Tíminn - 06.07.1975, Blaðsíða 37

Tíminn - 06.07.1975, Blaðsíða 37
37 Suniiudágur G. júíi’ 1975. 0 loftleysi, en Ólafur Thors fór úr jakkanum og bretti upp fyrir oln- boga. Fjölmennir dansleikir voru hér oft og húsið i miklu uppáhaldi hjá ungu fólki, enda kvað Gisli i Mikl- ey eitt sinn: Komi ég út að kvöldi dags, klæddur i frakkann bláa, augun leita uppi strax Akrahúsið gráa. Mér er nær að halda, að ekki séu næsta margir fullorðnir Skag- firðingar, sem ekki hafa einhvern tima verið á balli á ökrum. Og segja mætti mér, að þar hafi ver- iðlögð fyrstu drög að þó nokkuð mörgum hjónaböndum. Mun það ekki einsdæmi, sem Magnús á Vöglum orti svo um : Ofarlega i Löngubrekku átti hún stefnumót, einmitt þar sem hallar mest i gilið, o.s.frv., en Langabrekka er, eins og þú veizt, hér uppi i Bæjargilinu. Það var að sjálfsögðu mikill léttir, einkum fyrir konurnar, að losna við öll fundahöld úr gamla bænum en svo kom að þvi, að við byggðum ibúðarhúsin. t þá bygg- ingu réðist ég 1938 og sá Ólafur Eiriksson, húsasmiður á Hegra- bjargi i Heganesi um hana. ólaf- ur er Austur-Skaftfellingur, flutt- isthingað til Skagafjarðar að mig minnir 1933 og hóf þá hér húsa- byggingar. Aður en Ólafur byrj- aði að byggja hér var mjög litið um steinhús i Skagafirði, og er mitt hús þannig eitt með þeim allra fyrstu. ólafur var afburða- maður til verka og svo vandað er húsið, að þar sést hvergi sprunga i vegg þótt miklu yngri steinhús séu að springa og hálfhrynja. Byrjað var að grafa fyrir húsinu snemma i mai og flutt i það fyrir jól. Þá var ólafur ekki einungis búinn að koma þvi undir þak heldur einnig að smiða i það allar innréttingar. Uppkomið kostaði húsið rúmar 7 þús. kr. Ef ég nam rétt nam byggingarlán þá kr. 4 þús. og svo var veitt 1500,00 kr. ó- afturkræft framlag. Þetta voru afbragðs kjör, enda sagði Ólafur að allir gætu byggt, það væri bara að hafa sig upp f að byrja á þvi, — og það var alveg rétt. Ef til vill hefur húsið verið eitthvað ódýr- ara, af þvi að það var eins konar tilraunahús. Áður voru húsin höfð með tvöföldum veggjum og stoppáð á milli þeirra, þannig vildi Jóhann Fr. Kristjánsson, byggingameistari hafa það, en mitt hús var hins vegar með ein- földum veggjum og einangrun og þvi i raun og veru byggt i and- stöðu við Jóhann. Jóel byggði sitt hús ári seinna. Það er álika að stærð en varð um 3 þús. kr. dýr- ara. Seinna var svo byggt við hús- ið mitt, eftir að Sigurður sonur minn fór að búa hér og fjölskylda hans stækkaði. — Nú var lengi lögferja yfir Héraðsvötn á Akrahyl. Var ekki átroðningur og erill á ykkur Akrabændum i sambandi við hana? — Já, lögferja var hér um langan aldur og hún var ekki lögð niður fyrr en Héraðsvötnin voru brúuð á Grundarstokk 1929. Nei, átroðningur gat nú varla heitið verulegur i sambandi við hana en ferjumannsstarfið gat auðvitað verið erilsamt, það þekkti ég af eigin raun, þvi við Jón i Miðhús- um vorum seinustu ferjumenn- irnir á Akrahyl. En ég hafði samt gaman af þessu starfi. Ég hef alltaf verið mannblendinn og haft ánægju af þvi að kynnast fólki og spjalla viðþað. Og viðferjunahitti ég marga, og m.a. menn, sem ég hefði naumast fundið að öðrum kosti. Fyrir kom að ferjan bilaði og varð þá að flytja fólk yfir á pramma en reka hestana eða teyma á eftir prammanum. Eitt sinn hittist svo ilia á. að stór hón- ur manna, Eyfirðinga og Þingey ingar, sem voru að fara á aðal- fund Sambands isl. samvinnufé- laga, sem haldinn var þá á Blönduósi, þurfti að fá ferju yfir Vötnin en ferjustrengurinn var bilaður. Fararstjóri hópsins var Jón Ólafsson frá Mýrarlóni, hestamaðurinn viðkunni