Fréttablaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 12
Í LÓFA LAGIÐ
Michael Jackson veifaði aðdáendum sín-
um fyrir utan dómsalinn í Santa Maria.
Réttarhöldin eru í fullum gangi og hefur
meint fórnarlamb popparans borið vitni í
vikunni.
12 18. mars 2005 FÖSTUDAGUR
IÐNAÐUR Tilboð Slippstöðarinnar á
Akureyri í endurbætur á varð-
skipunum Ægi og Tý var metið
þriðja hæsta tilboðið. Slippstöðin
var metin jöfn pólska fyrirtækinu
Morska, sem var hlutskarpast í
útboðinu, í reynslu. Þá var Slipp-
stöðin metin tveimur stigum neð-
ar en Morska í verði. Þar hlaut
Slippstöðin 68 stig, en Morska 70
stig. Pólska skipasmíðastöðin
Nauta var talin vera með annað
besta tilboðið, fékk átta sigum
minna en Slippstöðin fyrir verð og
tveimur stigum minna fyrir
reynslu. Það sem skipti mestu
máli var að Slippstöðin hlaut
ekkert stig fyrir ISO-vottun, en
Morska hlaut 20 stig, sem og
Nauta.
Í tilkynningu frá Landhelgis-
gæslunni segir að hlutur ISO-vott-
unar í stigagjöf hafi verið ræki-
lega kynntur í útboðsgögnum og
Gæslunni sé ekki kunnugt um að
bjóðendur hafi gert athugasemdir
við það.
Þá segir í tilkynningu að Land-
helgisgæslan taki ekki sjálfstæð-
ar ákvarðanir um við hvern sé
rætt eða samið, hún sé skyldug að
skipta við Ríkiskaup og bjóða út
svo stór verkefni á Evrópska
efnahagssvæðinu. - ss
Auglýsingar ýta
undir átraskanir
Sterk ímynd auglýsingaiðnaðarins stuðlar að því skelfilega og vaxandi vanda-
máli sem átröskun er, að mati landlæknis. Hann leggur áherslu á að nýta beri
það sóknarfæri sem opnun nýrrar göngudeildar á Landspítala býður upp á.
HEILBRIGÐISMÁL Auglýsingaiðnaður-
inn ýtir undir átraskanir, að mati
Sigurðar Guðmundssonar land-
læknis. Embættið hefur starfað að
úrlausnum þessa vaxandi vanda
ásamt starfsfólki Landspítala – há-
skólasjúkrahúss (LSH) og fleirum
á heilbrigðissviði.
Fram hefur komið að um 60 nýj-
ar beiðnir vegna átröskunar hafa
borist til geðsviðs LSH á undan-
förnum árum. Á síðasta ári tvöfald-
aðist tala þeirra barna sem
greindust með þennan sjúkdóm á
Barna- og unglingageðdeildinni á
Dalbraut. Fjöldi þeirra fór þá úr tíu
til fimmtán í 30. Þetta þýðir að á
síðasta ári bættust að minnsta kosti
90 átröskunarsjúklingar í þann hóp
sem fyrir var á geðdeildum LSH.
Gera má ráð fyrir að hópur fólks
hafi einnig leitað til heilsugæslu-
stöðva, sálfræðinga og annarra
fagaðila vegna átraskana.
Í vikunni var ný göngudeild fyr-
ir þennan sjúklingahóp tekin í
notkun á geðsviði LSH. Samkvæmt
upplýsingum frá Eydísi Svein-
bjarnardóttur vantar 16 til 18 millj-
ónir króna til að hægt sé að keyra
þjónustuna þar eins og hægt er
með því sérmenntaða fagfólki sem
er á spítalanum.
