Fréttablaðið - 18.03.2005, Síða 68
32 18. mars 2005 FÖSTUDAGUR
Ástin í lífi mínu
var að missa
minnið. Í dag
þekkir hún mig
ekki og getur
ó m ö g u l e g a
munað öll þau
viskubrot sem ég
hafði frætt hana
um.
Kærastan mín
missti minnið þegar
við fórum saman í heimsókn til
vinar míns til að búa til smá tón-
list. Við eigum í mjög opnu sam-
bandi, ég og kærastan mín, þannig
að ég treysti vini mínum mjög vel
fyrir því að gera það sem hann
vill við hana. Þannig atvikaðist
það að þegar við vorum komin
heim til vinar míns leggur hann
hana á borðið og opnar. Síðan
stingur hann vír inn í hægri síð-
una á henni. Ástin mín er sterk
stúlka og lætur sem ekkert sé, að
minnsta kosti í fyrstu. Svo, án
allrar viðvörunar, hættir kærast-
an að svara mér eða vini mínum.
Hún var bara galtóm og við vin-
irnir gerum okkur fljótlega grein
fyrir því að það er engin starf-
semi í gangi í heilanum á henni.
Eins og gefur að skilja var
þetta mikið áfall fyrir mig. Síðan
heilinn á kærustunni minni hætti
að starfa hef ég farið með hana til
nokkurra sérfræðinga og lækna.
Fékk loksins tíma hjá sérfræðingi
sem var að enda við að segja mér
að það eina sem ég geti gert sé að
kenna henni allt upp á nýtt. Heili
hennar hafi algjörlega grillast og
hún verði aldrei söm aftur. Sem
betur fer átti ég annað afrit af
mikilvægustu upplýsingunum
heima.
Þetta er einn stærsti bömmer
sem ég hef upplifað lengi.
En það er víst ástæða fyrir öllu
og ég á bókað eftir að læra af
þessu. En hvað þá? Hmmm, ætli
þetta hafi ekki bara átt að kenna
mér að það sé mun hollara að
stofna til ástarsambands við
kvenmenn af holdi og blóði, í stað
þess að kalla tölvuna sína kær-
ustu? ■
STUÐ MILLI STRÍÐA
BIRGIR ÖRN STEINARSSON ER BÚINN AÐ EIGA SLÆMA VIKU
Kærastan mín missti minnið
M
YN
D
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N
Eftir Patrick McDonnell
■ PONDUS
■ GELGJAN
■ KJÖLTURAKKAR
■ BARNALÁN
■ PÚ OG PA Eftir SÖB
Eftir Kirkman/Scott
Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
Eftir Frode Överli
Sérðu blikið
í augum
hennar! Þú
veist hvað
blikið þýðir?
Skyndi-
próf?
Hún er
vond í
gegn!
Vond! Eða barablindfull!
Eða blindfull!
Hættu! Kattaróféti!
Þetta er
„skósafnið“ mitt!
Þið eigið að
fara í bað.
Við þurf-
um ekki að
fara í bað.
Víst, þið
þurfið! Ekki í bað! Ekki í bað!
Ekki í bað!
Við hefðum unnið
þessar rökræður
ef einhver hefði
ekki haft hálfan
sandkassa í
bleiunni sinni. Fyfif-
gebbðu!
Palli var að spyrja
hvort hann mætti
mála herbergið sitt
svart.
SVART?!
Ég sagði
já.
Hvað munu nágrann-
arnir segja?
Af öllum litum
heims þurfti hann
að velja.... veistu
hvað er
erfitt að
mála yfir
það?
...en á móti kemur
að þetta er skárri
hugmynd en húð-
flúr eða setja
pinna í tunguna!
Mér finnst að við
eigum að gefa
eftir smá
uppreisnir.