Fréttablaðið - 18.03.2005, Side 1

Fréttablaðið - 18.03.2005, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FÖSTUDAGUR SVEIFLA Í HÁSKÓLANUM Fyrstu tónleikarnir á vegum nýstofnaðs Jazz- klúbbs Háskóla Íslands verða í Stúdenta- kjallaranum klukkan 16. Ragnheiður Grön- dal söngkona kemur fram ásamt kvartett- inum Black Coffee. DAGURINN Í DAG 18. mars 2005 – 75. tölublað – 5. árgangur MEÐ STJÖRNUR Í AUGUNUM matur tíska tíðarandi krossgáta heilsa stjörnuspá tónlist SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 18 . m ar s – 24 . m ar s Placido Domingo » Stemningin á tónleikunum Kristur » Bíómyndir um síðustu dagana Ull & gull » ólíku blandað saman HILDUR VALAVill fylgja hjartanu Hildur Vala: GJALDFRJÁLS LEIKSKÓLI Reykjavík- urborg stefnir að sjö klukkustunda gjald- frjálsum leikskóla. Ráðstöfunartekjur hjóna með eitt leikskólabarn koma til með að aukast um 215.600 krónur á ári. Sjá síðu 2 ÓVÍST MEÐ TAKMARKANIR Fjöl- miðlanefnd menntamálaráðherra hefur ekki komist að niðurstöðu um hversu strangar takmarkanir eigi að setja á eignar- hald markaðsráðandi fyrirtækja á fjölmiðl- um. Sjá síðu 2 MILLJARÐAR Í SVARTRI VELTU Veltan í neðanjarðarhagkerfi veitinga- geirans nemur milljörðum króna. Formaður Matvís telur að 60-70 prósent starfsmanna á veitingastöðum við Laugaveginn vinni svart. Sjá síðu 4 EKKI AUKNAR SKYLDUR Ríkis- útvarpinu eru ekki lagðar meiri skyldur á herðar en einkafjölmiðlunum í nýju frum- varpi, að sögn stjórnenda 365 og Skjás eins. Sjá síðu 6 ● vignir í írafári ● stjörnuspá Kvikmyndir 36 Tónlist 38 Leikhús 38 Myndlist 38 Íþróttir 30 Sjónvarp 44 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 -Hátækni iðnaður á Íslandi föstudaginn 18. mars Sjá dagskrá á www.si.is VEÐRIÐ Í DAG Átröskun: Fjármagn á næsta leiti HEILBRIGÐISMÁL Vonir standa til þess að þær 16 milljónir króna fá- ist á næstunni sem vantar til þess að hægt sé að koma rekstri nýrrar göngudeildar fyrir átröskunar- sjúklinga á Landspítalanum í full- an gang, að sögn Jóns Kristjáns- sonar heilbrigðisráðherra. Deild- in var opnuð fyrr í vikunni. „Við erum að leita allra leiða til að styrkja þá teymisvinnu sem þarf að fara fram á nýju göngudeild- inni,“ sagði Jón. Hann sagði að þrjú til fjögur stöðugildi til viðbótar þyrfti inn á deildina ef vel ætti að vera. Kostnaðurinn væri 16 milljón- ir á ársgrundvelli. - jss / Sjá síðu 12. Rúnar Þór Rúnarsson: ▲ Í miðju blaðsins Matreiðslunemi ársins ● matur ● tilboð RIGNING EÐA SKÚRIR Í DAG Fremur hægur vindur syðra en lægir norðan til síðdegis eða í kvöld. Hiti 2-7 stig í dag en heldur áfram að hlýna á morgun. Sjá síðu 4 Endurskoðun stjórnarskrár: Öll gögn opin almenningi STJÓRNSKIPUNARMÁL Allir íslenskir borgarar sem láta sig stjórnskipun lýðveldisins varða geta nú nálgast öll þau gögn sem nefnd sú vinnur með, sem falið hefur verið að semja frumvarp til breytinga á stjórnarskránni. Þetta tilkynnti formaður nefnd- arinnar, Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra, á blaðamanna- fundi í Þjóðarbókhlöðunni í gær. Þar hefur verið innréttaður bás í handbókasafninu, þar sem þessi gögn verða öllum opin. Heimasíða hefur einnig verið opnuð til að auð- velda samráðið við almenning, http://stjornarskra.is. - aa / Sjá síðu 20 Veislan, borðskreytingar, tertur, athöfnin ▲ Fylgir Fréttablaðinu í dag ▲ Fylgir Fréttablaðinu í dag FERMINGAR LYFJAFRAMLEIÐSLA Navamedic ehf., dótturfélag Navamedic ASA í Noregi, hyggst í sumar hefja framkvæmdir við fyrri áfanga verksmiðjuhúss