Fréttablaðið - 18.03.2005, Qupperneq 48
4 eggjahvítur
sítróna
16 msk. sykur
1 tsk. hvítvínsedik
2 tsk. maísenamjöl
nokkrir vanilludropar
Smyrjið skál að innan með
sítrónusafa. Þeytið eggjahvíturnar
í skálinni þar til þær eru nærri því
stífþeyttar. Hrærið svo sykrinum
varlega saman við og bætið edik-
inu og maísmjölinu út í. Að lokum
bætið þið vanilludropunum var-
lega við með skeið .
Setjið smjörpappír á bökunarplötu,
gerið rúmlega 20 cm hring og
hellið deiginu innan hans. Passið
að dreifa ekki of mikið úr deiginu
svo að marengsinn verði ekki
þunnur og stökkur.
Forhitið ofninn í 180˚C en stillið
niður í 150˚C þegar þið setjið
marengsinn inn í ofninn og bakið
í 45-50 mínútur. Látið hann
kólna inni í ofninum.
Smyrjið þeyttum rjóma yfir mar-
engsbotninn. Setjið svo ávexti eða
ber, til dæmis ástaraldin, bláber,
rifsber eða brómber, ofan á rjó-
mann. Helst súra ávexti til að
vega upp á móti sykrinum í mar-
engsnum.
20 ■■■ { FERMINGAR } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
GJÖF SEM GAGNAST ÖÐRUM >
ABC-barnahjálp starfrækir skrifstofur hér á landi en
samtökin eru starfandi um allan heim. Á heimasíðu
samtakanna er hægt að gefa fé til styrktar starfsem-
inni, bæði almennt en einnig er hægt að styrkja ein-
stök verkefni um einstaka hluti og húsmuni. Það er til
dæmis hægt að gefa fermingarbarninu borð og stól í
skólastofu í Úganda fyrir 2.000 krónur, dýnu til að
sofa á fyrir 1.500 krónur eða hálfan fermetra á El
Shaddai barnaheimilinu í Indlandi sem kostar 8.500
krónur. Einnig er hægt að veita barni skólagöngu og
læknishjálp í tvo mánuði fyrir u.þ.b. 7.000 krónur.
Þannig fær fermingarbarnið á tilfinninguna að það
hafi lagt eitthvað af mörkum til heimsins alls og að
ferming þess hafi komið einhverjum öðrum en bara
því sjálfu til góða. Starfsfólk ABC-barnahjálparinnar
útbýr skjal þar sem tiltekið er hve há upphæð er gefin
og í nafni hvers. Allar nánari upplýsingar má fá á
heimasíðu samtakanna: www.abc.is.
< URÐ OG GRJÓT UPP Í MÓT
Ef þig grunar, eða rekur minni til, að fermingarbarnið
hafi gaman af því að klifra er klifurnámskeið örugg-
lega vel þegin gjöf. Í Klifurhúsinu í Skútuvogi er hægt
að komast í klifurvegg og einnig verða haldin
skemmtileg námskeið fyrir unglinga í sumar þar sem
klifrað verður bæði inni og úti. Í klifur þarf engan út-
búnað nema skó og þeir eru til leigu í húsinu þannig
að það þarf ekkert nema áræði og dug til að klifra frá
sér allt vit. Sumarnámskeiðin kosta 10.000 krónur og
standa yfir í viku en einnig er hægt að gefa æfinga-
kort sem kostar 4.100 krónur fyrir einn mánuð. Allar
upplýsingar eru veittar í Klifurhúsinu og á vefnum
www.klifurhusid.is og þar eru einnig útbúin gjafakort.
VARAÐU ÞIG, TIGER WOODS >
Golf er góð íþrótt sem öll fjölskyld-
an getur stundað saman og ekki
ónýtt að gefa fermingarbarninu
byrjendanámskeið í golfi. Golf-
akademía Reykjavíkur stendur í
sumar fyrir tveggja vikna nám-
skeiðum sem standa frá 9-13 virka
daga og kosta 16.000 krónur. Allar
nánari upplýsingar má fá hjá Golf-
sambandi Reykjavíkur.
IDOL STJÖRNUGJÖF >
Hvern langar ekki til að verða
poppstjarna? Hægt er að fá staka
tíma hjá færum kennurum, bæði í
söng og hljóðfæraleik, og einfald-
ast að leita í gulu síðunum að
kennurum á því sviði sem áhugi
barnsins beinist að. Í Söngskóla
Maríu og Siggu er hægt að fá allt á
einum stað og þar er til dæmis boð-
ið upp á kennslu á gítar, hljómborð
og svo auðvitað í söng. Námskeið-
in kosta í kringum 35.000 krónur,
sem er frekar dýrt fyrir eina fjöl-
skyldu en ef nokkrar taka sig sam-
an er þetta sniðug gjöf.
< GÖNGUM UPP Í GILIÐ
Fátt er stórkostlegra en að skoða landið sitt á fæti og
því fyrr sem börn eru kynnt fyrir undrum þess, því
betra. Ferðafélag Íslands og Útivist bjóða upp á allar
mögulegar gönguferðir, bæði langar og stuttar, erfiðar
og auðveldar. Það er góð hugmynd að gefa einnig fé-
lagsskap sinn eða einhvers fullorðins í ferðina þar sem
börn yngri en 15 ára ættu að vera í fylgd með full-
orðnum. Fermingarbarnið fær hluta af Íslandi að gjöf
sem geymist með því alla ævi.
ÖÐRUVÍSI FERMINGARGJAFIR
Sum börn og unglingar eiga svo mikið af hlutum að þau hafa ekkert
að gera við meira. Hér eru nokkrar hugmyndir að öðruvísi gjöfum
sem fermingarbarnið býr að lengi.
>
Ljúffeng og litrík
Pavlova er marengsterta sem jafnan fellur í góðan jarð-
veg hjá sælkerum.