Fréttablaðið - 18.03.2005, Side 62
„Mér verður nú ekkert hent út úr
Háskólanum. Það breytist ekki
annað en að maður fer á eftirlaun
og þarf ekki að kenna lengur,“
segir Bragi Árnason, prófessor í
efnafræði við Háskóla Íslands,
sem nú lætur af störfum. Bragi,
sem er frumkvöðull í vetnis-
rannsóknum í heiminum, varð
sjötugur fyrr í mánuðinum og í
dag stendur efnafræðiskor raun-
vísindadeildar skólans fyrir
kveðjufyrirlestri Braga í hátíðar-
sal Háskólans.
Dagskráin hefst klukkan þrjú
með setningu og ávarpi háskóla-
rektors.
Bragi segist áfram stunda
rannsóknir en hann hefur átt stór-
an þátt í að koma Íslandi á kortið
sem leiðandi afl í vetnisvæðingu.
Bragi segir heiminn við það að
fara að skipta um orkugjafa og
telur að við hér verðum einna
fyrst til. „Á átjándu öld fórum við
að flytja inn kol og olíudropa á
nítjándu öld. Um nítjánhundruð
var svo meirihluti orkunnar sem
notuð var í landinu innflutt. Síðan
hefst virkjun vatnsaflsins á
fyrstu áratugum tuttugustu aldar
og jarðhitavæðing um miðja öld-
ina þannig að um síðustu aldamót
höfðum við farið í gegnum tvö
meginstökk í að breyta um orku-
gjafa og tveir þriðju orkunnar
sem notuð er í landinu er úr inn-
lendum vistvænum orkugjöfum.
Núna erum við um það bil að sjá
síðasta stóra skrefið,“ segir hann
og telur að vetnisvæðingin verði
orðin að veruleika um miðja þessa
öld. „Þá verðum við líkt og á
víkingatímum með alla okkar
orku frá innlendum orkugjöfum
og búin að fikra okkur í það sem
kalla mætti aðra sólarorkumenn-
ingu mannsins.“
Bragi segir að þótt við hér
höfum forskot í því að geta með
vistvænni raforku framleitt vetni
þá sé ljóst að heimurinn allur
komi til með að enda með sólar-
orkuna sem aðalorkulind. „Það
verður ekki um annað að ræða,“
segir hann, enda fyrirséður sam-
dráttur í olíuframleiðslu og um
leið vaxandi orkuþörf, einkum
þróunarríkja. Bragi segir menn
telja að beislun sólar til fram-
leiðslu raforku verði orðin hag-
kvæm eftir um 20 til 30 ár. „Það
verður hins vegar alltaf þörf fyrir
geymslu og eldsneyti og þar
kemur vetnið inn í myndina.“
Bragi segir ástæðuna fyrir því
hve mikill áhugi er á vetnistil-
raunum hér á landi vera þá að við
þurfum vegna vatnsaflsins ekki
að bíða eftir sólarorkunni. „Við
getum byrjað þessa hluti strax og
erum raun byrjuð. Þjóðfélagið er
lítið og hentugt og því er horft til
þess að nota landið sem nokkurs
konar tilraunaland til að byggja
upp á næstu 20-30 árum vetnis-
kerfi þannig að þegar kemur að
sólarorkunni verði hægt að flytja
þessa þekkingu yfir á stærri
þjóðir.“ Bragi segir tilraunir með
vetnisstrætisvagna hafa gengið
snurðulaust og mun betur en hann
hafi átt von á. „Það bilaði einu
sinni rafgreiningin í stöðinni, en
það var nú bara vegna þess að
Norðmenn voru að prófa nýja
tækni.“ Þá segir hann að General
Motors hafi lýst því yfir að þeir
ætli að markaðssetja árið 2010
nýja tegund vetnisbíla, en sjálfur
er hann búinn að sjá frumgerð
slíkra bíla sem komast 480 kíló-
metra á einni fyllingu. „Fyrir
slíka bíla þyrfti ekki nema fjórar
til fimm vetnisstöðvar til að fara
hringveginn og fimmtán til að
komast um allt landið. Þetta sýnir
hvað einfalt er að byrja hér.“ ■
26 18. mars 2005 FÖSTUDAGUR
TÍMAMÓT: STARFSLOK OG SJÖTUGSAFMÆLI BRAGA ÁRNASONAR PRÓFESSORS
Vetnisvæðingin er í augsýn
JOHN UPDIKE (1932- )
á afmæli í dag.
