Fréttablaðið - 18.03.2005, Page 72

Fréttablaðið - 18.03.2005, Page 72
■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Ragnheiður Gröndal og hljómsveitin Black Coffee verða með föstudagsdjamm í Stúdenta- kjallaranum.  17.00 Phil Elvrum, Woelv og Brite Light koma fram í Smekkleysu Plötubúð, Laugavegi 59.  19.30 Píanóleikarinn Liene Circene leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Háskólabíói. Stjórnandi er Owain Arwel Hughes.  21.00 Siggi Björns spilar á Zanzi- bar í Mývatnssveit.  23.00 Ask the Slave, NilFisk og Pind koma fram á Bar 11.  23.30 Fræbbblarnir halda upp á 25 ára útgáfuafmæli sitt með heljar- innar tónleikum á Grand Rokk. ■ ■ OPNANIR  16.00 Alþýðulistakonan María Jónsdóttir opnar sýninguna „Gull- þræðir“ í Boganum í Gerðubergi.  17.00 Sýning um ævi og kveðskap Hallgríms Péturssonar (1614-1674) verður opnuð í bókasal Þjóðmenn- ingarhússins. Margrét Eggertsdóttir flytur ávarp um Hallgrím Pétursson og fluttir verða Passíusálmar.  Sýning á verkum Aðalheiðar Val- geirsdóttur myndlistarmanns verður opnuð á 1. hæð Grófarhúss, Tryggva- götu 15.  Samsýning Huldu Rósar Guðna- dóttur, Línu Larsen og Steindóru Hildar Clausen verður opnuð föstu- daginn 18. mars í Gallerí Gyllinhæð á efri hæð Gallerí Kling og Bang á Laugavegi. ■ ■ SKEMMTANIR  21.00 DJ’s Silja og Steina með funk, soul, hip-hop & Lounge föstu- dagskvöldið 18.mars á Café Kulture  22.00 Grínistarnir Snorri Hergill og Taffetta Wood verða með uppistand á ensku í Stúdentakjallaranum.  22.00 Hljómsveitin Groundfloor spilar á Kaffi Vin.  22.00 Hljómsveitin Sérsveitin heldur uppi fjöri í Vélsmiðjunni á Akureyri.  23.00 Hinn einni sanni Geirmund- ur Valtýsson og hljómsveit skemmtir gestum Kringlukráarinnar. Listamiðstöðin Klink og Bank fagnar eins árs afmæli sínu um þessar mundir og í tilefni af því verður haldið opið hús í höfuðstöðvum miðstöðvarinnar á morgun þar sem listamenn munu opna vinnustofur sínar fyrir gest- um og gangandi. „Listamennirnir munu sýna hvað þeir eru eða hafa verið að fást við. Sumir verða með uppá- komur og aðrir taka lagið. Ein- hverjir verða síðan við sína venju- legu vinnu,“ segir Nína Magnús- dóttir, myndlistarmaður og hús- stýra Klink og Bank. Að sögn Nínu eru um 130 manns, úr öllum listgreinum, með aðstöðu í Klink og Bank. „Við erum með opin rými og stóra sali sem við nýtum undir allskonar uppá- komur. Við höfum passað okkur á því að fylla ekki þau rými en öll vinnustofuplássin eru fullnýtt. Það er endalaus eftirspurn sem sýnir aðstöðuleysi listamanna.“ Landsbankinn hefur haft veg og vanda af því að útbúa listamönnun- um aðstöðu í Klink og Bank. Hann lánar þeim húsið endurgjaldslaust og sér um annan kostnað, svo sem hita og rafmagn. Á borgarskipu- lagi er gert ráð fyrir að rífa lista- miðstöðina og segir Nína óvíst hvað verði um framhald Klink og Bank. „Við erum með samning út september og vinnum innan þess ramma. En andrúmsloftinu hér inni verður ekki hent og það eru alltaf til önnur hús. Ég efast ekki um að við finnum okkur samastað í tilverunni,“ segir Nína. Opna húsið á morgun stendur frá tvö til sex og verður boðið upp á listviðburði fyrir alla aldurs- hópa. Léttar veitingar verða einnig í boði og eru allir velkomnir. ■ 36 18. mars 2005 FÖSTUDAGUR EKKI MISSA AF… ... 