Tíminn - 06.07.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.07.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 6. júll 1975. TIMINN n TIMINN HEIMSÆKIR ISAFJÓRÐ Texti og myndir: Þorgeir Örlygsson Getum ekki deilt landhelginni með öðrum þjóðum — rabbað við Jón Pól Halldórsson, framkvæmdastjóra Norðurtangans Jón Páll Halldórsson. Jón Páll Halldórsson er framkvæmdastjóri Hraðfrysti- hUssins Norðurtangans á Isafirði. Hann ætlar að spjalla við okkur um rekstur fyrstihússins, útgerð og sitthvað fleira. — 0O0 — — Norðurtanginn er orðinn gamalt og gróið fyrirtæki, sem stendur á gömlum merg? — — Fyrirtækið var stofnað árið 1942 af nokkrum útgerðarmönn- um og skipstjórum við Isa- fjarðardjúp og i Reykjavlk. Stofnendur félagsins voru sex talsins, og er aðeins einn þeirra á llfi, Guðmundur M. Jónsson, sem verið hefur yfirverkstjóri félags- ins um þrjátiu ára skeið og auk þess stjórnarformaður frá árinu 1973. Framleiðsla fyrirtækisins var ekki stór i sniðum til að byrja með um 400 til 600 lestir af flökum fyrstu tvo áratugina, en frá árinu 1960 hefur framleiðslumagnið aukizt jafnt og þétt og var árið 1974 tvöþúsund fimmhundruð þrjátlu og þrjár lestir. Á fyrstu árum félagsins keypti það allt hráefni frá öðrum út- gerðarfélögum, en frá árinu 1959 hefur félagið stundað eigin út- gerö. — Hvað gerið þið út mörg skip? — Við gerum út skuttogarann Guðbjart, 407 lestir, einn af minni togurunum, en auk þess gerðum viö út á linu i vetur tvo báta, Orra og Vlking III, en annar þeirra fer nú bráðlega á veiðar með troll. Aflinn á siðustu vertið var um 1500 tonn af slægðum fiski hjá Guðbjarti, en Orri var með 713 tonn, en Vikingur 111 með 619 tonn, og var afli bátanna óslægð- ur. Auk okkar eigin skipa leggur svo þriðji linubáturinn, Guðný, afla sinum upp hjá Norður- tanganum, en Guðný er i eigu Búðaness hf. Starfsmannafjöldi hjá okkur hefur að staðaldri verið um 150 manns, bæði I frystihúsinu og á skipunum. — Hafið þið haft nægilegt hrá- efni til þess að vinna úr allan árs- ins hring? — Já, á þvi hafa engin vand- kvæði verið. Vinnsludagar á slð- asta ári voru urh 265, og það ger- ist afar sjaldan, að úr falli dagur, svo að ekkert sé unnið. Það er fyrstog fremst þvl að þakka, að við rekum okkar eigin útgerð i tengslum við frystihúsið, enda er það megin regla allra frystihúsa t.d. hér við djúpið að láta útgerð og vinnslu afurðanna haldast I hendur og svo er, að þvi er ég bezt veit, eins farið um alla Vestfirði, enda hefur það sýnt sig, að slikt rekstrarform hefur gefið betri raun. — — Hafið þið með höndum vinnslu fleiri afurða, t.d. saltfisks og skreiðar? — Nei, starfsemi okkar hefur hingað til verið takmörkuð við út- gerð og ferskfiskvinnslu. Sala af- urðanna fer fram I gegnum Sölu- miðstöðHraðfrystihúsanna og fer mestur hluti þeirra á Bandarikja- markað. — Eru gerðar einhverjar lág- markskröfur til þeirra húsa- kynna, sem vinnslan fer fram i? — Nei, svo er þvi miður ekki. Að vlsu á að heita svo, að Fiskmat rlkisins hafi eftirlit með vinnslu- stöðunum og hreinlæti þar, en ég held, að