„Hvernig mér tekst svona vel að skrifa
kvenpersónur? Ég hugsa mér karlmann og
fjarlægi svo bæði rökvísi og áreiðanleika.“
Ameríski rithöfundurinn John Updike fæddist í Shillington í Pennsyl-
vaníu í Bandaríkjunum. Hann stamaði sem barn og var þjáður af
psóríasis, en móðir hans hvatti hann til að skrifa. Eftir Updike liggja
um 30 skáldsögur og smásagnasöfn, auk margvíslegrar bókmennta-
gagnrýni.
timamot@frettabladid.is
ANDLÁT
Ingibjörg Þórdís Sigurðardóttir lést á
sjúkrahúsinu í Jönköping í Svíþjóð
miðvikudaginn 9. mars.
Björn Ólafsson, Krosseyrarvegi 9,
Hafnarfirði, lést laugardaginn 12. mars.
Kristbjörg Guðmundsdóttir, frá
Drangsnesi, Blikahólum 12, Reykjavík,
lést mánudaginn 14. mars.
Kristín Hansdóttir, Hrafnistu, áður
Gnoðarvogi 26, Reykjavík, lést þriðju-
daginn 15. mars.
AFMÆLI
Hafsteinn Sigurjóns-
son múrarameistari,
Aflagranda 40, er átt-
ræður í dag. Hann
dvelur ásamt fjöl-
skyldu sinni í London
á afmælisdaginn.
Svavar Reynir Bene-
diktsson, Asparfelli
6, Reykjavík, er
sjötugur í dag. Af því
tilefni bjóða hann og
eiginkona hans
Sigríður Sigurðardótt-
ir vinum og vanda-
mönnum til veislu í
hátíðarsal hestamannafélagsins Fáks í
reiðhöllinni í Víðidal klukkan hálf níu í
kvöld.
Álfrún Gunnlaugsdóttir, prófessor og
rithöfundur, er 67 ára í dag.
Pétur Gunnarsson, framkvæmdastjóri
þingflokks Framsóknarflokksins, er 45
ára í dag.
Heimir Karlsson dagskrárgerðarmaður
er 44 ára í dag.
Jóhann R. Benediktsson sýslumaður á
Keflavíkurflugvelli er 44 ára í dag.
Leifur B. Dagfinnsson kvikmyndagerð-
armaður 37 ára í dag.
Einar Bárðarson athafnamaður er 33
ára í dag.
Páll Pálsson leikari er 31 árs í dag.
JARÐARFARIR
11.00 Hansína Þorkelsdóttir, frá
Siglufirði, Freyjugötu 39, Reykja-
vík, verður jarðsungin frá Digra-
neskirkju.
11.00 Minningarathöfn um
Kristbjörgu Guðmundsdóttur,
frá Drangsnesi, Blikahólum 12,
Reykjavík, fer fram í Fossvogs-
kirkju.
13.00 Helga Björg Svansdóttir,
músíkþerapisti, Malarási 15,
verður jarðsungin frá Langholts-
kirkju.
13.00 Hulda Höydahl, hjúkrunarheim-
ilinu Grund, verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju.
15.00 Friðrik Guðmundsson, fyrrver-
andi tollvörður, Sunnuvegi 9,
Hafnarfirði, verður jarðsunginn
frá Hafnarfjarðarkirkju.
15.00 Sigríður Guðmundsdóttir,
Stigahlíð 10, Reykjavík, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju.
BRAGI ÁRNASON EFNAFRÆÐIPRÓFESSOR Síðustu 30 ár hefur Bragi verið frum-
kvöðull á sviði vetnisrannsókna og hlotið fjöldann allan af viðurkenningum fyrir störf sín.
„Það hefur alltaf tekið um fimmtíu ár að skipta úr einum orkugjafa í annan,“ segir hann
og telur slík skipti í farvatninu.
Þennan dag árið 1992 urðu ljósar nið-
urstöður kosninga í Suður-Afríku þar
sem hvíti minnihlutinn veitti umboð til
stjórnvalda sem vildu binda enda á að-
skilnaðarstefnuna, apartheid. Talsmenn
breytinga unnu yfirburðasigur í kosn-
ingum, sem metþátttaka var í. 68,6
prósent vildu breytingar og í sumum
héröðum fór kosningaþátttaka yfir 96
prósent. „Í dag höfum við snúið baki
við apartheid-stefnunni,“ sagði F. W. de
Klerk, þáverandi forseti landsins, en
hann fagnaði um leið 56 ára afmæli
sínu. Nelson Mandela, forseti ANC,
Afríska þjóðarráðsins, sem verið hafði í
fangelsi í 27 ár vegna baráttu fyrir rétt-
indum svartra, fagnaði einnig niður-
stöðu kosninganna. Árið eftir náðist
samkomulag um bráðabirgðastjórnar-
skrá. Árið 1994 vann svo Afríska þjóð-
arráðið fyrstu opnu kosningarnar í
Suður-Afríku og Nelson Mandela varð
forseti. Með þessum breytingum var
aflétt viðskiptaþvingunum á hendur
landinu, Suður-Afríka var aftur tekin
inn í Breska samveldið og tók aftur
sæti hjá Sameinuðu þjóðunum eftir 20
ára fjarveru. Mandela og de Klerk
fengu friðarverðlaun Nóbels árið 1993
fyrir ólíkar en áhrifaríkar aðgerðir til að
afnema aðskilnaðarstefnuna og fram-
lag til uppbyggingar í Suður-Afríku.
