Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.03.2005, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 18.03.2005, Qupperneq 70
Hrollvekjan The Ring 2 verður frumsýnd hérlendis um helgina. Um er að ræða framhald mynd- arinnar The Ring sem kom út fyrir nokkrum árum en sú var bandarísk endurgerð japönsku myndarinnar Ringu sem kom út árið 1998. Vakti hún mikla at- hygli fyrir að hafa fengið hár kvikmyndagesta til að rísa hvað eftir annað með frumlegum efn- istökum. Fjallaði hún um myndbands- spólu sem varð til þess að allir sem sáu hana dóu drottni sínum nákvæmlega viku síðar á kvala- fullan hátt. Myndin var byggð á bókum japanska hrollvekjuhöf- undarins Koji Suzuki og varð tekjuhæsta mynd sögunnar í Japan. Hefur hún þegar getið af sér tvær framhaldsmyndir þar í landi. Bandaríska útgáfan þótti gefa þeirri japönsku lítið sem ekkert eftir og fékk fínar viðtök- ur. Í The Ring 2 er Naomi Watts aftur í hlutverki rannsóknar- blaðakonunnar Rachel Keller og gerist myndin sex mánuðum eftir þá atburði sem áttu sér stað í fyrri myndinni. Keller ákveður að flytjast ásamt syni sínum frá Seattle til smábæjar í Oregon til að flýja undan þeim hörmungum sem áttu sér stað og byrja nýtt líf. Fljótt fer draugurinn Samara þó að láta á sér kræla á ný og Keller þarf að taka á öllu sem hún á til að halda lífi. Með önnur helstu hlutverk fara David Dorfman sem leikur son Keller, Simon Baker sem hefur getið sér gott orð fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum The Guardian, hin reynda leikkona Elizabeth Perkins og Sissy Spacek sem er þekkt fyrir myndir á borð við Coal Miner’s Daughter og Carrie. Leikstjóri er Hideo Nakata sem leikstýrði upprunalegu japönsku myndunum Ringu 1 og 2. Er þetta frumraun hans í Hollywood. Nakata á einnig að baki spennumyndina Dark Wa- ter sem kom út í Japan fyrir þremur árum og naut mikilla vinsælda. Endurgerð hennar verður brátt frumsýnd í Hollywood með Jennifer Conn- elly í aðalhlutverki. ■ 34 18. mars 2005 FÖSTUDAGUR Robots Internet Movie Database 6,5/10 Rottentomatoes.com 64% = Fersk Metacritic.com 69/100 Ring 2 Rottentomatoes.com 31% = Rotin Myndin er heimsfrumsýnd um helgina og hefur ekki fengið dóma á Metacritic og Internet Movie Database. FRUMSÝNDAR UM HELGINA (DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) Draugurinn Samara snýr aftur „You see, in this world there’s two kinds of people, my friend: Those with loaded guns and those who dig. You dig.“ - Það fer Clint Eastwood vel að gefa skipanir en hann hefur þó sjaldan verið reffi- legri en í hlutverki nafnlausa mannsins í The Good, the Bad and the Ugly. bio@frettabladid.is Það er nánast óhugsandi að hægt sé að gera Hringadróttinssögu J.R.R Tolkiens betri skil en Peter Jackson hefur þegar gert með þríleik sínum. Engu að síður virðast einhverj- ir vera á annarri skoðun, því nú stendur fyrir þrifum að setja upp söngleik byggðan á þessu magnaða verki. Það er fjölþjóðlegt lið sem stendur að þess- ari uppfærslu sem frumsýnd verður í Toronto eftir ár. Höfundur tónlistar heitir A.R. Rahman og kemur frá Indlandi, leikstjórinn er breskur og heitir Matthew Warchus og framleiðandinn, Kevin Wallace, er kanadísk- ur. Undirbúningur að söngleiknum hefur staðið yfir í fjögur ár og vonast framleiðand- inn til að uppfærslan fari frá Toronto til London og endi jafnvel á Broadway. Og nú er bara að bíða, vona og sjá hvort að söng- leikurinn berist ekki hingað til lands enda eru eflaust margir söngvarar sem láta sig dreyma um hlutverk í Hringadróttinssögu. EKKI MISSA AF... Sideways, sem er líklega besta myndin sem keppti um Óskar- verðlaunin í ár. Það er óvenju- mikið í handrit myndarinnar spunnið og það eru fyrst og fremst kostuleg samtöl sem keyra myndina áfram en ekki spillir fyrir fanta- góð frammistaða allra aðalleikar- anna. Það er einhver óræð snilld fólgin í því að geta gert bráð- skemmtilega gamanmynd um tvo einstaklega óaðlaðandi menn sem eiga varla skilinn snefil af samúð áhorfenda en Paul Gi- amatti og Thomas Haden Church fara hins vegar létt með að gæða leppalúðana sem myndin snýst um lífi. Sideways er gullmoli sem gleymist seint. Syngjandi föruneyti? Aðeins 599 kr. 5 690691 2000 08 11. tbl. 67. árg., 16. ma rs 2005. Persónuleikaprófið Aðeins 599 kr. Lífsreynslusaga • Heil sa • • Matu r • Krossgáturg•á~t Hjónin Þorvaldur B jarni og Þórunn Geirsdó ttir Rómantískir listamenn Dorrit Moussaieff Alltaf glæsileg! Hvað á að gefa fermingarbarn inu? Stjörnumerkið segir til um það Flott föt fyrir ferminguna! Allt sem þú vissir ekki ... Um Valgerði Sverrisdóttur Ný tækni ræðst gegn hrukkum! Amal Tam imi frá Palestínu er fræðsl ufulltrúi Alþjóðahú ssins Einstæð móðir sem ná ð hefur árangri Átak Viku nnar og Hreyfin gar Kílóin hrynja af Kristínu Góð ráð fyrir neglurnar! 00 Vikan11. tbl.'05-1 4.3.2005 1 0:54 Page 1ný og fersk í hverri viku Náðu í eintak á næsta sölustað RING 2 Rannsóknarblaðakonan Rachel Kellert flytur til smábæjar í Oregon ásamt syni sínum. Þau eru þó ekki laus við drauginn Samara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.