Fréttablaðið - 18.03.2005, Síða 10
SÖGUNNI EYTT
Í gær var síðasta styttan af einræðisherran-
um Francisco Franco fjarlægð úr Madríd,
höfuðborg Spánar.
10 18. mars 2005 FÖSTUDAGUR
Veitingamaður gagnrýnir Skattrannsóknarstjóra:
Íþróttafélagið
Gaukur á Stöng?
SKATTRANNSÓKN „Þeir mættu gera
leit hjá íþróttafélögunum sem
halda böll fyrir þrjú til fjögur þús-
und manns og svo fer bókhaldið
beint í skókassa,“ segir Sigurður
Hólm Jóhannsson, eigandi veit-
ingahússins Gauks á Stöng. Hann
furðar sig á því að Skattrannsókn-
arstjóri hafi gert húsleit hjá veit-
ingahúsum en geri minna til að
athuga skemmtanahald íþrótta-
félaga.
Gaukur á Stöng var einn rúm-
lega tuttugu staða þar sem Skatt-
rannsóknarstjóri gerði húsleit
fyrir nokkru. Sigurður segist ekk-
ert hafa út á það að setja.
Sigurður segir íþróttafélögin
borga 5.000 krónur fyrir leyfi til
að halda stóra dansleiki en þau
greiði ekki virðisaukaskatt auk
þess sem þau geri ekki grein fyrir
því hver sjái um öryggisgæslu.
Því geti íþróttafélögin greitt
hljómsveitum himinháar upphæð-
ir fyrir að spila. „Þetta er sam-
keppnin sem við þurfum að búa
við og hún er styrkt af hinu opin-
bera. Maður ætti kannski að
breyta Gauknum í íþróttafélag,“
segir Sigurður.
Skúli Eggert Þórðarson skatt-
rannsóknarstjóri vísar gagnrýn-
inni á burg og segir að ákaflega
margir sem verði fyrir aðgerðum
skattayfirvalda telji að aðgerðirn-
ar ættu að beinast að öðrum en
þeim sjálfum. – jse
Félag íslenskra bifreiðaeigenda:
Gagnrýnir auglýsingar Olís
VERSLUN „Mér þykja þetta heldur
einkennileg vinnubrögð hjá Olís
að básúna slíkt þegar um gamla
könnun er að ræða,“ segir Run-
ólfur Ólafsson, formaður Félags
íslenskra bifreiðaeigenda. Hann
gagnrýnir auglýsingaherferð
Olís þar sem fram kemur að
mikil almenn ánægja sé hjá við-
skiptavinum fyrirtækisins sam-
kvæmt könnun Gallup.
Runólfur bendir á að könnun
sú er Olís notast við í auglýsing-
um hafi verið tekin áður en
fyrstu fregnir bárust af samráði
olíufélaganna og segist ekki í
vafa um að staðan sé allt önnur í
dag. „Svona vinnubrögð eru
vafasöm þar sem almenningur
gerir sér ekki grein fyrir að
könnunin fór fram í júlí og októ-
ber í fyrra og þess utan eru að-
eins um 25 fyrirtæki sem taka
þátt í henni. Að mínu viti er
verið að slá ryki í augu neytenda
enda staðan eflaust önnur í
dag.“ - aöe
Mannréttindi á
Íslandi gagnrýnd
Mannréttindaskýrsla Íslands var lögð fyrir mannréttindanefnd Sameinuðu
þjóðanna. Breytingar á refsirétti og óljós skilgreining á hryðjuverkum er gagnrýnd.
Lýst er yfir áhyggjum vegna þess hve fáar nauðgunarkærur leiða til dóma.