Árið 1999 lét Nelson Mandela af emb-
ætti forseta landsins. Þrátt fyrir miklar
pólitískar umbætur plagar fátækt og
ofbeldi enn marga íbúa Suður-Afríku.
18. MARS 1992
F. W. de Klerk, fyrrverandi
forseti Suður-Afríku.
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1760 Landlæknisembættinu
komið á fót og Bjarni Páls-
son skipaður landlæknir.
1922 Mahatma Gandhi er
dæmdur í sex ára fangelsi
fyrir borgaralega óhlýðni.
1926 Útvarpsstöð tekur formlega
til starfa í Reykjavík með
ávarpi Magnúsar Guð-
mundssonar atvinnumála-
ráðherra. Stöðin hætti fljót-
lega starfsemi.
1931 Schick Inc. setur á markað
fyrstu rafmagnsrakvélarnar
í Bandaríkjunum.
1963 Farþegaskipið Gullfoss
skemmist mikið í eldi í
Kaupmannahöfn.
1977 Samningur undirritaður
milli Íslands og Mikla nor-
ræna símafélagsins um að
reisa hér jarðstöð til að
annast fjarskiptasamband
um gervihnött milli Íslands
og annarra landa.
Aðskilnaði hafnað í Suður-Afríku
Tilkynningar um merkisatburði,
stórafmæli, andlát og jarðarfarir
í smáletursdálkinn hér á síðunni
má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5000.
LOKAÐ
Vegna jarðarfarar Helgu Bjargar Svansdóttur verða skrifstofur
Landsnets hf. í Reykjavík lokaðar í dag föstudaginn 18. mars
2005 frá kl. 12:00.
Landsnet hf. Krókhálsi 5C
Elskulegur eiginmaður minn, pabbi okkar, sonur,
bróðir og mágur,
Gylfi Hauksson
Álfatúni 10, Kópavogi,
sem lést á heimili sínu mánudaginn 14. mars, verður jarðsunginn
frá Hjallakirkju í Kópavogi mánudaginn 21. mars kl. 13. Þeim sem
vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Olga Stefánsdóttir
Dagný Gylfadóttir Stefán Haukur Gylfason
Brynhildur Olgeirsdóttir
Ástríður Hauksdóttir Georg Tryggvason
Trausti Hauksson Alda B. Marinósdóttir
Kjartan Hauksson Ásgerður Jónsdóttir
Ísak Sverrir Hauksson Guðrún B. Karlsdóttir.
Afmæli
Fertugur er í dag
Jóhann Tryggvi Jónsson
útgerðar- og fjöláhugamaður, til
heimilis að Tjarnarbraut 29, Hafnarfirði.
Hann hefur alla tíð verið búsettur í Hafnarfirði. Tryggvi er
sérlegur áhugamaður um áhugamál, hafa þau átt hug hans
allan á meðan yfir stendur. Tryggvi er kvæntur Árnýju S.
Þórólfsdóttur og eiga þau dótturina Önnu Stellu.
www.hjarta.is • 535 1800
Minningarkort
535 1825
70 ára
Afmæli
Föstudaginn 18. mars verður sjötugur
Svavar Reynir Benediktsson
Asparfelli 6, Reykjavík.
Af því tilefni bjóða hann og eiginkona hans Sigríður
Sigurðardóttir vinum og vandamönnum til veislu í hátíðarsal
hestamannafélagsins Fáks í reiðhöllinni í Víðidal
kl. 20.30 föstudagskvöldið 18. mars.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
FÆDDUST ÞENNAN DAG
1844 Nikólæj Rimskíj-Korsakoff, tón-
skáld.
1858 Rudolf Diesel, verkfræðingur.
1869 Neville Chamberlain, breskur
stjórnmálamaður.
1926 Peter Graves, leikari.
1936 F. W. de Klerk, fyrrum forseti
Suður-Afríku og Nóbelsverðlauna-
hafi.
1956 Ingemar Stenmark, skíðagarpur.
1966 Jerry Cantrell, gítarleikari Alice in
Chains.
1970 Queen Latifah, söng- og leik-
kona.