„Það er enginn vafi á því að það
skelfilega og vaxandi vandamál
sem átröskun er tengist samfélags-
breytingum nútímans,“
segir landlæknir. „Ég er sannfærð-
ur um að hluti af vandanum er
þessi sterka ímynd auglýsingaiðn-
aðarins, snyrtivöruiðnaðarins og
skemmtiiðnaðarins á ungar stúlkur
sérstaklega, en einnig á einstaka
drengi. Séu ákveðin geðlagsein-
kenni fyrir hendi er fólk móttæki-
legra fyrir sterkum áhrifum eins
og eru látin dynja yfir okkur allan
daginn. Sumir einstaklingar í sam-
félaginu hafa minni varnir en fjöld-
inn og fara yfir í átröskun. Þetta er
ekki sjálfskaparvíti eins eða neins.
Þetta er geðröskun.“
Sigurður segir að byggja þurfi
upp þverfaglega þjónustu. Hún
þurfi að beinast fyrst og fremst að
fræðslu til umhverfisins, aðstand-
enda, sjúklinga, meðferð á göngu-
deild og dagdeild. Jafnframt þurfi
að vera fyrir hendi aðgangur að
sjúkrahúslegu, annað hvort á geð-
deild eða jafnvel lyfjadeild.
Þörf á því að leggja átröskunar-
sjúklinga inn á sjúkrahús sé
yfirleitt lítil. Langflestum sé hægt
að sinna á göngudeildum og dag-
deildum. Efla þurfi þjónustuna við
þá á Landspítala – háskólasjúkra-
húsi. Nú sé sóknarfæri eftir opnun
nýju göngudeildarinnar.
jss@frettabladid.is
– hefur þú séð DV í dag?
MÓÐIR HARMI SLEGIN
Þeir slepptu
manninum sem
nauðgaði
níu ára
dóttur minni
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
FRÁ SLIPPSTÖÐINNI Á AKUREYRI
Fékk ekki endurbætur á varðskipum því að
alþjóðlega staðalvottun vantaði.
Slippstöðin á Akureyri:
Vantaði ISO-vottun
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/K
R
IS
TJ
ÁN
EINKENNI ÁTRÖSKUNAR
Eitt einkenna átröskunar er ef farið er fljótlega í sturtu eftir hverja máltíð. Það getur bent
til þess að viðkomandi láti vatnið fossa á meðan hann losar sig við matinn í klósettið.
Myndin er sviðsett.
SVEITARSTJÓRNARMÁL Margrét Sverr-
isdóttir lýsti því yfir í gær að hún
sæktist eftir öðru sæti á lista
Frjálslyndra fyrir næstu borgar-
stjórnarkosningar. Á sama tíma
lýsti hún yfir stuðningi við Ólaf F.
Magnússon í fyrsta sætið og sagði
það fagnaðarefni að hafa jafn
reyndan mann í fyrsta sæti. Þau
skipa nú fyrsta og annað sæti F-list-
ans.
Margrét sagðist vonast til að
verða kjörin. Ef það gengi eftir yrði
Frjálslyndi flokkurinn væntanlega
í oddastöðu í borgarstjórn og hefði
mikla burði til að sækja fram.
„Við erum ekki sjálfkjörin,“
sagði Ólafur en miðstjórn flokksins
tekur ákvörðun um uppröðun á
lista. Hvorugt þeirra á von á því að
prófkjör verði haldið.
Borgarstjórnarflokkur Frjáls-
lyndra hefur opnað nýja heimasíðu:
www.f-listinn.is. Með því má segja
að kosningabarátta flokksins fyrir
borgarstjórnarkosningarnar sem
verða í maí á næsta ári sé hafin.
Frjálslyndi flokkurinn hyggst á
næstu dögum dreifa veggspjöldum
sem gerð voru vegna baráttunnar
fyrir varðveislu götumyndar og
elstu byggðarinnar við Laugaveg.
- ss
Borgarstjórnarflokkur F-lista:
Kosningabaráttan hafin
HEIMASÍÐAN OPNUÐ
Ólafur F. Magnússon og Margrét Sverris-
dóttir hafa gefið kost á sér í fyrsta og
annað sæti á lista Frjálslyndra í næstu
borgarstjórnarkosningum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L