það sé meira i orði en á borði. Kröfur i þessum efnum eru sjálfsagt mest komnar undir hverjum og einum. Og mér er t.d. ekki kunnugt um, að kaupendur á erlendum mörkuðum geri neinar sérstakar lágmarkskröfur. — Er góð aðstaða til viðhalds skipa ykkar hér á Isafirði? — Aðstaðan til viðhalds er I stórum dráttum mjög góð. Hér getum við gert við bátana, en verðum að leita annað með stærri Spunakonur hjá vefstofu Guðrúnar. Vefstofa Guðrúnar Vigfúsdóttur d Isafirði Handvefnaður hefur verið iðkaður á Islandi frá fyrstutíð, enda hafa landsmenn snemma komið auga á notagildi og kosti ullarinnar, sem bæði er hlý, slitþolsmikil og auðveld i hreinsun. Á Islenzkum sveitaheimilum var ofið til eigin nota, en auk þess voru voðir eftirsótt útflutn- ingsvara, og vaðmál notað sem gjaldmiðill. En eftir því sem tföarandinn breyttist og áferðarkröfur klæðnaðar urðu meiri, fór vefnaðarframleiðsla heimilanna minnkandi og frum- stæð áhöld fyrntust og féllu úr notkun, en gæði ullarinnar gleymdust ekki. Meö bættum áhöldum og breyttum aðferðum hófst hand- vefnaður til vegs að nýju, i anda nýrrar tlzku og nýs tima. Ullin hefur þannig fengið nýtt nota- gildi og orðið verðmæt fram- leiðslu- og útflutningsvara. For- göngu þess eigameðal annarra bæði einstaklingar og hús- mæðraskólar. Frú Guðrún Vigfúsdóttir vefnaðarkennari við Hús- mæðraskólann á Isafirði hefur nú um nokkurra ára skeið rekið vefstofu á Isafirði, þar sem hún framleiðir fjölbreyttan tizku- varning, handofin ullarefni, mynstruð sauða- og jurtalitum. Hefur fyrirtækið farið vaxandi með ári hverju og veitir nú um 13 konum á Isafirði fulla at- vinnu. Frú Guðrún framleiðir bæði tlzkuvarning, herrabindi, jakka, kjóla, pils, trefla og svuntur, en auk þess værðar- voöir, tehettur, smádúka, púða- ver, herðasjöl og sitthvað fleira. Guðrún starfrækir verzlun auk vefstofunnar, en auk þess selur hún framleiðsluvörur sín- ar til verzlana um allt land. 1 Reykjavík sjá Islenzkur Heimilisiðnaður og Ramma- gerðin um sölu á framleiðslu- vörum hennar. tJtflutningsdeild SÍS hefur séð um útflutning fyrir Vefstofu Guðrúnar Vigfúsdóttur, aðal- lega á Svíþjóðar- og Banda- rlkjamarkað, og hefur sá út- flutningur farið vaxandi með ári hverju. Brúðarkjóll frá vefstofu Guörúnar. t vinnslusal Noröurtanga. Aukning aflans undanfarin ár er fyrst og fremst að þakka stærri og betri skipum. Hins vegar er róttækra aðgerða þörf I land- helgismálinu, þvi að öllum má ljóst vera, að við getum ekki öllu lengur deilt landhelginni með öðrum þjóðum. Væntanleg út- færsla I 200 milur hlýtur auðvitað að breyta myndinni eitthvað að þvl tilskyldu, að ekki verði samið um veiðiheimildir fyrir erlenda togara innan hinnar nýju land- helgi. Hins vegar verðum við að gera okkur grein fyrir þvi, að okkar aðalþorskveiðisvæði er frá 20 og út I 50 milur og þvi hlýtur okkur að liggja lífið við að vernda það svæði. Undanfarna daga hafa t.d. verið þar að veiðum um 40 brezk- ir togarar, enda hafa Bretar á undanförnum árum veitt um 48% þess afla, sem fengizt hefur á miðunum umhverfis landið, og þvl