Tíminn - 06.07.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.07.1975, Blaðsíða 8
8 tlMINN Sunnudagur 6. júlí 1975. TIMINN HEIAASÆKIR ISAFJORÐ Stefna þarf markvist að fækkun rækjuleyfanna — segja rækjuútgerðarmenn við Isafjarðardjúp Sigurjón Hallgrims- son er formaður Smábátafélags- ins Hugins á tsafirði. Hann ætlar að ræða litils háttar við okkur um starfsemi félagsins og rækjuveið- ar við tsafjarðardjúp. — oOo — — Hvenær var Smábátafélagið stofnað? — — Smábátafélagið varstofnað i febrúar 1965 af fjórtán smábáta- eigendum hér á Isafirði, sem Sigurjón Hallgrtmsson. mestmegnis byggðu afkomu sina á rækjuveiðum. Skilyrði fyrir inn- göngu i félagið var það, að bátar félagsmanna væru ekki stærri en 26 tonn. Félögum hefur fjölgað töluvert frá þvi, sem fyrst var, og eru þeir nú orðnir 42. Hámarks- stærð bátanna hefur hins vegar litið breytzt, þvi að við miðum við 30 tonn. Aðalmarkmið félagsins er, að gæta hagsmuna smábáta- eigenda. — — Hvað stunda margir bátar rækjuveiðar við Djúpiö? — — t vetur voru 55 rækjubátar að veiðum við Djúpið en voru ekki nema 14, þegar ég byrjaði rækju- veiðarárið 1960. Fjölgun bátanna hefur verið gifurlega mikil, ég vil leyfa mér að segja allt of mikil, og þá sérstaklega siðan árið 1970. 1 sannleika sagt eru rækjubát- arnir allt of margir, enda hefur útkoman á vertiðinni verið fylli- lega i samræmi við það. Þessi mikli fjöldi báta hefur lika leitt til þess, að veiðitiminn hefur stytzt úr 6 mánuðum i fjóra mánuði. Stafar þessi stytting af þvi, að Hafrannsóknastofnunin hefur ákveðið hámark, sem hún telur að veiöa megi i Djúpinu á hverri vertið, tvö þúsund og þrjú hundr- uð tonn. Þegar bátarnir eru orðn- ir svona margir um þetta litla magn, klárast það vitanlega mik- ið fyrr, og hefur þetta eins og ég sagði áðan, stytt veiðitimann um tvo mánuði. 1 vetur vorum við búnir 19. marz, en hingað til hefur rækju- vertiðin oftast staöið fram til aprilloka eða jafnvel fram i miðj- an mai. En bátafjöldinn hefur reyndar aldrei verið eins mik® og i vetur. — — Telur þú mikla hættu á of- veiði rækjunnar i Djúpinu? — — Það er skoðun margra að hætta sé á ofveiði, en ef Hafrannsóknastofnunin heldur sig við þetta hámark, sem hún nú hefur ákveðið, leiðir það að sjálf- sögðu til þess, að aflinn á hvern bát minnkar og veiðitimabilið styttist. Það er hins vegar óhætt að fuli yrða, að grundvöllur rækjuút- gerðarinnar er enginn, meðan bátarnir eru svona margir, enda er veiðin ekki svipur hjá sjón. miðað við það, sem hún var. Fram að þessari miklu fjölgun bátanna var rækjuveiðin talin góð atvinna, það góð, að menn sóttust eftir þvi aö koma hingað og gera út á rækju. Árangurinn sjáum við lika i minnkandi afla og versn- andi atkomu þeirra, sem þessa atvinnu stunda. — — Telur þú að takmarka þurfi fjölda þeirra báta, sem rækju- veiðar stunda? — — Til þess að afkoma rækju- útgerðarinnar sé tryggð, er lág- marksveiði á bát 10 tonn á mánuði. Æskilegast væri, að veiðitiminn yrði, eins og áður, sex mánuðir, sem þýðir þá sextiu tonna veiði allt veiðitimabilið. Miðað við það hámark.sem Haf- rannsóknastofnunin hefur ákveð- ið, tvö þúsund og þrjú hundruð tonn, þyrfti þvi að fækka leyfun- um úr 55 og niður i 38. Fyrr verð- ur rekstrargrundvöllur rækjuút- gerðarinnar ekki tryggður. — — Hvernig vilt þú standa að fækkun leyfanna? — — Þetta verður auðvitað mjög vandasamt mál, en mér er kunn- ugt um, að fjölmargir rækjubáta- eigendur hafa reynt að selja báta sina, vegna þess hve afkoman i vetur var léleg. Ný leyfi i stað þeirra, sem veiðum hætta, má þvi alls ekki veita. Stefna þarf mark- visst að fækkun bátanna. Hinu er svo ekki að leyna, að rækjuvinnslurnar hér við Djúpið eru orðnar allt of margar, eða sjö talsins, og auðvitað hefur hinn mikli fjöldi þeirra ýtt undir fjölg- un bátanna. En i vetur var sam- þykkt frumvarp á Alþingi þess efnis, að ekki megi setja upp rækjuvinnslu án sérstaks leyfis stjórnvalda. Fagna ég að sjálf- sögðu mjög tilkomu þessa frum- varps, en tel, að þaðh hefði þurft að koma til sögunnar miklu fyrr. Framhald á bls. 39. Eignir Kaupfélags ísfirðinga 63 milliónir umfram skuldir —- raunverulegt rekstrartap órsins 