Fréttablaðið - 26.03.2005, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 26.03.2005, Blaðsíða 50
> Plata vikunnar ... BLOC PARTY: Silent Alarm „Nýjasta eftir- lætið frá Bret- landi veldur ekki vonbrigðum. Fín- asta frumraun frá Bloc Party. Angurvært og grípandi rokk með hjartað á réttum stað.“ BÖS 38 26. mars 2005 LAUGARDAGUR tonlist@frettabladid.is Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI Beck: Guero Kings of Leon: Aha Shake Heartbreak Bloc Party: Silent Alarm Queens of the Stone Age: Lullabies to Paralyze Athlete: Tourist. > B ec k > Q ueens of the Stone Age Radiohead er komin aftur í hljóðverið eftir tveggja ára fjarveru til þess að hefja vinnu að sinni sjöundu plötu. Ekkert er þó vitað um hvenær platan kemur út og segjast liðsmenn Radio- head staðráðnir í því að gefa ekkert út fyrr en þeir finni leið til þess að þróa stíl sinn enn lengra inn í undarlegheit- in. Söngvarinn Thom Yorke og gítarleikar- inn Johnny Greenwood munu svo á mánudag frumflytja klassískt tónverk í London Royal Festival Hall ásamt sinfóníusveitinni London Sinfonietta. Verkið var sérsamið fyrir tónleikana og hefur aldrei heyrst áður. Samkvæmt fréttatilkynningu sem gefin var út frá sveitinni verða þar gerðar tilraunir til þess að blanda saman tónlistarstílum. Radiohead brettir upp ermarnar > Popptextinn ... „The only thing constant in the world is change.“ - India Arie réð lífsgát- una í einni setningu í laginu Growth af plöt- unni Acoustic Soul frá árinu 2002. Yfirhafnir á hálfvirði Vattúlpur, dúnúlpur, ullarkápur, húfur og hattar S: 588 5518 Opnunartími Mörkinni 6 mán. – fös. 10 – 18 lau. 10 – 16 Beck rýfur þriggja ára útgáfuþögn eftir helg- ina. Nýja platan heitir Guero og á henni má heyra Beck færa sig aftur yfir í þann fjöl- skrúðuga stíl sem hann er þekktastur fyrir. Ef Beck hefði fæðst tveimur ára- tugum fyrr hefði hann eflaust endað sem trúbadúr, syngjandi pólitíska söngva í von um að breyta heiminum. Löngu áður en hann varð heimsfrægur hafði hann skapað sér nafn sem sér- vitur trúbadúr, bæði í listasenunni í New York og í Los Angeles. Hann fór aldrei í framhaldsskóla og ákvað frekar að reyna fyrir sér sem trúbadúr á þeim stað sem hann var hverju sinni. Hann kemur af miklu listafólki og því er það honum nánast eðlis- lægt að vera sífellt leitandi í sköpun sinni. Mamma hans, Bibbe Hansen, var hluti af Factory-senu Andy Warhol og kom fram í einni mynd hans, Prison. Afi hans, Al Hansen, var stofnandi Fluxus- hreyfingarinnar sem kom lista- mönnum á borð við Yoko Ono á kortið. Pabbi hans, David Camp- bell, útsetur strengi fyrir popptónlist og hefur unnið með listamönnum frá flestum skúma- skotum, allt frá Linkin Park til Celine Dion. Hann kemur svo lítil- lega við sögu á nýrri plötu sonar síns, Guero. Nafn plötunnar er slanguryrði frá spænskumælandi hverfum Los Angeles, þar sem Beck ólst upp, og þýðir „hvítur strákur“. Nafnið valdi hann vegna þess hversu oft þetta var kallað á eftir honum á leiðinni í og úr strætó sem unglingur. Alveg frá því að Beck sló í gegn með Loser árið 1994 hefur hann lagt sig fram við að blanda saman stílum. Það lag var til dæmis vel heppnuð tilraun til þess að blanda hipphoppi við trú- badúrsspil. Síðan þá hefur hann bætt rokki, sambatónlist, teknó, fönki og blús við uppskrift sína, svo eitthvað sé nefnt. Honum virðist þó alltaf takast að hljóma eins og hann sjálfur. Það eru liðin þrjú löng ár frá því að meistarastykkið drama- tíska Sea Change kom út. Öll sú plata var hlaðin lögum sem voru samin eftir að hann skildi við kær- ustu sína, Leigh Limon, til níu ára. Líf hans hefur tekið töluverðum stakkaskiptum frá þeim tíma og í dag er Beck hamingjusamlega giftur faðir. Eiginkona hans og barnsmóðir er leikkonan Marissa Ribisi. Það var einmitt á þeim níu mánuðum sem það tók Beck að gera nýju plötuna sem líf hans tók þessum stakkaskiptum. Aðdáendur Becks verða ánægðir að heyra að á nýju plöt- unni má heyra Beck færa sig aftur nær þeim fjölskrúðuga stíl sem hann er þekktastur fyrir. Hann vann plötuna með The Dust Brothers, en þeir gerðu einmitt með honum Odelay á sínum tíma. Lögin eru því öll eitursvöl, hlaðin áhugaverðum taktpælingum sem hægt er að dilla sér við. Beck er orðinn 35 ára gamall og hefur átt blómlegan feril síðustu tíu ár, eða frá því að frumraun hans, Mellow Gold, kom út. Hann var það heitur á sínum tíma að hann náði að tryggja sér einn umtalaðasta plötusamning allra tíma. Hann samdi þannig við Geffen að hann hafði leyfi til þess að gefa út plötur hjá öðrum plötu- fyrirtækjum líka, en einungis ef plöturnar þættu ekki mjög sölu- vænar. Hann nýtti sér þetta ítrek- að fyrstu tvö árin eða svo, en í dag selst líklegast allt sem hann gerir í bílförmum. Stærsta páskaeggið í ár er því líklegast þessi nýja plata Becks sem ætti að skila sér í búðir strax eftir páskahelgina. biggi@frettabladid.is RAVEONETTES Danska hljómsveitin Raveonettes spilar á Hróarskeldu í ár. Skandinavískar á Hróarskeldu Fimm nýjum hljómsveitum hefur verið bætt á lista þeirra sem spila á Hróarskelduhátíðinni í Dan- mörku í sumar. Eiga þær það allar sameiginlegt að vera frá Norðurlöndunum. Hljómsveitirnar eru Mew, Outlandish og Raveonettes frá Danmörku og Eskobar og The Haunted frá Svíþjóð. Áður höfðu hljómsveitir á borð við Foo Fighters, Audioslave, Interpol, Black Sabbath, Green Day, The Tears, Brian Wilson og Mugison skráð sig til leiks. ■ Beck pressa? BECK Tónlistarmaðurinn snjalli rýfur þriggja ára útgáfuþögn eftir helgi þegar nýja platan hans, Guero, kemur út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.