Tíminn - 13.06.1975, Qupperneq 19

Tíminn - 13.06.1975, Qupperneq 19
Fimmtudagur 12. júní 1975 TÍMINN 19 1 Framhaldssaga |j ' Ifyrir Íbörn Herbert Strang: Fífldjarfi drengurinn aftan bak, og sólin skein á krúnurakaðan hvirfil hans, sem var umkringdur hrafn- svörtu hári. Allt i einu gekk munkurinn áleiðis að borðinu. — Jæja, hvað ertu búinn að lesa? spurði hann. — Ekkert, ég get ekki lesið þetta, svar- aði drengurinn önug- ur. — Hefurðu reynt það? — Mig langar ekkert til þess. Hvað hef ég gott af þvi? Þú segir mér söguna, Ambrósius. — Það er ekki sama. Þú verður að læra að lesa hana sjálfs þin vegna. — Hvers vegna ætti ég að vera að þvi? Hann pabbi er tæp- lega lesandi. Þegar ég verð stór, á ég að verða aðalsmaður, eins og hann. Ég ætia ekki að verða prestur. — Hann faðir þinn vill, að þú lærir að lesa. Byrjaðu nú! Þetta er sagan af úlf- inum i Rómaborg. Láttu mig heyra, hvernig þú stafar orð- in. — Æ, ég kann sög- una. Hún er um það, hvernig úlfurinn fann drenginn á hæðinni og allt það, sem siðan gerðist. Hvað þýðir að vera að lesa hana? — Vertu ekki með þessar mótbárur, drengur. Fylgstu með fingrinum á mér. Lestu eftir þvi, sem ég bendi þér. Hann færði 0 Heita vatnið Borgarlögmaður, Páll Lindal og frú Borgarverkfræðingur Þórður Þ. Þorbjarnarson og frú Skrifstofustjóri borgarstjórnar Jón G. Tómasson og frú. Borgarendurskoðandi Helgi V. Jónsson og frú Borgarlæknir, Skúli G.Johnsen og frú. Form. Starfsm. fél. Rvikur Þórhallur Halldórsson og frú. Forsætisráðherra Geir Hall- grimsson og frú. Félagsmálaráðherra Gunnar Thoroddsen og frú. Utanrikisráðherra Einar Agústsson og frú. Tómas Guðmundsson, skáld og frú. Kristján Sveinsson læknir, Frú Aslaug Agústsdóttir. Form. Sænsk-isl. fél. Njörður P. Njarðvik og frú. Form. Reykvikingafélagsins Vilhjálmur Þ. Gislason og frú. Lögreglustjórinn I Reykjavik Sigurjón Sigurðsson og frú. Frú Auður Auðuns, fyrrv. alþm. Sendiherra Guðmundur I. Guð- mundsson og frú. Ráðuneytisstjóri Pétur Thor- steinsson og frú. Ráðuneytisstjóri Guðmundur Benediktsson og frú. Húsameistari rikisins Höröur Bjarnason og frú. Dr. Sigurður Þórarinsson og frú. Skrifstofustjóri Höröur Helga- son og frú. Forsetaritari Birgir Möller og frú. Gjaldheimtustjóri Guðm, Vign- ir Jósefsson og frú. Félagsmálastjóri Sveinn Ragn- arsson og frú. Hitaveitustjóri Jóhannes Zoega og frú. Ragmagnsstjóri Aðalsteinn Guðjohnsen og frú. Framkvæmdastjóri Borgar- spitala Haukur Benediktsson og frú. Form. Iþróttaráðs Sveinn Björnsson og frú. Iþróttafulltrúi Stefán Kristjánsson og frú. Forstöðumaður Alfreð Guð- mundsson og frú. Form. Reykjavikurdeildar Norræna félagsins, Guðni Þórð- arson og frú. O Ræða Birgis sýnir, að snemma gerðu menn i Sviþjóð sér grein fyrir þvi, að friður er grundvöllur velmegun- ar, og þótt strið hafi geysað i Svi- þjóð og á Norðurlöndum oft siðan eftir daga Yngva-Freys, þá vitum við, að I dag er Sviþjóð friðarins þjóð og þjóð