Fréttablaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 60
24 18. mars 2005 FÖSTUDAGUR
Stundum fá fréttirnar mann til
þess að hugsa. Ekki veitir af.
Merkilegt þetta með kristilegu
kærleiksblómin og sprettuna.
Þau eiga það víst til að poppa upp
hér og hvar, það var lítil stúlka í
Írak sem komst á forsíðu Frétta-
blaðsins uppi á Íslandi í morgun
fyrir að eitt að fíla páfann. Er
það kannski svona svipað og ef
lítill drengur í Austurbæjarskóla
kæmist á forsíðu helsta blaðs í
Írak fyrir að halda því fram að
Bath-flokkurinn hans Saddam
Hussein væri rosa svalur fyrir
að stjórna uppreisninni gegn inn-
rás Bandaríkjamanna í landið
sitt.
Í raun var stúlkugreyið á sama
sjúkrahúsi og páfinn og var að
gleðjast yfir því að hann hefði
mótmælt stríðinu í Írak eins og
margir aðrir, meira að segja uppi
á Íslandi. En í hinu rúminu við
hliðina á stúlkunni lá líka ung
kona með AIDS á lokastigi, henni
var ekki eins hlýtt til páfans
vegna þess að hann hafði lagt
blátt bann við að mennirnir sem
keyptu þjónustu hennar notuðu
smokk.
Það var ekki minnst á hana á
forsíðunni.
En það var líka undarleg frétt í
gær í útvarpinu þess efnis að
breskur herforingi hefur verið
settur til þess að rannsaka um 140
mál sem upp hafa komið um pynt-
ingar og hrottaskap gagnvart
föngum þeirra sem kalla sig hina
viljugu í Írak. Þessir frelsandi
herir undir forystu Bandaríkja-
manna og Halldórs Ásgrímssonar.
Þetta fannst mér nokkuð skondið.
Að herforingi skuli vera settur til
að rannsaka glæpi sinna eigin
hermanna gagnvart föngum í
landi sem þeir ráðast inn í án sam-
þykkis Öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna. Ég legg til að við tökum
upp þennan góða sið hér, með því
til dæmis að láta barnaníðinga
dæma í barnaníðingamálum, það
hljómar verulega kristilega eins
og þetta með hinn vangann.
Og þar sem komið hefur í ljós
að velflest öll þau rök sem gefin
voru fyrir innrásinni í Írak stand-
ast ekki, fyrir nú utan það sem
ekki var talað um, að þar er fullt
af olíu, væri vel hugsanlegt að
nota sömu aðferð og bara rölta
inn í Landsbankann og ná mér í
soldinn pening; ég er ekki nógu
ánægður með hann Björgólf og
mig langar í peningana hans. Og
svo yrði ég hvort sem er bara
dæmdur af bankaræningjum og
vafalaust látinn laus eins og
gæinn sem ætlaði bara að borga
fyrir sig þegar hann skar leigubíl-
stjórann á háls. Hverjir eiga að
dæma hann? Kjötiðnaðarmenn?
Nei, Hæstiréttur Íslands lét hann
lausan og hann fær meira að
segja hnífinn sinn aftur, og brýni
með.
Já, blessaðar fréttirnar. En
stundum verður maður að lesa á
milli línanna. Hvers vegna halda
Bandaríkjamenn að þeir séu ekki
vinsælir í þriðja heiminum? Gæti
það verið vegna þess að þeir
predika stefnu í heimsmálum sem
skapar fátækt og örbirgð? Þegar
9/11 gerðist var mikið spurt á
CNN hvernig þetta hefði getað
gerst, það hafði enginn kjark í það
að spyrja, hvers vegna gerðist
þetta? Sjálfsgagnrýni er fyrir
aumingja.
Það veina allir yfir fréttum af
því hvernig fjárhagsleg neyð
sendir börn í þrælkun, konur í
vændi og menn í dauðann en
hugsar aldrei neinn til þess að
þetta er tilkomið vegna þess að
auði heimsins er svo gífurlega
ójafnt skipt og frelsi til þess að
sölsa undir sig meiri auðæfi gagn-
ast bara þeim sterku sem gera
það í meira og meira mæli sem
breikkar alltaf þetta bil. Ef þú átt
tvo kyrtla þá gefurðu fátæka
manninum einn, það gerir alltaf
George Bush.
