Fréttablaðið - 18.03.2005, Page 69
FÖSTUDAGUR 18. mars 2005
Nú nýlega var loksins frumsýnd
kvikmyndin um galdramanninn
John Constantine, byggð á Hell-
blazer-myndasögunum vinsælu.
Dyggir Hellblazer-lesendur
voru ekkert sérstaklega ánægð-
ir með myndina, enda ku hún
ekki hafa sýnt rétta mynd af
kappanum. Mörgum þótti sér-
staklega slæmt að Constantine
hefði verið gerður að nettum
svipbrigðalausum Kana á hvíta
tjaldinu, en ekki hrjúfum Tjalla
með kolsvarta kímnigáfu eins
og hann er á myndasögusíðun-
um. En flestum þótti bara nógu
slæmt að viðfangsefnið yrði að
klisjukenndu tónlistarmynd-
bandi fyrir unglinga. Constant-
ine hefur lent illa í alls konar
djöflum, illmennum og orma-
ætum, en nú virðist sem Holly-
wood hafi farið hvað verst með
hann.
En jæja, það er ennþá hægt
að lesa gömlu góðu bækurnar,
þar sem karlinn blótar með
bresku slangri og dansar ekki
einhvern Neo-dans þegar hann
kveikir sér í sígarettu. Sú
nýjasta heitir „All His Engines“
og er gott móteitur við bitlausri
kvikmyndinni. Constantine þef-
ar hér uppi einn viðbjóðslegasta
dímon sem sést hefur í bókun-
um, Beroul að nafni. Beroul lík-
ist allra helst holdsveikum
offitusjúklingi. Hann gengur
um í slopp, reykir vindla og bað-
ar sig í sundlaug fullri af rotn-
uðum líkum. Og hann á heima í
Beverly Hills. Eiginlega er hann
bara svolítíð úrkynjuð útgáfa af
kvikmyndaframleiðanda í
Hollywood.
Hvort Beroul er meðvitað
skot á bandaríska kvikmynda-
framleiðslu eður ei er ekki mitt
að segja. Hins vegar er ekki
leiðinlegt að lesa hann sem slík-
an. Og svo er „All His Engines“
bara frábær bók.
Eins og í flestum Con-
stantine-bókum kemur sagan
mátulega oft á óvart án þess að
misbjóða gáfum lesandans. Auk
þess leyfir hún sér að ganga
lengra en Warner-bræður þorðu
í vatnsblandaðri útgáfu sinni,
hvað varðar hrylling, húmor og
góða frásögn.
Hugleikur Dagsson
Constantine í Hollywood
JOHN CONSTANTINE:
HELLBLAZER – ALL HIS ENGINES
HÖFUNDUR: MIKE CAREY
NIÐURSTAÐA: „All His Engines“ er frábær bók
og eins og í flestum Constantine-bókum kemur
sagan mátulega oft á óvart án þess að mis-
bjóða gáfum lesandans.
[ MYNDASÖGUR ]
UMFJÖLLUN
F28170305 hellbl
» BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á FÖSTUDÖGUM