Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.03.2005, Qupperneq 69

Fréttablaðið - 18.03.2005, Qupperneq 69
FÖSTUDAGUR 18. mars 2005 Nú nýlega var loksins frumsýnd kvikmyndin um galdramanninn John Constantine, byggð á Hell- blazer-myndasögunum vinsælu. Dyggir Hellblazer-lesendur voru ekkert sérstaklega ánægð- ir með myndina, enda ku hún ekki hafa sýnt rétta mynd af kappanum. Mörgum þótti sér- staklega slæmt að Constantine hefði verið gerður að nettum svipbrigðalausum Kana á hvíta tjaldinu, en ekki hrjúfum Tjalla með kolsvarta kímnigáfu eins og hann er á myndasögusíðun- um. En flestum þótti bara nógu slæmt að viðfangsefnið yrði að klisjukenndu tónlistarmynd- bandi fyrir unglinga. Constant- ine hefur lent illa í alls konar djöflum, illmennum og orma- ætum, en nú virðist sem Holly- wood hafi farið hvað verst með hann. En jæja, það er ennþá hægt að lesa gömlu góðu bækurnar, þar sem karlinn blótar með bresku slangri og dansar ekki einhvern Neo-dans þegar hann kveikir sér í sígarettu. Sú nýjasta heitir „All His Engines“ og er gott móteitur við bitlausri kvikmyndinni. Constantine þef- ar hér uppi einn viðbjóðslegasta dímon sem sést hefur í bókun- um, Beroul að nafni. Beroul lík- ist allra helst holdsveikum offitusjúklingi. Hann gengur um í slopp, reykir vindla og bað- ar sig í sundlaug fullri af rotn- uðum líkum. Og hann á heima í Beverly Hills. Eiginlega er hann bara svolítíð úrkynjuð útgáfa af kvikmyndaframleiðanda í Hollywood. Hvort Beroul er meðvitað skot á bandaríska kvikmynda- framleiðslu eður ei er ekki mitt að segja. Hins vegar er ekki leiðinlegt að lesa hann sem slík- an. Og svo er „All His Engines“ bara frábær bók. Eins og í flestum Con- stantine-bókum kemur sagan mátulega oft á óvart án þess að misbjóða gáfum lesandans. Auk þess leyfir hún sér að ganga lengra en Warner-bræður þorðu í vatnsblandaðri útgáfu sinni, hvað varðar hrylling, húmor og góða frásögn. Hugleikur Dagsson Constantine í Hollywood JOHN CONSTANTINE: HELLBLAZER – ALL HIS ENGINES HÖFUNDUR: MIKE CAREY NIÐURSTAÐA: „All His Engines“ er frábær bók og eins og í flestum Constantine-bókum kemur sagan mátulega oft á óvart án þess að mis- bjóða gáfum lesandans. [ MYNDASÖGUR ] UMFJÖLLUN F28170305 hellbl » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á FÖSTUDÖGUM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.