Tíminn - 25.05.1975, Page 39

Tíminn - 25.05.1975, Page 39
Sunnudagur.‘í!5.,.mai-1'975 ' ‘TÍMINN 39 Þórsnes II SH-109. Slippstöðin á Akureyri smíðar skip fyrir Hólmara gébé—Rvlk. — Nýlega afhenti Slippstööin hf. á Akureyri 150 lesta stálfiskiskip til Þórsness hf. i Stykkishóimi. Skipið hlaut nafn- ið „Þórsness II SH-109” við sjó- setningu og er útbúið til linu-, neta-, nóta- og togveiða. Aðalvél skipsins er af gerðinni Mannheim, og er 765 hestöfl við 850 snúninga á minútu. Tvær hjálparvélar eru i skipinu af gerðinni Volvo, einnig eru öll full- komnustu fiskileitartæki, og má þar nefna höfuðlinumæli. Skipið er búið tveimur Kelvin-Huges ratsjám, miðunarstöð, lóran vég- mælir, sima- og kallkerfi, svo eitthvað sé nefnt. Skipstjóri á Þórsnesi II er Kristinn Ó. Jónsson og Baldur Ragnarsson 1. vélstjóri. Við af- hendingu þessa skips, hefur Slippstöðin lokið raðsmiði 150 lesta stálfiskiskipa að sinni, en Þórsnes II er fjórtánda skipið af þeirri gerð. Aðalfundur félags þroskaþjálfara verður haldinn að Kópavogshæli mið- vikudaginn 28. maí kl. 20,30. Venjuleg aðal- f undarstörf. Stjórnin. Fuglaskoðunarferð Fuglaverndarfélag Islands efn- ir til fuglaskoðunarferðar á sunnudag, 25. mai. Farið verður á ýmsa staði, þar sem fuglalif er fjölskrúðugt og þar sem vænta má ýmissa sjaldséðra fugla, svo sem á Garðsskaga og i Sandgerði, en þar má búast við að sjá umferðarfarfugla á leið til Græn- lands. Hugað verður að bjargfugli i Hafnabergi, en þar má m.a. sjá fimm tegundir svartfugla, topp- skarf, ritu og fl. Á Reykjanesi verður skoðað silfurmávsvarp og i Valahnjúki og á Alftanesi verður m.a. hugað aö gæsum og öndum. Viðar verð- ur komið við ef timi leyfir. Lagt verður upp frá Iðnaðar- bankanum við Lækjargötu kl. 9:30, og áætlað að koma i bæinn afturum kl. 19:00. Leiðbeinendur verða sérfróðir menn um fuglalif þess svæðis, sem um verður farið. KSÍ - ÍSÍ ^ LANDS LEIKURINN ísland - Frakkland fer fram ó Laugardalsvellinum í dag — sunnudaginn 25. maí — og hefst kl. 2 e.h. Knattspyrnusnillingarnir Ásgeir, Elmar og Jóhannes eru komnir til landsins og leika með islenzka landsliðinu Aðgöngumiðasala við W? ) Laugardalsvöllinn frá kl. 9 f.h. ^órriari- m/ - !rá lrlanangh> Fjölmennið á völlinn og hvetjið íslenzka landsliðið til sigurs KNATTSPYRNUSAAABAND ÍSLANDS ^:::::::f::::::::::: " ' 'j L:l'lÉl:|l!Í:li':!i;7:i! lllil 88. Aðalfundur F.U.F. Keflavík Aðalfundur F.U.F. Keflavlk. Veröur haldinn mánudaginn 2. júnl kl. 20,30 I Framsóknarhús- inu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á þing S.U.F. önnur mál. — Stjórnin. Þingmólafundir Vestfjarðakjördæmi Verða eins og hér segir: Gunnlaugur Finnsson mætir 1 Félagsheimilinu Bolungarvlk.sunnudaginn 25. mai kl. 21 Félagsheimilinu Suðureyri, mánudaginn 26. mai kl. 21 Fleiri fundir verða auglýstir slðar. Allir velkomnir á fund- ina. Þingmenn Framsóknarflokksins. r Arnessýsla Félag ungra framsóknarmanna I Arnessýslu heldur almennan félagsfund að Eyarvegi 15, Selfossi föstudaginn 30. maí kl. 21. Inntaka nýrra félaga. Kjörnir fulltrúar á þing SUF, sem haldið verður á Húsavik 6. til 8. júni næst komandi. Kynnt verða drög að ályktunum þingsins. Eggert Jóhannesson formaöur SUF mætir á fundinum. Félagar fjölmennið og takið með ykkur nýja félaga. Stjórnin. Fimmtónda þing SUF Fimmtánda þing Sambands ungra framsóknarmanna verður haldið á Húsavik dagana 6., 7. og 8. júni næstkomandi. Nánar auglýst siðar. Stjórn SUF. Vesturheimsvod Gefjunar Vinargjöf til Vestur-íslendinga. Nú er þess minnzt, að öld er liðin, síðan fyrstu landarnir tóku sér bólfestu í Vesturheimi. Enn sem fyrr leitar hugur Vestur-íslendinga til ætt- landsins norður í höfum. Frá íslandi berast einnig kveðjur í ár, og hvað vottar betur bróðurhug en værðarvoð frá Gefjun, ylur og gæði íslenzkrar ullar. Verð aðeins 2.950 krónur. ULLARVERKSMIÐJAN GEFJUN, AKUREYRI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.