Tíminn - 06.07.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 06.07.1975, Blaðsíða 17
Sunnudagur 6. júlí 1975. TÍMINN T7 — Norðurijós er auðvitað fyrst og fremst sumarhótel. Það er enginn grundvöllur til þess að reka hér hótel yfir vetrar- mánuðina. Þó var hótelinu haldið opnu á seinasta vetri með fáu starfsliði. Ráðin var kona, eða hjón, sem héldu opnu og veittu nauðsynlega þjónustu og verður það að teljast ómetanlegt, þvi jafnvel á vetrum eiga menn hér leið um staðinn og flugvöllinn og þá væri ekki i neitt hús að venda, þvi hótelið er eina veitingahúsið og gistihúsið á þessum slóðum. Um tima — i fyrra minnir mig —- var talið að ekkert hótel væri starfandi á svæðinu milli Akur- eyrar og Borgarness — þ.e. við þjóðbrautina, en það er auðvitað mjög bagalegt. Á Raufarhöfn er mikið af aðkomufólki þegar loðnubræðslan er i gangi og mikið er um aðkomusjómenn, sem einnig þurfa hótelpláss. ar húsmæður gefa fjölskyldu sinni. A sunnudögum er lamba- steik með brúnuðum kartöflum og rauðkáli, þ.e.a.s. islenzkur sunnudagsmatur og kunna út- lendingar vel að meta hann, enda svipaðir réttir á borðum þeirra heima. — Annað vil ég lika taka fram, að hér fær fólkið þjónustu við borðið. Þetta er ekki kaffiteria þótt við séum með kaffiteriuverð. Kaffiteriuna teljum við ekki falla alveg að þeim hótelstil sem við viljum ná, heldur kjósum við að afgreiða matargesti okkar á dúk- uð borð f vistlegum matsal. Samgöngur við Raufarhöfn — Hvernig eru samgöngur hingað? — Hingað eru fastar flugferðir, fjórum sinnum i viku við Reykja- Sverrir Hjaltason, skipstjóri á mótorbátnum JÓHANNA KRISTÍN, sem gengur til sjóstangaveiða frá Raufarhöfn. Áð- eins hálftima sigiing er á ágæt fiskimið frá Raufarhöfn. Hvað kostar herbergi og matur á „Norðurljósinu” Fritt fyrir börnin — Hvað kostar að gista? — Fyrsta nóttin i einstaklings- herbergi er 1800 krónur en siðan er veittur20% afsláttur fyrir nótt- ina eftir það, eða þá kostar her- bergið rúmar 1400 krónur. Tveggja manna herbergi kostar 2700 og siðan kemur sami afslátt- ur ef verið er fleiri en eina nótt. Smáböm fá fritt, eða fria gist- ingu. — Matur er hér á lægra verði en gerist á hótelum. Reynt er að halda þessu niðri sem mest. Mál- tið kostar frá 400-900 krónum. Þ.e.a.s. matseðill, en sérréttir eru svo lagaðir fyrir þá sem þess óska, la carte. — Við leggjum ekki áherzluna á „hótelmat” grillrétti og þess- háttar, þótt auðvitað sé unnt að afgreiða þá. Við viljum hafa á boðstólum það sem oft er nefndur „heimilismatur”. Sumsé þennan almenna ágæta mat, sem islenzk- vik en auk þess er mikið um leiguflug til Raufarhafnar vegna laxveiðinnar. — Nú kemur þú að þessu starfi frá finu hótelunum fyrir sunnan. Hvernig kanntu við þig á Raufar- höfn? — Ég er nú ekki óvanur Norður landi, fæddur og uppalinn Sigl- firðingur. Ég kann vel við mig hérna, ég get ekki annað sagt. Fólkið er vinsamlegt og ágætt i viðmóti. Það eru samt svolitil viðbrigði að setjast allt i einu að úti á landi, þar sem t.d. þjónusta er háð vissum takmörkunum. Auövitað skortir margt f aðeins 500 manna samfélagi. Þú verður að afla hlutanna úr stærri stöðun um, frá Húsavik, Akureyri og frá Reykjavik. A móti kemur svo það, að þetta er stórkostlegt um- hverfi að dvelja f, ró og friður og ég álit að staðurinn eigi mikla framtið fyrir sér, enda er það svo að fólki fjölgar nú hér á Raufar- höfn. Um margt minnir þessi staður mig lika á Siglufjörð, sérstök hafnarstemmning fylgir sildar- plássum, sagði Jónas Sigurðsson, hótelstjóri að lokum. JG Arnór Friðbjarnarson hressir sig á kaffisopa, en hann ekur stórum oliubfl um nágrennið fyrir ESSO á Kópaskeri. ..—.......wm..... ........ »wmmmmam, i i \ f w * * t Starfsliðið ásamt hótelstjóranum. A myndinni eru talið frá vinstri Kristfn Þorvaidsdóttir, Birna Baidursdóttir, Guðbjörg Sveinsdóttir og hótelstjórinn Jónas Sigurðsson. Þeir eru smíðaðir úr 1. flokks eik með miklum handútskurði. Veljið um stóla með ýmiss konar dklæði eða notið eigin útsaum Loksins eru þeir komnir stólarnir sem sífellt er verið að spyrja um húsið Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt 28-600 Byggingavörukjördeild 28-602 Raftækjadeild 28-601 Húsgagnadeild 28-603 Teppadeild

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.