Tíminn - 06.07.1975, Blaðsíða 39

Tíminn - 06.07.1975, Blaðsíða 39
Sunnudagur 6. júli 1975. TÍMINN 39 Herbert Strang: Fífldjarfi drengurinn virkinu, sáu þeir, að menn Margeirs greifa höfðu skipað sér i fylkingar allt i kring- um kastalann. Það var fjölmennt lið beggja megin vegar- ins, sem lá til þorps- ins, er var i hálfrar milu fjarlægð frá kastalanum. Meðan þeir horfðu á liðið, sáu þeir, hvar nokkrir klunnalegir vagnar, hlaðnir vist- um, komu i áttina frá þorpinu. Þeim var ek- ið af mönnum Mar- geirs greifa, sem vafalaust höfðu rænt þvi, sem þeir þurftu á að halda án þess að greiða þorpsbúunum, sem allir voru land- setar greifans af Brent nokkuð fyrir það. Einn vanginn fór það nálægt kastalan- um, að ekki var stein- snar að honum. — Littu á ökumann- inn, kallaði Alan. — Er þetta ekki maðurinn, sem við hjálpuðum i gær úti i skógi? — Mér sýnist það, anzaði Rikki og bætti alvörugefinn við: — Ég er með þetta bréf i treyjubarmi minum. — Fáðu mér það. Ég ætla að fara með það til hans Ambrósi- usar. Alan varð órótt i skapi. Hann óskaði þess, að hann hefði munað eftir bréfinu kvöldið áður. Hann hraðaði sér með það niður hringstigann og var að beygja inn i stóra forsalinn, þegar 0 Efnahagslegt um á Reykjavikursvæðinu, hér hefur verið litið um byggingar- lóðir, og þær lóðir, sem um hefur verið að ræða, hafa boðið upp á mjög háan byggingar- kostnað. Einnig mætti nefna, að skortur hefur hér verið á bygg- ingariðnaðarmönnum, og svo til allt byggingarefni hafa menn orð- iö að sækja út úr bænum. Ég vil þó taka fram, að undanfarin 4-5 ár hefur verið byggt meira á ísa- firði heldur en um langt árabil. Við sameiningu tsafjarðar og Eyrarhrepps sköpuðust mögu- leikar á góðum byggingarlððum inn i Skutulsfirði, en þvi miður tók allt of langan tima að skipuleggja svæðiö. Framkvæmdir eru að hefjast þar þessa dagana. — Hvað um lánamöguleika? — Lánamöguleikar eru sjálf- sagt mjög likir þvi, sem gerist annars staðar á landinu. — Nú er mikið talað um, að kostnaðarsamara sé að búa úti á landi heldur en á höfuðborgar- svæöinu? — Já, og það er tvimælalaust rétt. Fyrst vil ég nefna hinn gifur- lega upphitunarkostnað, sem við búum við, en upphitunarkostnað- ur hverrar fjölskyldu er hér um 140 til 200 þúsund krónur á ári, sem er þrisvar til fjórum sinnum meiri kostnaður heldur en hjá þeim,sem á jarðhitasvæðum búa. jSvo er það flutningakostnaðurinn. Hann er mikill og verðlagskerfinu þannig háttað, að kaupmenn hagnast bæði á óhagkvæmum innkaupum og kostnaðarsömum flutningum. Þá er simakostnaður hér óhóflegur vegna þess, hve mikla verzlun og þjónustu við þurfum að sækja til Reykjavikur. Einnig þurfum við að eyða löngum tima i að ná langlinusam- bandi, vegna þess hve fáar linur eru héðan og suður. Og það finnst mér mikið óréttlæti, að við skul- um þurfa að greiða aukagjald fyrir simtöl innan svæðisins. — Hvemig finnst þér viðhorf unga fólksins til þess að búa úti á landi? — Viðhorf ungs fólks i þeim efnum hefur breyzt mjög mikið nú siöustu árin. Með tilkomu Menntaskólans á Isafirði sköpuð- ust þeim, sem á langskólanám hyggja, möguleikar til þess að vera fjórum árum lengur i sinni heimabyggð. Iðnskólinn er orðinn nokkurs konar fjölbrautarskóli, þvi að i tengslum við hann er rekin undirbúningsdeild Tækni- skóla tslands, 1. og 2. stig Vél- skóla tslands og 1. stig Stýri- mannaskólans. Þessir auknu menntunarmöguleikar