og man ég glöggt hvað hann reið þá á fall- 'Wminn HINGAÐ HAFA... egum hesti. Þarna var og Vil- hjálmur Þór með i' för og fleiri höfðingjar. Að sjálfsögðu varð að ferja mennina á prammanum en flestir vildu reka hestana, sem voru margir, töldu það fljótlegra og brotaminna. Nú hittist svo á, að talsvert flóð var i Vötnunum svo að við Jón óttuðumst, að erfitt kynni að reynast að reka yfir svo marga og ókunnuga hesta, viss- um ekki heldur, hversu vel mætti treysta þeim i sliku volki, en töld- um okkur hins vegar bera ábyrgð á þvi, að allt gengi slysalaust. Vart) þvi úr, að við teymdum þá á eftir prammanum og urðu þetta margar ferðir. Allt gekk þetta slysalaust en hætta gat verið á, að óstilltir hestar, sem óvanir voru svona meðferð, prjónuðu upp á prammann og gat þá illa farið. Reið þvi á miklu, að taumhald á þeim væri rólegt og öruggt. — Nú hagar svo til hér i Akra- torfu, að hér eru fimm býli, sem öll liggja samtýnis og aðeins fárra minútna gangur milli þeirra, sem fjast liggja hvort öðru. Má þvi segja, að hér sé eins konar byggðahverfi. Hvernig hefur þér fallið þetta þröngbýli? — Sjálfsagt má segja á þvi bæði kost og löst. Ég hef oft verið að furða mig á þvi, svona með sjálfum mér, að hér skuli ekki hafa verið nágrannakritur. Nú vil ég náttúrlega ekki segja, að hans hafi aldrei gætt, annað væri nú i sjálfu sér óeðlilegt, en aldrei hefur hann þó staðið dýpra en svo, að allir hafa ætið verið reiðu- búnir til þess að hlaupa undir bagga hver með öðrum þegar á hefur þurft að halda. Og þetta þéttbýli hefur lika komið sér vel hér áður fyrr, þegar hér voru fjöl- mennir fundir og samkomur. Þá voru ekki bilarnir til staðar, en menn komu riðandi i stórum flokkum svo að hestar skiptu tug- um, stundum jafnvel mikið á ann- að hundrað. Alla þessa hesta þurfti að taka hér i gæzlu, að vetr- inum i hús og þá kom sér vel, að stutt var i húsaskjól á næstu bæj- um. Þessa fyrirgreiðslu var auð- vitað sjálfsagt að veita, eins vel og kostur var. Nú, svo þegar hest- unum fækkaði þá kom hér póstur og simi og margs konar fyrir- greiðsla i sambandi við það. Þannig held ég að dvölin hér á Okrum hafi einmitt orðið til þess að ég hef getað gert ýmsum ein- hvern greiða, sem annars hefði ekki orðið til og ti! þess er gott að hugsa. — Nú þekki ég þig að því, Björn, að þú hefur áhuga á fé- lagsm álastörfum, en þykir kannski dálitið gjar'n á að fara stundum I þeim efnum utan við alfaraleið. Hvað viltu segja um það? — Já, það er rétt, að ég hef allt- af haft nokkurn áhuga á félags- málum, þótt þátttaka min i þeim hafi nú aldrei verið mikil né merkileg. Eins og ég sagði áðan gekk ég snemma i ungmennafé- lög og starfabi i þeim nokkuð frameftir ævi, mér til gagns og á- nægju. Ungmennafélögin voru, á sínu blómaskeiði, stórmerkur félagsskapur og reyndist mörg- um beinlinis dýrmætur félags- málaskóli. Nú er allur félags- skapur dauður, miðað við það, sem áður var. Mér sýnist það helzt vera kvenfélögin, sem eitt- hvert lifsmark er með og svo —■ hér frammi i héraðinu — karla- kórinn ykkar, sem þarf þó að sækja söngstjóra til Akureyrar. Nú, ég hef starfað hér i hrepps- nefndinni i tvö kjörtimabil. Mig minnir að ég hafi fyrst verið kos- inn þangað 1935 og svo aftur 1958. A samvinnufélagsskapnum hef ég alltaf haft mikinn áhuga og reynt að hlynna að honum eftir megni og oft verið fulltrúi á aðalfundum Kaupfélags Skagfirðinga. A sið- ari árum hefur margt misjafnt verið sagt um samvinnufélögin og sjálfsagt sumt með réttu. Þau eru ekki fullkomin, fremur en önnur mannanna verk. Og það veldur, þar sem annars staðar, hver á heldur. En