Fréttablaðið - 18.03.2005, Síða 25
3FÖSTUDAGUR 18. mars 2005
Til hnífs og skeiðar
GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR EFTIRRÉTT
Eplakurl hamingjunnar
Sagt er að fátt sé hlýlegra í húsi en ilmur af kanil og bökuðum
eplum. Að sama skapi er haft fyrir satt að þessi eftirréttur, bragð
hans og angan, útlit, áferð og hollusta, tendri hamingjuneista í hjört-
um fólks, í það minnsta í brjóstum sem að geta fundið til.
Byrjið á því að kjarnhreinsa eplin og skera niður í frekar litla bita.
Eplahýðið getur verið á eða ekki, allt eftir smekk hvers og eins.
Smyrjið botninn á ofnföstu fati og dreifið svo eplunum yfir botn
fatsins og stráið yfir þau kanil. Blandið höfrum, eplakökuraspi og
sykri saman í skál og vinnið mjúkt smjörið saman við með höndun-
um. Þessari blöndu er svo dreift yfir eplin og allt bakað í 200 gráðu
ofni í 25 til 30 mínútur. Ef hafrarnir dökkna um of, setjið þá álpapp-
ír yfir bökuna síðustu mínúturnar. Berið fram með bólstrum af drif-
hvítum rjóma.
3 græn epli (kjarnhreinsuð og skorin í litla bita)
2 dl grófar hafraflögur
2 dl eplakökurasp
2 dl púðursykur
1 tsk. kanill
100 g smjör SÓMABAKKAR
Nánari uppl‡singar á somi.is
*Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr.
PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING*
Ertu með í
mjólkurferð?
Kátt er nú hjá öllum mjólkursvelgjum
enda mjólkin víða seld á spottprís.
Sumir gætu farið að dæmi Kleópötru
og baðað sig upp úr mjólkinni en
aðrir kjósa hana frekar innvortis.
Mjólk má drekka á ýmsan hátt og
hér eru nokkur tilbrigði.
KANADÍSK MJÓLK
1 bolli mjólk eða léttmjólk
1/2 bolli litlir sykurpúðar
1/2 teskeið vanilludropar
1 matskeið hlynsíróp
Hitið mjólkina í litlum potti. Setjið
sykurpúða, vanilludropa og síróp í
hitabrúsa og hellið heitri mjólkinni
varlega yfir. Setjið lokið á og hristið
brúsann í svona 20 sekúndur eða þar
til blandan er farin að freyða og
sykurpúðarnir eru bráðnaðir. Opnið
varlega, hellið í krús og berið fram.
INDVERSKT MJÓLKURTE
4 bollar vatn
8 negulnaglar
4 heilar kardimommur
1 teskeið fenníkufræ
1 kanilstöng
5 cm sneið af ferskum engifer
3 pokar af Darjeeling-te eða 3
matskeiðar af Darjeeling-telaufum
1 bolli léttmjólk eða fjörmjólk
1/4 bolli sykur
Blandið saman kryddi og vatni í meðal-
stóran pott og látið suðuna koma upp.
Lækkið hitann, setjið lokið á og látið
malla í tíu mínútur. Bætið tepokunum út
í og takið pottinn af hellunni. Lokið aftur
og mallið í hálftíma. Síið svo vökvann
ofan í annan pott og bætið sykri og
mjólk í. Sjóðið aftur þar til sykurinn leys-
ist alveg upp. Hellið í fjórar könnur eða
há kaffiglös og skreytið með kanilstöng-
um og appelsínuberki.
HNETUHRISTINGUR
1 bolli kekkjalaust hnetusmjör
1/4 bolli súkkulaðisíróp
1 1/4 bolli mjólk
12 ísmolar
Blandið saman hnetusmjöri, súkkulað-
isírópi, mjólk og ísmolum í matvinnslu-
vél. Hellið í há glös og skreytið með
súkkulaðispænum.
HOLLUR MORGUNHRISTINGUR
3 bollar undanrenna
1/4 bolli All Bran
1/4 teskeið kanill
1/2 teskeið vanilludropar
1 meðalstórt epli í sneiðum
Frystið 2 1/2 bolla af undanrennu í
ísmolabakka yfir nótt. Setjið All Bran,
kanil, vanilludropa og epli í matvinnslu-
vél og blandið saman við 1/2 bolla af
undanrennu. Blandið saman í 20 sek-
úndur. Bætið frosnu undanrennumolun-
um einum af öðrum út í hristinginn þar
til ákjósanlegri áferð er náð, en hún fer
eftir smekk hvers og eins. Geymið af-
ganginn frosinn til seinni nota. Í staðinn
fyrir epli má nota hvaða ávexti sem er.
Vín frá vínhúsi ársins á
Spáni á kynningarverði
Íberískir dagar sem staðið hafa yfir í Vínbúðunum frá
miðjum febrúar lýkur nú um helgina og fer því hver
að verða síðastur að tryggja sér gæðavín á kynningar-
verði. Eitt athyglisverðasta vínið á íberísku dögunum
er Baron de Ley Reserva, frábært matarvín sem á
vel við flest rautt kjöt og grillmat.
The International Wine and Spirit Competit-
ion í London útnefndi nýlega spænska vínhúsið
Baron de Ley besta spænska vínframleiðand-
ann fyrir árið sem var að líða. Baron de Ley
var stofnað 1985 og hefur á þessum skamma
tíma unnið sér inn orðstír sem nútímalegt vín-
fyrirtæki sem framleiðir gæðavín á góðu verði.
Mikið gæðaeftirlit er með vínuppskerunni og
eru allar þrúgur handtíndar til þess að auka á
gæðin. Vínið er svo sett yfir á eikartunnur þar
sem amerísk eik er notuð í meirihluta en í bland
við franska eik.
Kynningarverð 1.390 kr.