunum
I Breiðholti er gangandi umferð
greind frá umferð ökutækja á
sérstöku gangstígakerfi, þótt
ekkert þessara hverfa hafi
algera aðgreiningu. 1 eldri
hverfum borgarinnar hefur
nokkrum ibúðargötum verið
lokað í annan endann og aðrar
hafa verið gerðar að einstefnu-
göngu- og hljólreiðastigakerfi.
Aætlunin tekur einkum miö af
þeim sjónarmiðum, að börn geti
feröast milli heimilis og skóla
eftir stigunum, stfgarnir tengi
ibúðarhverfin við útivistar-
svæðin og stigar til útilifs og
hressingar verði um útivistar-
svæðin og á milli þeirra. Má
vænta þess, að öryggi hins
gangandi vegfaranda I borginni
aukist mjög, þegar áætlun þessi
er komin i framkvæmd.
IA1 Kópavogur
Félagsstarf eldri bæjarbúa
Árshátiðin verður haldin þriðjudaginn 27.
mai n.k. i félagsheimili Kópavogs, 2. hæð,
og hefst kl. 8.30. Fjölbreytt dagskrá.
Tómstundaráð.
Sólun
SÓLUM HJÓLBARÐA Á FÓLKSBÍLA,
JEPPA- OG VÖRUBÍLA MEÐ
DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM.
Ábyrgð tekin d sólningunni.
Kaupum notaða sólningarhæfa nylon-hjólbarða.
önnumst allar viðgerðir hjólbarða með
fullkomnum tækjum.
GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN.
BARÐINN HF.
Ármúla 7. - Sími 30501, —Reykjavík.