Nei, það virðist ekki vera mik-
ið af raunverulegum náungakær-
leik í kristilegu froðusnakki
Bandaríkjaforseta sem virkar
alltaf eins og forritaður tölvu-
haus, enda prógrammeraður af
kærleikselskandi ofsatrúarmönn-
um eins og Billy Graham sem vill
eflaust snúa hinni rasskinninni að
öllum þriðja heiminum. Sam-
kvæmt fréttunum eru múslimar
með einkaleyfi á orðinu „ofsatrú-
armenn“.
Finnst okkur þetta bara allt í
lagi? Erum við og vinir okkar í
Ameríku virkilega að bjarga
heiminum, eða er bara status quo
vegna þess að við höfum nóg að
éta í dag og þurfum bara að hafa
áhyggjur af því hvenær sé næst
útsala í Ikea? ■
Á Íslandi er rekinn útlánamarkað-
ur sem kalla mætti dýrustu banka-
þjónustu í heimi. Hér er almenn-
ingi gert að borga margfalt hærri
vexti og fjármagnskostnað en þjóð-
félagsleg rök mæla fyrir og marg-
falt hærri en tíðkast í nágranna-
löndum okkar. Kverkatak banka og
fjármagnseigenda á almenningi er
það mikið að það er farið að valda
meiriháttar breytingum til hins
verra á samfélaginu og kjörum
launafólks og þá sérstaklega hjá
láglaunafólki sem fer verst út úr
þessu mammonskapphlaupi. Í okk-
ar gósenlandi, þar sem hvert
mannsbarn ætti að geta lifað góðu
lífi, hefur fátækt fest rætur og
herjar nú sífellt á fleiri einstak-
linga í samfélaginu. Í þeirri hrinu,
sem nú gengur yfir á fasteigna-
markaðinum, snarhækka fasteign-
ir í verði og greiðslubyrði íbúða-
kaupenda eykst að sama skapi með
þeim afleiðingum að húsaleiga
mun hækka verulega og festa í
sessi ört vaxandi fátækt. Allt
venjulegt launafólk tapar en bank-
arnir græða. Þeir ríku verða ríkari
og þeir fátæku fátækari.
Vegna fákeppni á fjármála-
markaði hafa lánastofnanir hér á
landi komist upp með það að verð-
tryggja mest alla þá peninga sem
þær lána til lengri tíma en 5 ára.
Þetta þýðir að lægstu raunvextir á
íbúðalánum í dag eru um 9%. Á
sama tíma greiða danskir launþeg-
ar 4% raunvexti af sínum íbúðar-
lánum. Því miður virðist sem ís-
lenskir bankar og sparisjóðir
ákveði einhliða og í samráði hver
við annan hvað háir vextirnir skuli
vera og bæta síðan verðtrygging-
unni ofan á allt saman. Að minnsta
kosti er nokkurn veginn sama
vaxtaprósentan hjá þeim öllum.
Þegar þeir svo lána óverðtryggð
lán þá eru vextirnir miðaðir við
verðtryggðu lánin og eru sjaldnast
undir tveggja stafa tölu.
Nú í tæplega 5% verðbólgu eru
raunvextir hérlendis meira en tvö-
falt hærri en tíðkast í nágranna-
löndum okkar og gleymum því ekki
að þessu til viðbótar taka íslenskir
bankar og sparisjóðir mjög há
þjónustugjöld, hærri en víðast
hvar annars staðar. Þessi okurlána-
starfsemi er hægt og bítandi að
draga íslensk alþýðuheimili út í
skuldafen, sem getur ekki endað
öðruvísi en með gjaldþroti, nema
leikreglum verði breytt og það hið
fyrsta.