mikillar velmegun- ar. Hugmyndir okkar um margt, sem horfir til aukinnar velferðar, sækjum við einmitt til Sviþjóðar i dag. Milli Stokkhólms og Reykjavik- ur er gott samstarf. Borgar- stjórnin I Stokkhólmi hefur oft veitt okkur holl ráð og góðar leið- beiningar og þess er vert að minnast, að Stokkhólmur var fyrsta höfuðborg Norðurlanda til að bjóða sendinefnd frá Reykja- vik Ikynnisferðtil sin, og þar með var brautin rudd fyrir þeim nánu samskiptum, sem nú eru á milli höfuðborga Norðurlanda. Hér vil ég og minnast á menningarmið- . stöðina Hásselby i Stokkhólmi, sem er sameign höfuðborga Norðurlanda og stofnsett var fyrir frumkvæði Stokkhólms- borgar. Stofnunin ,er staðsett á fögrum stað skammt frá Málaren I einni af útborgum Stokkhólms. Það frumkvæði Svia hefur gert Ibúum I öllum höfuðborgum Norðurlanda kleift að kynnast menningu hvers annars og er skemmst að minnast þess, að á s.l. hausti hélt Reykjavík þar sýn- ingu um þróun Reykjavikur I 1100 ár. Tvífarinn endursýndur Kl. 22.30 i kvöld verður endur- sýndur siðasti þáttur „Tvifar- ans,” og er sú útscnding ætluð sjónvarpsnotendum á Vcstur- landi og á Vestfjörðum, en Stykkishólmssendir var bilaður, þegar þátturinn var sýndur sl. þriðjudagskvöld. En Reykjavik hefur einnig átt góða samvinnu við aðra stóra borg i Sviþjóð, en það er Gauta- borg, en borgarstjórnin þar sendi sérstaka fulltrúa til Reykjavikur á s.l. ári til að vera við hátiða- höldin, sem hér voru haldin i til- efni 1100 ára byggðar i Reykja- vik. Þessa samvinnu metum við mikils. Við gerum okkur grein fyrir, að í samstarfi hinna nor- rænu þjóða er Sviþjóð stóri bróð- irinn, en Island litli bróðirinn, en slik bræðrabönd eru oft einmitt þau mikilvægustu. Yðar hátign sækir borg okkar og land heim á þeim árstima, þegar náttúran skartar sinu feg- ursta og landið virðist blitt og eftirlátt ibúum sinum. Náttúran hefur þó á sér aðra og óbliðari hlið og vist er að ekki hafa allir Sviar, sem hingað hafa komið, verið á einu máli um islenzkar aðstæður. A árunum milli heimsstyrjaldanna kom sænski rithöfundurinn Harry Martinsson sem ungur sjómaður á skipi til Reykjavikur. Skipið varð að halda kyrru fyrir I ytri höfninni i miklum snjóstormi i fimm sólar- hringa, áður en það gat haldið leiðar sinnar út á Atlantshafið aftur. Athugasemdir Martinssons um þessa heimsókn eru á þessa leiö: „Island er et land man skal læse om”. Vist getur hinn dimmi norræni vetur verið óbliður, en það þekkja Sviar lika af eigin raun frá sinu landi. Veturinn hefur án efa áhrif á skapgerð beggja þjóðanna, enda fyrirferðarmikill vorskáld- skapur eitt af sameiginlegum einkennum bókmennta þjóða okkar.þarsem skáldin hylla vorið og hækkandi sól. Baráttan við náttúruöflin um aldaraðir hefur styrkt frelsisþrá okkar og virð- ingu fyrir lifi og helgi hvers ein- staklings. „Frihet bor i Norden”, sagði Wennerberg. 