Fréttablaðið - 18.03.2005, Síða 34

Fréttablaðið - 18.03.2005, Síða 34
6 ■■■ { FERMINGAR } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ fermingargjöf Flott hugmynd að Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 74 76 12 /2 00 5 Kira 3 Frábært kúlutjald með stóru fortjaldi. Fermingartilboð 8.990 kr. Verð áður 10.990 kr. Tjöld frá 5.990 kr. „Þessi athöfn var náttúrlega merki- leg á þeim tíma en ég fermdist bara því allir aðrir gerðu það. Ég hef aldrei verið sérstaklega trúaður þannig að ég fylgdi bara flæðinu. Ég fékk smá pening og var ánægð- ur með það. Reyndar fengu margir í kringum mig tvö eða þrjú hund- ruð þúsund en ég fékk bara fimm- tíu þúsund krónur, sem var fínt,“ segir Karl sem lagði peningana þó ekki inn í bók og safnaði vöxtum. Við tal um fermingardaginn rifj- ast upp fyrir Karli hvimleið minning sem hann vildi helst gleyma. „Dag- inn áður en ég átti að fermast var ég neyddur í ljós. Ég skaðbrann og gat ekkert sofið um nóttina af því að húðin flagnaði af mér. Ég hef líklega ekki verið nógu sætur fyrir mömmu og þess vegna sendi hún mig í ljós. Ég hef ekki farið í ljós síðan og ég er mjög feginn að það voru engar myndir teknar af mér á fermingar- daginn,“ segir Karl en móðir hans sleppti því að mála hann. „Það hefði verið frekar svalt að vera málaður og ég held að við ættum að reyna að koma því á að strákar séu málaðir í fermingunni.“ „Ég fékk fullt af drasli í ferming- argjöf eins og skrautskriftarpenna- sett – hvað á ég að gera við það?“ spyr Karl þegar blaðamaður spyr hann út í fermingargjafirnar. „Ég fékk reyndar utanlandsferð frá frænku minni sem átti heima í Lúx- emborg á þessum tíma. Ég fór að heimsækja hana og það var algjör ævintýraferð.“ 1. Taktu kjúklingavængina og skerðu þá í sundur á liðamótun- um þannig að tvö stykki verði til úr hverjum væng. 2. Raðaðu þeim á ofngrind og settu í 180 gráðu heitan ofn í 35-45 mínútur. 3. Taktu þá út og penslaðu 2–3svar með buffalo wings sauce (fæst í krukkum í mat- vöruverslunum). 4. Settu þá aftur inn í heitan ofninn í 35-55 mínútur. 5. Rétt áður en þeir eru teknir úr ofninum er tilvalið að láta þá standa undir grillinu í smá stund. Ef þú vilt undirbúa þetta degin- um áður er sniðugt að fara í gegnum atriði 1-3 og láta þá svo standa í ísskáp í sósunni yfir nótt. Þannig að daginn eftir er nóg að setja þá inn í ofn til að hita þá. Það getur líka verið ágætt að pensla svo aðeins yfir með sósu áður en þeir eru bornir fram. GRÁÐAOSTASÓSA 1 dós sýrður rjómi 1 gráðaostur Gráðaosturinn er mulinn og blandaður saman við sýrðan rjóma. Berðu vængina fram með gráðaostasósunni og sellerí- stöngum sem gott er að dýfa í sósuna. Settu líka stafla af servíettum við hliðina á því puttarnir verða klístraðir. Karli finnst merkilegt að krakkar í Noregi fermist fjórtán ára en megi ekki skrá sig úr þjóðkirkjunni fyrr en þeir hafa náð átján ára aldri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L Skaðbrann daginn fyrir fermingu Karl Ingi Karlsson, söngvari og forritari í hljómsveitinni Dáðadrengjum, fermdist árið 1995 í Áskirkju. Hann átti ekki sjö dagana sæla fyrir ferminguna og er feginn að sá at- burður var ekki festur á filmu. BUFFALO KJÚKLINGAVÆNGIR Einn af eftirlætisréttum Arons Inga. Buffalo vængir eru sterkir kjúklingavængir sem bornir eru fram með gráðaostasósu og sellerí. Aron Ingi Agnarsson fermist í Grindarvíkurkirkju á skírdag og segist hlakka alveg rosalega til. Hann hefur tekið virkan þátt í undirbúningnum og tekið sjálfur ákvarðanir um minnstu smáatriði. „Fyrir veisluna valdi ég alla upp- áhaldsréttina mína sem mamma býr til,“ segir Aron Ingi og bætir við að mestu skipti að á veisluborðinu séu kjúklingabringur og nammi. Hann valdi einnig servíetturnar á borðin og litina sem verða alls- ráðandi í veislunni, blár og límónu- grænn. „Ég þurfti að skoða svolítið til að sjá hvað ég vildi, mér fannst það svo sem ekkert leiðinlegt en ekkert gaman heldur,“ segir Aron Ingi sem þykir það mikilvægt að hann velji allt sjálfur, enda sé þetta hans veisla. „Ef mamma hefði bara ráðið þessu þá hefði allt bara orðið bleikt,“ segir Aron Ingi og hlær. Aron Ingi segist ekki hafa haft nokkrar efasemdir um að fermast og hann sé með trúmálin á hreinu, enda fékk hann 10 í trúarbragða- fræði í skólanum tvisvar í röð. „Það ætti ekki að vera neitt mál að ferm- ast,“ segir Aron Ingi. Hvað fermingargjafirnar varðar segist hann helst vilja fá pening. „Ég er að safna mér fyrir tölvu og síma,“ segir Aron Ingi ákveðinn og augljóslega með hlutina á hreinu. Býður upp á kjúklinga- bringur og nammi Aron Ingi Agnarsson hefur valið allt sjálfur hvað viðkemur fermingunni og veislunni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.