Tíminn - 06.07.1975, Blaðsíða 33

Tíminn - 06.07.1975, Blaðsíða 33
Sunnudagur 6. júli 1975. TÍMINN 33 Villi tók af honum kórónuna og hengdi hana á nagla i bæjardyr- unum og bauð svo kóngi inn. Þegar inn kom stóð matur á borðum. — Á, ég að fá að borða? sagði kóngur, en ég vil fá að sjá risana fyrst. — Nei, nei, herra, sagði kóngsson, — fyrst borðum við. Gerðu svo vel að fá þér sæti. — Þetta er ágætur matur, sagði kóngur, ég hef aldrei bragðað þetta fyrr. Hvað heitir þessi réttur? — Þetta er skata með skarfakáli, sagði kóngs- son, það er bezti réttur, sem Villi matreiðir. — En hvaða dýrindis drykkur er nú þetta? spurði kóngur — Þetta eru nú súrar áfir, sagði Karl. — Þetta hef ég aldrei bragðað, þær hljóta að vera dýrar, sagði kóng- ur, mikill gæðadrykkur er þetta. Að lokinni máltið stóð kóngssonur upp og hélt ræðu. — Herra konungur, sagði hann, þessir risar minir hafa þjónað mér siðan ég var barn i reif- um. Og áður en þú sérð þá, verður þú að lofa þvi, að ef þeir reynast stærri en þinir risar, þá fái ég að giftast dóttur þinni, sama hve forviða þú verður. Og þú mátt ekki-nefna peninga, þvi að þú setur ekki annað upp i bréfi þinu en risana þrjá. — Ég lofa, og legg við drengskap minn, sagði, kóngur. Kóngssonur gekk út að glugganum og færði tjöldin til hliðar og leit út. — Gott er það, sagði hann. — Risinn sem lýs- ir upp leið mina á nótt- unni er úti og heldur hátt blysi sinu. Þeir komu nú út. Veður var fagurt, og tungl skein i fyllingu. Þegar þeir höfðu gengið nokkurn spöl, segir Karl: — Hvernig lýst þér á risann minn? — Ég er alltaf að biða eftir honum, sagð kóng- ur. — Að biða? Sérðu ekki að vegurinn er bjartur eins og um hádag, sagði kóngssonur og veifaði hendinni til mánans, sem brosti kringluleitur á kvöldhimninum. — Þarna sérð þú risann minn! Konungur nam staðar og leit á Karl kóngsson i tunglsskininu. — Þetta var nógu smellið, sagði Japönsku NYLON hjólbarðarnir. Allar vörubllastærðir. 825x20, — 900x20, — 1000x20 og 1100x20 seldar á Tollvörulagersverði gegn staðgreiðslu Verkstæðið opið alla daga frd kl. 7.30 til kl. 22.00. hannog hló dátt.En kóngssonur hló ekki heldur sagði: — Þú verður að játa, að minn risi er stærri en þinn. Þinn er ekki nema hálfur þriðji metri á hæð, en minn þyrfti a.m.k. 500 milnalangt belti utan um sig. — En ég á þrjá risa, sagði kóngur, það gæti orðið þér erfitt að finna aðra tvo. Nú fóru þeir að sofa. Konungur holaði sér niður i rúm kóngs- sonar, sem sjálfur svaf á eldhúsbekknum. Villi svaf i bæli sinu undir stiganum, eins og hann var vanur. Kóngssonar leit úr snemma næsta morgun og kallaði á Villa. Villi vaknaði og fór að lifga eldinn. Stuttu siðar vaknaði kóngur og fór á fætur. Logandi heitur hafragrautur var borinn á borð fyrir hann. Þá sagði kóngur: — Það tekur vist langan tima að finna risa, sem gæti kælt þennan heiata graut á einu augabragði. — Það er fljótgert, sagði kóngssonur, og þreif báðar grautar- skálarnar, hljóp með þær út i garð og hélt þeim hátt á lofti og kailaði: ,,Risi, komdu fljótt hingað.”