Fréttablaðið - 26.03.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.03.2005, Blaðsíða 10
26. mars 2005 LAUGARDAGUR MAÐUR VIKUNNAR Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,25% ívikunni við litla hrifningu Halldórs Ásgríms-sonar forsætisráðherra sem óttast að hækkun- in valdi enn frekari gengishækkun krónunnar og þar með auknum rekstrarerfiðleikum útflutningsgreina. Rök bankans eru þau að hamla verði hækkun verðbólgu, enda sé það meginhlutverk Seðlabankans, og verðbólgan stefni nú óðfluga fram yfir þau þolmörk sem við er miðað. Birgir Ísleifur Gunn- arsson, aðalbankastjóri Seðlabankans, ræður ekki einn ferðinni þegar teknar eru ákvarðanir um vaxta- hækkanir. Við hlið hans eru bankastjórarnir Ei- ríkur Guðnason og Jón Sigurðsson, og Arnór Sighvatsson aðal- hagfræðingur. En auðvitað vegur sjónarmið hans þungt og væri hann andsnú- inn málinu næði það ekki fram að ganga. Það fellur líka í hlut hans að skýra og verja ákvarð- anir af þessu tagi. Vaxtahækk- unin nú og fyrri hækkanir sýna að Birgir Ísleifur og s a m s t a r f s m e n n hans standa vörð um faglegt sjálfstæði bankans. Ekki hvarflar að nokkrum manni að þeir séu í vasa stjórnvalda. Birgir Ísleifur hefur setið í bankastjórastólnum í næstum hálfan annan áratug. Á næsta ári verður hann sjötugur og lætur þá af störfum. Hann var skipaður í embættið vorið 1991, þá þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Vék hann af framboðslista flokksins það vor og leysti þannig ákveðin innanhússvandamál í fram- boðsmálum flokksins. Skipan hans í embætti var óumdeilanlega pólitísk, hann er lögfræðingur að mennt og á hvorki að baki skóla- göngu í hagfræði né reynslu af bankastörfum. Marg- ir höfðu áhyggjur af því að þetta mundi skapa Seðla- bankanum vandræði, ekki síst vegna þess að þá styttist í að helsti fagmaður bankans, Jóhannes Nordal, léti af störfum. En þessar áhyggjur hafa reynst ástæðulausar. Jafnt hagfræðingar og banka- menn sem aðrir viðurkenna að Birgir Ísleif- ur hafi staðið sig mjög vel í bankanum, sett sig vandlega inn í hin flóknu fræði peningamálanna, unnið af fagmennsku og staðið vörð um faglegt sjálfstæði bankans. Birgir Ísleifur átti að baki langan stjórnmálaferil þegar hann varð bankastjóri. Ári eftir að hann lauk lögfræði- námi við Háskóla Íslands, 1961, var hann kosinn í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sat þar í tuttugu ár. Hann var borgarstjóri á árunum 1972 til 1978 er flokkurinn tapaði borg- inni í fyrra sinn. Sem borgarstjóri naut hann mik- illa vinsælda og er einna þekktastur fyrir forystu um „grænu byltinguna“ svokölluðu sem fól í sér stóraukna áherslu á útivist- arsvæði innan borgarmarkanna og hlýlegri ásjónu borgarinnar. Birgir sat síðan á þingi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn frá 1979 og þar til hann sagði af sér þing- mennsku 1991. Margir vildu að hann yrði formaður flokks- ins þegar Geir Hallgrímsson dró sig í hlé; hann gaf kost á sér en tapaði fyrir Þorsteini Pálssyni. Hann var mennta- málaráðherra í ríkisstjórn Þorsteins 1987 til 1988. Birgi Ísleifi er lýst sem hlé- drægnum manni, vinnusömum og strangheiðarlegum. Sem stjórnmálamaður þótti hann alltaf málefnalegur og sama þykir einkenna hann í bankan- um. Í honum eru listrænar taugar, hann leikur á píanó heima hjá sér og á góðra vini fundi en flíkar lítt þeim hæfileikum opinberlega. Kona hans er Sonja Backman. ■ Alltaf málefnalegur MAÐUR VIKUNNAR BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON TE IK N : H EL G I S IG . W W W .H U G VE R K A. IS Þegar hafist var handa við gerð hringvegar um landið með bundnu slitlagi var það að hluta til lagt ofan á gamlar undirstöður eldri vega, hálfrar aldar gamalla. Segja má að vegurinn hafi þjónað vel umferð síns tíma hvað varðar flutningsgetu þungaflutnings- bifreiða sem var þá a.m.k þrefalt minni en nú tíðkast. Þrjátíu tonna burðargeta auk tuttugu tonna þyngdar bifreiðar og tengivagna eða alls fimmtíu tonn er nú algeng sjón á vegum,sem er ekki í neinu samræmi við styrkleika veganna. Þegar sjóflutningar skipafélag- anna hættu til hinna ýmsu hafna umhverfis landið og við tóku land- flutningar skipafélaganna jókst margfalt umferð þungaflutninga- bifreiða á hringveginum samfara fiskflutningum landshornanna á milli, sem hin rangláta auðdrottn- unarstefna fiskveiðistjórnunar- innar hafði í för með sér. Allir þeir sem aka um hring- veginn sjá árlega aukningu þeirra gífurlegu skemmda sem aðallega þungaflutningar umræddra aðila valda. Vegurinn er í öldum og hryggjum og víða sprunginn, eyðileggingin er svo hröð og aug- ljós að stjórnendur vegamála, rík- isstjórn og alþingismenn hljóta að vera meðvitaðir að hverju stefnir. Hringveginum, sameign og stolt þjóðarinnar, sem menn höfðu ára- tugum saman beðið eftir er nú fórnað fyrir auðdrottnunarstefnu græðginnar, sem engu eirir. Við erum að ræða um tugmillj- arða tjón, sem enginn virðist bera ábyrgð á og ekki einu sinni stjórn- arandstaðan á hæstvirtu alþingi hefur borið gæfu til að fjalla um af einhverri alvöru. Eru hringa- drottnar fjármálavaldsins orðnir svo allsráðandi að löggjafar- og framkvæmdavaldið er algjört handbendi þeirra? Sjálfsagt munu skipafélögin og kvótakóngar sem bera höfuðábyrgð á þessu mikla vegatjóni koma sér undan að bæta tjónið og koma því yfir á þjóðina. Okkur þykir öllum vænt um þjóð- veginn okkar og ég er þess fullviss að þjóðin er í hjarta sínu sár og reið að sjá hringveginn sinn þurfa að gjalda svo dýru verði afglapa- og aumingjahætti stjórnvalda gagnvart auðhyggjuöflunum. Við hljótum að gera þá kröfu til við- komandi stjórnvalda að umrædd- um þungaflutningum á þjóðvegum verði hætt og sjóflutningar skipa- félaganna verði aftur komið á eða öxulþungi flutningatækja séu samræmd burðargetu veganna. Þó þessir landflutningar kunni að auka og flýta fyrir ýmissi þjón- ustu landsbyggðarfólks þá er hún allof dýru verði keypt eins og nú háttar. Hina langþráðu lífæð þjóð- arinnar, hringveginn, verðum við öll að standa vörð um. ■ Við erum að ræða um tugmilljarða tjón, sem enginn virðist bera ábyrgð á og ekki einu sinni stjórnarandstaðan á hæstvirtu alþingi hefur borið gæfu til að fjalla um af einhverri alvöru. KRISTJÁN PÉTURSSON FYRRV. DEILDARSTJÓRI UMRÆÐAN HRINGVEGURINN ,, Þungaflutningum á hringveginum verði hætt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.