MANNRÉTTINDI Á fundi mannrétt-
indanefndar Sameinuðu þjóðanna á
miðvikudaginn var skýrsla Íslands
rædd. Sérfræðingar nefndarinnar
gagnrýndu breytingar á refsirétti
sem beinast að hryðjuverkaógninni
og sögðu að skilgreiningin á hryðju-
verkum væri of óljós og gæti ógnað
mannréttindum hér á landi. Hætta
væri á að mótmæli, sem væru eðli-
leg í lýðræðislegu þjóðfélagi, væru
skilgreind sem hryðjuverkaógn. Því
er mælt með því að hryðjuverk
verði frekar skilgreind í lögum.
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra segir skilgreininguna vera
álitamál sem rædd sé af löggjafar-
og framkvæmdarvaldi alls staðar í
heiminum. Hann er nú staddur í
Varsjá, þar sem hann situr fundi
dóms- og innanríkisráðherra Evr-
ópuráðsríkja, þar sem skilgreining
á hryðjuverkum hefur meðal ann-
ars verið rædd.
„Á vegum Evrópuráðsins er nú
verið að leggja lokahönd á nýjan
samning um varnir gegn hryðju-
verkum, þar sem kjarnaatriði er
einmitt að skilgreina mörkin á milli
málfrelsis, fundafrelsis og trúfrels-
is annars vegar og ólögmætra at-
hafna hins vegar. Ég er viss um að
samþykkt þessa samnings mun hafa
mótandi áhrif á íslenska löggjöf
eins og löggjöf annarra ríkja og ég
skil athugasemdir mannréttinda-
nefndarinnar sem hvatningu til okk-
ar til að taka mið af þessari þróun,“
sagði Björn í tölvupósti til blaðsins.
Eitt þeirra mála sem nefndin
hafði sérstakar áhyggjur af var
hversu fáir dómar falla vegna nauð-
gana með hliðsjón af fjölda kæra.
Einn sérfræðinga nefndarinnar
lagði það til að dómarar og lögreglu-
menn fái sérstaka þjálfun vegna
nauðgunarmála, auk þess sem sál-
fræðingar verði betur nýttir til að
komast að sannleikanum í nauðgun-
arkærum. Að sögn Björns er verið
að endurskoða lög um meðferð op-
inberra mála, starfi sem á að vera
lokið í haust, en þar er komið inn á
endurskoðun réttarfarsreglna. Þær
snúa meðal annars að nauðgunar-
málum.
svanborg@frettabladid.is
Ráðning fréttastjóra:
Trúverðug-
leiki er í hættu
RÍKISÚTVARPIÐ Miðstjórn Bandalags
háskólamanna lýsir yfir áhyggjum
af því að trúverðugleiki Útvarpsins
bíði hnekki vegna ráðningar Auðuns
Georgs Ólafssonar í starf frétta-
stjóra.
Miðstjórnin ræddi málið á fundi
sínum í fyrrakvöld. Í ályktun henn-
ar segir, að hún mótmæli harðlega
að gengið hafi verið fram hjá fag-
legum kröfum við ráðninguna.
Ljóst er að misræmi er milli aug-
lýsinga um starfið og þeirra þátta
sem réðu niðurstöðu, segir í sam-
þykktinni. „Miðstjórn BHM tekur
undir áhyggjur af því að trúverðug-
leiki útvarpsins bíði hnekki vegna
ráðningarinnar og meðferðar máls-
ins.“ - jss
Robert Blake:
Sýknaður
af ákærum
LOS ANGELES, AP Bandaríski leikar-
inn Robert Blake var í fyrradag
sýknaður af ákærum um að hafa
myrt eiginkonu sína, Bonny Lee
Bakley, árið 2001 og að hafa
reynt að fá leigumorðingja til
verksins.
Blake var mjög hrærður eftir
að dómurinn var kveðinn upp og
kjökraði hástöfum. Það fyrsta
sem hann gerði þegar hann kom
út úr dómssalnum var að kveikja
sér í sígarettu og skera af sér
staðsetningararmband sitt.
