Fréttablaðið - 26.03.2005, Blaðsíða 22
22 26. mars 2005 LAUGARDAGUR
Um páska minnumst við mesta kraftaverks sögunnar þegar Jesús Kristur var
píndur og krossfestur til dauða, en reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum.
Jesús var kraftaverkamaður númer eitt. Hann lofaði okkur eilífu lífi og er enn
bráðlifandi í kærleika og hjörtum nútímans. Og hann slær heldur ekki slöku
við í kraftaverkum, ef marka má kirkjunnar menn. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir
heyrði af kraftaverkum samtímans hjá þjónum fimm kirkna.
Tími kraftaverka
Gunnar Þorsteinsson í Krossinum
segir kraftaverkamanninn Jesúm
Krist hvergi af baki dottinn. Hann
sjái kraftaverk gerast daglega í
nútímanum.
„Stærsta kraftaverkið eru þeir
fjölmörgu sem tekið hafa sinna-
skiptum, verið reköld í lífinu árum
saman en mæta Drottni sínum og
endurfæðast sem sterkir einstak-
lingar. Síðan koma lækninga-
undrin, en við eigum tugi vitnis-
burða um fólk sem hefur læknast
af hvers kyns kvillum, bæði
vefrænum og sálrænum á sam-
komum okkar. Ég man eftir ung-
um, mjög rangeygðum pilti á Hell-
issandi sem kom á samkomu. Eftir
bænir réttust augu hans á staðn-
um, og á samkomu minni í Póllandi
var kolrangeygð stúlka sem fékk
lækningu frammi fyrir augum
allra. Konan mín átti ekki að geta
eignast börn, en við eigum nú
fjögur. Kraftaverkin eru því alls
staðar í kringum okkur, en kannski
tökum við ekki alltaf eftir þeim.“
Gunnar segir ekki hægt að út-
skýra kraftaverk. Þau séu óútskýr-
anleg.
„Kraftaverk eru daglegt brauð í
öllum lifandi kirkjum og söfnuð-
um. Ef fólk verður þeirra ekki vart
ætti það að leggja á flótta úr þeirri
kirkju og finna sér aðra. Maður
skyldi alltaf reikna með krafta-
verkum því þessi tákn munu fylgja
þeim sem trúa. Trúaðir munu
leggja hendur yfir sjúka, lækna,
reka út illa anda og svo framvegis,
og ef kraftaverkin eru ekki til
staðar er trúin það ekki heldur.“
Gunnar hefur margsinnis séð
fólk rísa upp úr hjólastólum á sam-
komum hérlendis og minnist stór-
samkomu prédikarans Bennys
Hinn á Íslandi þegar færri komust
að en vildu. Þá segir hann upprisur
enn tíðkast og ekki langt síðan
maður reis upp frá dauðum í
Afríku.
„Sá maður hafði látist í bílslysi
en eiginkonan neitaði að horfast í
augu við dauða hans. Hún fór með
líkið á samkomu, en var ekki
hleypt inn og fór með það í kjallara
kirkjunnar þar sem maðurinn reis
upp frá dauðum. Til er myndband
af þessum atburði sem Eiríkur á
Omega hefur í fórum sínum. Þá er
víðfrægur mexíkóskur krafta-
verkamaður sem aðgang hefur að
Hvíta húsinu, en hann hefur reist
200 manns upp frá dauðum.“
„Jesús er enn að vinna krafta-
verk, hann lifir og framkvæmir
undur hvern einasta dag. Það upp-
lifum við fyrir augum okkar á
samkomum og í daglega lífinu,
bæði þegar kemur að lækninga-
undrum og lausnum í lífi fólks,“
segir Vörður Leví Traustason,
forstöðumaður Hvítasunnukirkj-
unnar í Reykjavík og dregur til
vitnis nærtækasta kraftaverkið
úr eigin lífi.
„Ég var
fimm ára og
pabbi 42ja
þegar hann
s l a s a ð i s t
mjög illa og
var ekki
hugað líf.