1974 um 11 milljónir — Eins og fram hefur komió f fréttum að undan- förnu, varð um 48 milljón króna halli á rekstri allra kaupfélag- anna I landinu á siðasta ári, þar af var reikningslegt tap Kaup- félags tsfiröinga um 35.2 milljónir króna. I samtali við Einar Matthias- son, kaupfélagsstjóra hjá Kaup- félagi tsfirðinga, kom fram, að rétt væri, aö reikningslegt tap kaupfélagsins hefði numið um 35.2 milljónum fyrir siðasta starfsár. Hins vegar sagði hann það ekki rétt að kalla þetta allt rekstrarhalla ársins 1974, þvi að inn i þessa mynd væru dregnar ýmsar tölur frá fyrri árum, sem gerðu reikningslegt tap félagsins mun meira heldur en sjálfur rekstrarhallinn hefði verið. Nefndihann þar fyrst til, aö af- skriftir á gömlum vörulagerum og viöskiptaskuldum, sem áður hefðu verið taldar sem eignir i bókhaldi félagsins, hefðu numið um 10 milljónum króna, og væri minnsturhluti þess frá árinu 1974. Fyringar áhaida og fasteigna kvaö hann hafa numið um 1.7 milljónum króna, en tap á rekstri kjötfrystihúss var um 1.5 milljón króna. — Siðan má taka fram, — sagði Einar, — að kaupfélagið rekur pylsugerð, sem við allar venju- legar kringumstæöur hefði átt að standa undir sér, en vegna breyt- inga og lagfæringa á húsnæði, var hún lokuð i um fjóra mánuði á síð- asta ári. Kjötskortur hafði einnig verið mikill, áður en til þessarar lokunar kom, þannig að rekstur kjötvinnslunnar kom i heild mjög illa út og nam tap félagsins á rekstri hennar um 2 milljónum króna. Auk þessa varð svo félagið fyrir miklum fiárhagslegum áföllum varöandi rekstur útibúsins á Bolungarvik á siðasta ári og má að nokkru leyti rekja það til óheppilegra útibússtjóraskipta. Tap félagsins af þeim sökum nam um 2.8 milljónum króna og er rýrnun þá ekki meðtalin. —• Einar sagði ennfremur, að vörurýrnun hefði verið stórt vandamál á undanförnum árum hjá Kaupfélagi Isfirðinga, liklega með þvf mesta, sem þekktist i þeim efnum. Hins vegar kvað hann vörurýrnun félagsins ekki vera einangraö fyrirbæri, heldur væri hér um aö ræða vandamál, sem félög og fyrirtæki hefðu viða átt við að glima. — Vörurýrnun hjá kaupfélag- inu var um 11 milljónir á árinu 1973, en árið 1974 var hún innan viö 10 milljónir, en þess ber að geta að það ár var velta félagsins mun meiri heldur en árið 1973. Vnrunírnun hefur bvi hlutfalls- Kaupfélag tsfirðinga. lega farið mjög minnkandi á ár- inu 1974, — sagði Einar. Hann kvað ekki gott að gera sér grein fyrir þvi, i hverju hin mikla vörurýrnun hjá kaupfélaginu lægi, en miðað við þær tölur, sem hann hefði handbærar um rekstur kaupfélagsins á undanförnum ár- um, benti allt til þess, að á undan- fömum árum hafi vörur horfið úr vörzlum félagsins án þess að þær hafi verið greiddar eða færðar á nótur. Enn fremur sagði Einar: — Ef við áætlum að eðlileg rýrnun i verzlun sé um 1%, sem ekki er svo fjarri sanni, þá hefur rýrnun hjá Kaupféiagi Isfirðinga i fyrra verið um 7.7 milljónir umfram þaö, sem eðlilegt má teljast, og er þar komin enn ein talan til þess að skýra hið óeðlilega mikla tap félagsins á siðasta ári. Þegar þessir framantaldir liðir hafa veriðdregnirfrá, erum við komn- ir með raunverulegt og áfalla- laust rekstrartap niður i um 11 milljónir. Rýrnun á oftast rætur að rekja til eftirlitsleysis og skorts á að- haldi, sem aftur leiðir til kæru- leysis og ónákvæmni bæði meðal starfsmanna og viðskiptavina i meðhöndlun vörunnar, og getur slikt kæruleysi kostað fyrirtæki mikla fjármuni, þegar mikið velt- ur i gegn. Ég tel þvi, að frumrót þess vanda, sem Kaupfélag Is- firöinga á nú við að glima, sé eftirlits- og aðhaldsleysi af hálfu fyrri stjórnenda. Ég tók við starfi kaupfélags- stjóra i nóvembermánuði sl. og tel þvi árangur ársins 1974 mér algjörlega óviðkomandi. Nú hafa menn frá skipulags- deild SIS hjálpað okkur við að koma upp mjög ströngu eftirlits- kerfi, sem gerir okkur kleift að fylgjast nákvæmlega með vör- unni, frá þvi er hún kemur inn i kaupfélagið og þar til hún er seld viðskiptavinunum eða færð á nót- ur. Ég tel, að þær aðgerðir, sem við höfum framkvæmt i þessum efn- um, sýni, að við höfum að miklu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.