Tíminn - 25.05.1975, Síða 35
Sunnudagur 25. mal 1975
TÍMINN
35
Sólmundur Einarsson, sjóvarlíffræðingur:
ÁKrif olíu á sjóvar
og fjörulíf
Þetta erindi um áhrif oliu á
sjávar- og fjöruiif flutti Sól-
mundur Einarsson, sjávar-
liffræðingur, á ráðstefnu um
náttúru- og umhverfisvernd
á Suður-nesjum, sem haldin
var i Stapa fyrir skömmu.
Frá fyrstu tlð hefur maðurinn
sótt sér björg i bú úr hafinu,
annað hvort sér til matar eða
efnistekju. í dag hefur hafið,
sem þekur um það bil 3/4 hluta
jarðar, meira gildi en nokkru
sinni fyrr. Árlegar tekjur
manna af fiskveiðum um heim
allan eru lauslega áætlaðar um
8-12 milljarða dala og frakt-
tekjur eru tæplega helmingi
meiri. Einnig má geta þess, að
aukin umsvif hafa átt sér stað,
vegna vinnslu & oliu og gasi frá
sjávarbotni auk ýmissa málma.
Gildi hafsins manninum til
handa að öðru leyti er ómetan-
legt til fjár.
Við íslendingar byggjum nær
alla okkar afkomu á sjávar-
sókn, og þvi, sem hin auðugu
fiskimið okkar gefa af sér, og
þess vegna ætti það að vera
okkur mikið hagsmunamál að
ekkert komi til, er spillt gæti
þessari auðlind okkar, eða
raskað gæti þvi lifriki, sem við
erum svo háðir. Það er ekki
einungis hafiö, sem er okkar
dýrmæta eign, heldur og
fjörumar og lifriki þeirra. Auk
þess að vera mikilvægur
hlekkur i vistkerfi sjávar, eru
fjörumar lika mikilvægar sem
útivistarsvæði manna. Þar
gefur að lita fjölskrúðugt dýra-
og fuglalif og iðandi lif allan
ársinshring. Þangað leita menn
öllum stundum til skoðana,
leikja, afþreyingar, til að svala
fróðleiksfýsn sinni og til mat-
bjargar. Það má með sanni
segja að ekkert svæði er svo
fjölsótt hérlendis, sem einmitt
fjörur.
Að visu má segja, að sjávar-
og f jörulif séu alltaf háðar þeim
mannlegu umsvifum, sem eiga
sér stað hverju sinni, og leitt
hafa til ýmissa breytinga þar
aö lútandi. Með tilkomu oliu og
aukinnar notkunar hennar og
allrar meðferðar á sjó og landi,
hafa orðið tið slys þessu sam-
fara, er valdið hafa ýmsum
breytingum á lifkerfi sjávar.
Olia og ýmiskonar efni fram-
leidd úr oliu sem farið hafa I
sjóinn, nemur töluverðu magni,
er öll kurl koma til grafar. Til
dæmis er talið, að á árinu 1969
einu saman hafi farið 530.000
tonn af oliu I sjóinn víðsvegar I
heiminum, i sambandi við oliu-
flutning með tankskipum, og
það aðeins við hreinsun
tankana. Við oliuborun á hafs-
botni, er talið að árlega fari
100.000 tonn i sjó og að oliu-
hreinsunarstöðar um heim
allan skiluðu af sér 300.000 tonn-
um árlega i sjóinn. Með tilkomu
hinna stóru tanskskipa eykst
hætta á oliumengun sjávar
mjög mikið, og er Torrey-
Canyon slysið þess gleggst
dæmi,er 117.000 tonn af oliu fóru
i sjó. Við höfum heldur ekki
farið varhluta af sliku, og er þar
að nefna Caesar-málið svo-
nefnda. Allt er þetta þeim mun
geigvænlegra er maður hugsar
til þess, að gert er ráð fyrir að
0.1% af heildaroliuframleiðslu
heimsins fari árlega i sjóinn.
A undanförnum árum hafa
oröið alltið slys af völdum
rennslis oliu i sjó, og aðallega
vegna skaða á oliutönkum og
galla ýmis konar á útbúnaði
þeirra. Þetta gildir jafnt hér á
landi sem annars staðar.