Pabbi var
húsasmiður
og datt ofan
af húsþaki aftur á bak á ryðgaðan
og óhreinan tein sem steyptur var
í gólfið. Þegar læknar skáru hann
upp lokuðu þeir honum aftur án
þess að gera nokkuð meira, því
líkami föður míns reyndist undir-
lagður af krabbameini. Læknar
sögðu hann eiga í mesta lagi eina
til tvær vikur eftir og voru svo ör-
uggir um að hann myndi deyja að
þeir báðu mömmu um leyfi til að
kryfja hann eftir andlátið.
Mamma þvertók fyrir það. Hún
sagðist trúa á Guð almáttugan, og
þar sem pabbi væri ekki enn
dáinn gæfi hún ekkert leyfið.
Margir báðu til Guðs fyrir
heilsu pabba á þessum tíma og
þegar heim kemur dreymir
mömmu draum. Í honum sá hún
líkfylgd fara frá heimili okkar í
Vestmannaeyjum og niður eftir
Vestmannabrautinni, en þegar
komið er að æskuheimili föður
míns birtist engill sem snýr lík-
fylgdinni
við. Í lok
draumsins
sér hún
e n g i l i n n
koma inn í
svefnher-
b e r g i
þ e i r r a
p a b b a ,
taka lík-
klæðin og hengja inn í fataskáp-
inn. Hún spyr engilinn hvers
vegna hann geri þetta. Hann svar-
ar: „Vegna bæna Guðs barna inn-
sigli ég þessi líkklæði.“
Pabbi er stórkostlegt kraftaverk.
Þegar hann lifði umfram þann tíma
sem læknar höfðu gefið honum opn-
uðu þeir hann aftur en þá fannst
ekkert krabbamein lengur í líkama
hans. Hann var alheill og hefur
verið síðan. Verður reyndar ní-
ræður á þessu ári.“
„Kraftaverkið er að gerast á
hverjum degi. Kraftaverk lífsins
er að gerast allt um kring og ég
trúi að Guð sé á bak við allt líf,“
segir séra Jón Dalbú Hróbjarts-
son, prófastur í Hallgrímskirkju
og bætir við að prestar þjóðkirkj-
unnar biðji um kraftaverk Guðs í
mörgu tilliti og í hverri einustu
messu.
„Við biðjum fyrir því að krafta-
verk verði í lífi fólks og höfum til
þess helgistundir sem við köllum
bænaguðþjónustur og fyrirbæna-
messur, þar sem við bjóðum fólki
að koma með sín vandamál og
bænir. Þar felum við fólk Guði á
vald og heyrum oft þakkir fyrir að
fólkið hafi hlotið blessun fyrir, en
við höfum enga lista yfir krafta-
verkin eða blásum þau út með
auglýsingum. Trúin á að Guð geri
kraftaverk í lífi fólks er aðeins
liður í starfi kirkjunnar.“
Séra Jón Dalbú segir róttæk
kraftaverk Jesú Krists í guð-
spjöllunum hafa verið tengd boð-
skap hans.
„Ef maður les textana í kring-
um kraftaverkin tengjast þau
alltaf því að Jesús er að kenna
fólki um blessun og nálægð Guðs í
veröldinni og að kenna því að
elska Guð og náungann. Þannig er
hægt að sjá kraftaverkin í stóru
samhengi hins kristna boðskapar.
Ég efast ekki um kraftaverk í
stórum sniðum og heyri oft vitnis-
burði þar sem læknar sjá ólækn-
andi mein á myndum sínum sem
svo hverfur, og þá þakkar fólkið
góðum Guði fyrir að hafa gert á
því kraftaverk, sem mér finnst
yndislegt. Kraftaverk eru því
örugglega til og ég geri ekki lítið
úr því, en kraftaverk eru fyrst og
fremst blessun Guðs í lífi og
starfi.“
Auglýstar kraftaverkasam-
komur falla ekki að smekk séra
Jóns Dalbús.
„Mér finnst það ekki rétt að-
ferð, enda heimtar maður ekki né
pantar kraftaverk eins og úr sjálf-
sala. Það er Guðs að ákveða. Ég
bendi á Postulasögu þegar Pétur
og Jóhannes voru við fögrudyr
musterisins á leið til helgihalds.