valda þvi, að unglingar eru i sinni heima- byggð þau ár, sem þau mótast hvaö mest, og dreg ég ekki i efa, að það á eftir að hafa mikil áhrif á, hvar þetta fólk kémur til með að velja sér búsetu að námi loknu. — Af hverju settist þú hér að? — Ætli það sé ekki fyrst og fremst vegna þess, aö hér er ég fæddur og uppalinn. Að visu bjó ég tvö ár i Reykjavik og kunni þar nokkuð vel viö mig, en þó verö ég að segja, að flest sam- skipti manna eru meö öðrum hætti hér heldur en þar. Ekki vil ég kasta neinni rýrð á það fólk, sem i fjölmenni býr, en þar sem allir þekkja alla, eins og svo oft er sagt, verða samskipti fólks mun persónulegri, og menn sýna hvor öðrum meiri skilning og tillits- semi. Þetta met ég mikils. — Nú er mér kunnugt um. að þú hefur verið i framvarðarsveit i félagsmálum hér á tsafirði. Hvernig er að virkja fólk til fé- lagsstarfa á tsafirði? — Ég sagði áðan, aö meöalárs- tekjur væru hér mjög háar. Ekki er það vegna þess, að fólk fái hér hærri laun heldur hitt, að hér vinna flestir langan vinnudag. Það leiðir þvi af sjálfu sér, að stór hópur fólks hefur litla möguleika á þvi að taka virkan þátt I félags- málastörfum. Af þvi leiöir svo, að þeir sem hafa, eöa gefa sér tima, til þess að sinna félagsmálum, þurfa oft að axla heldur þunga byrði. Þó er mér óhætt að segja, að hér sé bæði fjölbreytt og gróskumikið félagslif. — Nokkuð að lokum? — Aöcins þetta: Ef þaö er vilji ráðamanna þjóðarinnar, að land- ið haldist i byggð, er það ekki sfzt undir efnahagslegu jafnrétti þegnanna komið. Að þvf marki þarf að stefna i auknum mæli, —- sagði Eirikur Sigurðsson aö lok- um. © Ruth Ellis væni. Þá voru nákvæmlega 2 ár liðin frá þvi hún hitti David Blakely í fyrsta sinn. Ruth var siðasta manneskjan, sem hengd var i Englandi, en „arfurinn” sem hún lét eftir sig varð til þess að George Ellis framdi sjálfsmorð og börn hennar tvö skiptu um nafn. En þrátt fyrir það, að þau hefðu skipt um nafn, gátu þau ekki losað sig undan áhrifum móður sinnar. Þau höfðu fengið að vita, hvað hún hfði sagt áður en hún dó. Þau þrábáðu innanrfkisráðuneytið um leyfi til þess að flytja jarðneskar leifar hennar úr fangelsisgarðinum, svo hægt væri að grafa hana i vigðri mold, eins og hún hafði óskað eft- ir sjálf. Þeim var neitað, hvað eftir annað. — Mamma lætur mig aldrei i friði, sagði Georgina árið 1969. — Mér finnst hún alltaf vera nálægt mér, og hún sé að biðja mig um hjálp. Það skiptir ekki máli, þótt eng- inn tryði þvi, þá fóru Georgina og Andrea árið 1970 til miðils. Um leið og hann var fallinn I trans gerist dálitið óhugnanlegt. Allt I einu heyrðu þau rödd, sem þau vissu bæði, að var rödd móður- innar: ,,Hjálpiðmér,hjálpið mér, égvil vera nálægt minum elskaða David. Hjálpið mér, hjálpið mér!” Bæði Georgina og Andrea sverja, að miðillinn hafi alls ekki getað vitað, hver þau voru í raun og veru. Þau voru þess fullviss, að enginn hefði getað vitað um þau, og sett þetta á svið. t ársbyrjun 1971 sóttu þau enn um leyfi til þess að láta flytja móður sfna i kirkjugarð. Þá kom i ljós, að einmitt þetta ár hafði ver- ið ákveðið að stækka fangelsið, og þá yrði að flytja þá, sem grafnir höfðu verið i fangelsisgarðinum. Þá var þeim sagt, öllum að óvör- um, að nú mættu þau flytja móður sfna, hvert sem þu vildu. Sama ár var Ruth samkvæmt sinni sfðustu ósk grafin i vigðri mold. En hefur Ruth getað haft nokkra hugmynd um, að legstað- ur