þá er að reyna að bæta úr þvi, sem aflaga þykir fara. Ég tel lifsnauðsyn fyrir þessa þjóð, að hin sanna samvinnuhugsjón nái að móta þjóðlifið i auknum mæli og á sem flestum sviðum. Þetta segi ég hiklaust, þótt ég annars telji mig fæddan róttækan ihaldsmann. Svo gekk ég i Bændaflokkinn á sinni tið, þvi að mér fannsl að bændur þyrftu að eiga sinn eigin stjórnmálaflokk og þar taldi ég mig réttan mann á réttum stað en sú flokksstofnun fór nú út um þúfur. — Og nú, Björm, þegar þú lítur til baka yfir langa ævi, hvaö leitar þá mest á hugann? — Náttúrlega kemur margt i hugann þegar litið er til baka. Og að sjálfsögðu fer aldrei allt eins og maður hefði helzt kosið, enda má deila um, hvað æskilegt það væri. Ég hef reyntað tileinka mér þá lifsspeki, sem birtist i tveimur vísum, sem ég lærði ungur. önnur þeirra er visan hans Öla gamla á Bakka en Óli var próventukarl hjá Gosa, (Gottskálk Egilssyni), á Bakka i Vallhólmi. Visan er svona: „Dómar falla eilifð i' öld þótt spjalli minna, gæta allir ættu þvi eigin galla sinna”. Ég sé enn ljóslifandi fyrir mér Óla gamla, þar sem hann situr á rúminu si'nu, rær fram i gráðið og raular aítur og aftur þessa visu. Hin visan, sem raunar er svipuð þeirri fyrri, að efni til, er þannig: „Illt er að halla á ólánsmann, það ætti varla að gera. Við höfum allir, eins og hann, einhvern galla að bera”. Hvernig mér hefur tekizt að lifa eftir þessum boðskap er svo ann- að mál og ekki mitt að dæma um. Valdimar heitinn i Vallanesi var einhver sú mesta hamhleypa til allra verka, sem ég hef kynnzt. Hann linnti aldrei á sprettinum. Og þegar um það var rætt við Valdimar, að hann ætti nú stund- um að fara sér hægar, þá svaraði hann: „Uss, það dugar ekki, lífið er svo stutt en það er svo mikið að gera”. Og þó að þetta sé auðvitað gull- satthjá Valdimar þá hef ég nú átt dálitið erfitt með að lifa eftir þessari lifsreglu. Eins og ég sagði þér vist áðan, þá hef ég alltaf ver- ið latur. En konan min aftur á móti, hún Sigriður, er einstök at- orku- og dugnaðarkona. Og henni er það margfalt meira að þakka en mér hvað við höfum þó komizt vel af. Og það er þakklæti til hennar og fjölskyldunnar, sem' mér er rikast i huga þegar ég lit um öxl. Henni og börnunum er það að þakka að mér finnst alltaf hafa verið sólskin, sfðan við byrj- uðum að búa. Börnin hafa raðað sér hér i kringum okkur og meira að segja telur Gunnar heimili sitt hér i Akrahreppi þótt hann hafi verið búsettur i Reykjavik að undanförnu. Og svo hefur alltaf verið hér gestkvæmt og það likar mér vel. Þaö hefur sannazt, sem Ólafur á Hegrabjargi sagði, þeg- ar bann var að smiða fyrir mig stofuborðið. Ég fór að tala um hvort það væri ekki of stórt i svona litla stofu en þá svaraði Ólafur: „Nei, þú sannar til, það verður ekki of stórt. Hér koma fleiri en boðnir eru”. Og raunar hafa nú aldrei neinir sérstakir verið boðnir. Hingað hafa allir verið velkomnir. Magnús H. Gíslason. AAold til söiu. — Heimkeyrð. Sími 7-31-26. HAGSTÆÐ KAUP I pHW GERIÐ HAGSTÆÐ KAUP Pantið heyvinnuvélarnar strax 5ÍMI 81500-ÁRMÚLA11 Traktorar Búvélar f Þriggja og fjögurra skúffu kommóöur. vio bjooum BÆSUD HUSGOGN Hjá okkur færöu húsgögn úr spónaplötum, bæsuö eöa tilbúin undir málningu, hvort heldur sem er eftir þinni hugmynd eöa okkar. Skrifborö og hillur, miklir uppröðunarmöguleikar Klæöaskapur afarrúm-«i| góöur. Svefnbekkur með rúmfatageymslu. Skrifborð og hilla. ” iv.r Unglingaherbergið Barna og unglingaskrifborð og fataskápur hannaður fyrir sérstaklega Pirahillur og skápar. lítið gólfplass

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.