Ahrif oliumengunar á lifssvið
sjávar hér á landi hefur litt sem
ekkert verið kannað, en þó hefur
þaö ekki farið fram hjá neinum,
er séð hefur slika oliuataöa
staði, að sum atriði eru augljós.
Það, sem maður verður fyrst
var við, er hinn mikli fugladauði
af völdum oliunnar og hvaö litið
er hægt að gera til að bjarga
þeim fulgi, sem hefur fengið þó
ekki sé nema örlitið af oliu I
fiðrið.
Erlendis hafa viðtækar
rannsóknir farið fram á þeim
svæðum er oliumengunnar hef-
ur gætt og mun ég nefna nokkur
dæmi þess hér.
í Kaliforniuflóa átti sér stað
mikil oliumengun fyrir nokkr-
um árum og leiddu athuganir i
ljós, að igulker höfðu drepizt á
stóðu svæði með þeim afleiðing-
um að siðar jukust þangbreiður
þar til muna, en þær höfðu verið
aðalfæða igulkeranna. Þannig
er jafnvægið milli tegunda oft
svo hárfint, að aðeins litil rösk-
un getur haft miklar af-
leiöingar. Tegundir dýra og
plantna eru misjafnlega vel úr
garði gerðar til að þola hin
beinu áhrif af völdum oliunnar,
og oftast verða minnstu lif-
verurn-ar, dýra og plöntusvifið,
ásamt fastsitjandi lifverum
verst úti. Þetta hefur svo óbein
áhrif á æðri dýrategundir, sem
eiga lifsafkomu sina undir fyrr-
nefndum tegundum, Gerðar
hafa verið athuganir á áhrifum
oliu á sviflægar lifverur og hef-
ur komið fram að hin skaðlegu
áhrif eru mismunandi mikil.
Dýra- og plöntusvif eru yfirleitt
mjög viðkvæm fyrir áhrifum
þessum og geta þau ýmist leitt
til fjöldadauða þessara lifvera,
eða til vanskapnaðar og óeðli-
legra vaxtarforma. Flestar
fiskilirfur eru sviflægar, og þar
hefur einnig komið fram van-
skapnaður og fjöldadauði á hin-
um oliumenguðum svæðum.
Botndýrum er einnig oft hætta
búin af völdum oliu, sérstaklega
ef hún hefur blandazt botn-
laginu. Þar sem flest þessara
dýra lifa á Ilfrænum efnum er
botnfallið hafa og einnig leðju,
þá berst olian I innyfli þeirra og
getur drepið þau á skömmum
tima. Einnig geta þau lamast
þannig að þau verða auðveld
bráð öðrum dýrum.
Stranddýr ýmis-konar, svo sem
strandsniglar, olnbogaskeljar,
kræklingar og hrúðurkarlar eru
einnig viðkvæm fyrir áhrifum
oliu, þótt þau biði ekki bráðan
bana, þá lamast þau og verða
auöveld bráð, eða losna og
berast á land, og deyja af þeim
sökum. Ýmis krabbadýr og
burstaormar þola oliuáhrifin að
vissu marki, ef um timabundin
áhrif er áð ræða, en fgulker eru
mjög viðkvæm fyrir öllum slik-
um áhrifum.
Þörungar aftur á móti, ólikt
flestum lifverum, geta afborið
skaðsemi af völdum ollu, án
þess að missa þann möguleika
að ná sér að nýju. Flestir fast-
sitjandi þörungar geta
endurnýjað blöðin á hverju ári,
þannig að ef þau eyðileggjast af
völdum olluáhrifa, þá vaxa ný
að ári. Þetta á aðllega við um
brúnþörunga, en margir smærri
þörungar, t.d. rauðþörungar
geta vissulega orðið illa úti.
Sumir blágrænir þörungar hafa
möguleika á að þrifast vel á
oliumenguðum svæðum, og geta
jafnvel unnið næringarefni úr
oliunni. Aftur á móti þola svo-
kölluð sjógrös, álagrös með
meiru, ákaflega illa áhrif oliu og
stór svæði erlendis hafa
eyðilagzt af þéim sökum.
