Tíminn - 25.05.1975, Page 37
' Súriríudagur 25/ mat'l975
^ TÍMINN
Sýning á munum
vangefinna í
Domus Medica
SJ-Reykjavík. í dag er haldinn i
Domus Medica viö Egilsgötu,
sýning á munum unnum af vist-
fólki i Lyngási og Bjarkarási,
dagvisturnarstofnunum
Styrktarfélags vangefinna i
Reykjavfk.
Þetta er i annað sinn sem slik
samsýning er haldin, og að henni
hafa unnið I sameiningu, vist-
menn, starfslið og foreldrar.
Megnið af þeim munum, sem
þarna verða, eru til sölu. Jafn-
framtsýningunni verða á boðstól-
um kaffiveitingar, sem for-
eldrarnir standa fyrir.
öllum ágóða af sýningunni
verður varið til styrktar starf-
seminni á þessum heimilum.
Lyngás hefur starfað siðan árið
1961, og nú dveljast þar 44 börn.
Flestir vistmanna eru við
bóklegt og verklegt nám, en auk
þess er einstaklingskennsla við
hæfi hvers og eins. Yfirfullt er á
heimilinu.
A hverju vori eru haldin sund-
námskeið fyrir vistmenri. Nefna
má einnig sjúkraþjálfun og
músíktherapi.
Bjarkarás hóf starfsemi sína i
nóvember 1971. Þar dvelja nú 38
vistmenn, frá 13-50 ára. Markmið
heimilisins er að veita vistmönn-
um haldgóða starfsþjálfun, en
auk þess eru flestir vistmanna við
bóklegt og verklegt nám. Rúm er
fyrir a.m.k. sjö vistmenn til
viðbótar.
Mikil áherzla er lögð á likams-
rækt, og eru reglubundnar
kennslustundir fyrir alla vist-
menn.
Við þessi heimili starfa
þroskaþjálfarar, sérkennarar,
sjúkraþjálfi og leikfimikennari.
Sálfræðingur, læknar, félags-
ráðgjafi og talkennari.
1 Lyngási er starfsfólk alls 18
auk forstöðukonunnar, Hrefnu
Haraldsdóttur.
1 Bjarkarási er starfsfólk alls
18, auk forstöðukonu, Gretu
Bachmann. Nokkuð af starfsfólki
er i hluta úr starfi.
Ýmsar markverðar nýjungar
hafa orðið i' starfseminni undan-
farin ár. Fyrst má nefna sumar-
ferðalög og sumardvöl.
Á síðastl. sumri fóru vistmenn
Bjarkaráss, ásamt starfsliði, í 3ja
vikna ferð til Noregs og Spánar,
og fyrirhuguð er 1/2 mánaðar
sumardvöl i heimavistarskóla á
Vesturlandi f sumar.
Vistmenn Lyngáss dvöldust
slðasl. sumar I Sogni i ölfusi, og i
ráði er að börnin dveljist þar
aftur i sumar, ásamt starfsliði.
Fleiri nýjungar er hægt að
nefna. Siðastliðna tvo vetur hafa
verið haldnir dansleikir fyrir
vistfólk á stofnunum vangefinna i
Reykjavik og nágrenni, 16 ára og
eldri. Þessar skemmtanir hafa
verið mjög fjölsóttar og vakið
mikla gleði og ánægju allra þátt-
takenda.
Reynt er á þennan hátt að koma
til móts við þarfir þessara
einstaklinga, sem ekki geta sótt
slikar almennar samkomur.
Samstarfið á milli foreldranna
og heimilanna er með miklum
ágætum. Almennir foreldrafundir
eru haldnir reglulega yfir vetrar-
mánuðina, og auk þess fundir
með smærri hópum og
einstaklings viðtöl.
Foreldrar taka mikinn þátt i
starfseminni. M.a. hafa þeir
staðið fyrir skiðaferðum i Blá-
fjöll, haldið fyrrnefnda dansleiki,
gengizt fyrir fjáröflun, og er þetta
ómetanlegur stuðningur við
heimilin.
