Fréttablaðið - 26.03.2005, Blaðsíða 30
Vistakstur verndar
umhverfið og budduna
Grétar H. Guðmundsson kennir svokallaðan vistakstur sem mengar minna og sparar eldsneyti.
Með vistakstri er eldsneyti sparað, minna
mengað og umferðaröryggi aukið. Grétar H.
Guðmundsson er einn fárra ökukennara hér á
landi sem kennir vistakstur.
„Vistakstur snýst fyrst og fremst um breytt hugarfar
og aksturslag,“ segir Grétar H. Guðmundsson kennari
í vistakstri. Hann segir þessa hugmyndafræði komna
frá Finnum sem hafa mikið spáð í þessi mál og komu
hingað til lands að kenna ökukennurum.
„Ég hef helst tekið hópa frá fyrirtækjum og kennt
þeim að aka vistvænt og eru þau flest fyrirtækin að
spara um 10% til 15% í eldsneyti eftir námskeiðið,
sem getur skipt gríðarlegu miklu máli í útgjöldum,“
segir Grétar.
„Auk þess kallar aksturslagið á aukið umferðarör-
yggi,“ segir Grétar og neitar því að vistakstur sé á
kostnað tíma því oft sparast jafnvel tími við vistakst-
ur. „Flestir komast leiðar sinnar aðeins hraðar með
vistakstri án þess þó að það sé verið að fara yfir há-
markshraða,“ segir Grétar og bætir við að þetta snúist
ekki bara um að keyra hægar og kitla pinnann minna.
„En eins og nafnið bendir til snýst þetta fyrst og
fremst um umhverfið þar sem reynt er að takmarka
mengun með meðvituðu aksturslagi,“ segir Grétar.
Kennslan er bæði bókleg og verkleg, og tók Grétar
blaðamann í smá kennsluakstur.Fyrst var ekinn einn
hringur án nokkurra leiðbeininga frá kennara , svo
aftur með leiðbeiningum frá kennara. Kennari les í
tölur í sérstakri kennslutölvu sem mælir aksturslag
bílstjóra og í þetta sinn minnkaði bensíneyðslan um
heil 22% í seinni hringnum, þegar bílnum var ekið
vistvænt, en jafnlangan tíma tók að aka hringinn í
bæði skiptin. kristineva@frettabladid.is
26. mars 2005 LAUGARDAGUR
Aukin ökuréttindi
Nú er rétti tíminn til að afla sér nýrra atvinnumöguleika !
Kennt er á leigu-, vöru- og hópferðabifreið,
einnig vörubifreið með eftirvagni.
Skólinn býður uppá nútíma kennsluaðstöðu og reynda kennara.
Innritun alla miðvikudaga, áfangakerfi.
Einnig eru í boði námskeið í vistakstri fyrir einstaklinga
og hópa.
Sími 567-0300
Þarabakka 3 109 Reykjavík
Netfang mjodd@bilprof.is
www.bilprof.is
Hágæða Polyurethane húðun í öllum litum
Bílunum fylgir
toppur, framrúða
og segl.
Einnig bjóðum við
mikið úrval
aukahluta.
Þeir sem hafa í huga að
eignast góðan golfbíl
vinsamlegast hafið samband.
Akralind 2
201 Kópavogur
Sími 565 2000
• SUMARDEKK • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
• HEILSÁRSDEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA
• OLÍS SMURSTÖÐ • BREMSUKLOSSAR
• BÓN OG ÞVOTTUR • PÚSTÞJÓNUSTA
ALLT Á EINUM STAÐ
SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN
SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM VISTAKSTUR
Komið hefur í ljós að meðalhraði hækkar með hagkvæmari
akstri eins og vistakstri.
Aftanákeyrslur eru 30% allra umferðaróhappa í þéttbýli. Ef
ekinn er vistakstur eru litlar líkur á aftanákeyrslum.
Skaðlegu efnin í útblæstri eru eitraðar lofttegundir sem valda
heilsufarsvandamálum. Með vistakstri dregur úr útblæstri.
Hagkvæmasta leiðin til að hægja ferðina er að gíra niður og
láta hreyfilinn draga úr ferð bílsins, ef vélin er með beina inn-
spýtingu fellur eyðslan þegar í stað niður í núll.
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/V
AL
LI
Hjólið þykir of hljóðlátt
Mótorhjól sem drifið er af vetni mengar ekki og gefur ekki frá
sér neitt hljóð.
Fyrsta vetnisdrifna mótorhjólið
verið smíðað og var það frumsýnt í
London á dögunum. Eina vanda-
málið við hjólið sem mengar ekk-
ert, er að það er of hljóðlátt og lík-
legt er að komið verði fyrir tæki
sem gefur frá sér hefðbundin mót-
orjólahljóð.
En þeir sem berjast gegn hávaða
fagna því að á markaðinn komi
mótorhjól sem gefur ekki frá sér
hin hefðbundnu hávaðasömu vélar-
hljóð, en framleiðendurnir segja að
hljóð frá hjólinu sé til þess að aðrir
vegfarendur verði varir við það. En
auðvelt er að slökkva að tækinu
sem býr til „mótorhljóðið“.
Hjólið mun ná 80 km hraða á
klukkustund og getur gengið stans-
laust í fjóra tíma áður en endur-
hlaða þarf rafhlöðuna. Hjólið mun
kosta um 500 þúsund krónur og
vatnskenndi útblásturinn er svo
hreinn að hægt er að drekka hann.
Fyrsta vetnisdrifna mótorhjólið hefur verið
kynnt í Bretlandi.