Það á ekki að koma neinum á
óvart, sem til þekkir, þó stórar
hagnaðartölur komi frá bönkum og
sparisjóðum og öðrum lánastofn-
unum hérlendis. Sem dæmi má
nefna að hagnaður KB banka það
sem af er ársins skiptir tugum
milljarða. Á sama tíma hækka
skuldir heimilanna jafnt og þétt, en
talið er að þær meira en tvöfaldist
á hverju 5 ára tímabili. Þökk sé
verðtryggingunni. Því miður finnst
stjórnvöldum þetta eðlilegt ástand
og reyna ekki að sporna við þessari
öfugþróun, heldur hæla sér af
ástandinu og telja það gott. Það má
segja að ríkisstjórnir Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknar hafi gefið
stórum fjármagnseigendum veiði-
leyfi á íslenskan almenning, bæði
með einkavinasölu á ríkisbönkun-
um og afskiptaleysi sínu varðandi
þá okurvexti, sem almenningi er
gert að borga.
Verðtryggingarákvæði „Ólafs-
laganna“ illræmdu og algjört frelsi
íslenskra lánastofnana til að
ákveða vexti og verðbætur hefur
gert verkafólk að ánauðugum
þrælum, sem mega prísa sig sæla
ef þeir sleppa við að horfa á heim-
ili sín verða gjaldþrota. Þessari illu
ánauð bankaveldisins verður ís-
lenskt launafólk að hrinda af sér,
því það er ekkert sem mælir með
því að hér eigi allt að vera verð-
tryggt nema launin.
Ég hef á annan áratug, bæði í
blaðagreinum og í ályktunum sem
ég hef flutt á þingum ASÍ, VMSÍ og
SGS, mótmælt verðtryggingu út-
lána og bent á að tekjur almenns
launafólks dugi hvergi nærri til að
borga slíka okurvexti af húsnæðis-
lánum sínum. Ég mun halda þess-
ari baráttu minni áfram svo lengi
sem íslensku launafólki er boðið
upp á margfalt verri lánakjör en
tíðkast í nágrannalöndum okkar.
Því miður hefur forusta Alþýðu-
sambands Íslands alveg brugðist í
baráttunni gegn verðtryggingu
lána og þegir þunnu hljóði um mál-
ið, þó greiðslubyrðin sé að sliga
stóran hóp innan samtakanna. Mín
skoðun er sú að miðað við þjóð-
hagslegar forsendur á Íslandi og
eðlilega samkeppni, en ekki sam-
ráð og eftirhermur, ættu óverð-
tryggðir vextir á íbúðalánum að
vera um 4%. Annað er óeðlilegt. ■
Offita og sjónvarpsgláp
Rannsóknir í Bandaríkjunum sýna
að ein megin ástæða offitu þar í
landi er sjónvarpsgláp á matmáls-
tímum. Ef fólk horfir á sjónvarp á
sama tíma og það borðar, borðar það
meira (reyndar auðvelt að sanna).
Fólk talar minna saman og borðsið-
ir fara fyrir ofan garð og neðan. Í
stað þess að fjölskyldan safnist
saman í lok dags og ræði atburði
dagsins, er horft á sjónvarp. Börnin
eru jafnvel með eigin sjónvörp á
sínum herbergjum og horfa á þau
meðan þau borða (oftar en ekki
skyndifæði). Í Bandaríkjunum er
talað um að ný kynslóð barna sé að
vaxa úr grasi, hin svokallaða „TV
Dinner Toddlers“, eða sjónvarps-
matarbörn. Þessi börn eru ekki að-
eins feitari og kunna ekki borðsiði
(borða að „hætti víkinga“), heldur
hafa komið fram hjá þeim ýmis
félagsleg hegðunarvandamál, svo
sem að kunna ekki að tjá sig. Árlega
deyja um 300.000 Bandaríkjamenn
vegna sjúkdóma sem rekja má til
offitu eða rúmlega þrefalt fleiri en
láta lífið í slysum.
Offita og tóbaksreykingar eru
einnig alvarlegustu heilbrigðis-
vandamál Íslendinga. Samkvæmt
Landlæknisembættinu eru nú
a.m.k. 20% íslenskra barna of þung
og um 5% of feit. Landlæknir segir
að aðeins eftir nokkur ár muni hlut-
fallslega jafnmargir vera of feitir á
Íslandi og í Bandaríkjunum. Á
Íþróttaþingi ÍSÍ í fyrra voru kynnt-
ar niðurstöður rannsókna sem gerð-
ar voru á lífstíl 9 og 15 ára Íslend-
ingum. Niðurstaðan var í stuttu
máli að íslensk börn eru meðal feit-
ustu barna í Evrópu.