Málefni vangefinna eru og
verða i sifelldri þróun. Stefna sú,
sem rutt hefur sér til rúms á sið-
ari árum, felst i þvi aö samhæfa
(integrera) þessa einstaklinga
þjóðfélaginu, eftir þvi sem unnt
er.
1 þessu skyni er megin áherzlan
lögð á uppbyggingu dagvistar-
stofnana, s.s. leikskóla, heiman-
gönguskóla, starfsnámsskóla o.
fl.
Einnig má nefna vemdaða
vinnustaði og lítil heimili fyrir
fullorðna, sem ekki þarfnast
fuilrar dvalar á vistheimilum, ef
þessir möguleikar eru fyrir
hendi.
Styrktarfélag vangefinna hefur
þvi afráðið að taka á leigu ibúð i
Reykjavik næstkomandi haust
fyrir 4-5 stúlkur, vistmenn i
Bjárkarási.
Er þetta algjör nýjung hér á
landi, en algengt orðið erlendis,
einkum á Norðurlöndum.
Af öðrum framtiðarverkefnum,
má geta um viðbyggingu, sem
fyrirhuguð er við Lyngás sem
verður skólabygging, og standa
vonir til að unnt verði að hefja
framkvæmdir á næsta ári.
Af þeim vistmönnum, sem
verið hafa i Bjarkarási siðan
starfsemin þar hófst, hafa tvær
stúlkur farið út i atvinnulifið.
Þangað hefur einnig komiðfólk til
dagvistar, sem áður hefur verið i
vinnu annars staðar, en orðið frá
að hverfa af ýmsum orsökum.
Erfitt er að útvega vangefnum
atvinnu eins og öðru fötluðu fólki,
og enn færri verða starfstilboðin,
þegar atvinnuleysi gerir vart
við *sig á almennum vinnu-
markaði. Fáum mun kunnugt, að
fyrirtækjum, sem rikið styrkir og
rlkisstofnunum er skylt að ráða
fatlaða sem starfsfólk að vissri
hundraðstölu samkvæmt lögum
um endurhæfingu.
1 Bjarkarási vinna vistmenn
við frágang, pökkun, saumaskap
og léttan iðnað fyrir ýmsa aðila.
Afköstin hafa aukizt mikið siðan
heimilið tók til starfa, enda hefur
um helmingur vistmanna verið
þar frá upphafi og hefur þjálfazt
mikið við störfin á þeim tima,
sem liöinn er siðan. Fjölbreytni
mætti vera meiri i verkefnum og
stundum er skortur á viðfangs-
efnum. Heimilið hefur fengið
verkefni frá Reykjavikurborg,
RikisspItölum, Sólarfilmu,
Plastos og fleiri fyrirtækjum.
A heimilinu eru framleidd
rúmföt, diskaþurrkur, gólfklútar
og svuntur með tauþrykki.
Verður þessi varningur til sölu á
sýningunni i dag. Sömuleiðis leir-
munir, er vistmenn hafa gert,
hannyröir og ýmislegt fleira.
Aðrir munir eru persónuleg eign
fólksins, og eru aðeins til sýnis.
Foreldrar og starfsfólk
Lyngáss og Bjarkaráss vænta
þess, að almenningur sýni mál-
efnum vangefinna áhuga með þvi
að leggja leið sina i Domus
Medica á sunnudaginn kemur.
Konurnar sjá um saumaskapinn.
Unniö að saumaskap og frágangi á rúmfatnaði og klritum.
Yfirfullt d dagheimilinu og skólanum
Lyngdsi, en sjö til viðbótar gætu
komizt að í Bjarkarósi,
dagvistunarheimili Styrktarfélags
vangefinna fyrir fullorðna.
Tvær stúlkur
hafa farið út í atvinnulífið
Pökkun er vinsælt viöfangsefni I Bjarkarási.
I sólinni nri í vikunni hömuöust piltarnir I Bjarkarási f leikfimi riti i garöinum.