Tíminn - 06.07.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.07.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 6. júli 1975. i Þorlákshöfn 1968. f Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga LXXXI - ....-.... Jóhann Gunnar Ólafsson léði mér teikningu af gamla stór- býlinu Þorlákshöfn, liklega gerða af Bjarna Thorarensen skáldi. Bjarni var sýslumaöur I Arnessýslu 1820-1822 og er teikningin á bréfi til sýslumanns býlinu Þorlákshöfn, líkl. gerða af Bjarna Thorarensen skáldi. Bjarni var sýslumaður I Árnes- sýslu 1820-1822 og er teikn- ingin á brefi til sýslumanns gerð um þær mundir. A stærsta húsinu, liklega baðstofu, eru gluggar bæði á veggseta og þaki. Skúli Helgason segir, að burstabær úr timbri hafi veriö byggður i Þorlákshöfn 1880 og staöið til 1960. Liklega hefur verið veiðistöð I Þorlákshöfn allt frá landnámstið, en skjal- lega er hennar getið fyrir rúm- um fimm öldum. 1 bókum Sig- urðar Þorsteinssonar, Þorláks- höfn I. og II 1938 og 1939, segir margt frá staönum og lifinu þar, aðallega á árunum 1882-1907. Þá var þaðan mikið útræði, sjóbúðir flestar 25 og 300-400 menn við róðra. Voru 14-16 manns i hverri sjóbúð. Búðirnar voru hriplekir moldarkofar, hlaðnir hnullungagjóti að innan, en urðu skárri siðar. Útræði lagðist niður þarna um skeið, en siðar komu velbátarnirog kauptúnið til sögunnar. í lýsingu ölfushrepps 1703 segir m.a.: ,,1 þessari veiöistöð ganga árlega um vertiðartimann, frá kyndilmessu og 14 vikur þar- eftir, 40 skipt stór og smá. Mörg þeirra heyra til biskupsstólnum i Skálholti. En Arnessýslu innbyggjarar eru eignarmenn flestallra annara þar til sjós gangandi.” Rangæingar áttu og hlut að máli, a.m.k. siðar. Um alda- mótin 1900 voru 2-4 þurrabúðir i Þorlákshöfn. Árið 1934 gekk að- eins eitt skip þaðan til fiskveiða, og var það opinn vélbátur. En árið 1938 voru þar 10 skip, öll með vél. Var að marki hafizt handa um bætur á lendingunni eftir 1934, þegar Kaupfélag Ar- nesinga vor orðið eigandi Þor- lákshafnar. íbúar þar eru nú rúmlega 1100, og nýju húsin eru æði ólik gömlu sjóbúðunum. Vikjum til Borgarfjarðar og / v-X .j Teigakot á Akranesi. Kalastaðir á Hvalfjarðarströnd. -' <?r cx t <n ... ‘ ■ Guðnabær á Akranesi. litum á bæjarteikningar séra Jóns M. Guðjónssonar, gerðar eftir gömlum myndum og Jýsingum kunnugra manna. Myndin af Kalastöðum á Hval- fjarðarströnd sýnir bæinn eins og hann var fyrir og um 1900. Þar var kirkja til 1663.1 þessum bæ var Snæbjörn Jónsson bóksali fæddur og fóstraður. Guðnabær á Akranesi stóð til 1930. Teigakot er talið siðasti torfbærinn á Skipaskaga (Akra- nesi) Rifinn skömmu eftir 1940. Sigurgeir Falsson, segir að skipið, sem birt var nafnlaus mynd af i siðasta þætti, sé Njáll frá Siglufirði (Eyjafirði). Fanný Albertsdóttir segir, að skipstjóri á Njáli hafi verið Albert Finnbogason, sem var faðir hennar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.