Þá kemur að þurfandi einstakling-
ur sem þeir biðja fyrir og hann
læknast. Það þýddi ekki að þeir
stæðu fyrir utan með auglýsinga-
skilti, heldur var kraftaverkið í
eðlilegu samhengi trúar og bænar.
Líf í trú og bænin eru lykillinn að
kraftaverkum, sem eru virk í
samfélagi þjóðkirkjunnar, svo
sannarlega.“
„Nei, hér eru ekki stunduð kraftaverk, enda tími
kraftaverkanna liðinn,“ segir Svanberg Jakobsson,
fjölmiðlafulltrúi Votta Jehóva, aðspurður um krafta-
verk í nútíma meðal safnaðarmeðlima Votta Jehóva.
„Að okkar mati var Jesús að gefa sýnishorn af því
sem hann ætlaði að gera þegar Guðs ríki kæmi, með
þeim kraftaverkum sem hann vann sjálfur á sínum
tíma. Reyndar fengu fylgjendur hans á fyrstu öld
bæði hæfileika og kraft til að vinna kraftaverk, en
þau liðu alveg undir lok þá þegar á fyrstu öldinni.“
Stærsta kraftaverk sögunnar
Gunnar Þorsteinsson í Krossinum
Líkklæðin innsigluð
Vörður Leví Traustason, forstöðumaður
Hvítasunnukirkjunnar í Reykjavík
Auglýsum ekki kraftaverkin
Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur í Hallgrímskirkju
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Tími kraftaverka liðinn
Svanberg Jakobsson hjá Vottum Jehóva
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
„Maður heyrir af kraftaverkum
en persónulega reyni ég að fara
ekki hátt með slíkt, enda veit mað-
ur ekki alltaf upp á millimetra
hvar mörkin ligga á milli lækna-
vísinda og yfirnáttúrulegra
hluta,“ segir séra Björgvin
Snorrason, prestur hjá Sjöunda
Dags Aðventistum.
Björgvin segist heyra sögur
frá Afríku og Austurlöndum fjær
sem stundum nálgist óviðeigandi
skrumsögur.
„Kristur sagði oftar en einu
sinni við lærisveina sína að hafa
ekki hátt um kraftaverkin sem
hann sjálfur framdi. Í ljós hefur
komið að blekkingar hafa verið
notaðar og afar leiðinlegt er ef
blekking varpar skugga á það sem
er ekta. Því vill maður heldur fara
hljótt um leið og maður þvertekur
ekki fyrir að kraftaverk hafi átt
sér stað. Ég veit um einstaklinga
sem eru áberandi spastískir og
sótt hafa kraftaverkasamkomur
en verið reknir á dyr því þeir voru
of veikir til að geta
gengið út hækju-
laust. Ég hef mínar
efasemdir þegar
talað er um krafta-
verk á færibandi
og finnst við eiga
að nýta okkur sem
best læknavísindin
sem eru Guðs gjöf.
Þau eru vísindaleg
kraftaverk, en með
því er ég alls ekki
að afskrifa guðleg
kraftaverk.“
Að mati séra Björgvins er
stærsta kraftaverkið hinn aldraði
maður sem veit að ævin er brátt á
enda en á samt innri frið, öryggi
og fullvissu um að ástvinir bíði
hinum megin.
„Hinn kristni maður sem er
sáttur við Guð og menn er betur í
stakk búinn að mæta dauðanum en
margur annar. Það finnst mér vera
kraftaverk kraftaverkanna; þegar
einstaklingur býr yfir innri frið
sáttargjörðar, fyrirgefningar og
fullvissu um að Guð er með hon-
um. En ég voga mér líka að segja
að ég hef upplifað lækningakrafta-
verk og þekki persónulega ein-
staklinga með ólæknandi sjúk-
dóma sem læknar hafa gefið
stuttan tíma fram að dauða, en
hafa orðið alheilir á óútskýran-
legan hátt og lifað heilbrigðir
ævina út. Þessir sömu einstakling-
ar bera ekki kraftaverkin á torg en
gefa Guði heiður og þökk fyrir.“
Blekkingin skyggir á hið ekta
Björgvin Snorrason, prestur Sjöunda Dags Aðventista