Kvöldmatarfréttatímar Ríkis-
útvarpsins (RÚV) hafa í gegnum
tíðina verið afar mikilvægur hluti
af lífi fólks. Áhrif þess á líf okkar
eru margvísleg. Fréttir eru eitt
vinsælasta efni sjónvarpsstöðv-
anna. Sjónvarpsfréttir eru klukkan
hálf sjö á Stöð 2 og hálftíma síðar á
RÚV – eða á kvöldmatartíma. Fyrir
daga samkeppni í sjónvarpsrekstri
voru aðeins sjónvarpsfréttir klukk-
an átta – þá var fólk búið að borða,
vaska upp og jafnvel koma yngstu
börnunum í rúmið. Síðan fréttir
voru færðar er fólk að reyna að
horfa á þær á yfir kvöldmatnum.
Ein helsta röksemdin fyrir færslu
fréttatímanna var að breytingar
væru að verða á lífsháttum, vinnu-
tíminn að styttast þannig að fólk
væri búið að borða fyrir fréttir. Í
dag vitum við betur. Tölur benda til
að foreldrar eyði minni tíma með
börnum sínum en áður. Dvalartími
barna á leikskólum hérlendis er til
dæmis að lengjast. Til þess að
stuðla að heilbrigðari fjölskyldu-
háttum og bættri heilsu lands-
manna ætti RÚV að færa sína aðal-
fréttaútsendingu til klukkan níu
(og sleppa tíu fréttum). Það gerist
ekki það mikið á okkar litla landi að
fréttir megi ekki bíða í tvo tíma.
Fjölskyldur í Danmörku og Svíþjóð
geta t.d. rólegar borðað sinn kvöld-
mat því dönsku og sænsku ríkis-
sjónvarpsfréttirnar eru klukkan
níu, þó svo að vinnutími fólks þar
sé mun styttri en hér. Einnig við
getum lært það af frændum okkar
að leyfa ekki auglýsingar (láta
einkaljósvakana bítast um þá
köku), þannig að stöðin okkar sé
laus við auglýsingar, auglýsingar
sem oft á tíðum hvetja til neyslu á
óhollustu. ■
SIGURÐUR T. SIGURÐSSON
STARFSMAÐUR HJÁ VERKALÝÐSF. HLÍF
SKRIFAR UM VEXTI OG LÁNAMARKAÐ
AF NETINU
Fréttatimburmenn
helgarinnar
Þeir ríku verða ríkari
Ótrúleg ákvörðun
Ákvörðun útvarpsstjóra um ráðningu í
starf fréttastjóra útvarps er ótrúleg. Hið
sama má segja um þá umsögn útvarps-
ráðs sem ákvörðunin byggist á. Það sér
það hver maður að sá sem ráðinn var er
ekki sá sem líklegastur er til að vera hæf-
asti maðurinn. Hann hefur miklu minni
reynslu af störfum á fréttastofu en þeir
umsækjendur sem forstöðumaður
fréttasviðs lagði til að ráðnir yrðu og
hefur aðeins unnið fullt starf á slíkum
vinnustað í nokkra mánuði, samanborið
við upp í áratugareynslu annarra um-
sækjenda.
Þórður Sveinsson á mir.is
SIGTRYGGUR BALDURSSON
TÓNLISTARMAÐUR
UMRÆÐAN
FRÉTTIRNAR
BJÖRGVIN ÞORSTEINSSON
VERKFRÆÐINGUR
UMRÆÐAN
ORSAKIR OFFITU
Því miður hefur
forusta Alþýðusam-
bands Íslands alveg brugð-
ist í baráttunni gegn verð-
tryggingu lána og þegir
þunnu hljóði um málið, þó
greiðslubyrðin sé að sliga
stóran hóp innan samtak-
anna.
,,