1 þeim atrið- um gætum við verið öðrum til fyrirmyndar i heimi, þar sem allt of algengt er, að mannhelgi og frjáls hugsun sé fótum troðin. Þótt ég hafi minnzt hér á óblið náttúruöfl, vitum við Islendingar, að Islenzk náttúra er gjöful og reyndar grundvöllur lifs okkar. Einum þessara gæða hefur yðar hátign kynnzt i morgun, þar sem voru hinar heitu laugar I Laugar- dal. Þar hafa verið heitir hverir frá örófi alda og talið er, að það hafi verið gufan, sem frá þeim lagði, er varð tilefni nafns borg- arinnar, Reykjavik — Rökviken —. Heita vatnið notum við nú til að hita upp slikar sundlaugar, eins og yðar hátign reyndi i morg- un, borgarbúum til endurnæring- ar og heilsubótar. Við hitum lika alla borgina upp með þessu vatni, eins og yðar hátign mun fá tæki- færi til að kynnast siðar. Yðar hátign. Heimsókn yðar er okkur fagnaðarefni og mun treysta vináttubönd Islands og Sviþjóðar. Leyfist mér að lyfta glasi og skála fyrir yðar hátign og sænsku þjóðinni. O 17. júní er, hvaða hljómsveit leikur á hverjum stað. Undirbúningur að hátiða- höldunum hefur gengið vel, þrátt fyrir skugga verkfalls, en ákveðið hafði verið að hátíðahöldin færu fram hvort sem af þvi yrði eða ekki. Þegar er búið að koma upp öllum pöllum i borginni, stórum sorppokum verður dreift um hátiðasvæðin, og fólk er beðið að sýna ýtrustu snyrtimennsku i hvivetna. Má þvi með sanni segja, að mikil fyrirhyggja hafi rlkt I starfi þjóðhátlðarnefndar. Sautján sölutjöld verða á hátiðar- svæðunum. Þjóðhátiðarnefnd 1975 skipa: M'3r Gunnarsson formaður, Kolbeinn Pálsson, framkvæmda- s'vjóri, Hilmar Svavarsson ritari, Nina Hjaltadottir, Böðvar Pétursson og Jóel Jakobsson. Dagskrárstjóri er Klemenz Jóns- son. Aö venju verður merki þjóðhátiöardagsins selt, en það gerði Astmar Ólafsson teiknari, og hafði hann að fyrirmynd lista- verk Asmundar Sveinssonar, Móður jörð. Barn slasaðist Sex ára gamall drengur varð fyrir bil i Hvassaleiti um kl. 18.00 i gær. Meiddist drengurinn tals- vert, er m.a. fótbrotinn, en er ekki i llfshættu. Slysið varð með þeim hætti, aö jeppa var ekið austur Hvassa- leiti, og hljóp drengurinn út á ak- brautina i veg fyrir hann. Bilstjórinn beygöi undan, en drengurinn lenti fyrir vinstra framhjóli, með fyrrgreindum af- leiðingum. Tveir piitar um tvítugt óska eftir vinnu helzt úti á landi. Margt kem- ur til greina. Upplýs- ingar í síma 1-97-60. Unglingar óskast Nokkrir unglingar óskast strax til innheimtu ó happdrættismiðum. Upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins Rauðarárstíg 18. TIZKUSYMNGAR AD HOTEL LOFTLE/DUM ALLAFOSTUDAGA KL. 12.30—13.00. Hinir vinsælu íslenzku hádegis- réttir verða enn Ijúffengari, þegar gestir eiga þess kost að sjá tízkusýningar, sem íslenzkur Heimilisiðnaður, Módelsamtökin og Rammagerðin halda alla föstudaga, til þess að kynna sér- stæða skartgripi og nýjustu gerðir fatnaðar, sem unninn er úr íslenzkum ullar- og skinnavör- um.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.