Fréttablaðið - 18.03.2005, Side 39

Fréttablaðið - 18.03.2005, Side 39
Vegna mistaka sem urðu í innslætti á uppskrift að Rice krispies kransaköku í síðasta fermingarblaði birtist hún hér aftur leiðrétt. 2x240 g Petit ekta suðusúkkulaði (eða hjúpsúkkulaði) 1 lítil dós síróp (þessar grænu) 150 g smjör 230 g Rice krispies Súkkulaðið, smjörið og sírópið er brætt saman við vægan hita. Rice krispies er hrært út í. Síðan er þetta sett í kransakökuform þar sem hver hringur fyrir sig hefur verið fóðraður með plastfilmu. Setja þarf form- in meira en sléttfull og þrýsta deginu vel saman þannig að hringirnir verði sem þéttastir. Síðan eru hringirnir látnir kólna, til dæmis yfir nótt, og síðan límdir saman með doppum af bræddu súkkulaði. Kök- urnar eru skreyttar að vild. RICE KRISPIES KRANSAKAKA ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { FERMINGAR } ■■■ 11 SÍGILDUR RÆKJURÉTTUR Kaldir brauðréttir eru alltaf vinsælir á hlaðborð, hvort sem um er að ræða kaffiveislu eða kalt matar- borð. 200 g rækjur 4 sneiðar skinka 3 harðsoðin egg 1 dós sýrður rjómi 5 msk. majones 3 msk. franskt sinnep 2 tsk. karrí 6 brauðsneiðar (heilhveiti- eða franskbrauð) 1/2 dós kurlaður ananas Grænmeti til skrauts og jafnvel harðsoðin egg Eggin eru skorin smátt og hrærð út í sýrða rjómann, majonesið, sinnepið og karríið. Hluti af hrærunni er settur í botninn á formi eða fati. Brauðsneiðarnar lagðar ofan á. Ananasinum, ásamt safanum, dreift yfir. Skinkan sem skorin hefur verið í smábita kemur næst. Þar ofan á afgangurinn af hrærunni sem fyrst var búin til. Þá loks er komið að rækjunum. Þeim er raðað fallega yfir allt saman og fatið skreytt með til- tæku grænmeti og jafnvel eggjabátum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.