Bein snerting við oliu á sjó eða
á fjörum getur haft slæmar af-
leiðingar fyri aðrar tegundir en
fugla. Til dæmis drápust á milli
3 til 10 þúsund selir I Saint-
Lawrance flóa 1969 af völdum
oliu. Einhver sú mesta eyði-
legging af völdum olíumengun-
ar á llfrfki viðkomandi staðar,
átti sér stað vegna hins marg-
umtalaða Torrey-Canyon slyss,
en þá eyðilögðust og drápust
100.000 tonn af þangi og 35.000
tonn af ýmsum sjávardýrum á
aðeins 50 kilómetra langri
strandlengju Frakklandsmegin.
Vegna hinna tíðu oliuslysa
víðs vegar um heiminn, hafa
ýmis hreinsiefni komið á mark-
aðinn, sem hafa flest þann
eiginleika að þau leysa upp oli-
una eða bindast henni þannig að
hún verði auðveldari I allri með-
ferð. Þetta lofaði mjög góðu
framan af, þar til menn tóku
eftir þvl að áhrif þessara
hreinsiefna náðu út fyrir sinn
upphaflega tilgang. Þessi auka-
áhrif eru fyrst og fremst tvi-
þætt:
1. Þau leysa úr olíunni efni
Sólmundur Einarsson
sem eru hættulegri sjávarlifi ein
sér, heldur en bundin oliunni.
2. Hreinsiefnin sjálf eru
hættuieg sjávarlifi, jafnvel i
mjög litlu magni.
Til að fá betri mynd af þess-
um áhrifum voru gerðar til-
raunir með eftirfarandi þekkt
hreinsiefni: Atlas, Pentone,
Finasol, Haughtosoív, Slipcle-
an, Basol, BP 1002 og Corexit.
Tilraunirnar voru fram-
kvæmdar þannig að efnunum
var hverju fyrir sig blandað i
hreinan sjó I fiskabúr þar sem
fiskilifur og önnur sjávardýr
voru I. Niðurstöður þessara til-
rauna sýndu, að efnin voru flest
banvæn eftir mismunandi lang-
an tíma, nema Corexit sem
sýndi minnstu áhrif á dýrin.
Sum efnanna sýndu áhrif, jafn-
vel undir 10 ppm að magni til og
fljótlega eftir að tilraunin hófst.
Þetta sýnir svo ekki verður
um villzt, að fara verður með
gát þegar slik hreinsiefni eru
valin til notkunar á oliumeng-
uðu svæði. Þegar svo sjáanlegri
oliu hefur verið eytt á sjó og á
fjörum með fyrrnefndum
hreinsiaðferðum, botnfellur það
sem óleysanlegt er og hin skað-
legu áhrif halda áfram, jafnvel
um langan tima.
í ljósi þessa er það brýnt að
geta brugðizt skjótt og réttilega
við hverju sinni er oliuslys ber
að höndum, og ná upp oliunni
áður en hún dreifist yfir stærra
svæði eða reki á fjörur. Einnig
er æskilegt að verja svæðið fyrir
fuglum með öllum tiltækum
ráðum strax á byrjunarstigi.
Hvað sem öllu liður og það á
sérstaklega við aðstæður hér á
landi, þá er vörn úrbót betri
og þar á ég við að gerð verði
gangskör að þvi að efla og auka
öryggisbúnaði á öllum geymslu-
svæðum oliu og að strangt eftir-
lit verði haft þar um.
MEST SELDA SAUMAVEL A ISLANDI
16 sporgerðir. — Saumar allan
vanalegan soum, teygjusaum, overlock
og skroutsaum, þræðir, faldar,
gerir hnappagöt og festir tölur.
<%
Z>
<
<:*
Z>
<z
J>
K3I
W!
<:
<:
<:
<:
<:
<c:
■ '.i
zstU
rí 1»
v:l
1
H/n fullkomna sjálfvirka saumavél
FULLKOMINN ISLENZKUR LEIÐARVISIR
Fæst með afborgunum.Sendum gegn póstkröfu.
KYNNIÐ YÐUR HIÐ ÓTRULEGA HAGSTÆÐA VERÐ.
Margra dratuga reynsla tryggir góða þjónustu.
FÁLKINN
Suðurlandsbraut'Ö
Reykjavík • Sími 8-46-70
Otsölusfaðir
víða um land