Fréttablaðið - 18.03.2005, Síða 47

Fréttablaðið - 18.03.2005, Síða 47
CHALLAH-BRAUÐ 1. Helltu einu meðalháu glasi af volgu vatni í skál. Blandaðu 4 tsk. af geri saman við og blandaðu vel. 2. Blandaðu 1 eggi og 2 eggja- rauðum saman við ásamt 1/4 af glasi af olíu (ekki nota ólífuolíu). Geymdu eggjahvítuna til að smyrja á brauðið áður en það fer í ofninn. 3. Hrærðu öllu saman í smástund. 4. Blandaðu hveiti saman við, þar til deigið er orðið þurrt. 5. Hnoðaðu deigið og settu í skál og settu klút yfir. Láttu það standa þar til það hefur þrefaldast að stærð. 6. Hnoðaðu deigið aftur og skiptu í þrjá renninga sem þú fléttar sam- an. Leggðu klút yfir brauðið og láttu standa og lyfta sér aðeins. 7. Penslaðu brauðið með eggja- hvítunum og stráðu sesamfræjum yfir. 8. Bakaðu við 180 gráður. Brauðið er tilbúið þegar botninn er orðinn stífur og hægt að banka létt í hann og heyra að brauðið er bak- að (eftir um það bil 20 mínútur). Allar hefðbundnar máltíðir gyð- inga hefjast á því að brauð er brot- ið. Challah er ein tegund af brauði sem mikið er notuð á hátíðisdögum og á föstunni hjá gyðingum, en þetta er sætt brauð með eggja- bragði. Brauðhleifurinn er yfirleitt fléttaður og er mjög fallegur á að líta. Mjög einfalt er að baka challah (borið fram tjalla) og er það ein- staklega bragðgott og próteinríkt, hentar vel með öllum mat og er sérstaklega fallegt á veisluborðið. Heimabakað ljúffengt gyðingabrauð Mikið getur sparast með því að baka eigið brauð fyrir veisluna. Challah er gyðingabrauð sem er einfalt að baka, bragðast vel og hentar með öllum mat. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { FERMINGAR } ■■■ 19

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.