Tíminn - 22.07.1975, Side 3

Tíminn - 22.07.1975, Side 3
Þriðjudagur 22. júli 1975. TÍMINN 3 Fundur framkvæmdastjórnar SUF Frekarí veiðar útlendinga innan 50 mílna koma ekki til greina Fundur framkvæmda- stjórnar S.U.F. var haldinn i Skiðaskálanum i Hveradölum laugardaginn 19. júli sl. Rætt var um starfið fram undan og kosnar nefndir á vegum S.U.F. Steingrimur Her- mannsson, ritari Fram- sóknarflokksins, mætti á fund- inum og svaraði fyrirspurn- um. Samþykkt var eftirfarandi ályktun: S.U.F. fagnar ákvörðun rikisstjórnarinnar um út- færslu landhelginnar i 200 mil- ur siðar á þessu ári og Itrekar sérstaklega samþykkt 15. þings S.U.F., sem haldið var á Húsavlk 6.-8. júni sl. S. U.F. leggur á það mikla áherzlu að frekara samkomulag um veiðar útlendinga innan 50 milna fiskveiðilandhelginnar komi ekki til greina. fréttatilkynning frá S.U.F. 3800 laxar komnir Kollafjarðarstöðina i gébé Rvik — 1 gær höfðu hvorki meira né minna en 3.800 laxar fengizt úr kistunni i laxeldistöð- inni i Kollafirði, en i Timanum 11. júli, var sagt frá mikilli laxa- gengd, en þá höfðu „aðeins” tæp- lega 1200 laxar fengizt, en þetta er margfalt fleira en á sama tima i fyrra. Að sögn Þórs Guðjónssonar veiðimálastjóra, má gera ráð fyrii-j að um 20—25% af þessum laxi sé merktur. Mest hefur kom- ið i kistuna I laxeldistöðinni 370 laxar á einum degi. Nú eru niður- stöður merkinganna unnar i töivu og er það mjög mikill munur frá þvi sem áður var og mikill sparn- aður á vinnukrafti. Þór Guðjónsson veiðimála- stjóri sagði, að sem dæmi mætti nefna, að á fimmtudag i s.l. viku, hefðu 265 laxar komið i kistuna i laxeldistöðinni i Kollafirði, og þar af hefðu 59 laxar verið merktir hinni nýju segulmerkingu, eða ör- merki (stytting á „örlitlu merki”). — Þrir menn vinna nú að staðaldri við að týna merkin úr löxunum og lesa úr þeim, sagði Þór, en það er Arni ísaksson fiskifræðingur auk tveggja starfsmanna Veiðimálastofnun- ar. Tölvan raðar þessum merking- um svo niður, þetta eru mismun- andi hópar laxa, sem hafa hver fyrir sig verið merktir á sérstak- an hátt, þ.e.a.s. örlitill mismunur á örmerkjunum gefur til kynna hvar og hvenær laxinn var merkt- ur. Tölvan sparar okkur mikinn vinnukraft og fáum við nú svo að segja niðurstöður jafnóðum, sem er mikill munur frá þvi sem áður var, sagði veiðimálastjóri. Þá sagði veiðimálastjóri, að ALOGÐ GJOLD HÆKKA ALLT AÐ 92% í NORÐURLANDSUMDÆMI EYSTRA H.V. Reykjavik Skattskrár hafa nú verið lagðar fram I þrem skattumdæmum á landinu, Norðurlandsumdæmi eystra, Vestfjarðaumdæmi og Suður- landsumdæmi. t Vestfjarðaum- dæmi var hún lögð fram siðastlið- inn föstudag, en i hinum i gær- morgun. í Norðurlandsumdæmi eystra nemur heildarfjárhæð álagðra gjalda 1.847.652.394 krónum, sem lagt er á samtals 11.344 einstak- linga og 625 félög. Hækkun á- lagðra gjalda frá þvl sem var á siðastliðnu ári, er 76,5%. Alagður tekjuskattur I umdæm- inu nemur samtals 739.954.823 krónum, sem leggst á 5.568 gjald- endur og er meðaltalshækkun á- lagðs tekjuskatts 58,3% frá sið- asta ári. Álagður eignaskattur er 38.424.673 krónur, sem leggst á 2.840 gjaldendur og er meðaltals- hækkun hans 29,8%. Aðstöðugjald i umdæminu nemur samtals 146.580.400 krón- um, sem leggst á 1.863 gjaldendur og er meðaltalshækkun þess Níu ára drengur beið bana í umferðarslysi H.V. Reykjavik. Niu ára gamall drengur, Pálmar Erling Magnús- son, til heimilis að irabakka 20 i Reykjavik, lézt af völdum um- ferðarslyss I Reykjavik á sunnu- dagskvöld siðasúiðið. Slysið varð með þeim hætti, að Bronco bifreið var ekið norður húsagötu, sem liggur frá Fells- múla að blokkum þeim, sem telj- ast til götunnar, og mun Pálmar heitinn hafa hlaupið út á