25 ára útgáfuafmæli Fræbbblanna sem verður haldið á Grand Rokk í kvöld. ... einleikstón- leikum Sigrúnar Eðvaldsdóttur í Salnum á morgun þar sem hún flytur nokkur verk sem tónskáldin hafa til- einkað ýmsum fiðlusnillingum. ... tónleikum Megasar í Stúd- entakjallaranum á morgun. Á efri hæð gallerís Kling og Bang við Laugaveginn er lítið gallerí sem hefur fengið nafnið Gallerí Gyllinæð. Þar hafa myndlistarnemar við Listaháskóla Íslands fengið aðstöðu til þess að halda sýningar. Í dag verður opnuð þar samsýning Huldu Rósar Guðnadóttur, Línu Larsen og Steindóru Hildar Clausen. Sýning- in ber yfirskriftina „Sweet child of mine“ og verður opin á laug- ardag og sunnudag milli klukkan 14 og 18 og síðan aftur dagana 24. til 27. mars á sama tíma. Á sýningunni er verið að velta upp spurningum í sambandi við dýrsleikann, sakleysið og faldar hugsanir. Menning er eins konar vörn gegn sakleysi og dýrsleikanum í manninum en hugsanir sem ekki má koma í orð brjótast út á yfirborðið á gróteskan hátt í fáránlegum athöfnum og draumum. Sýningin verður fjölbreytt með ljósmyndum, skúlp- túrum og videói. Hulda Rós mun fjalla um geldingu fresskatta í borginni á með- an Lína er með litlar sögur um svefnmynstur, íslenskar martraðir. Verk Steindóru Hildar fjallar um sakleysi og hreinskilni. Eiginleika sem öllum börnum er gefinn en er smátt og smátt tekinn frá þeim. Kl. 16.00 Föstudagsdjamm verður í Stúdentakjall- aranum síðdegis í dag. Þar mætir engin önnur en söngkonan Ragnheiður Gröndal ásamt hljómsveitinni Black Coffee. menning@frettabladid.is Varnir gegn sakleysi Klink og Bank eins árs ! HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 15 16 17 18 19 20 21 Föstudagur MARS STÓRA SVIÐ DRAUMLEIKUR e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ. Lau 19/3 kl 20, Su 20/3 kl 20, Lau 9/4 kl 20, Su 10/4 kl 20 Síðustu sýningar HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar Fi 7/4 kl 20, Fö 8/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20, Fö 22/4 kl 20, Lau 30/4 kl 20 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 2/4 kl 14 - Aukasýning Su 3/4 kl 14 - Aukasýning Lokasýningar HOUDINI SNÝR AFTUR Fjölskyldusýning um páskana. Mi 23/3 kl 20, Fi 24/3 kl 15, Fi 24/3 kl 20, Lau 26/3 kl 15, Lau 26/3 kl 20 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Lau 19/3 kl 20, Su 20/3 kl 20, Fö 1/4 kl 20 AUSA eftir Lee Hall Í samstarfi við LA. Su 20/3 kl 20, Su 3/4 kl 20 - Ath: Miðaverð kr. 1.500 AMERICAN DIPLOMACY eftir Þorleif Örn Arnarsson. Í samstarfi við Hið lifandi leikhús. Í kvöld kl 20, Fi 31/3 kl 20, Fö 1/4 kl 20 Síðustu sýningar ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Lau 19/3 kl 20 UPPSELT, Su 20/3 kl 21 BREYTTUR SÝNINGARTÍMI! Mi 23/3 kl 20, Fi 24/3 kl 20, Fö 1/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 2/4 kl 20 UPPSELT, Fi 14/4 kl 20, Fö 15/4 kl 20 - UPPSELT SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA Lau 19/3 kl 20, Lau 2/4 kl 20, Lau 9/4 kl 20 Síðustu sýningar 15:15 TÓNLEIKAR - SÓLÓ Tinna Þorsteinsdóttir Lau 19/3 kl 15.15 Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar Miðasala í síma 568 8000 www.HOUDINI.is mögnuð fjölskyldusýning! NÍNA MAGNÚSDÓTTIR Hússtýra Klink og Bank tekur á móti gestum og gangandi á morgun.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.