Tíminn - 06.07.1975, Side 32

Tíminn - 06.07.1975, Side 32
V 32 TÍMINN Sunnudagur 6. júli 1975. ■ ÍÍ A M B M, ihm Jkn ÞRÍR RISAR • Einu sinni var kóngs- sonur, sem var svo fá- tækur, að hann átti ekki nema einn hest, og hann átti ekkert hesthús, svo að hesturinn hans varð að vera úti i rusla- skemmu. Þó að kóngssonurinn væri svona fátækur, þá elskaði hann samt kóngsdóttur voldugasta kóngs i heimi. Vegna þess hve faðir hennar var voldugur og frægur kóngur, þá komu allir mögulegir kóngar og keisarar til þess að biðja hennar en kóngurinn sagðialltaf þaðsama: — Dóttur mina fær enginn nema sá, sem á þrjá risa eins stóra og mina”. Og svo hló kóngur, þvi að risarnir hans voru stærstu risar i heimi, og hann vissi það vel. Einn risinn gekk út með kóngi á kvöldin og bar stórt blys á undan honum, annar risinn var miklu stærri, hann átti stóra veifu og blés með henni á grautinn i skál- inni kóngsins, sem hann borðaði alltaf úr á morgnana. Þriðji risinn var langstærstur. Hann var matsveinn konungs. Kóngssyninum fátæka var ekki hlátur i hug, þegar hann hugsaði um risana. Hann átti ekki svo mikið sem þrjá þjóna. Hann átti bara einn, hann Villa litla, sem stóð hvorki aftur né fram úr hnefa. Kóngs- syni datt ekki einu sinni i hug að biðja kóngs- dóttur, hve mikið sem hann elskaði hana. Það var svo sem til litils, þvi að kóngurinn vissi ekki einu sinni að hann væri til. Einu sinni sat kóngs- sonur i höll sinni — ef höll skyldi kalla en ekki kofa. — Hann var að hugsa um það, hvernig hann ætti að eignast enn stærri risa en konungs- ins. En fyrst og fremst voru þeir nú ekki til i heiminum, og þó að þeir væru til, þá var ekki auðvelt að eignast þá, og þá hefði hann ekki neitt handa þeim til að borða. Hér var úr vöndu að ráða. Hann hugsaði og hugsaði. Allt i einu var eins og hann hefði ráðið gátuna. Hann stökk út i dyr og kallaði á Villa, sem var að berja fisk úti á steini. Svo stökk kóngssonur að borðinu og þreif penna og fór að skrifa i ákefð. Villi kom nú inn að borðinu, og spurði hvað hann vildi. ,,Villi”, sagði kóngs- sonur. En lestu það annars fyrst, og segðu mér, hvernig þér finnst það. — Nei, annars ég skal lesa það, þú ert ekki nógu hreinn um hendurnar. ,,Herra konungur. Ef það er ekki mikið á móti þinum vilja , þá langar mig til að giftast dóttur þinni. — Þinn einlægur Karl kóngssonur”. — Ég kalla þetta ágætt bréf, sagði Villi. — Það er stutt og laggott. En þetta er svo sem ekki til neins. — Við skulum nú sjá það, sagði kóngssonur, hlauptu með bréfið heim að höllinni og biddu eftir svari. Ég skal hafa til- búið aftur svarið við þvi, þegar þú kemur til baka. Villi hljóp af stað og kom aftur með heljar- stórt bréf, allt með rauðum lökkum og inn- siglum. — Lestu það, Villi, sagði kóngssonur. — Já, herra, sagði Villi, — jú, konungurinn vill gjarnan gefa þér dóttur sina, ef þú getur komið með þrjá risa stærri en risa konungs. — Já, hér er svarið, sagði kóngssonur. „Herra konungur. Ef þú vilt gera svo vel að heimsækja mig i kvöld klukkan sjö og gista hjá mér, þá skal mér vera ánægja að sýna þér risana þrjá, sem þú setur upp i bréfi þinu. Þinn einlægur Karl kóngsson. P.S. Þú verður að koma einn. P.P.S. Þeir eru stærri en þinir”. — Hvernig likar þér það? — Bréfið er ágætt, sagði Villi, en þú átt enga risa! — Ég ætti að geta náð i þá, og blessaður vertu ekki að vandræðast, en hafðu til góðan kvöld- mat, og flýttu þér nú með þetta bréf. Þegar klukkan var að verða sjö stóð konungur- inn sjálfur á tröppunum, og spurði hvort þetta væri ' hesthús Karls kongssonar, en Villi þjónn sagði — Nei, nei, þetta er höllin, og um leið hneggjaði hrossið innan við skemmuþilið. Kongungurinn hristi höfuðið, en fór þó inn. DAN BARRV ’ • V ' , . 1 - ’■ ' Far þú Ég verð hér \ Vicki þú bara Geiri eftirhjá J geturþað Akilíes! ekki, imátt ekki!, m nj Af hverju ekki? 'vr Kannski hafa^ Bara vegna þess að bækurnar rangt s.min er ekki getiði fyrir sér, kannski i sögu-bókunum^Lvið höfurcbreytt j/ beim! Mun Odysseifur ráfa Hann drap um i 10 ár? Mun ekki Hektor Akilles láta lifið þegar eins og íör hæfir hann A-sagan telur. i hælinn? ’Við erum að komast heim aftur Hvell Geiri. í næstu viku: Nýtt ævintýri.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.