Frægðarsól Blakes reis hæst
á áttunda áratugnum þegar
hann lét í sjónvarsþáttunum
Baretta. ■
899
kr
m
vsk
M
ANNLÍF
Mars 2005 3. tbl. 22. árg
. 899 kr. m.vsk.
SKILNAÐUR
ALLTAF SÁR
SÉRBLAÐ UM FERÐIR
EYÞÓR ARNALDS HEFU
R NÁÐ HÆSTU TINDUM
Í TÓNLIST OG VIÐSKI
PTUM EN VERIÐ ÓFEIM
INN
VIÐ AÐ SÖÐLA UM. Í E
INLÆGU VIÐTALI VIÐ M
ANNLÍF SEGIR HANN F
RÁ SKILNAÐINUM VIÐ
MÓEIÐI
JÚNÍUSDÓTTUR OG TU
GMILLJÓNATAPI VEGN
A VIÐSKIPTA VIÐ FYRR
UM EIGENDUR SKJÁSE
INS
FJÖLSKYLDUSAGA FORSÆ
TISRÁÐHERRA NÆRMYND
AF HALLDÓRI ÁSGRÍMSSY
NI
METRÓMAÐURINN
OG TÍSKAN
4. . :273 2005 14:06
VERTU UPPLÝSTUR
SPENNANDI BORGARFERÐIR • TYRKLAND LAÐAR • ÖRYGGI Á HÁLENDINU • ÆVINTÝRI Í EYJAHAFINU • Á SKÍÐUM Í ASPEN
M
AN
N
LÍF
FERÐ
ABLAÐ
vor
2005
KÍNAHVERFIÐ ÍNEW YORK
HRIKALEGA GRÆNLAND
Á SÝRLENSKUM MARKAÐI
VERSLAÐ Í GLASGOW
SPÆNSKUNÁM Í PERÚ
Sérblað um
ferðalög
fylgir með
Er Halldór
Ásgrímsson
kvóta kóngur?
Fráskilinn
Eyþór segir
sögu sína.
■ BANDARÍKIN
FEGURÐARDROTTNING SÝKNUÐ
Sharron Nicole Redmond, ungfrú
Savannah í Georgíuríki, var í gær
sýknuð af því að hafa skotið
unnusta sinn árið 2003. Hjóna-
leysin höfðu deilt og hélt Red-
mond að unnustinn væri að
teygja sig í byssu og því skaut
hún hann. Kviðdómur taldi að um
sjálfsvörn hefði verið að ræða.
Raforkunotkun Íslendinga:
Sú mesta í
heiminum
IÐNAÐUR Raforkunotkun Íslendinga
er sú mesta í heiminum og notaði
hver íbúi að meðaltali 29.500
kílóvattstundir af raforku á síðasta
ári, samkvæmt upplýsingum frá
Orkuspánefnd. Þá var aukning á al-
mennri forgangsnotkun sú mesta í
20 ár eða frá 1987.
Raforkunotkun hefur aukist
mikið síðustu ár, aðallega vegna
eflingar orkufreks iðnaðar. Raf-
orkunotkun stóriðju stóð í stað á
síðasta ári eftir mikla aukningu á
árunum 1996-2003. - sgi
GAUKUR Á STÖNG
Eigandi Gauks á Stöng segist ekkert hafa að fela fyrir skattayfirvöldum. Hann telur að skatta-
yfirvöld ættu að athuga íþróttafélögin og þá sem halda dansleiki í nafni slíkra félaga.
VAFASAMUR HEIÐUR
Könnun sú er sýnir mikla ánægju almennings með viðskipti sín hjá Olís er tekin áður en
fregnir bárust af samráði olíufélaganna. Það kemur hvergi fram í auglýsingum olíufélagsins.
DÓMSMÁLARÁÐHERRA ER Í VARSJÁ
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er nú staddur á fundi í Varsjá þar sem skilgreining
á hryðjuverkum var á dagskrá.
MIKILL LÉTTIR
Leikaranum létti mikið eftir að dómur
var kveðinn upp.