götuna, milli kyrrstæðra bifreiða, sem staðsettar voru við austurbrún hennar, I veg fyrir Bronco bif- reiðina. Ökumaður Bronco bif- reiðarinnar ber, að hann hafi ekki orðið Pálmars var, fyrr en hann lenti á hægra framhorni bif- reiðarinnar og þegar hann hafði stöðvað bifreiðina, lá Pálmar i götunni við hana aftanverða. Slysið varð um klukkan 19.00 á sunnudagskvöld og lézt Pálmar skömmu siðar á Borgarspitalan- um. Rannsóknarlögreglan i Reykja- vik vill beina þeim eindregnu til- mælum til sjónarvotta, sem kunna að hafa verið að slysi þessu, að gefa sig þegar fram við hana. gjalds 92,4% frá árinu áður. Alagt útsvar i 4 kaupstöðum og 13 hreppum nemur 708.748.300 krónum, sem leggst á 9.349 gjald- endur og er hækkun þess um 79,1%. Atvinnurekstrargjöld og fleira nemur samtals 213.944.198 krón- um og er hækkun þeirra um 73,6%. Skyldusparnaður, sem er nýr skattur, nemur samtals 16.054.000 krónum. Söluskattur og sölugjöld námu á árinu 1974 samtals 927.658.474 krónum i Norðurlandsumdæmi eystra. Hæstu gjaldendur i umdæminu voru þessir: Af einstaklingum: 1. Snorri Friðriksson, bygg- ingameistari, Kaldbaksbyggð 8, Akureyri, sem greiðir 1.641.290 krónur i tekjuskatt og 518.800 krónur I útsvar. Samtals gjöld: 2.160.090 krónur. 2. Gunnar Tryggvi Óskarsson, byggingameistari Asvegi 30, Akureyri, sem lagt er á 1.492.254 krónur i tekjuskatt og 503.200 krónur i útsvar. Samtals gjöld: 1.995.454 krónur. 3. Baldur Jónsson læknir, Goðabyggð 9. Akureyri, sem á er lagt 1.384.952 krónur i tekjuskatt og 543.400 krónur i útsvar. Sam- tals gjöld: 1.928.352 krónur. 4. Tryggvi Helgason flugmað- ur, Alfabyggð 4. Akureyri, sem á er lagt 1.459.450 krónur i tekju- skatt og 457.300 krónur i útsvar. Samtals gjöld: 1.916.750 krónur. 5. Loftur Magnússon augn- læknir, Hamragerði 25, Akureyri, sem á er lagt 1.325.362 krónur i tekjuskatt og 526.200 krónur i út- svar. Samtals gjöld: 1.851.562 krónur. Af kaupfélögum voru eftirtalin hæst: 1. Kaupfélag Eyfirðinga Akur- eyri, sem á er lagt samtals 53.550.951 króna i opinber gjöld. 2. John Manville, Húsavik, sem á er lagt samtals 31.235.650 krón- ur. 3. S.Í.S., Akureyri, sem á er lagt samtals 12.153.794 krónur. 4. Slippstöðin Akureyri, sem á er lagt samtals 11.549.039 krónur. 5. Útgerðarfélag Akureyringa, sem á er lagt samtals 9.857.232 krónur. Skattskrá Suðurlandsumdæmis var einnig lögð fram i gærmorg- un, en þar er lagt á sam t als 6.897 aðila. Alagður tekjuskattur i umdæm- inu nemur samtals 454.145.743 krónur, sem leggst á 3.427 gjald- endur, og er meðaltalshækkun um 68% frá þvi siðastliðið ár. Alagður eignaákattur nemur samtals 30.495.641 krónu, sem leggst á 2.025 gjaldendur og er hækkun hans rétt um 50% frá þvi i fyrra, þegar álagður eignaskatt- ur i umdæminu nam rétt liðlega 20 milljónum króna. Veiðimálastofnunin hefði látið endurskoða veiðiskýrslur til hag- ræðingar fyrir tölvunotkun og mun hin nýja tölva þeirra vinna úr slikum skýrslum á mun styttri tima en áður var, auk þess sem hún verður notuð til að vinna úr ýmsum rannsóknum og fleira i sambandi við fiskveiðimál. AAikill samdráttur í bílainnflutningi Gsal-Reykjavik — Mikill sam- dráttur hefur orðið I bifreiðainn- flutningi landsmanna fyrstu 6 mánuði þessa árs, ef miðað er við sama timabil árið á undan. Fyrstu sex mánuði þessa árs voru fluttar inn til landsins alls 1850 nýjar og notaðar bifreiðar, en á sama tima árið 1974 voru fluttar inn til landsins 7356 bifreiðar. Samdrátturinn virðist vera nokkuð jafn yfir alla flokka bif- reiða. 