miður hefur þetta, eins og ég fyrr hef sagt, sáralitið breyzt. Ég vil enn og einu sinni undir- strika þaö að það er okkur Islend ingum llfsspursmál, að við fáum að sitja einir að þeim afla, sem veiðist á miðunum umhverfis landið, ella verður stórfelldur samdráttur I fiskiiðnaði og útgerð hér á landi, — sagði Jón Páll Halldórsson að lokum. skipin, þvi að slippurinn hér getur ekki tekið á móti stærra skipi en 300 tonna. — Hvemig hefur rekstraraf- koman verið á undanförnum ár- um? — A erfiðleikaárunum 1967 og 1968 voru frystihúsin yfirleitt rek- in með tapi, en hafa rétt úr kútn- um á undanförnum árum. Hins vegar er alveg ljóst, að fram undan eru erfiðleikatimar, þvi að ekki er fyrirsjáanlegt, að verðlag á erlendum mörkuðum fari hækk- andi næstu mánuðina. Til þess er alveg borin von, og við megum teljast góðir, ef núverandi verð helzt. Ljóst er, að grundvöllurinn undir rekstrarafkomu frystihús- anna og útgerðarinnar er algjör- lega brostinn, ef verðið lækkar. — Nú hefur það komið fram, að framleiðsla Norðurtangans á sl. ári var heldur meiri en árið þar á undan. Viltu þakka það útfærslu landhelginnar i 50 mllur? — Otgerðarmenn á Vestfjörð- um hafa ekki merkt neina breyt- ingueftir útfærslu landhelginnar, enda er það engin furða, þvi að brezkir togarar hafa heimild til þess að veiða upp að 20 milum tiu mánuði ársins. Það má þvi segja, að útfærslan hafi haft ákaflega- litla breytingu I för með sér. Efnahagslegt jafnrétti þegnanna — forsenda byggðar i landinu, segir Eiríkur Sigurðsson, bifvélavirki Eirikur Sigurðsson bifvélavirki er formaður félags járniðnaðar- manna á Isafirði. Hann hefur þetta að segja um afkomu unga fólksins á Isafirði: — Afkoma unga fólksins á Isa- firöi er góð. Hér hefur verið næg og jöfn atvinna a.m.k. sl. tvo ára- tugi og engar blikur á lofti um breytingar I þeim efnum. Meðal- árstekjur eru og með þvi alhæsta sem gerist hér á landi. Hinu er aftur á móti ekki að leyna, að at- vinna er hér nokkuð einhæf, þvi að við byggjum fyrst og fremst á sjósókn og úrvinnslu aflans. Að vlsu eru hér nokkur þjónustu- fyrirtæki, en þau starfa að mestu I tengslum við þennan höfuðþátt atvinnulífsins. Brýnasta þörfin i atvinnumálum er þvi að minu mati aukin fjölbreynti, og sýnist mér þar helzt koma til greina ýmiss konar iðnaður i smáum stll. — Húsnæðismál unga fólksins er jafnan i brennidepli. Hvað er um þau að segja hér á Isafirði? — Það hefur að mlnu mati staðið bæjarfélaginu ákaflega mikið fyrir þrifum, hvað litið hefur verið byggt af ibúðarhús- næði undanfarin ár. Ungt fólk, sem hefur verið að byrja sinn bú- skap, og eins þeir, sem til kaup- staðarinshafa flutt, hafa þvi jafn- an átt við hin mestu húsnæðis- vandræði að striða, enda litið um leiguíbúðir. Margir kunna að spyrja, af- Eirlkur Sigurösson hverju svo litið hafi verið byggt á ísafirði, fyrst fólk hefur hér al- mennt haft næga atvinnu og þén- að vel. Til þess liggja ýmsar ástæður. Til skamms tima þótti arðbærara að fjárfesta I fasteign Framhald á bls. 39.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.