! Þá kom svalur morgunblær og kældi matinn á stuttri stundu. — Reyndu nú, sagði kóngssonur og setti skálarnar á borðið. — Risinn minn, sagði kóngssonur, og veifaði hendinni til sólarinnar, sem skein i heiði. — Hann hefur matreitt allt, sem hér er lagt á dúkinn: Þurrkað harð- fiskinn, þroskað ávext- ina og berin, kálið og allt annað, sem vaxið hefur i garðinum minum. Rétt i þessu kom skrautvagn konungs, og ráðgjafi hans kom og sagði að sjötiu og fimm kóngssynir biðu eftir þvi að fá að tala við konung. Hann sté nú upp i vagn- inn og sagði ráðgjafa sinum upp alla söguna. — Já, en... sagði ráð- gjafinn. — Það er ekkert ,,já en” að segja við þvi, sagði kóngur. Þessi Karl kóngssonur er svo geindur og snjall, góður og skemmtilegur, að mér finnst hann alveg kjörinn til þess að verða tengdasonur minn. Það er að sönnu satt, að hann hefur leikið á mig. En hann gerði það svo fallega og skemmtilega. — Já, en... sagði ráð- gjafinn aftur. Á hann nokkra peninga? — Enga, sagði kóngur, en maðurinn, sem getur látið mig verða ungan aftur og skemmta mér og hefur leikið þrisvar sinnum á mig, honum verður ekki mikið fyrir þvi, að afla sér annarra eins smámuna og pen- inga. Þar að auki get ég gefið honum af minum peningum, — það á hann skilið. Ég hef aldrei skemmt mér eins vel á ævi minni. Ráðgjafinn vissi, að ekki var til neins að eyða orðum að þessu. Var nú efnt til dýrðlegrar veizlu kóngssonar og kóngs- dóttur. Þau gáfu Villa litla „höllina”, sem kóngssonur nefndi svo. Villi hætti að sofa undir stiganum og færði sig i rúm kóngssonar og undi hag sinum vel. Kóngur hló dátt, en kóngssonur sagði mjög alvarlegur: — Þinn risi með stóru veifuna, sem kælir mat- inn þinn i höllinni þinni, er ekki nema rúmur hálfur þriðji metri, en minn risi getur sópað sjónum upp i brim- garða, hrist stærstu trén i garðinum eins og punt- strá og feykt burt skýj- unum á einu augnabliki og hann gæti jafnvel lyft þakinu af höllinni þinni. — Svo er það, sagði kóngur hugsandi. Siðan borðaði hann þennan góða hafragraut. Eftir nokkra stund, sagði hann: — Ég vissi ekki, að svona margt merkilegt væri til, eins og ég hef séð þennan morgun, sagði hann. Ég er oftast önnum kafinn við að telja peningana mina, en þú átt svo margt skemmtilegt. Má ég aftur sjá þessa bók þina með myndunum. Já, hún er alveg undraverð. Siðan leit hann á Karl kóngssonogsagði: — Þú ert lika alveg undra- verður. Nú hefur þú unnið mig tvisvar, en ég er hræddur um, að það verði erfitt fyrir þig i þriðja sinn. Rétt i þessu sló klukk- an tólf, og Villi kallaði á þá i hádegismat, sem hann hafði tilreitt úti i fallegum hvammi, undir hömrum. Skógarþykkni var i brekkunum i kring og þarna var logn og skjól. Kóngur hafði aldrei borðað undir beru loft fyrr, og var hann nú svo hrifnn og kátur, að hann réði sér ekki. — Þetta er góður mat- ur, sagði hann. — Ég veit ekki hvað hann heit- ir en ég hef aldrei bragðað betri mat. Hver hefur .annars búið hann tu? 6UM Nl IVINNUSTO FAN SKIPHOLTI 35, REYKJAVÍK, SÍMI 31055

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.