1503 nýjar fólksbifreiðar voru fluttar inn fyrstu sex mánúði þessa árs, en voru 6.301 á sama timabili i fyrra, 164 notaðar fólks- bifreiðar voru fluttar inn nú, en voru 490 I fyrra, 66 nýjar vö'rubif- reiðar voru fluttar inn nú, en voru 267 i fyrra á sama tima. Fannst látinn við Svarfaðardalsá ASK-Akureyri — 41 árs gamall bóndi, Agnar Auðunn Þorsteins- son, frá Hofi i Svarfaðardal, fannst látinn við Svarfaðardalsá skammt sunnan Dalvikur sl. laugardag. Til Agnars sást siðast aðfaranótt föstudagsins, en opin- ber leit var ekki hafin fyrr en á laugardag. Agnar Auðunn var kvæntur og átti þrjú börn og einnig móður á lifi. Fannst látinn eft- ir fall í stiga H.V. Reykjavlk. Á laugardags- kvöld, eða á aðfaranótt sunnu- dags, féll maður niður stiga i húsi við Ránargötu i Reykjavik og fannst hann látinn fyrir neðan stigann um klukkan 2.30 þá um nóttina. Hefur maðurinn lent á rúðu i fallinu, farið I gegnum hana með annan handlegg sinn og hlotið við það töluverðan áverka. Ekki var i gær ljóst, hvort áverki þessi hefur leitt til dauða mannsins, en niður- stöður um dánarorsök munu liggja fyrir að lokinni krufningu liksins. Fernt slasaðist í bílveltu í Kömbunum Læddist inn um svefn herbergið og stal 12 þúsund kr. án þess að hjónin rumskuðu H.V. Reykjavvik Laust fyrir klukkan 15.00 á sunnudag lenti fölksbifreið út af veginum i Kömbunum, með þeim afleiðing- um að hún valt og skemmdist töluvert. Bifreiðin var á leið niður Kamba og missti bifreiðarstjór- inn vald á henni, með fyrrgreind- um afleiðingum. Fernt var i bif- reiðinni og voru þau öll flutt á Slysadeild til rannsóknar, en reyndust ekki alvarlega meidd. Nýlega hefur verið sett mal- bikslag á veginn i Kömbunum og talið er, að hálka, sem getur myndazt á nýju malbiki i rign- ingu og vætu,.geti hafa orsakað óhapp þetta. Helgin var annars nokkuð annasöm hjá lögreglunni á Sel- fossi, þvi að auk þessa óhapps urðu einir fjórir árekstrar I um- dæmi hennar. Slys urðu ekki á fólki I þeim, en nokkrar skemmd- ir á ökutækjum. Mestar skemmdir urðu i árekstri á sunnudag, þegar tveir bilar óku saman á þjóðvegi, skammt frá Selfossi. Bilarnir óku I gagnstæðar áttir og þegar þeir mættust, missti annar bilst jórinn, sem ekið mun hafa nokkuð greitt, stjórn á ökutæki sinu, með þeim afleiðingum að árekstur varð áf. H.V. Reykjavik. Aðfaranótt fimmtudags i siðastliðinni viku var brotizt inn I ibúðarhús i Kópa- vogi og stolið þaðan 12.000 krón- um i peningum. Innbrotsþjófur- inn brauzt inn um baðherbergis- glugga i húsinu, læddist gegnum svefnherbergi, þar sem hjón sváfu, inn i stofu, þar sem hann náði peningunum úr veski kon- unnar. Ekki varð vart við ferðir þjófs- ins, meðan á innbrotinu stóð, og uppgötvaðist það ekki fyrr en morguninn eftir. , Sömu nótt stöðvaði lögreglan i Kópavogi þrjá menn, sem voru drukknir á bifreið skammt frá efnagerðinni Val i Kópavogi, og var þeim komið fyrir I fanga- geymslu lögreglunnar yfir nótt- ina. A einum mannanna fundust 12.000 krónur og við yfirheyrslur morguninn eftir, játaði hann að hafa staðiðað innbrotinu i ibúðar- húsið. Hinir mennirnir tveir, sem i bifreiðinni voru með honum, ját- uðu þá við yfirheyrslu, að hafa farið inn i fyrirtækið Helluval i Kópavogi þá um nóttina, en þar er unnið allan sólarhringinn nú, og brotið þar upp peningakassa. Hirtu þeir úr honum skiptimynt. Mennirnir þrir játuðu ennfrem- ur að hafa gert tilraun til að kom- ast inn i ibúðarhús i Garðahreppi þessa sömu nótt, en þar mun hafa orðið vart við ferðir þeirra og þeir þess vegna horfið frá. Tveir mannanna hafa komið mikið við sögu lögreglunnar áður, og er annar þeirra nýbúinn að afplána dóm á Litla-Hrauni, en sá þriðji hefur ekki brotið af sér áður, svo vitað sé. Fjórir voru I bifreiðinni, sem vait I Kömbunurn. Þessa Tímamynd tók PÞ þegar hinir slösuðu voru fluttir af slysstaðnum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.