Fréttablaðið - 18.03.2005, Síða 58

Fréttablaðið - 18.03.2005, Síða 58
Dílaskarfurinn er frjálslegur fugl sem er meðal þeirra fyrstu sem huga að hreiðurgerð á vorin. Hvort þetta par sem tyllti sér niður við Reykjavíkurhöfn var í þeim hugleiðingum skal ósagt látið. / Ljósmynd: Vilhelm SJÓNARHORN 18. mars 2005 FÖSTUDAGUR 12 Vissir þú ... ...að mesta fjarlægð sem svifið hefur verið í vélknúinni fallhlíf er 644 kílómetrar? ...að Connie Kissling frá Sviss hefur unnið flesta heimsbikartitla kvenna í skíðafimi? ...að Tony Canzoneri frá Bandaríkj- unum var heimsmeistari í léttvelti- vigt í 33 daga frá 21. maí til 23. júní árið 1933, sem er stysti tími sem hnefaleikamaður hefur haldið titlinum? ...að Iolanda Balas frá Rúmeníu sigraði 150 sinnum í röð í hástökki frá 1956 til 1967? ...að Tracey Austin frá Bandaríkjun- um var yngsta kona til að sigra í einliðaleik á opna bandaríska mót- inu en hún var aðeins 16 ára og 271 dags? ...að lengst starfandi fótboltadóm- ari í heimi er Jozef Magyar frá Ungverjalandi? Hann dæmdi í fimmtíu ár en hann dæmdi sinn síðasta leik 9. mars árið 2003. ...að hin breska Charlotte Church var tólf ára og níu mánaða þegar hún komst í efsta sæti breska vin- sældalistans yfir sígilda tónlist og var þar með yngst til að ná fyrsta sæti sígilda listans í heiminum? ...að 210 tónlistarmenn söfnuðust saman til að leika á didgeridoo í tuttugu mínútur í Helitherme Bad Waltersdorf í Austurríki 19. apríl árið 2003? ...að mest selda lag frá því breski vinsældalistinn hóf göngu sína 1952 er lag Eltons John „Candle in the Wind 1997/Something About the Way You Look Tonight“ sem seldist í 33 milljónum eintaka? ...að Elvis Presley hafði átt 135 smelli á breska vinsældalistanum í apríl árið 2004? ...að fyrsta sjónvarpsauglýsingin, sem kynnti gæði Bulova-úrs, var sýnd á stöð NBC, WNBT í New York, 27. júní árið 1941? ...að dýrasta tölvuteiknaða mynd í heimi er Monsters Inc. frá Walt Disney og Pixar Animation Studio sem kostaði 8.280 milljónir ís- lenskra króna? ...að fatafellan Krystyne Korful frá Kanada er húðflúraðsta kona heims en það tók hana tíu ár að láta húðflúra 95 prósent af líkama sínum? ...að diskur minnsta harða drifsins er aðeins 2,16 sentímetrar í þver- mál? ... að kaupsýslumaðurinn Marc Ostrofsky í Bandaríkjunum seldi netfangið business.com hinn 1. desember árið 1999 fyrir 7,5 millj- ónir dollara? ...að stærsta parafoil-fallhlíf sög- unnar spannaði 43,6 metra og var yfirborð hennar sjö hundruð fer- metrar?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.