á Húsavík þar sem unnin verða efni til lyfjagerð- ar. Undirbúningur hefur staðið í rúm þrjú ár en kostnaður við fyrri áfanga verksmiðjunnar er nálægt 200 milljónum kóna. Fjármögnun er á lokastigi og segir Öyvind S. Brekke, framkvæmdastjóri Nava- medic í Noregi, að innan við tíu prósent vanti til að ljúka fjár- mögnun fyrri áfangans. Í verksmiðjunni, sem rísa mun sunnan við rækjuvinnslu Íshafs, verður í fyrstu unnið kítín úr rækjuskel. Kítínið verður flutt til Noregs þar sem því verður um- breytt í glúkósamín, komið í töflu- form og markaðssett sem lyf. Í síðari áfanganum er ætlunin að koma á fót glúkósamínverk- smiðju og á hún að verða tilbúin 2008. Á sama tíma verður hætt að flytja kítínið til Noregs en glúkós- amínið verður virkt lyfjaefni í duftformi. Duftið verður flutt til Noregs þar sem því verður komið í töfluform en ekki þykir hag- kvæmt að fjárfesta í búnaði til töfluvinnslu á Húsavík fyrir aðeins eina afurð. Glúkósamín virkar á bandvefi líkamans og er til dæmis talið geta unnið gegn slitgigt. Navamedic í Noregi hefur selt glúkósamín sem heilsubótarefni og hefur efnið meðal annars verið selt sem slíkt í verslunum á Íslandi. Undanfarin tvö ár hefur fyrirtækið unnið að lyfjaþróun með það að markmiði að verða fyrsta fyrirtækið í Evr- ópu til að koma efninu í lyfjaversl- anir. Gangi það eftir mun verð- mæti framleiðslunnar stóraukast en Navamedic hefur sótt um lyfja- leyfi í Svíþjóð og er svara að vænta fljótlega. Á Húsavík eru kjöraðstæður frá náttúrunnar hendi til fram- leiðslu glúkósamíns en fram- leiðsluferlið kallar á mikið af hreinu köldu vatni og 130 gráða heita gufu. Hvort tveggja er að finna á Húsavík á samkeppnis- hæfu verði. Á bilinu 18 til 20 manns munu starfa í lyfjaverksmiðjunni eftir að þar hefst framleiðsla á glúkós- amíni. - kk Lyfjaverksmiðja reist á Húsavík Norskir iðjuhöldar ætla í sumar að reisa verksmiðju á Húsavík þar sem framleiða á efni til lyfjagerðar úr sjávarfangi. Sótt hefur verið um lyfja- leyfi í Svíþjóð og er ætlunin að koma lyfinu á markað víða í Evrópu. REKTORSKJÖR „Mér er efst í huga þakklæti fyrir þennan mikla stuðning sem ég hef fengið og þakklæti til þess fólks sem hefur unnið með mér í aðdraganda kosn- inganna,“ sagði Kristín Ingólfs- dóttir prófessor, nýkjörinn rektor Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið í gærkvöld. Í úrslita- umferð rektorskosninganna hlaut hún 53,1% gildra atkvæða, að teknu tilliti til mismunandi vægis þeirra, en Ágúst Einarsson 46,9%. Meðframbjóðendum sínum vildi Kristín þakka sérstaklega. Þeir hefðu allir lagt mjög mikið af mörkum til umræðu um framtíð Háskóla Íslands og kosningabar- áttan farið fram af heilindum og drengskap. „Það er mikið verk fram undan,“ sagði Kristín spurð um hvað biði hennar í hinu nýja starfi, en hún er fyrsta konan í tæplega aldarlangri sögu Háskólans sem gegnir stöðu rektors. „Skólinn er geysilega sterkur og mjög merki- legt starf þar unnið,“ sagði hún. „Það þarf að vinna áfram að því að tryggja fjárhagsgrundvöll skól- ans til framtíðar og styrkja hann enn frekar.“ - aa Kristín Ingólfsdóttir kjörin rektor Háskóla Íslands: Mikið verk fram undan HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Jón Kristjánsson vinnur að fjármögnun þjónustu fyrir átröskunarsjúklinga. REKTORSKJÖRI FAGNAÐ Kristín Ingólfsdóttir prófessor fagnar sigrinum í rektorskosningunum í faðmi fjölskyldu og stuðningsfólks á heimili sínu í gærkvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.