hennar yrði 25 metrum frá fjöl- skyldugrafreit Davids? Var nokkur leið að fmynda sér, að þessi vesalings kona hafi haft hugmynd um það, að ósk hennar myndi rætast. (ÞýttFB) 0 Stefna þarf... Þá væri vandi rækjuútgerðarinn- ar ekki eins mikill og hann er i dag. — Hefur Smábátafélagið beitt sér fyrir fækkun leyfanna? — — Smábátafélagið er eins og ég sagði áðan hagsmunafélag smábátaeigenda, og þv'i hefur það verið okkar helzta baráttumál að berjast móti fjölgun rækju- veiðileyfanna. — Hvað um aðra starfsemi félagsins? — — Viö höfum haft fram- kvæmdastjóra i tvö ár og komið okkur upp sameiginlegri aðstöðu til að geyma veiöarfærin og gera við þau. Framtiðartakmarkiö er að félagiö sjái um sameiginleg innkaup á veiðarfærum fyrir félagsmenn, en það hefur enn ekki komið til framkvæmda. — © Hundahald hunda á heimilum sinum og vin- átta manns og hunds hefir aldrei verið þýðingarmeiri en einmitt nú á þessum tæknivæddu timum. Heilbrigðisyfirvöldum væri þvi nær að stuðla að skynsamlegri reglugerö um hundahald i þétt- býli en hvetja til tilefnislausra hernaðaraðgerða gegn mönnum og dýrum. Jón G. Stefánsson, Helga Hannes- dóttir, Páll Asgeirsson, Halla Þorbjörnsdóttir, Jakob Jónasson, Gunnar Guðmundsson, Ólafur Grimsson, John Benedikz, Eggert Ó. Jóhannesson, Páll Eiriksson, Brynjár Valdimarsson, Brynjólf- ur Ingvarsson, Hlédis Guðmunds- dóttir, Frosti Sigurjónsson, Guðmundur Oddsson, Birgir Guð- jónsson, Þórir Helgason, Asgeir Karlsson, Sigurður Þ. Guðmundsson, Haukur Jónasson, Þorvarður Brynjólfsson, Ingólfur Sveinsson. ■■itillii y Fyrirlestur Flyt fyrirlestur um stefnumörkun I sjávarútvegs- og iðnaðar- málum I fundarsal Hreyfils Fellsmúla 26 (III. hæö) þriöjudaginn 8. júli kl. 20.30. t fyrirlestrinum er leitast við að sýna fram á aö meö nýrri stefnumörkun i þessum atvinnugreinum væri hægt að auka þjóðartekjur svo tugum milljarða skipti árlega — og þar með tekjur almennings. Ahugamenn um atvinnumál og kjaramál velkomnir. Gert er ráö fyrir umræöum og fyrirspyrnum um dagskrár- efnið. Kristján Friðriksson, iðnrekandi. Norðurlandskjördæmi eystra Þingmenn Framsóknarflokksins I Norðurlandskjördæmi eystra, Ingvar Gislason, Stefán Valgeirsson og Ingi Tryggvason, boða til funda sem hér segir (aðrir fundir auglýstir siðar): Svalbarðsströnd fimmtud. 10. júll kl. 9 e.h. Sólgarður föstud. 11. júll kl. 9 e.h. Freyvangur sunnud. 13. júli kl. 9 e.h. Dalvik þriðjud. 15. júli kl. 9 e.h. ólafsfjörður miðvd. 16. júli kl. 9 e.h. Húsavik föstud. 18. júli kl. 9 e.h. Breiðumýri laugard. 19. júli kl. 9 e.h. Héraðsmót í Barðastrandarsýslu Héraðsmót Framsóknarfélaganna I Barðastrandarsýslu verð- ur haldið I félagsheimilinu Patreksfirði laugardaginn 12. júll og hefst kl. 20.30. Ræður flytja Steingrlmur Hermannsson alþingismaður og Ólafur Þórðarson, skólastjóri. Villi, Gunnar og Haukur leika fyrir dansi. Kartöflupokar Þéttriðnir 3 tegundir. Grisjur 2 tegundir. Stærðir 25 og 50 kg. Pokagerðin Baldur Stokkseyri, slmi 99-3213 og 3310. Oliu- og loftsíur i flestar tegundir bifreiða og vinnu- véla Kveikjuhlutir í flestar tegundir bila og vinnuvéla frá Evrópu og Japan. 33LOSSB Skipholti 35 • Simar: 8 13-50 vcrzlun 8 13-51 verkstæöi • 8-13-52 skritstola IIIiOSSH- Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verrlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstota D V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.